Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 3
___________________FREfflR____ Matarskatturinn Hörð andstaða á Ýmsar af hugmyndum Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra, í ríkis- fjármálum hafa valdið miklum úlfaþyt, þó engar eins og hugmyndin um matar- skattinn. Myndin er tekin við þingsetninguna á laugardag en með Jóni Baldvin á myndinni er Sigurður Guðmundsson, settur biskup. (Mynd: E.ÓI.). Albert Guðmunds- son Ógeðfelldur skattur Maður er alveg steinhættur að vera hissa. Ríkisstjórnin boðar nýjar skattaálögur á hverjum degi,“ sagði Albert Guðmunds- son, formaður Borgaraflokksins í gær. „Þessi 10% söluskattur á mat- væli er þó ógeðfelldari en aðrir skattar." Albert sagði að þessar eilífu skattaálögur gerðu krónuna stöðugt verðminni. „Þetta þýðir í raun beina geng- islækkun. Ríkisstjórnin er einsog maður sem hefur tekið inn eitur og á eftir að sjá eftir því, en þá er það um seinan.“ _sáf Pórhildur Þorleifsdóttir: Bitnará bamafjölskyldum „Þessi skattur bitnar á þeim sem síst skyldi, barnmörgum fjöl- skyldum, og því mótmælum við þessu harðlega,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, þingflokksformað- ur Kvennalistans. „Það er merkilegt að skoða þetta í því samhengi að 1. ágúst síðastliðinn var lagður sölu- skattur á matvæli en þá var kjöt, fiskur og grænmeti undanskilið skattinum. Nú er hinsvegar verið að leggja 10% söluskatt á þessar vörur. Þetta eru aðgerðir sem við sættum okkur ekki við og munum mótmæla harðlega." -Sáf Karvel Pálmason: Algjörlega and- vígur skattinum „Ég hef sömu afstöðu til matar- skattsins hér á Alþingi og ég hef hjá verkalýðshreyfingunni og vísa því til margyfirlýstrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar,“ sagði Karvel Pálmason, þing- maður Alþýðuflokks. Karvel sagðist eiga eftir að sjá frumvarpið, hinsvegar væri hann algerlega andvígur því að sölu- skattur væri lagður á matvæli. Karvel hefur lýst því yfir að hann styðji ekki ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar. Hann situr hins- vegar þingflokksfundi Alþýðu- flokksins. „Það er rétt. Ég sit þingflokks- fundi en hinsvegar tek ég sjálf- stæða afstöðu til mála eftir minni bestu sannfæringu." -Sáf Guðmundur Þórarins- son: Fellst ekki á skattinn „Ég mun aldrei fallast á skatt á matvæli nema að gerðar verði hliðarráðstafanir, sem bæta barn- afjölskyldum upp álögurnar," sagði Guðmundur G. Þórarins- son, þingmaður Framsóknar- flokks. Matarskatturinn hefur mætt töluverðri andstöðu innan þing- flokks Framsóknar og er Jón Helgason, landbúnaðarráðherra m.a. andvígur honum, þar sem slík álaga mun koma niður á neyslu landbúnaðarafurða í landinu. Að sögn Guðmundar er nú verið að þrefa um hvort grípa skuli til einhverra hliðarráðstaf- ana til að milda áhrif söluskatts- ins hjá barnafjölskyldum. „Það var búið að ákveða að leggja þennan skatt á eftir áramót og vera þá jafnframt með hliðar- ráðstafanir einsog hækkaðar barnabætur, þannig að hér er um Alþýðusambandið Bréfii til Þorsteins Ekki hœgt að treysta loforðum stjórnvalda Fjölmiðlar bera okkur nú þær fréttir að ríkisstjórnin hafi þegar tekið og sé i þann mund að taka ákvarðanir um stórfelldar nýjar álögur á almenning. Af því tilefni hlýt ég að minna á að í bréfi ríkisstjórnarinnar 6. desember sl. til samningsaðila segir m.a.: „Stjórnvöld munu í verðlagn- ingu á opinberri þjónustu og skattlagningu fylgja þeirri stefnu að hækkanir verði í heild ekki umfram almenna verðlagsþróun. Verð á áfengi og tóbaki fellur þó ekki undir þessa skilgreiningu.” Það liggur fyrir að töluverðan hluta þeirrar verðhækkunar sem staðfest var um fyrri mánaðamót umfram það sem áætlað var við gerð samninga í desember má rekja til verðhækkana á vettvangi hins opinbera og nýrrar skatt- heimtu. Ákvarðanir stjórnvalda áttu því stóran beinan þátt í þeim verðbótum sem óhjákvæmilegar voru um síðustu mánaðamót. Af 5.65% hækkuninni 1. október má rekja 1.92% til hækkana á opin- berri þjónustu og aukinnar skatt- heimtu undangenginna mánaða og er hækkun áfengis og tóbaks þá ekki talin. Enn eru nærri þrír mánuðir eftir af yfirstandandi samnings- tíma og engin rauð strik eru fram- undan. Sú verðhækkun sem nú verður fæst því ekki bætt í kaupi rr en með nýjum samningum. byrgð ríkisstjórnarinnar er því enn meiri en ella. Það leikur ekki vafi á því að rangar ákvarðanir af þessu tagi og almennt aðgerðarleysi stjórnvalda hafa veikt tiltrú fólks á því að raunhæft sé að treysta Ioforðum ríkisstjórnarinnar. Ef þær ákvarðanir sem nú er rætt um fara fram er líklegt að það traust verði að engu. Verkalýðshreyf- ingarinnar bíður þá ekki annar kostur en að leggja þungann á beinar kauphækkanir og sjálf- virkt vísitölukerfi. Það samningsform sem sam- komulag náðist um á síðasta ári gerir tilkall til þess að allir aðilar standi við sitt. Það virðist æ Þriöjudagur 13. skýrar koma í ljós að af þeim þremur aðilum sem öxluðu ábyrgð með samningunum á síð- asta ári hefur verkalýðshreyfing- in ein staðið við sitt. Við þær að- stæður verður ábyrgðartilfinn- ingin að ábyrgðarleysi. Ég minni enn á bréf ríkisstjórn- arinnar frá því í desember sl. og geri tilkall til þess að málið verði tekið til endurskoðunar. Sérstak- lega hlýt ég að minna á skyldur stjórnvalda gagnvart þeim sem minnst bera úr býtum í þessu þjóðfélagi og munu verða verst úti ef áformaður matvöruskattur verður að raunveruleika. Áform- uð hækkun matvöru um næstu mánaðamót gæti leitt til um 1.3% hækkunar á framfærslukostnaði meðalheimilis og um 2% hækk- unar á framfærslukostnaði lág- tekjufólks. Ef enn kæmi til 10% hækkunar á matvörum um næstu áramót yrði hækkun framfærs- lukostnaðar um enn 2.3% hjá meðalheimili en um 3% hjá heimilum lágtekjufólks. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Alþingi þingi tveggja mánaða bil að ræða, sem þarf að brúa.“ -Sáf Svavar Gestsson Fráleit skatHagning „Þessi skattlagning er fráleit og lendir sérstaklega á þeim sem eru með lægstu tekjurnar,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins. „Nær hefði verið að taka þetta af þeim sem hafa rakað saman gróða í góðærinu undanfarin ár. Þessvegna flytjum við á Alþingi tillögur um róttækar breytingar á skattlagningu á fyrirtæki, þannig að þau taki eðlilegan þátt í sam- neyslunni." Svavar sagðist telja það fráleit vinnubrögð af ríkisstjórninni að tilkynna mörg hundruð milljón króna skattlagningu á landsmenn sömu daga og Alþingi er að koma saman. Sagði hann að nær hefði verið að ræða málin fyrst á Al- þingi. „Þá má benda á að þessi skatt- lagning gengur þvert á öll loforð stjórnvalda gagnvart verkalýðs- hreyfingunni. Eg hlýt því að taka undir þær kröfur samtaka launa- fólks, að ríkisstjórnin dragi til baka öll sín áform og ákvarðanir um matarskattinn." -Sáf Þorvaldur Garðar kjörinn Guðrún Helgadóttir fyrsti varaforseti Kosnir voru forsetar og vara- forsetar, sameinaðs alþingis og deilda í gær. Þorvaldur Garðar Kristjánsson var kjörinn forseti sameinaðs Alþingis, en Salóme Þorkelsdóttir fékk níu atkvæði á móti honum. Það var með nokkurri spennu að beðið var eftir kjöri forseta sameinaðs Alþingis í gær því fregnir höfðu borist af því að nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokks myndu styðja Salóme. Sú reyndist þó ekki raunin því Þor- valdur Garðar hlaut 43 atkvæði en Salóme níu. Eyjólfur Konráð Jónsson tók ekki þátt í atkvæða- greiðslunni. Þá hlaut Valgerður Sverrisdóttir eitt atkvæði og fimm seðlar voru auðir. Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagi, var kjörinn fyrsti varaforseti og Jóhannes Ein- varðsson, framsókn, annar vara- forseti. Jón Kristjánsson, var kjörinn forseti neðri deildar og Karl Steinar Guðnason, Alþýðu- flokki, forseti efri deildar. í dag verður nefndakjör á Al- þingi og auk þess verða ýmis mál lögð fram, þar á meðal fjárlaga- frumvarpið. -Sáf Utgerðarstaðir á íslandi Ritið Útgerðarstaðir á íslandi er komið út. í ritinu eru upplýsingar um þróun byggðar í útgerð- arstöðum á íslandi frá 1980 og fjallað um sjávar- útveginn og þátt hans í byggðaþróun á tímum mikilla breytinga í stjórn fiskveiða. í ritinu er fjallað um 55 útgerðarstaði á landinu í máli og skýringamyndum. Meðal annars er lýst hagnýtingu botnfiskaflans allt frá 1980 og kemur þar fram hve mikið er unnið á staðnum og hve mikið selt burt. Þá er fjallað um veiðikvóta og ítarlega um aflaráðstöfun heimabáta. Ritið Útgerðarstaðir á íslandi er til sölu hjá nokkrum bókaverslunum og einnig má panta það frá Byggðastofnun. Byggðastofnun RAUÐARARSTlG 25 • SlMI 25133» PÓSTHÓIF 5410 • 125 REYKJAVlK Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 15. október n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.