Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF St. Jósefsspítali, Landakoti Lausar stöður Starfsfólk óskast á barnadeild og lyflækninga- deild IA. Vinnutími: 7.30- 15.30. Um fjölbreytt og skemmtileg störf er aö ræöa. ) -! Fólk til ræstinga á skurðstofu. Vinnutími: frá 8-16 og 9-17. jUpplýsingar veitir ræstingarstjóri í síma 19600/ 259 frá kl. 10- 14. Reykjavík 20.10. 1987 Lækningatæki - Gjörgæslubúnaður Öskaö er eftir tilboöum í lækningatæki og gjör- gæslubúnað fyrir legudeildir, gjörgæslu- og svæfingardeild Fjórðungssjúkrahússins á ísa- firöi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og verða tilboð opnuð á sama stað þriðjudaginn 17.11. n.k. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 /ía\ swri Eiginmaður minn og faðir okkar Tage Möller er látinn. Margrét Jónsdóttir Möller Birgir, Jón og Carl Möller Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Helga J. Halldórssonar fyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík, fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðbjörg Guðbjartsdóttir Sigrún Helgadóttir Ari Arnalds Guðný Helgadóttir Þorbjörg Helgadóttir Jorgen H. Jorgensen Áslaug Helgadóttir Nicholas J.G. Hall og barnabörn ALÞÝÐUBANDAlAGiP Alþýðubandalagið Reykjavík Borgarmálaráð Fundur í dag, miðvikudag kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Umferðarmál og fleira. Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn miðvikudag- inn 28. október kl. 20.00 í Hlégarði. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Sem sérstakir gestir á fundinn koma þeir: Svavar Gestsson form. Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson alþm., og Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingm. Munu þeir flytja stutt ávörþ í tilefni Landsfundar og ræða flokksstarf- ið, einnig munu þeir fjalla um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Starfshópur um utanríks- og friðarmál Fundur verður haldinn í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Reykjavík, 4. hæð, fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. Dagskrá: Undirbúningur málefna fyrir Landsfund. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Ao gefnu tilefni Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar Viðbrögð ýmissa forystu- manna Alþýðubandalagsins við kosningu landsfundarfulltrúa í Reykjavík hafa einkennst af van- stillingu. Af því tilefni vil ég minna á grundvallarréttindi al- mennra félagsmanna til þess að hafa áhrif á málefni og val trún- aðarmanna flokksins. Það er gróf móðgun við þá 400 félaga sem kusu til landsfundar á stærsta fé- lagsfundi í sögu Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag að halda því fram að „bolabrögð‘% „aðför“ eða „óeðli- leg vinnubrögð“ hafi átt sér stað við kosninguna. Það að ætla fólki að kjósa í blindni eftir tilskipunum er lítils- virðing við dómgreind og sjálf- stæði félaga okkar. Skiptir engu hvort sú „tilskipun" birtist sem listi uppstillingarnefndar eða í formi tfttnefnds minnislista. Það er ljóst að í tillögu uppstill- ingarnefndar um landsfundar- fulltrúa hallaði mjög á stuðnings- menn Ólafs Ragnars Grímssonar við væntanlegt formannskjör. Að sjálfsögðu notuðu almennir fé- lagar lýðræðisleg réttindi sín til þess að reyna að breyta þeim hlutföllum. í þeim tilgangi stilltu stuðningsmenn Ólafs saman strengi sína, enda ekkert sem bannar þeim skynsamleg vinnu- brögð. Þess utan beindist nefnd- ur minnislisti ekki gegn neinum félaga í Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Allir félagar Alþýðubanda- lagsins hafa fyllsta rétt til þess að hafa skoðanir og vinna að fram- gangi þeirra. Það gildir jafnt um þá sem hvöttu menn til þess að kjósa lista uppstillingarnefndar í Reykjavík og um þá sem unnu, útbreiddu og notuðu margfrægan minnislista. Félagar og forystu- menn verða að horfast í augu við niðurstöður í kosningum innan flokksins, jafnvel þótt þeir séu ósammála þeim. Ég hvet því þá forystumenn flokksins, sem óánægðir eru með meirihlutavilja félagsmanna í Reykjavík, til að gæta stillingar sinnar og sjálfsvirðingar. En þó sérstaklega að sýna félagsmönn- um í Alþýðubandalaginu fyllstu kurteisi. Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins Sundmng eða sameining Einar Gunnarsson skrifar: Þá liggur fyrir hverjir verða fulltrúar Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundi flokksins í nóvemberbyrjun. Ég viður- kenni að vonbrigði mín með niðurstöðuna eru mikil og marg- ar spurningar koma upp í hug- ann. Hver er orsök þess að duglegir félagar með mikla pólitíska og fé- lagslega reynslu eru ekki valdir til að sitja landsfund? Hvers vegna þykir Ólafi Ragnari og félögum svo mikils um vert að koma í veg fyrir að þeir séu fulltrúar á Iands- fundi? Ér kannski hugsanlegt að reynsla þeirra í flokks- og félags- málum sé neikvæð fyrir Ólaf Ragnar Grímsson? Getur verið að það sé nauðsynlegt að halda þeim frá landsfundi vegna þess að þeir viti betur en margir aðrir hvað þarf til að sameina fylkingar vinstri manna? Ólafur Ragnar hefur sagt í fjöl- miðlum, eftir að úrslitin lágu fyrir, að þessi mikli áhugi á Al- þýðubandalaginu sé vegna þess að fólk vilji „flokk sem klæðir grundvallarhugmyndir sínar í sósíalískan búning í nútíð og til framtíðar" eins og hann kemst að orði í DV sl. mánudag. Ég fullyrði að þetta er alrangt, eða hvernig eiga félagar í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík að taka afstöðu til þessa þegar engar umræður hafa farið fram um mál- ið á vettvangi félagsins? Ólafur Ragnar hefur skrifað langa skýrslu um ástandið í flokknum en almennum flokksfélögum hef- ur hvorki gefist tækifæri til að ræða efni hennar eða að kynna sér hana, þaðan af síður að hann hafi haft fyrir því að útskýra fyrir almennum félögum hvað hann á við þegar hann segir einn hóp öðrum fremur vilja klæða grund- vallarhugmyndir sínar í sósíalísk- an búning í nútíð og framtíð. Mjög margir af þeim sem tóku þátt í kosningunni hafa alls ekki látið sig málefni AB nokkru skipta nema til að taka þátt í for- vali og nú að kjósa fulltrúa á landsfund. Það lýsir, því miður, ekki innsæi í flokks- og félagss- tarf, þegar óreyndir nýinn- gengnir félagar fá fleiri atkvæði í svo þýðingarmikilli kosningu en t.d. formaður flokksins. Það sem gerðist á félagsfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík var þetta: Ólafur Ragnar Gríms- son og félagar ákváðu að skipu- leggja kosningu fulltrúa á lands- fundinn. í því skyni gefa þeir út lista yfir flokksfélaga sem þeir telja nauðsynlegt að kosið sé eftir. Þeir segjast jafnframt treysta nefndum Ólafi best til að sameina flokkinn. Það eru til tvær leiðir til að sameina alþýðubandalagsmenn sem svo sannarlega hafa verið sundraðir undanfarin ár. Önnur er sú að skapa málefnalega sam- stöðu, ræða mál, komast að niðurstöðu og berjast svo sam- eiginlega fyrir því sem fólk hefur komið sér saman um. Til að þessi leið sé fær verður að velja fólk til trúnaðarstarfa sem leggur áherslu á það sem sameinar þó menn séu ekki á einu máli í öllum atriðum. Hin leiðin, og það er sú sem stuðningsmenn Ólafs beittu á umræddum fundi, er að losa sig við þá sem eru foringjanum ósammála. Þá verður andrúm- sloftið í flokknum að lokum bæði friðsælt og eindrægnin mikil. Rétt er það að félagsfundurinn sl. fimmtudag var fjölmennur, en það er því miður ekki nokkur trygging fyrir því að hin mikla fundarsókn standi í sambandi við pólitískan áhuga. Ef svo væri þá hefðum við séð þennan mikla fjölda í pólitísku starfi fyrir Al- þýðubandalagið. Því miður hefur svo ekki verið og ef satt skal segja lofa vinnubrögðin ekki góðu um næstu framtíð Alþýðubandalags- ins. Við þurfum á því að halda að tengja saman ólíka hópa í flokkn- um, nýliða og reynda félaga. Það verður aldrei gert undir forystu þeirra sem líta á það sem skyldu sína að losa sig við þá sem ekki eru á sama máli. Einar Gunnarsson ritari ABR, formaður Félags blikksmiða Þjóðkirkjan Endurskoðun á starfsháttum - Það er deginum Ijósara að starfshættir kirkjunnar þurfa endurskoðunar og endurnýjunar við öðru hverju. Margt bendir til - og er skoðun flutningsmanns - að slík endurskoðun sé brýn nú þegar þótt fyrr hefði verið. Svo segir sr. Gunnar Kristjáns- son í tillögu sinni um safnaðar- uppbyggingu sem lá fyrir síðasta Kirkjuþingi. Leggur sr. Gunnar til að þingið beini því til biskups að hann skipi nefnd 5 sérhæfðra manna er geri áætlun um safnað- aruppbyggingu og eflingu kirkju- legs starfs almennt. Jafnframt kanni nefndin kirkjusókn í kirkj- um landsins og aðra starfsemi safnaðanna. Kirkjuþing féllst í megin- atriðum á tillöguna en lagði til að nefndarmenn yrðu 3 í stað 5. Nefndin geri áætlun um hvað starfið muni kosta og leggi hana fyrir Kirkjuráð. Verði fram- kvæmdir í samráði við ráðið og það fé sem fyrir hendi er hverju sinni. Nefndin hafi samráð við undirbúningsnefnd að 1000 ára afmæli kristnitökunnar á íslandi og að því stefnt að verkefnið tengist kristnitökuafmælinu. Þá skal hún kveðja sér til ráðuneytis sérhæfða aðila og gefi Kirkju- þingi skýrslu um stöðu mála eigi síðar en 1989. -mhg ’g sÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.