Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 5
Herdls Þorvaldsdóttir, Svanhildur Skaftadóttir og Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans hlusta á erindi ráðstefnunnar. Fjær sitja Ólafur Sveinsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Þetta er langbesta erindi sem ég hef heyrt flutt um gróður- vernd og iandeyðingu, sagði Sig- urður Blöndal, skógræktarstjóri eftir að hafa hlýtt á erindi And- résar Arnalds, beitarþolsfræð- ings á fjöisóttri ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um umhverfismál í Gerðubergi á sunnudaginn. Og fráfarandi formaður, Svavar Gestsson, lét svo um mælt að ráð- stefnan væri „einsog besta kennslustund“, eftir að Jón Ól- afsson, haffræðingur, hafði gert grein fyrir rannsóknum á vist- fræði fiskimiðanna. Alls komu rösklega hundrað manns á ráðstefnuna, sem var öllum opin. Fólk utan Alþýðu- bandalagsins var áberandi á með- al gesta, og menn voru sammála um að ráðstefnan hefði tekist mjög vel einsog mátti meðal ann- ars marka af undirtektum fjöl- miðla við efnið sem þar var flutt. Við áttum sannast sagna ekki von á svona mörgu fólki á ráð- stefnu um umhverfismál, en þetta sýnir að áhuginn er fyrir hendi, jafnt innan flokksins sem utan, sögðu þremenningarnir sem undurbjuggu ráðstefnuna, þau Össur Skarphéðinsson, Alf- heiður Ingadóttir og Hjörleifur Guttormsson. Ráðstefnan var að öðru leyti frábrugðin flestum fyrri ráðstefn- um hérlendis um umhverfismál að því leyti, að á henni var mjög alþæjóðlegur blær. Þannig var fjallað um loftmengun handan um höf og í því erindi komu fram mjög fróðlegar upplýsingar hjá Hreini Hjartarssyni, veðurfræð- ingi. En samkvæmt þeim virðast íslendingar að því leytinu til bet- ur settir en nágrannaþjóðirnar að Vel heppnuð ráðstefna Chris Bunyan, gestur ráðstefnunnar: Vona að þetta verði upphafið að samstarfi allra íslensku stjórnmálaflokkanna gegn kjarnorkuverinu í Dounreay Ráðstefnustjórar, össur Skarphéðinsson og Álfheiður Ingadóttir bera saman bækur slnar. Hluti ráðstefnugesta. loftmengun hérlendis er miklu minni en þar. Ósonlagið var til umræðu hjá Sigurbjörgu Gísladóttur efna- fræðingi, en mikil alþjóðleg um- ræða hefur farið fram um eyðingu þess. Erindi Sigurbjargar var mjög vel tekið, enda hafði fæsta ráðstefnugesti órað fyrir í hvflíkt óefni stefnir með ósónlagið. En mesta athygli vakti vita- skuld erindi Chris Bunyan, for- manns baráttusamtakanna gegn stækkun Dounreay kjarnorku- versins á norðurodda Skotlands. Bunyan var sérstakur gestur Al- þýðubandalagsins á ráðstefn- unni, og greindi frá hættunni af verinu í kjarnyrtu máli, og lýsti andófinu á Hjaltlandi og annars staðar. Erindinu, sem Þjóðvilj- inn mun birta á næstunni, var vel fagnað af ráðstefnugestum. „Ég þakka Alþýðubandalag- inu kærlega fyrir að bjóða mér til þessarar velheppnðu ráðstefnu," sagði Bunyan í lok ræðu sinnar, „sem ég vona að verði upphafið á samstarfi milli allra stjórnmála- flokkanna gegn Dounreay ver- inu“. -•g Chris Bunyan formaður CADE. Þrlðjudagur 13. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.