Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 11
■mmÖRFRÉTTIRbhbbbi Forseti El Salvador, Jose Napóleon Du- arte, er nú staddur í Hollandi. Hann ræddi við fréttamenn í gær og sagðist andvígur því að Bandaríkjastjórn héldi áfram fjár- stuðningi við Kontraliða í Nicar- agua. Ennfremur hvatti hann Evrópuríki til þess að skipta sér í auknum mæli af málefnum Mið- Ameríku til þess að vega upp á móti áhrifum Bandaríkjamanna. Ekki voru Duarte vandaðar kveðjurnar í Haag þar sem hann hélt blaðamannafundinn. Um 150 mótmælendur hrópuðu f sí- bylju „morðingi!", „morðingi!" er hann kom út af fundi, hrækt var að honum og hnefahögg látin dynja á bifreið hans. Forsetl Frakklands, Francois Mitterrand, er nú staddur í opinberri heim- sókn í Vestur-Þýskalandi í boði Helmuts Kohls vinar síns. Á dag- skrá hans eru viðræður við kanslarann um leiðir til að treysta enn frekar gott samband grannríkjanna og nána samvinnu ríkja Vestur-Evrópu. Þetta mun vera fyrsta opinbera heimsókn Mitterrands til Vestur-Þýska- lands en þar hefur hann engu að síður verið tíður gestur á undan- förnum árum. Nicaragua Kontrafbringi leitar sátta Að sögn ríkisútvarpsins í Man- agua, höfuðborg Nicaragua, hyggst Edgar Chamorro, fyrrum Kontraforingi, snúa heim og leita sátta við stjórnvöld í landinu. Ríkisstjórn landsins hefur marg- sinnis ítrekað að sérhverjum kontraliða er snýr aftur verði gefnar upp sakir. Þessi fyrirheit kváðu vera orsök afturhvarfs Chamorros sem og ýmsar tilslak- anir ríkisstjórnarinnar gagnvart andstæðingum sínum innan- lands. Chamorro var einn af helstu stjórnmálaforingjum Kontralið- anna allar götur frá valdatöku Sandinista í Nicaragua árið 1979 og fram til ársins 1984 að hann var rekinn úr samtökum þeirra fyrir að saka tvo féiaga sína um misnotkun bandarísks stuðnings- fjár. Að undanförnu hefur hann gagnrýnt fyrrum vopnabræður sína harðlega fyrir gróf mannréttindabrot og hryðju- verk. —ks. I Wall Street. Táraflóðið f rónun. ERLENDAR FRÉTTIR Sri Lanka Indverjar senda liðsstyrk Tamíltígrar saka indverska hermenn um ofbeldisverk gegn óbreyttum borgurum í Jaffnaborg en Indverjar vísa því á bug Indverjar sendu enn frekari liðsstyrk til Sri Lanka í gær en heimildamenn úr röðum tamíla og erlendra sendiráðsmanna í höfuðborginni Kólombó efast um að það nægi til að brjóta skæru- liða Tígrasamtakanna á bak aftur og telja að þeir reyni nú að læðast út úr Jaffna í skjóli myrkurs. Þúsundir tamflskra flótta- manna halda áfram að streyma frá átakasvæðum á Jaffnaskaga suður til miðhéraða landsins. Fullyrða þeir að Jaffnaborg sé ein samfelld sprengjugildra fyrir ind- verska hermenn og því fari þeir sér hægt í sókninni á hendur Tíg- runum. Ennfremur kveða þeir kúlna- og sprengiregn á undanförnum dögum hafa lagt stóran hluta húsa í borginni í rúst og að rotn- andi lík liggi einsog hráviði um allar götur. Bæði Indverjar og Tígrar hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Fyrirliðar Tígranna hafa ítrek- að krafist þess að Rauði krossinn láti fara fram hlutlausa rannsókn á rétmæti þeirra fullyrðinga sinna að Indverjar hafi gerst sekir um ofbeldisverk í garð óbreyttra Japan Takeshita erfir Nakasone Forsætisráðherra Japans, Yas- uhiro Nakasone, útnefndi snemma í gærmorgun arftaka sinn í embætti forseta Frjálslynda lýðræðisflokksins en sá flokkur hefur farið með völd í landinu um langt árabil. Forseti hans gegnir ætíð embætti forsætisráðherra. Lukkunnar pamffllinn heitir Noboru Takeshita og gegndi hann til skamms tíma stöðu fjár- málaráðherra. Hann þykir ærið gætinn og litlaus stjórnmálamað- ur, mikili sáttamaður en gersam- lega reynslulaus í utanríkismál- um. Hann var ekki einn um að sækjast eftir æðstu metorðum japanskra stjórnmála. Tveir flokksbræðra hans öttu kappi við hann. Þeir eru núverandi fjár- málaráðherra, Kiichi Miyazawa, og fyrrum utanríkisráðherra landsins, Shintaro Abe. Þrátt fyrir formleg leiðtoga- skipti er talið að Nakasone verði eftir sem áður „sterki maðurinn" Verðandi forsætisráðherra Japans, hinn gætni Noboru Takeshita. í japönskum stjórnmálum. Frétt- askýrendur eru almennt þeirrar skoðunar að framundan sé tíma- bil „samvirkrar forystu“ Takes- hitas, Nakasones, Miyazawas og Abes. -ks. Wall Street Eyjólfur hressist Skýr batamerki á verðbréfamarkaði Wall Street. Hagfræðingar vara við móðursýki Bandarísk verðbréf hækkuðu nokkuð í verði í gær eftir hrunið mikla á mánudag. Þá lækkuðu bréf um 508 stig eða 22,6 af hundraði en í gær hækk- uðu þau á ný um 104 stig. Það er því talið öruggt að efnahagskerfi Bandaríkjanna riðar ekki til falls. Verðhrunið í Wall Street hafði áhrif vítt og breitt um heiminn. í Lundúnum féll verð á bréfum um 12,2 af hundraði og í Tókýó um 14,9 af hundraði. Alls er talið að hlutarfjáreigendur í heiminum hafi tapað 80 þúsund miljónum króna í fyrradag og fyrir helgi! Ýmsir rekja orsök verðfallsins í Wall Street á mánudag og fyrir helgi til ágreinings bandarískra og vesturþýskra stjórnvalda um vaxtamál. Aðrirsegjaskýringuna liggja í því að bandarísk verðbréf hafi að undanförnu verið skráð á allt of háu verði og því hafi lækk- un verið óhjákvæmileg. Hinsveg- ar hafi það komið ölium í opna skjöldu hve skjót og mikil lækk- unin varð. í gær gekk hagfræðingur undir hagfræðings hönd til að sannfæra menn um að verðhrunið nú myndi ekki hafa jafn alvarlegar afleiðingar í för með sér og verð- fallið árið 1929 sem markaði upp- haf kreppunnar miklu. Ekki var það að ófyrirsynju því viðbrögð bandarískra dagblaða í gær við verðhruninu voru ekki þess leg að þau drægju úr ótta almenn- ings. I Vesturheimi gat að líta blaða- fyrirsagnir á borð við þessar í gær: „Hrun!“, „Blóðbað!" og „Ragnarök!" -ks. Indversklr dátar á Sri Lanka. Þeir eru nú 18-20 þúsund talsins og þorri þeirra berst við Tígra í og við Jaffnaborg. borgara í Jaffna. Indverjar hafa vísað þessum ásökunum á bug. Heimildamenn í Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands, sögðu í gær að stjórnin hefði sent liðsauka til Sri Lanka. Á tímabilinu frá fimmtudegi til gærdags hefði á að giska 4-6 þúsund hermönnum verið flogið til eyríkisins og ættu þeir að taka þátt í bardögum við Tígra. í og við Jaffnaborg eru nú um 8 þúsund indverskir hermenn auk 6 þúsund annars staðar á Sri Lanka. Indverjar kváðust í fyrradag hafa náð miðborg Jaffna á sitt vaid eftir að hafa barist sleitu- laust við Tígra í tíu daga en viður- kenndu í gær að hersveitir þeirra mættu enn harðri mótspyrnu í borginni. Heimildamenn í Kólombó sögðu í gær að óvíst væri hvort sigur Indverja á Tígrum í Jaffna myndi þýða endalok andspyrnu skæruiiðanna. „Sigur Indverja þar í borg væri vissulega mjög þýðingarmikill en ekki er víst að það verði lokasigur yfir skærulið- unurn," sagði einn þeirra. Og annar bætti við: „Verið gæti að þeir héldu bardögum áfram í au- stri þar sem búa menn af fjöl- mórgum þjóðabrotum og þeir yrðu án efa mjög mannskæðir- ...eða þá að þeir sigldu á bátum yfir Jaffnalón og hyrfu inní frum- skógana." -ks. Húsvörður Staða húsvarðar við Menntaskólann á isafirði er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til skólameistara Menntaskólans á isafirði sem veitir nánari upplýs- ingar. Menntamálaráðuneytið Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Vlð Menntaskólann á ísafirði er staða stærðfræðikennara laus til umsóknar. Ráða þarf í stöðuna hið allra fyrsta og gefur skóla- meistari nánari upplýsingar. Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði er staða kennara í viðskipta- greinum laus frá áramótum. Umsóknarfrestur til 15. nóvember. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneýtinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Q KVENNA ATHVARF Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. okt. kl. 20.30 að Hallveigarstöðum (gengið inn Öldugötumetin). Gestur fundarins, Carla Risseeuw, mun sýna kvikmynd um sifjaspell. Samtök um kvennaathvarf Iðnskólinn í Reykjavík Námskeið í Ijósaskoðun bifreiða verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík laugardaginn 24. októ- ber kl. 8 til 17. Skráning er í síma 26340 frá kl. 8 til 16. Námskeiðsgjald kr. 2.000,- greiðist við innritun. Iðnskólinn í Reykjavík Miðvikudagur 21. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.