Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
Kirkjuþing
Menningarmiðstöð
í Skálholti
Dr. Gunnar Kristjánsson leggur til að Skálholtsskóla verði breytt í menningarmið-
stöð
Fram er komin á Kirkjuþingi
tillaga um að fela Kirkjuráði
að hlutast til um að Skálholts-
skóla verði breytt í menningar-
miðstöð þar sem fram fari nám-
skeið um málefni kirkjunnar.
Flutningsmaður tillögunnar er
dr. Gunnar Kristjánsson á Reyni-
völlum.
Núverandi skólahald hófst í
Skálholti 1972. Pað hefur ekki
gengið svo sem vonir stóðu til.
Nemendur of fáir og vart að
vænta breytinga þar á. Skólinn
hefur notið opinbers stuðnings og
það hefur gert rekstur hans
mögulegan. Kirkjuráð og Kirkju-
þing bera nokkra ábyrgð á skól-
anum og því ekki óeðlilegt að þær
stofnanir láti þetta mál til sín
taka.
í nágrannalöndum okkar er
góð reynsla fengin af kirkju-
legum menningarmiðstöðvum og
engin ástæða til að ætla annað en
svo yrði einnig hér. Og í Skálholti
er í raun allt það fyrir hendi sem
til þarf.
Ritstjórn Kirkjuritsins hefur
gengist fyrir ráðstefnum í Skál-
holti. Fyrst með myndlistar-
mönnum, þá rithöfundum, blað-
amönnum og loks stjórnmála-
mönnum, þar sem fjallað var um
frið og afvopnun. „Reynslan af
þessum ráðstefnum kom áreiðan-
lega flestum ánægjulega á óvart,”
segir dr. Gunnar Kristjánsson.
„Það kom í Ijós að margir vænta
þess af kirkjunni að hún sé í farar-
broddi, að hún skapi vettvang
fyrir opna og málefnalega um-
ræðu. Skálholtsskóli, í breyttri
mynd, er besta tækið sem henni
er lagt upp í hendurnar til þess að
vera þannig.”
-mhg
Fóstureyðingar
Vilja takmailca löggjöf ina
Prír fulltrúar á Kirkjuþingi vilja þrengja löggjöfina um fóstureyðingar
Arið 1975 samþykkti Alþingi
lög um fóstureyðingar, ófrjó-
semisaðgerðir o.fl. Frá upphafi
hafa skoðanir verið skiptar um
þessi lög. Sumir hafa talið þau
tryggja sjálfsögð mannréttindi.
Aðrir finna þeim ýmislegt til for-
áttu, m.a. að þau hafi leitt til
fjölgunar fóstureyðinga.
Og nú hefur komið fram á
Kirkjuþingi þingsályktunartil-
laga þar sem því er beint til Al-
þingis „að þrengja þessi lög- sér-
staklega varðandi fóstureyðingar
af félagslegum orsökum,” eins og
segir í tillögunni. Því er einnig
beint til Alþingis að gert verði allt
sem unnt er - og þá t.d. gegnum
almannatryggingar - „til þess að
létta undir með konum sem svo
stendur á fyrir og þær finni í raun
að þjóðfélagið býður nýtt líf vel-
komið í heiminn.” Lagt er til að
kirkjan bjóði upp á ráðgjafar-
þjónustu fyrir þá einstaklinga
sem hér eiga hlut að máli.
Flutningsmenn tillögunnar eru
Halldór Finnsson, sr. Þorbergur
Kristjánsson og Margrét K. Jóns-
dóttir. -mhg
Skálholt
Líður fyrir
fjárskort
Á næsta ári eru 25 ár liðin frá
því að vígsla Skálholtskirkju fór
fram. Jafnframt verða þá 80 ár
liðin frá fæðingu dr. Bjarna Ben-
ediktssonar, en hann beitti sér
nyög fyrir löggjöf um heimild v
fyrir ríkisstjórnina til að afhenda
þjóðkirkjunni Skálholtsstað.
f lögunum var svo kveðið á að
ríkissjóður skyldi árlega greiða 1.
millj. kr. í sjóð sem verja skyldi
til „áfamhaldandi uppbyggingar í
Skálholti og rekstrarfé þeirrar
starfsrækslu, sem biskup og
Kirkjuráð koma þar upp.”
Ugglaust má telja að þeir, sem
löggjöfina settu og afhentu þjóð-
kirkjunni staðinn, hafi ætlast til
þess að fjárveitingin héldi verð-
gildi sínu. Sú hefur þó ekki orðið
raunin, heldur hefur verðgildið
rýrnað svo að segja með ári
hverju. Því hefur mjög seinkað
þeim umbótum sem fyrirhugaðar
voru í sambandi við Skálholt.
Vel sæmir að á afmælisárinu
yrði úr þessu bætt og því hefur
Kirkjuráð lagt fyrir Kirkjuþing
ályktun þar sem skorað er á Al-
þingi að veita á næsta ári verulegt
framlag til Skálholtsstaðar, svo
að halda megi áfram uppbygg-
ingu staðarins. -mhg
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Hefur þú áhuga á
líflegu starfi?
Lögreglan í Reykjavík óskar eftir aö ráöa fólk til
tímabundinna lögregluþjónsstarfa.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast
lögreglustarfinu og öllum þeim mannlegu sam-
skiptum sem það býöur upp á.
Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í
síma 10200 eöa í lögreglustöðinni aö Hverfisgötu
115.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, aö
gjalddagi söluskatts fyrir september mánuö er
15. október. Ber þá aö skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu
í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
FLUGMÁLASTJÓRN
Útboð
Flugmálastjórn óskareftirtilboöum í 1. áfanga aö
nýrri flugbraut við Egilsstaði.
Helstu magntölur:
Vegagerö 2,5 km
Aðkomuvegur 2,0 km
Gröftur 65000 m3
Útboðsgögn veröa afhent hjá Ingólfi Arnarsyni,
umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstaða-
flugvelli og hjá Almennu verkfræðistofunni hf.
Fellsmúla 26,108 Reykjavík frá og meö miðviku-
deginum 14. október nk. gegn kr. 5.000- skila-
tryggingu.
Tilboð veröa opnuð á Almennu verkfræðistofunni
hf. Fellsmúla 26, Reykjavík mánudaginn 2. nóv-
ember nk. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska.
Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Flugmálastjórn
RSI<
RIKISSKATl SUÓRI
Embætti ríkisskattstjóra auglýsir laus tii
umsóknar eftirtalin störf:
Almenn deild:
Staða deildarlögfræðings á gjaldasviði.
Helstu verkefni eru skýringar á lögum og reglu-
gerðum er snerta álagningu óbeinna skatta,
samningu úrskurða og álitsgerða er snerta skatt-
skyldu o.fl.
Staða viðskiptafræðings á skattasviði.
Helstu verkefni eru endurskoðun ársreikninga,
úrskurðir á skatterindum og tölulegar álitsgerðir í
umsögnum ríkisskattstjóra fyrir ríkisskattanefnd.
Staðgreiðsludeild:
Staða skrifstofumanns á tölvusviði.
Helstu verkefni eru færsla upplýsinga inn í stað-
greiðsluskrá, skjalavistun og önnur almenn skrif-
stofustörf.
Staða ritara á upplýsingasviði.
Helstu verkefni eru ritvinnsla og vélritun.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150
Reykjavík, fyrir 31. október nk.
RSK
RIKISSKATTSTJÓRI
REYKJKMÍKURBORG Iff
? •*<*» H
utaudar Stidca
Dagvist barna
Fólk með táknmálskunnáttu óskast til stuðn-
ings heyrnarskertum börnum.
Upplýsingar veita forstöðumaður á skóladagh./
leiksk. Hálsakoti, Hálsaseli 29 og Málfríður Lor-
ange sálfræðingur skrifstofu Dagvistar barna í
síma 27277.
Aðalfundur
Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis
verður haldinn fimmtudaginn 29. október kl. 20 á
veitingahúsinu A. Hansen, Vesturgötu 4, Hafnar-
firði.
Stjórnin