Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓWflUINN Þriðjudaour 13. október 1987 227. tölublað 52. óroangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Umhverfismálaráðstefna AB ÁTVR Osónlagið að eyðast Sigurbjörg Gísladóttir efnafrœðingur á ráðstefnuAB: Ósónlagið minnkar um 3 prósent. Tíðni krabbameina mun aukast í kjölfarið. Nauðsynlegt að minnka notkun freons í spreybrúsum og kœlikerfum Osonlagið í heiðhvolfinu virðist hafa minnkað um rösk 3 pró- sent á síðustu árum og mögulega mun þetta leiða til nokkurrar aukningar á krabbameinum, að sögn Sigurbjargar Gísladóttur, efnafræðings. En óson, lofttegund á mörkum gufuhvolfs- ins verkar sem skjöldur gegn út- fjóiublárri geislun sólar, sem er krabbamyndandi. Þetta kom fram í erindi Sigurbjargar á fjöl- sóttri opinni ráðstefnu Alþýðu- bandaiagsins um umhverfismál í Gerðubergi á sunnudaginn. „Það er talið að minnki óson- lagið um eitt prósent, þá aukist útfjólublá geislun sólar á jörðu niðri um 2 prósent, og sérífræð- ingar eru þeirrar skoðunar að ekki sé ólíklegt að í kjölfarið fjölgi tilsvarandi krabbameinum allt að fjögur prósent,“ sagði Sig- urbjörg, en tók jafnframt fram, að nokkur óvissa fylgdi ósónmæl- ingunum og ekki væri hægt að fullyrða neitt með óyggjandi vissu um ósoneyðinguna. Ýmis konar efni sem notuð eru í kælikerfi og spreybrúsa, svo- kölluð freonefni, eru mjög lífseig og stíga upp í heiðhvolfið þar sem þau hvata eyðingu ósonsins. Sig- urbjörg sagði að þetta mál væri svo alvarlegt, að þegar hefðu nokkrar þjóðir bannað notkun freons og skyldra efna. Hún kvað það jafnframt áhyggjuefni, að það tæki mörg ár, ef til vill áratugi, fyrir þessi efni að stíga upp í heiðhvolfið, sem er tugkílómetra ofan við yfir- borð jarðar. Því væri alls ekki víst að mestu spjöllin á ósónlaginu væru komin fram nú þegar, og ef til vill ætti ósónlagið eftir að minnka verulega á næstu árum og áratugum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hún gat þess jafnframt, að yfir suðurskautinu væri ósónlagið orðið svo þunnt að þar myndaðist gat á það árlega. -ÖS Sjá bls. 5 8% hækkun AHt áfengi og tóbak hækkaði að jafnaði um 8 af hundraði. Afengis og tóbakshækkunin mun vera einn liðurinn í áformum ríkisstjórnarinnar til að draga úr fjárlagahallanum, en gert er ráð fyrir að þessi hækkun færi ríkis- sjóði allt að 300 milljónir króna í tekjur á næsta ári. Eftir hækkunina kostar þriggja pela flaska af Svarta dauða, - ís- lensku brennivíni, 880 krónur í stað 810 króna fyrir hækkun. Al- geng vodkategund kostar um 1400 krónur, en var áður um 1300. Flaskan af miðlungsgóðu viský kostaði rétt rúmar 1400 krónur, en er eftir hækkun komin í um 1550 krónur. Pakkinn af algengum vind- lingum kostar nú 130 krónur, en var áður á 118 krónur og pakkinn af ófínni vindlum, sem kostaði 180 krónur, fer uppí 190 krónur. -rk Þotuslysið I öruggum höndum MariaJesús Sanchis: Björgunarmenn- irnir eiga miklarþakkir skildar. Ferða- langarnir heim til Spánar í dag Mei, við bjuggumst ekki við að haida upp á þjóðhá- tíðardaginn í Reykjavík, og það með þessum að- draganda, sagði María Jesús Sanchis, eina konan í hópi spænsku þotuferðalanganna sex sem nauðlentu á sjónum 40 sjómílur vestur af Reykjanesi á sunnu- daginn. Þjóðhátíðardagur Spánar var í gær og í tilefni þess færði Þjóðviljinn fólkinu rósavönd í spænsku fánalitunum, rauðu og gulu, og eins til að samfagna því með giftusamlega björgun. Flugvélin var á leiðinni frá Miami til Spánar, og var ætlunin að millilenda í Keflavík, en vélin varð elds- neytislaus og setti það óhapp strik í reikning ferðal- agsins. - Ég vissi allan tímann að þetta færi vel og að við slyppum lifandi. Börgunarmennirnir eiga miklar þakkir skildar; það eru menn sem kunna sitt fag, og þegar við áttuðum okkur á því hvað við vorum í öruggum höndum rann mesta hræðslan af okkur, sagði Maria Jesús. Aðspurð um hvort það hefði verið vont í sjóinn sagði Maria Jesús að öldugangurinn hefði verið alveg nógu mikill fyrir sinn smekk, en björgunarmennirnir sögðu okkur að við mættum prísa okkur sæl að hafa ekki verið á ferðinni degi eða tveim fyrr, og þá lent í norðanbálinu sem gekk yfir landið. Spánverjarnir halda heimleiðis í dag. Feðginin Salvador og Maria Jesús Sanchis og Jose Maria Medina, helftin af þotuferðalöngunum sem lentu í sjónum vestur af Reykjanesi á sunnudaginn: Við erum uppfull af þakklæti til allra sem að björguninni stóðu. Mynd: E.ÓI. i Kjaramál Kauphækkun ekki á dagskra Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags iðnrekenda: Óþarfifyrirfólk að gera sér gyllivonir um kauphækkun. Launaskatturinn duldar álögur á launþega. Niðurskurður og skattaálögur duga skammt. Gengisfelling óhjákvœmileg Framfærsluvísitalan 21.7% verðbólga Framfærsluvísitalan hækkaði um 1.65% í september. 0.3% starfa af hækkun matvöru, 0.4% af hækkun á verði fatnaðar og um 1% stafa af hækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða. Síðustu 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 21,8% og hækkunin í september svarar til 21.7% árshækkunar. Síðustu þrjá mánuði hefur framfærslu- vísitalan hækkað um 5.4% og jafngildir sú hækkun um 23.2% verðbólgu á heilu ári. - Ig Almennt þurfa launþegar ekki að reikna með kauphækkun- um meira en orðið er. Að nafninu til er verið að skattleggja fyrir- tækin, en í raun og veru er verið að skattleggja launþega, sagði Víglundur Þorsteinsson, formað- ur Félags íslenskra iðnrekenda, en í fjárlgafrumvarpi næsta árs, sem lagt verður fyrir alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 1-1,5% launaskattur verði að nýju lagður á útflutnings- og iðnaðarfyrir- tæki. Víglundur sagði að boðaður launaskattur væri ekkert annað en feluleikur með nafngiftir á álögum. Launaskatturinn myndi takmarka mjög greiðslugetu fyr- irtækja og gera þeim ókleift að standa undir frekari kaup- greiðslum en orðið væri. - Ég fer ekkert í felur með þá skoðun að gengisfelling er óhjá- kvæmileg. Ef hún verður ekki á næstunni, þýðir það einfaldlega að hún verður þeim mun meiri eftir því sem stjórnvöld láta lengur hjá líða að fella gengið, sagði Víglundur. - Áform stjórnvalda um það að leggja á nýja skatta og skera niður útgjöld þess opinbera uppá 1300 miljónir króna, koma lyrir lítið þegar það stefnir í 3000 milljón króna viðskiptahalla í ár og 8-9000 miljónir króna á því næsta, sagði Víglundur. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.