Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Sri Lanka Blóðugir bardagar Indverskir friðagœsluliðar hafafellt 165 Frelsistígra tamíla og tekið 260 höndum Sex þúsund indverskir her- menn, þar á meðal úr sérþjálf- uðum failhlífaherdeildum, studd- ir skriðdrekum og fallbyssuþyrl- um, börðust í gær og um helgina í návígi við tamílska Frelsistígra í Jaffnaborg á samnefndum skaga nyrst á Sri Lanka. Blaðafulltrúi indverska sendi- ráðsins í höfuðborginni Kólombó sagði í gær að meira en fimmtíu fallhlífarhermenn hefðu verið sendir til borgarinnar og að sókn dáta á jörðu niðri miðaði vel þrátt fyrir mikla mótspyrnu og heiftar- lega bardaga. Að minnsta kosti 18 indverskir hermenn, þar af 3 fallhlífadátar, féllu í átökunum um helgina og í gær að sögn blaðafulltrúans. 1 indverska ríkisútvarpinu var það ennfremur staðhæft í gær að 165 Tígrar hefðu verið felldir og 260 teknir höndum. í fréttum indverska útvarpsins var það haft eftir fréttariturum þess í Jaffna að Tígrarnir svifust einskis í bardögunum við ind- versku sveitirnar, til að mynda tækju þeir almenna borgara og notuðu sér til hlífðar fyrir kúlum óvinarins. Kólombía Foringi vinstrimanna myrtur Byltingarher Kólombíu hyggst hefna Jaimes Pardos Leals grimmilega r Asunnudag var Jaime Pardo Leal, leiðtogi helsta vinstri- flokks Kólombíu, skotinn til bana og hafa helstu skæruliðasamtök landsins hótað grimmilegri hefnd. Að minnsta kosti 3 einstak- lingar biðu bana og 30 slösuðust í átökum lögreglu og bálreiðra fé- laga Þjóðarfylkingarinnar, flokks Leals, í höfuðborginni Bógótu í fyrrinótt. Leal bauð sig fram í forseta- kjörinu í Kólombíu í fyrra og hreppti þá um hálfa miljón at- kvæða. Þjóðarfylkingin var stofnuð í hittifyrra uppúr Komm- únistaflokknum og Byltingarher Kólombíu (FARC) sem er öflug- asta skæruliðahreyfing vinstri- manna. FARC sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að stofnuð verður sérstök „Pardo Leal bardagasveit" er hafa mun það hlutverk með höndum að refsa morðingjum leiðtogans. Fé- lagar kváðust einnig alfarið vísa á bug tilboðum ríkisstjórnarinnar um samningaviðræður. Leal kvaðst ekki vera komm- únisti og var potturinn og pannan í stofnun Þjóðarfylkingarinnar. Að sögn félaga flokksins hafa hvorki fleiri né færri en 460 fé- Iagar og stuðningsmenn verið myrtir frá því hann var stofnaður árið 1985. Þar á meðal eru borg- arstjórar, verkalýðsleiðtogar, háskólakennarar og þekktir bar- áttumenn fýrir almennum mannréttindum. Forseti Kól- ombíu, Virgilio Barco, fordæmdi morð Leals harðlega í gær. -ks. SKÁK Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, og Velupillai Prabakaran, leiðtogi Frelsistígranna. Fyrir nokkrum mánuðum fór vel á meö þeim en nú berast vígamenn þeirra á banaspjót. Fyrrnefndur blaðafulltrúi sagði að alþýða manna í Jaffna hefði verið hvött til að leita hælis á þrem griðastöðum í borginni þar sem Indverjar gættu öryggis hennar. Hann sagði að dátarnir myndu gæta öryggis fólks af öllum kynþáttum og trúar- brögðum. Um 11 þúsund indverskir her- menn og lögreglumenn hafa það verkefni með höndum að tryggja framgang friðarsamnings ríkis- stjórnanna í Nýju-Delhi og Kól- ombó. Þeir hafa fengið fyrirmæli um að uppræta hryðjuverka- sveitir Tamíltígra, hvað sem það kosti. í gærkveldi barst frétta- mönnum í hendur yfirlýsing frá Tígrunum þar sem staðfest er að harðir bardagar geysi í Jaffna og fullyrt að 28 indverskir hermenn hefðu verið felldir í gær. Enn- fremur var staðhæft að Indverjar skytu á allt kvikt og hefðu myrt ótölulegan grúa almennra borg- ara. Blaðafulltrúi Indverja neitaði þessu og kvað dáta stjórnar sinn- ar leggja sig í framkróka um að tryggja öryggi almennings. Hann gat þess einnig að barist væri í Batticaloahéraði á austurströnd- inni en fréttir þaðan væru mjög óljósar. -ks. Lœknisfrœdi Japani fékk Nóbelsverðlaun Talsmcnn Karolinsku-stofnun- arinnar í Stokkhólmi tilkynntu í gær að Nóbclsvcrðlaun í læknis- fræði fyrir árið 1987 hefðu fallið Japananum Susumu Tonegawa í skaut. Tonegawa er 48 ára gamall og fær verðlaunin fyrir brautryðj- andarannsóknir á því hvernig erfðaefni mannslíkamans getur framleitt marga miljarða mót- efna til að vinna gegn sjúkdóm- um. „Þáttur erfðaefna í mótefna- framleiðslu var vísindamönnum hulin ráðgáta þar til Tonegawa hóf rannsóknir sínar. Hann var sá eini sem sinnti þessu verkefni á árunum 1976-1978 og afrek hans eru einstök,“ sagði forseti Karolinsku-stofnunarinnar, pró- fessor Bengt Samuelsson, á fundi með fréttamönnum í gær. Vegna afreka Tonegawas er nú hægt að auka áhrif bóluefna gegn allskyns sjúkdómum og auka lífs- líkur fólks sem þegið hefur líf- færi. —ks. Varfærin taflmennska í byrjun fjórða einvígisins Jafntefli varð í 1. einvígisskák Karpovs og Kasparovs. Þau úrslit koma ekki á óvart því þannig hef- ur farið í flestum heimsmeistara- einvígjum þó með nokkrum undantekningum. Karpov sem hafði hvítt virtist fá eilítið betra tafl út úr byrjuninni en hann gerði samt enga tilraun til að not- færa smáa yflrburði sína og eftir allmikið þóf þar sem keppendur þráléku undirrituðu þeir friðar- samningana. Boltinn er því hjá Kasparov sem hefur hvitt í næstu skák sem tefld verður á morgun, miðvikudag. Hann lætur sér ekki nægja skiptan hlut ef að líkum lætur enda þekktur fyrir að mala andstæðinga sína mélinu smærra með hvítu mönnunum. Loft er fremur lævi blandið í Lope de Vega leikhúsinu í Sevilla þar sem keppendum var vel fagn- að við upphaf skákarinnar. Kasp- arov mætti með góðum fyrirvara til leiks eða kl. 16.15 að staðar- tíma. Karpov mætti fimm mínút- um fyrir upphaf skákarinnar ásamt hinni nýju eiginkonu sinni Natösju. Klara Kasparova, móð- ir heimsmeistarans er komin til Spánar og hún fylgdist grannt með syni sínum. 1. einvígisskák: Anatoly Karpov - Garrí Kaspar- ov Grúnfelds vörn 1. d4 (Upphafsleikur 1. skákar þykir ávallt gefa vísbendingu um stefn- una í einvíginu. Það er alkunna að Karpov hefur verið kóngs- peðsmaður svo til allan sinn feril en í síðasta einvígi lék hann nær alltaf drottningarpeðinu og náði allgóðum árangri, vann þrívegis og gerði níu jafntefli. Kasparov setti traust sitt á Grúnfelds- vömina og það virðist hann einn- ig ætla að gera í þessu einvígi.) 1. .. Rf6 2. c4-g6 3. g3 (Karpov náði góðum árangri með Botvinnik-afbrigðinu, 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 en í seinni tíð hefur þessi leikaðferð skipað æ veglegri sess í byrjanakerfi hans.). 3. .. c6 (Á skákmótinu í Brússel í vor lék Kasparov 3. ... c5 og úr varð spennandi viðureign. Karpov náði betri stöðu út úr byrjuninni en með peðsfórn sneri Kasparov taflinu sér í hag og var nálægt sigri. Þetta er að flestra dómi traustari leikur.). 4. Rf3-Bg7 5. Bg2-d5 6. cxd5-cxd5 7. Rc3-0-0 8. Re5-e6 9. 0-0-Rfd7 10. f4-Rc6 (Hér bregður Kasparov út af 13. skákinni í síðasta einvígi. Þar lék hann 10. .. f6 og eftir 11. Rf3 Rc6 12. Be3 Rb6 13. Bf2 f5 14. Re5 kom upp þröng staða þar sem möguleikar Karpovs voru taldir eilítið betri. í miklu tíma- hraki náði Kasparov þó undir- tökunum og var um tíma með unnið tafl. En niðurstaðan varð jafntefli. 11. Be3-Rb6 12. Bf2-Bd7 13. e4-Re7 14. Rxd7-Dxd7 15. e5-Hfc8 16. Hcl-Bf8 (Byrjunin gefur ekki mikil fyrirheit. Þrátt fyrir heldur meira rými og biskupaparið er staðan lokuð og erfitt fyrir hvítan að brjótast í gegn nema að taka áhættu. Og það á ekki við Karpov strax í byrjun einvígisins.) 17. Bf3-Hc7 18. b3-Hac8 19. Dd2-Rc6 20. Db2-a6 21. Be2-De7! (Sú áætlun svarts að ná yfirráð- unum eftir c-línunni með því að hóta stöðugt - Da3 gerir hvítum erfítt með að þróa tafl sitt. Staðan má heita í jafnvægi og Karpov gerir ekki minnstu tilraun til að tefla til sigurs.) 22. Rbl-Rb4 (Hótar 23. .. Hc2 o.s.frv.). 23. Rc3-Rc6 24. Rbl-Rb4 25. Hc5 (Smá viðleitni. Karpov gat far- ið framá jafntefli með 25. Rc3.) 25. .. Rd7 26. Hxc7-Hxc7 27. Rc3-Rc6 28. Rbl-Rb4 29. Rc3-Rc6 30. Rbl - Jafntefli. Þrlðjudagur 13. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.