Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 3
Island - S-Afríka Vaxandi viðskipti Steingrímur J. Sigfússon spyr utanríkisráðherra um hvortsett verði viðskiptabann á S-Afríku en viðskipti við landið hafa aukist mikið á síðasta ári Matarskattur Körð mótanæli Verkalýðsfélag Borgarness: Stefnir í mikla hörku Á fjölmennum fundi í Verka- lýðsfélagi Borgarness í fyrra- kvöld var samþykkt einróma á- lyktun gegn matarskatti ríkis- stjórnarinnar. Fundurinn „mótmælir harð- lega fyrirhugaðri skattlagningu á brýnust nauðsynjar heimilanna" og krefst þess að stjórnin hætti við. „Að öðrum kosti er næstu kjarasamningum óhjákvæmilega stefnt í mikla hörku“ segir í álykt- un borgfirskra verkamanna. -m Innflutningur frá Suður-Afríku hefur aukist mjög mikið á þessu ári, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu ís- lenskra stjórnvalda að draga úr samskiptum við S-Afríku. Á fyrri hluta árs 1986 voru fluttar inn vörur fyrir 7,3 milljónir króna frá S-Afríku en á fyrri hluta ársins í ár hafði innflutningurinn aukist í 17.2 milljónir króna. í tilefni af þessu beindi Steingrímur J. Sigfússon fyrir- spum til utanríkisráðherra í tveimur liðum. Annarsvegar spurði hann hvernig þetta sam- ræmdist stefnu íslenskra stjórnvalda og hinsvegar spurði hann hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til sérstakra aðgerða, svo sem innflutningsbanns á suður- afrískar vörur. Steingrímur Hermannsson sagði að íslendingar hefðu ekki ákveðið að grípa til viðskipta- banns einsog önnur Norðurlönd, en hinsvegar væri hann persónu- lega þeirrar skoðunar að við ætt- um að gera allt til að sýna and- stöðu okkar við þau grófu mannréttindabrot sem eru fram- in í S-Afríku. Sagðist hann vilja ítreka tilmæli stjórnvalda til inn- og útflytjenda um að eiga ekki viðskipti við S-Afríku, auk þess sem rétt væri að ræða við verka- lýðshreyfinguna um að hún gripi til aðgerða vegna þessa innflutn- ings. „Ég er fylgjandi því að það sé lokað fyrir þessi viðskipti með aðgerðum frjálsra félagasam- taka.“ Steingrímur Sigfússon sagði að þrátt fyrir allar yfirlýsingar gengju hlutirnir í þveröfuga átt, því væri óhjákvæmilegt að þessi mál kæmu til umræðu þegar rætt yrði um utanríkisstefnuna á Al- þingi. -Sáf Bókaþing á Hótel Sögu Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra tekur við eintaki númer 1 af bæklingnum um alnæmi úr hendi Ólafs B. Thors forstjóra Almennra trygginga. Landsmenn eiga von á þessari sendingu inn um bréfalúguna einhvern næstu daga. (MynI,: E ó'1 Alnænu Láttai ekki gáleysi granda þér Vönduðum upplýsingabœklingi dreift inn á öll heimili ílandinu. Aðstoðarlandlœknir: Eina og besta vörnin að upplýsafólk Bækur og r Ahugamenn um bækur og full- trúar hagsmunaaðila er tengj- ast tilurð, útgáfu og dreifingu bóka, munu halda Bókaþing á Hótel Sögu á fimmtudag, þar sem þingfulltrúar leitast við að gera ítarlega úttekt á umfjöllun fjöl- miðla um bækur. Tilefnið er það rót sem komst á umfjöllun fjöl- miðla um rithöfunda og bækur um síðustu jól, þegar sumum þótti sem skáldum væri skotið Borgarráð Nýr Hlemmur Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að úthluta Pósti og síma, ásamt Strætisvögnum Reykjavíkur, lóð í Mjóddinni sem yrði að hluta til önnur aðalskipti- stöð strætisvagnanna fyrir utan Hlemm. Framlag Strætisvagnanna vegna byggingarinnar er áætlað um 50 milljónir króna en mun meira kemur í hlut Pósts og síma. Byrjað verður á framkvæmdum við byggingu hússins strax í ár og er að því stefnt að þeim verði lok- ið fyrir 1. nóvember á næsta ári. Þá var ennfremur samþykkt í borgarráði að halda áfram hönnun á brú yfir Miklubraut sem á að tengja Skógahlíð og Snorrabraut í eina götu. Einnig voru birtar á fundi borgarráðs niðurstöður úr könn- un sem fram fór á mati íbúa í Breiðholti og Árbæ á eigin um- hverfi. Meðal þess sem þar kem- ur fram er að mjög lítill hluti íbú- anna notar ferðir strætisvagn- anna í ferðum sínum til og frá heimili. grh Asíðasta ári voru á fjárlögum ríkisins veittar 22.5 milljónir króna til byggingar sjúkrahússins á ísafirði og er verið að vinna fyrir þá peninga. En eins og út- litið er í fjármálum ríkisins í dag virðist fátt benda tl þess að það birti mikið yfir framkvæmdunum við það á næstunni, en það er búið að vera í byggingu í 12 ár,” segir Skúli Guðmundsson for- stöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins, sem haft hefur umsjón með byggingu fjölmiðlar upp á fjölmiðlahimininn eins og poppstjornum eða stjórnmála- mönnum. Þingið var kynnt á blaða- mannafundi í gær og kom fram að aðstandendur eru óánægðir með umfjöllun fjölmiðla að mörgu leyti. Þykir þeim gagnrýni og nið- urrif skipa of háan sess í stað kynningar, þá heyri það til und- antekninga að fjallað sé um kennslubækur og heimildarit; aldrei sé fjallað nema um nýjar bækur; sá tími sem fer í að kynna og gagnrýna jólabækurnar sé allt of stuttur. Þá sé sjaldan fjallað um bækur yfir sumartímann, nema ákveðnar ábendingar um hvað fólk eigi að lesa í sumarfrf- inu og eru undantekningarlaust erlendar bækur, sem stundum hafi verið þýddar á íslensku árið áður. „En öll umfjöllun er góð, þótt sumum þyki að gert sé upp á milli höfunda. Þetta er svona rað- tengt, eins og jólasería,” sagði Sigurður Pálsson rithöfundur. En hann mun halda fyrirlestur á þinginu sem heitir „Hvers vegna er vinsælasta sjónvarpsefnið í Frakklandi bókaþáttur?”. Árni Bergmann fjallar um „Kynningu bóka og gagnrýni í dagblöðum” og Einar Már Guðmundsson er með fyrirlestur sem heitir „Tossabandalagið. Þá talar Hrafn Gunnlaugsson um bækur í sjónvarpi. Margt fleira verður til umræðu. Bókaþing Bókasambands ís- lands hefst kl. 13.15 og lýkur kl. 17.45. Birgir ísl. Gunnarsson mun flytja ávarp en efnið verður kynnt í stuttum erindum og pall- borðsumræðum. Bókaþingið er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 700. ekj sjúkrahússins, í samtali við Þjóð- viljann. Yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu á ísafirði hefur sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara til þess að þrýsta á að framkvæmd- um við byggingu verði hraðað eins og kostur er. Að sögn Einars Hjaltasonar yfirlæknis er gamla sjúkrahúsið með 30 rúm en af þeim eru aðeins 10 fyrir almenna sjúklinga, hitt er notað fyrir lang- legusjúklinga. „Við erum daginn Yms fyrirtæki í samvinnu við Landlæknisembættið og fleiri opinbera aðila hafa tekið saman höndum og gefið út vandaðan kynningarbækling um alnæmi sem dreift verður inn á öll heimili út og inn í eilífu púsluspili við að koma sjúklingunum fyrir vegna plássleysis og svona getur þetta ekki gengið lengur. Ég kom hing- að 1981 og bjóst þá við að flytja í nýtt hús eftir þrjú til fjögur ár, en sú bjartsýni virðist hafa verið byggð á sandi fremur en bjargi, eftir öllu að dæma,“ sagði Einar Hjaltason við Þjóðviljann. Að sögn Sigurðar J. Jóhanns- sonar formanns byggingarnefn- dar nýja sjúkrahússins er kostn- aður við byggingu þess nú þegar landsins á næstu dögum. í bæklingnum er að finna ítar- legar og fróðlegar upplýsingar um alnæmi, útbreiðslu sjúkdóms- ins, smitleiðir og varnir og með- ferð sjúkra. - Þetta er langstærsta orðinn um 340 milljónir króna á núvirði. Á síðasta ári var fjár- málaráðherra veitt heimild til rík- isábyrgðar allt að 35 milljónum króna til tækjakaupa sem eru til staðar en enn er ekki farið að reyna á það hvort heimildin standi. „Ég yrði ánægður, eins og stað- an er í dag, ef húsið yrði tilbúið á fermingaraldrinum," sagði Sig- urður J. Jóhannsson. -grh átak sem gert hefur verið hér- lendis til au fræða fólk um þenn- an válega sjúkdóm og við vonum sannarlega og þetta skili árangri, sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra er hann tók við fyrsta eintaki bæklingsins í gær. Prentun, pappír og öil vinnsla bæklingsins hefur verið gefin af fyrirtækjum í landinu, en það voru forráðamenn ísafoldar- prentsmiðju sem áttu hugmynd- ina og vilja minnast með þessari útgáfu 110 ára afmælis fyrirtækis- ins á þessu ári. Hver bæklingur er númeraður og verður dregið um fjölda glæsi- legra vinninga, en með þessu móti er reynt að tryggja að fólk haldi bæklingnum til haga og hann verði lesinn á heimilum. Haraldur Briem smitsjúk- dómafræðingur sagði í gær að út- breiðsla alnæmis væri síst minni hér hlutfallslega en í nágranna- löndunum. Hins vegar væru góð- ir möguleikar núna að hefta út- breiðslu smitsins með öflugri upplýsingamiðlun. -Við fáum okkar tækifæri núna, sagði Har- Yfirlœknirinn á ísafirði Sagði upp til að þrýsla á Formaður Byggingarnefndar: Anœgður efsjúkrahúsinu yrði lokið á fermingaraldrinum. Búið að vera 12 ár í byggingu Miðvikudagur 21. október 1987 'þJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.