Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 8
Helstu orsakir, mögulegar úrbœtur o.fl. Lei kman nsþan kar um gróðureyðingu á íslandi Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Fyrir nokkru gengust samtök- in Líf og land fyrir ráðstefnu um gróðureyðingu og land- græðslu. Þarna voru flutt 10 stutt erindi. Reið Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri á vaðið en fjármálaráðherrann Jón Baldvin Hannibalsson rak lestina. Meðal ræðumanna var Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Fererindi hanshéráeftir. Þeim mun meir sem undirrit- aður veltir ofannefndu viðfangs- efni fyrir sér, (gróðureyðing og landgræðsla), þeim mun fleiri spurningar vakna og þeim mun fátækari virðast þau svör sem ég hef komið höndum yfir. Af þess- um sökum og fleirum verður að segjast eins og er að mikill hluti þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar og umræðu sem verið hefur í gangi um þessi mál undanfarið, hefur farið ákaflega í taugarnar á mér. Mér finnst gæta háskalega mikill- ar tilhneigingar til einföldunar á flóknu og að mörgu leyti lítt rannsökuðu máli. Það er jú alltaf handhægt að finna einn stóran allsherjar sökudólg í málunum og vegna þess að forfeður okkar í 20. eða 30. lið, hitastigs- eða úr- komubreytingar og margt, margt fleira eru í raun handan lögsögu fjölmiðlaréttvísinnar, virðist mér íslenska sauðkindin ærið oft gjalda þess hversu handhægt er að grípa til hennar. Til að fyrir- byggja strax allan misskilning er þessu rabbi langt í frá ætlað að verða allsherjar varnarræða og aflausn hvað þátt sauðkindarinn- ar og annarra grasbíta á gróður- eyðingu á íslandi varðar. Varla dettur nokkrum heilvita manni í hug að neita þeim áhrifum, sem ágangur grasbíta getur haft á gróður, en megin niðurstaða mín er hinsvegar sú, að varast beri að einblína á einn þátt af mörgum, sem þarna koma til greina. Það er hið flókna samspil margra ólíkra þátta, sem við verðum að reyna að skilja, ef við ætlum að fjalla um þessi mál af einhverju viti og það eins þó að slíkt henti eitthvað miður í hraða nútíma fjölmiðlun- ar. Að síðustu vil ég biðja menn að hafa í huga að hér eru leikmanns- þankar á ferð. Það er síst af öllu ætlun mín að hylja þá fræðilegu yfirbragði, sem þeir stæðu ekki undir. Helstu orsakir gróður- eyðingar á íslandi Þrír megin orsakavaldar eru gjarnan taldir fram undir þessari fyrirsögn. Það eru loftslags- og veðurfarsbreytingar, áhrif búsetu og eldvirkni. Ef við lítum nánar á þessa þætti þá er lítill vafi á, að á seinni hluta þjóðveldisaldar kólnar verulega á íslandi og verð- ur kaldara á ofanverðri 13. og fram á 14. öld, nálega eins kalt og á kuldatímabilinu á 18. og 19. öld. Þessi kólnun er án efa afdrifa- rfk vegna þess að hún kemur ofan í það álag, sem búsetan er tekin að hafa. Byggðin hafði á þjóð- veldisöldinni þést og teygt sig langt inn til landsins. Inn á þau viðkvæmu jaðarsvæði, þar sem sennilega hafa verið eðlileg og náttúrleg mörk skóglendis, kjarr- og kvistlendis og hálendis- gróðurs, eins og hann var í jafnvægi áður en ágangur vegna búsetu hófst og loftslag versnaði. Jafnvægið sem var fyrir, við- kvæmt, hin sígilda barátta upp- byggingar og eyðingar mátti við litlu. í þessu sambandi er vert að at- huga að það var ekki aðeins beit búpenings þeirrar byggðar sem teygði sig til landsins, sem hafði áhrif. Þau svæði, sem í dag eru afréttir, meira og minna blásnar, voru í þá daga heimalönd við- komandi bæja með tilheyrandi eldiviðarhöggi, vetrarbeit og öðr- um ágangi, sem heimalönd verða fyrir öðru fremur. Því seig fljótt á ógæfuhliðina. Um þriðja orsakavaldinn, eld- virknina, og samspil þess þáttar við aðra, er erfiðara að fjalla í almennum orðum. Ljóst er að í stórgosum hafa einstök héruð og jafnvel heilir landshlutar orðið illa úti og landspjöll af þeim sökum, bæst við önnur. Einnig er augljóst, að þar sem beit var orð- in mikil og gróður átti auk þess í vök að verjast vegna kólnandi Ioftslags þá var allt endureisnar- starf í kjölfar gosa erfiðara en ella. Ég tel þó að eldvirknin sé frem- ur léttvæg sem frumorsakavaldur gróðureyðingar, enda er engin sérstök ástæða til að ætla að eld- virkni hafi verið meiri á því tíma- bili, sem gróðureyðing hefur staðið, en áður var. Gerð berggrunnsins Það er hinsvegar annar þáttur jarðfræðinnar, gerð berggrunns- ins, sem ég held að hafi of lítill gaumur verið gefinn í þessu sam- bandi. Þar er aftur rétt að greina á milli frumorsaka og þátta, sem haft geta mikil áhrif þegar gróð- ureyðing er komin af stað. Eng- um, sem staðið hefur t.d. á mó- bergshryggnum, sem skilur að Búrfellsheiði og Hólssand í Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem mætast ungur berggrunnur gos- beltisins og hinn gamli tertieri botn Þistilfjarðarins, getur efast um hversu afgerandi þessi þáttur er fyrir gróðurinn. Það er sem ris- avaxin reglustika hafi verið lögð á landið. Vestanvið eru urðir og brunasandar, austanvið grónar Þistilfjarðarheiðarnar. Hvoru- tveggja svæðin, austan og vestan við hrygginn, eru í svipaðri hæð yfir sjó, á sömu afrétt, á einu samfelldu beitarsvæði, en hin háa grunvatnsstaða gerir flatlendi Búrfellsheiðarinnar að einhverj- um mesta ljósalykkjuakri heimsins meðan Hólssandur nálgast eyðimörk. Auðvitað eru uppblásturs- svæði utan gosbeltisins og engar sannanir fyrir því að gróður þar hafi verið að nokkru ráði minni en annarsstaðar fyrir tilkomu búsetunnar. Hitt sýnist mér næsta sjálfgefið, að eftir því sem gróðureyðingin óx og áfok varð meira hafi gróðri á móbergs- og grágrýtissvæðunum orðið hlut- fallslega hættara þar sem jarð- vegsþykknunin er, við þær að- stæður, til muna skaðlegri en þar sem grunnvatnsstaðan er há. Það er rétt að velta tvennu fyrir sér í þessu sambandi. f fyrsta lagi að einhver hringrás, gróður- þekju, jarðvegsþykknunar, eyð- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. október 1987 Hressir landgræðslumenn á öllum aldri. ingar og svo gróðurþekju að nýju, getur að vissu marki verið fullkomlega eðlileg og náttúrleg. Hið síðara er þegar að gróður- eyðing, áfok og umtalsverð jarð- vegsþykknun er á annað borð komin af stað, hvort gróðurþekj- an, við vissar aðstæður, geti þá hreinlega komist úr jafnvægi ef svo má að orði komast (eins kon- ar vítahringur jarðvegsþykknun- ar og þornunar). Að síðustu má svo bæta við í sambandi við þenn- an þátt og samspil við aðra, svo sem loftslagsbreytingar, að úr- koma, magn og dreifing eftir ár- stímum og vindáttum er hér af- gerandi þáttur enn frekar en hita- stig. Mér finnst líka nauðsynlegt að menn reyni að glöggva sig á þess- um þætti gagnvart því hvar við stöndum í dag og með tilliti til framtíðar. Ég á hér við það t.d. hvemig breyttir búskaparhættir og dreifing búsetu hefur breytt beitarálagi. Enginn vafi er á því í mínum huga að gróðureyðing hefur oft átt sér stað í rykkjum eða stökkum á þeim árum eða tímabilum, sem allt legðist á eitt í harðindum. Þegar komu köld ár eða tímabil, gróður var veikur fyrir, heyfengur var minni en gjafarþörfin meiri, beitin var fastar sótt o.s.frv. Eðlilega var það heimalandið sem fór sérlega illa út úr slíkri viðureign. Það er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.