Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 4
Nýr krataskattur á mjólk „Ég get alls ekki séö að fyrstu spor þessarar ríkis- stjórnar með þátttöku Alþýðuflokksins marki braut sem tengist hugsjónum jafnaðarstefnunnar." Þetta sagði Þráinn Hallgrímsson í grein í Alþýðublaðinu fyrir'viku, og raunar var tekið undir þessi orð Þráins í leiðara Alþýðublaðsins. Þráinn Hallgrímsson og Alþýðublaðið voru þarna að tala um fyrstu aðgerðir stjórnarinnar, og sérstak- lega um aukinn söluskatt á ýmsar nauðsynjar, þar á meðal mat, annan en kjöt, fisk, mjólk, ávexti og grænmeti, sem þá töldust slíkar nauðsynjavörur að þær ætti að undanþiggja allri skattlagningu. Fróðlegt væri að vita hvað Þráinn Hallgrímsson og Alþýðublaðið segja um nýjustu spor ríkisstjórnarinn- ar og samræmi þeirra við hugsjónir jafnaðarmanna. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson hélt að hann væri búinn að koma saman fjárlögum og var á leiðinni til útlanda í frí var tekið við hann viðtal í sjónvarpi. Þá viðurkenndi Jón Baldvin að með fyrstu aðgerðum stjórnarinnar hefði helst verið seilst til launafólks, til neytenda. Nú væri hinsvegar annar uppi, nú væru það breiðu bökin sem ættu að bera byrðarnar, stórfyrirtækin, auðmennirnir. Nokkrum vikum síðar er Jón Baldvin búinn að endurskoða fjárlögin sín, farinn í marga hringi, og lentur aftur á upphafsstaðnum. Efnahagsaðgerðir stjórnarinnar nú eiga að felast í skattlagningu og sparnaði. Það á að spara í Lána- sjóði námsmanna, draga fé frá Byggðastofnun og Þjóðarbókhlöðu, það á að skera niður í menntakerfinu, væntanlega í samræmi við hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Og það á að heimta meiri skatt. Áfengi og tóbak á að hækka enn einn ganginn, bílar líka. Og nú á krataskatturinn að leggjast á allan mat. Líka á þá matvöru sem hingaðtil hefur verið talin til helstu nauðsynja. Típrósent söluskattur á fisk. Á kjöt. Á ávexti og grænmeti. Á mjólk. Alþýðubandalagið stóð á sunnudaginn fyrir ráð- stefnu í Gerðubergi í Breiðholti um umhverfismál, og það er ánægjulegt að ráðstefnan var bæði fjölsótt og vel heppnuð. Umhverfismál hafa undanfarin misseri verið í brennidepli, og allar líkur benda til að stjórnmál næstu aldar muni að miklu leyti snúast um vanda tengdan umhverfismálum. Á ráðstefnunni í Gerðubergi var rætt um séríslenskan vanda í þess- um efnum, þar á meðal um landeyðingu og gróður- vernd, sem í sumar hefur vakið mikla athygli, einsog menn hafi vaknað upp við vondan draum, og er vonandi að þar verði framhald á þegar þingmenn setjast næstu daga niður við að skipta sameiginlegu fé til brýnustu verkefna. En mál manna er að ráðstefnan í Gerðubergi skeri sig að því leyti úr annarri umhverfisumræðu hér- lendri að þar var með ýmsu móti lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu í þessum efnum. Það er vert að vekja athygli á því að sú ríkisstjórn sem ætlar að leggja söluskatt á mjólkina er sama ríkisstjórnin og sendi þrjár grátkonur úr sínum hópi til oddvita launþegasamtakanna nú fyrir mánaðamótin til að reyna að koma í veg fyrir að verðlagshækkanir yrðu bættar í kaupi 1. október. Væntanlega í dægilegasta samræmi við hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Til dæmis var þar flutt fróðlegt erindi um hið við- kvæma ósonlag, sem ekki verður verndað nema með víðtækri samvinnu allra þjóða, samvinnu þar- sem frumkvæði smáþjóða einsog Islendinga getur haft úrslitaáhrif vegna þess að þær geta talað í nafni mannkyns alls, óháð hagsmunastreði stórþjóðanna. Og í Gerðubergi talaði gestur ráðstefnunnar, Chris Bunyan, formaður baráttuhreyfingarinnar gegn stækkun kjarnorkustöðvarinnar í Dounray í Skotlandi. Hann rakti þar þá hættu sem lífríki sjávar á norðurslóðum getur stafað af starfsemi stöðvarinn- ar, og lagði áherslu á að allar þjóðir við Norður- Atlanshaf legðust á eitt gegn þessari vábeiðu. í lok erindis síns þakkaði Bunyan Alþýðubandalaginu fyrir boðið á ráðstefnuna, og sagði það von sína að ráðstefnan yrði upphafið að samvinnu allra íslenskra stjórnmálaflokka í baráttu gegn Dounray-verinu. Þau orð Chris Bunyan gerir Þjóðviljinn að sínum. - m Velheppnuð umhverfisráðstefna _______________KLIPPT Kengbogin nöldurkerling í sunnudagsblaðinu okkar var birt ádrepa eftir Hallgrím Helga- son, tilefnið var grein hér í blað- inu, þar sem segir frá manni á „róttæknislega rifnum gallabux- um“ sem „steytir sinn byltingar- hnefa um stút“ gegn þeirri nýju kirkju Mammons sem Kringlan er. Þetta finnst Hallgrími vond klisja og fúl sem enginn vilji kaupa. Út frá þessu dæmi vill Hallgrímur svo vara m.a. okkur Þjóðviljamenn við því að verða að „kengboginni nöldurkerlingu sem aldrei sér annað en svart og kvartar yfir öllu“. Það er margt skemmtilegt í gusu þessari og ekki er hún orðuð hvunndagslega. Og það er ekki nema satt og rétt að menn verða að vara sig á klisjum, hvar sem þeir annars standa í tilverunni. Hvort sem það er sú „vinstri- klisja“ sem saman er snúin úr sí- bernsku, sjálfsvorkunn og bil- legum félagsfræðihroka, eða þá systir hennar hægriklisjan, sem hnoðuð er úr vélrænum hressi- leika, sjálfumgleði og velgengni- hroka. Hitt er svo annað mál að „nöldrið" verða Þjóðviljamenn og annað vinstrapakk að halda trúnað við hvað sem líður klisju- háska heimsins. Nöldrið er nefni- lega ekki tíska eða vani heldur sjálfur tilverugrundvöllur vinstri- mennskunnar. Ætli við mundum ekki sakna nöldursins okkar, sagði Halldór Laxness fyrir um það bil fjörtíu árum þegar hann var að hugsa til þess, að þau ósköp dyndu yfir rithöfunda að lifa í réttlátu þjóðfélagi. Nöldur verður að vera. Og jafnvel keng- bogið vanafestunöldur er þó skömminni til skárraen hinsjálf- genga trú á neyslusæluna sem við tekur þegar komið er upp rúllustiga Heimskringlunnar: meira í dag en í gær... Okkar fjölmiðlafýla það er reyndar margt undar- legt við vinstranöldrið. Það virð- ist lifa þótt það deyi. Tökum til dæmis fjölmiðlamál- in. Um langt skeið hefur einmitt hér í Þjóðviljanum verið nöldrað yfirfjölmiðlafári svonefndu. Þeg- ar breytingar voru í vændum á útvarpslögum sátum við bítand- isk og bölvandisk við ritvélar og báðum það aldrei þrífast að auglýsendur fengju enn meiri völd en þeir hefðu í landinu. Við sögðum líka að ekki yrði um neina fjölbreytni að ræða í ljós- vakanum sem gagn væri að. Við mundum barasta fá meira af sama grautnum - poppgraut og tómlegu masi í hljóðvarpi, bandarískri afþreyingu í sjón- varpi. Fáir kunnu okkur þakkir fyrir þetta svartagallsraus. Aldrei gát- um við verið með því sem skemmtilegt var. Við vorum þrælfúlir hámenningarbesefar, hrokagikkir sem vildu hafa vit fyrir öðrum rétt eins og við vær- um foreldraræflar eða kennara- blækur. Svei því. Um þessa kengbognu vinstri- fýlu voru menn oft að skrifa í DV og Tímann og Morgunblaðið. Tíminn og Morgunblaðið En nú bregður svo við á síðustu vikum og dögum að Morgunblað- ið og Tíminn fyllast með sár- beisku menningarnöldri sem pískað er áfram af dapurlegum vonbrigðum með ljósvakafrelsið. Allt í einu eru furðu margir orðn- ir dasaðir og hundleiðir á popp- grautnum og sápuóperunum og vilja leita einhvers skírra, en- hvers blárra. Skýr dæmi um þetta voru einmitt Tímabréf og Reykjavíkurbréf helgarinnar sem leið. í Tímanum segir m.a.: „Nú er stefnt að því að glata henni ( þeas íslenskri tungu) og þar ráða mestu þau nýju fjöl- miðlagoð, sem flutt eru syng- jandi, pústandi, æjandi og óandi inn á hvert heimili í landinu fyrir tilstilli kveinandi fjölmiðla: út- varps og sjónvarps....Nú heyrist aldrei æmt í nokkurri persónu þótt annaðhvert orð sé sagt á ensku eða enskuskotið. Það er orðið feimnismál að benda á slíkt enda gengur það á móti hags- munum og trúardýrðinni á fjöl- miðlagoðum, sem ýmist syngja á móðurmáli sínu, ensku, eða hafa tileinkað sér hana sem móður- mál, líklega í markaðsskyni.“ Höfundur Reykjavíkurbréfs er á sömu buxum, þótt ekki séu þær eins litsterkar og Tímamannsins. Hann vitnar með velþóknun í ágæta grein Steingríms Gauts Kristjánssonar um hávaðameng- un og yfirmáta poppflæði þar sem OG SKORIÐ menningarástandinu er líkt við það „að við hefðum á sínum tíma leyft Bretum óhindrað að athafna sig í landhelgi okkar en varið hana af hörku fyrir öðrum". Höf- undur Reykjavíkurbréfs er meira en lítið hvekktur á því sjónvarpi sem er „endalaus síbylja. Fram- haldsþáttanna, stóriðjunnar. Skemmtanaiðnaðarins sem er að gleypa allt samtímalíf“. Honum finnst að með fjölmiðlabylting- unni fái, „sérhver íslendingur meiri daglegan skammt af ensku tali bæði í söng og samræðum, en sæmir rótgróinni menningu okk- ar. Höfundur Reykjavíkurbréfs er meira að segja svo nálægt hefð- bundnu vinstrikerlinganöldri að hann vill segja mönnum fyrir verkum. Ef menn kunna ekki með frelsið að fara, segir hann, þá verður að grípa til varna: „Annars á að setja frelsinu skorður. Ekkert frelsi er svo dýr- mætt að það megi verða til þess að eyðileggja tungu vora og arf. Þessir hálf engilsaxnesku ljósvak- ar verða að gera sér grein fyrir því.“ Klippara dettur ekki í hug að halda að ritstjórar Tímans og Morgunblaðsins skrifi á þessa leið vegna þess að þeir hafi verið að lesa Þjóðviljann og annað vinstranöldur sér til sálubótar. Það er í rauninni ekkert eðlilegra en menn verði þreyttir og reiðir því tvíræða platfrelsi, þeim tóma- gangi, þeirri útþynningu sem við nú upplifum í fjölmiðlaheimi. En það er óneitanlega uppörvun fyrir gamla nöldurhunda að fá liðsauka - um leið og þeir eru laundrjúgir yfir því að hafa ekki yfirgefið nöldrið sitt í þeirri freistingu að slást í för með þeim sem voru á leið upp rúllustigann þægilega þangað sem átján rásir glymja í andheimum. þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandí: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamonn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Ingunn Ásdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson n (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, SigurðurMar Halldórsson. Útlltstelknarar: SævarGuðbjömsson, GarðarSigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. „ Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Lfnnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrlftarvorð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 13. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.