Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 16
681333 Kvöldsími' Þjónusta íþínaþágu 681348 & SAMVINNUBANKI W ISLANÐS HF. 681663 Mlðvikudaour 21. október 1987 234. tðlublað 52. órgangur Hvalveiðar Háhymingar veiddir Félagið Fána veiðir 4 háhyrninga til að létta á skuldum Sœdýrasafnsins. Helgi Jónasson: Vil ekkertsegjaummálið. Óttast viðbrögð hvalfriðunarsinna Mótorbáturinn Guðrún frá Hafnarfirði er fyrir austan land á háhyrningsveiðum. Ætl- unin er að veiða fjóra háhyrninga fyrir fyrirtækið Sea World í Bandaríkjunum. Það er félagið Fána sem sér um þessar veiðar hér á landi, en það félag er ná- tengt Sædýrasafninu og er til- gangur veiðanna að létta á skuldum einstaklinga sem hafa gengið f skuldbindingar vegna Sædýrasafnsins. Helgi Jónasson, formaður Fánu, vildi ekkert segja um þess- ar veiðar. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans óttast þeir sem standa að veiðunum allt umtal um þær vegna hvalfriðunar- manna vestanhafs. Jóhann Sigurjónsson hjá Haf- rannsóknastofnun sagði að sjáv- arútvegsráðuneytið hefði veitt leyfi fyrir að fjórir háhyrningar yrðu veiddir og seldir úr landi. Sagði hann að maður á vegum Hafrannsóknastofnunar væri um borð í Guðrúnu til að fylgjast með veiðunum fyrir austan. Háhymingsveiðar heyra ekki undir Alþjóða hvalveiðiráðið, þar sem háhyrningar eru veiddir lifandi, að sögn Jóhanns. -Sáf Skák Jóhann hélt jjöfnu Karpofgaffjórðu skákina Jóhann Hjartarson tefldi í gær við sovéska stórmeistarann Salof á stórmótinu í Belgrad í Júgósla- víu og sömdu þeir um jafntefli eftir 47 leiki. Jóhann stýrði svörtu mönnunum. Hann hefur nú 2 vinninga eftir 3 umferðir. í gær gaf Karpof áskorandi fjórðu skák einvígis síns og Kasparofs heimsmeistara. Þar með hefur Kasparof jafnað metin. Staðan er nú 2-2 og verður fimmta skákin tefld í dag. Alþingi Nýtt bjórfnimvarp Jón Magnússonflytur nýtt bjórfrumvarp. Ekki farið fram á þjóðaratkvœði. Mjótt á munum í efri deild Enn einusinni gera þingmenn atlögu að áfengislöggjöflnni i því skyni að leyft verði að brugga og neyta áfengs bjórs á íslandi. Jón Magnússon, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í gær fram nýtt „bjórfrumvarp“ en meðflutningsmenn hans eru Geir Haarde, Guðrún Helgadóttir og Ingi Björn Albertsson. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið, heldur að gert verði út um það á Alþingi. „Það hvarflaði ekki að mér að fara fram á þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta mál,“ sagði Jón Magnússon við Þjóðviljann í gær. Sagði hann að skoðanakannanir sýndu þá ótvíræðu niðurstöðu að meirihluti þjóðarinnar væri hlynntur því að áfengur bjór væri seldur hér á landi. Jón sagðist vona að frumvarpið kæmi til fyrstu umræðu ekki seinna en nk. mánudag. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið er meirihluti al- þingismanna hlynntur því að ieyft verði að selja áfengt öl í verslun- um ríkisins, hinsvegar gæti skipt- ing þingmanna í deildir haft áhrif á framgang málsins því mjótt mun vera á mununum í efri deild Alþingis. I fyrra var talið að bjórsala myndi skila um 900 milljónum í ríkiskassann á ári, þannig að reikna má með því að sú tala sé komin yfir milljarðinn. -Sáf Verðbólga Komin yfir 33% Lánskjaravísitalan hækkaði í sl. mánuði um 2.45% og um- reiknað til árshækkunar jafngildir það 33.7% verðbólgu í mánuðinum. Síðustu þrjá mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 24.5% á ársgrundvelli og 21.4% miðað við síðustu 12 mánðuði. Fulltrúarfráfélagasamtökunum sem viljafélagslega húsnæðisstefnu. F.v. Ólöf Ríkharðsdóttir, Asta Þorsteinsdóttir, Sigurjón Þorbergsson, Reynir Ingibjarts- son og Kristín Jónsdóttir. Mynd Sig. Ráðstefnuhald Félagslegt þakyfir höfuðið Átta almannasamtök með tugi þúsunda félagsmanna boða til ráðstefnu á Sögu áföstudaginn um mótunfélagslegrarhúsnœðisstefnu Félagasamtökin átta hafa sam- einast um þörflna fyrir félags- legt húsnæði. Við stefnum að ákveðnu marki, félagslegri hús- næðisstefnu, og þessi ráðstefna er liður í því, sagði Ólöf Ríkharðs- dóttir, fulltrúi Öryrkjabanda- lagsins, á fundi með blaða- mönnum í gær. Þau félagasamtök önnur sem boða til ráðstefnunnar eru Sjálfs- björg, landssamtök fatlaðra, Þroskahjálp, Samtök aldraðra, Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Stúdentaráð, Leigjenda- samtökin og Búseti, landssam- band húsnæðissamvinnufélaga. Starfshópur ofannefndra sam- taka hefur látið gera tillögur að lagafrumvarpi um félagslegar íbúðabyggingar, en höfuðmark- miðið er að stuðla að jafnrétti í húsnæðismálum milli þjóðfélags- hópa og valfrelsi, þannig að leigjendum og eigendum íbúðar- húsnæðis sé gert jafnhátt undir höfði. Þá er lögð áhersla á aukið jafnræði milli byggðarlaga og landshluta. í lagafrumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að núverandi Byggingarsjóði verkamanna verði breytt í svokallaðan Félags- íbúðasjóð og jafnframt verði hlutverk sjóðsins aukið, þannig að það spanni svið félagslegra velferðaraðgerða á sviði húsnæð- ismála í heild sinni. Þá fela tillögumar í sér stjórnkerfisbreytingar á hinu fé- lagslega íbúðalánakerfi; gert er ráð fyrir sérstakri þingkjörinni stjórn fyrir félagslega lánasjóð- inn. Ekki er gert ráð fyrir setu fulltrúa hagsmunaaðila í stjórn- inni eins og nú er í húsnæðismála- stjórn. Samkvæmt tillögunum yrði fjármögnun mun öflugri en nú er, þar sem lögfest yrði að einn þriðji andvirðis skuldabréfasölu líf- eyrissjóða til húsbyggingarsjóð- anna rynni til félagsíbúðasjóðs- ins. Þá gera tillögur félagasamtak- anna fímm ráð fyrir meðvituðum aðgerðum í því skyni að draga úr núverandi misræmi í fjárstreymi húsnæðislánakerfisins til hinna ýmsu landshluta. Ráðstefnan hefst á föstu- dagsmorguninn klukkan hálftíu á Hótel Sögu með ávarpi fé- lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sig- Bara eiim að er hungurganga í flsk- bransanum eins og stendur og útgerðaraðilar hér nyrðra hafa engan fisk aflögu til að selja á Fiskmarkaði Norðurlands á með- an við höfum varla hráefni til að standa undir dagvinnu í físk- vinnslunni vegna lélegra gæfta og fiskskorts, sagði Róbert Guðfinns- son, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, en fyrir- tækið er meðal þeirra sem tengd eru við sölukerfi Fiskmarkaðar- ins á Norðurlandi. Frá því að Fiskmarkaður Norðurlands á Akureyri tók urðardóttur. Ráðstefnan er öllum opin, en fjölmörgum fé- lagasamtökum, stofnunum og sveitarstjórnum hefur verið boð- ið að taka þátt í umræðunum. HS söludagur formlega til starfa um síðustu mánaðamót hefur aðeins ein sala farið fram í gegnum hann. Þá voru seld nokkur tonn, rétt til að prufukeyra sölukerfiö sem fram fer í gegnum tölvur. „Draumurinn er að fá þessa stærri útgerðaraðila til þess að selja allan þann fisk sem togar- arnir afla á markaðinum svo fisk- markaðurinn standi undir nafni og eitthvert mark sé á honum tak- andi,“ sagði Sigurður P. Sig- mundsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands. -grh Fiskmarkaður Norðurlands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.