Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Tékkneskt efnahagslíf Það „vorar“ hjá Husak í Prag Husak ogfélagar grípa nú til aðgerða í efnahagsmálum sem um margt minna á aðgerðir leiðtogans er þeir sjálfir tóku þátt í að steypa, Alexanders Dubceks Hinir öldnu leiðtogar Tékkó- slóvakíu standa enn í skugga innrásar herja Varsjárbanda- lagsins árið 1968 sem tróð um- bótastefnu Alexanders Dubceks í svaðið. Nú hyggjast þeir hinsveg- ar sjálfír brydda uppá ýmsu því í efnahagsmálum sem talið var hin mesta goðgá fyrir taepum tveim áratugum. Gustav Husak og félagar hafa nýverið boðað stjórnaraðgerðir sem ætlað er að losa lítillega um járnkló miðstýringarvaldsins á efnahagslífinu og auka sjálfstæði fyrirtækja. Það er einkum tvennt sem knýr leiðtogana úr sporun- um. Fyrri orsökin er náttúrlega hið slæma efnahagsástand. Hin síðari er ótvírætt talin eiga rót að rekja til umbótastefnu Míkaels Gorbatsjofs í Moskvu og heim- sóknar aðalritarans til Prag fyrr á þessu ári. En ólíkt nýsköpuninni í So- vétríkjunum sem tekur til allra þátta þjóðlífsins, svo sem vald- dreifingar og endurskipulagning- ar stjórnkerfisins, þá ná breyting- arnar í Tékkóslóvakíu aðeins til vissra þátta efnahagslífsins. „Sú skoðun er býsna algeng í Tékkóslóvakíu að landsmenn hafi einu sinni farið yfir strikið og verið harðlega refsað fyrir það. Það er því líklegt að umbæturnar sæti andstöðu, jafnvel frá verka- mönnum,“ er haft eftir ónefnd- um vestrænum sendimanni í Prag. Hann heldur áfram: „Menn hafa áhyggjur af því að Gorbat- sjof takist ekki ætlunarverk sitt og sjá þar að auki hve slæma raun nýmæli hafa gefið í Ungverja- landi og Júgóslavíu. fhaldssemi og varkárni virðast vera landlæg viðhorf um þessar mundir." Ota Sik. Husak og félagar drápu „vorið í Prag" en þykjast nú ætla að standa í umbótum. Embættismenn viðurkenna að þær aðgerðir sem nú er gripið til beri um margt keim af því er bryddað var uppá í „vorinu í Prag“ árið 1968 og olli þá innrás „bandamanna“ í Varsjárbanda- laginu. „Það eru vissar hliðstæður, umbætur sem þá stóð til að gera og umbætur er við hyggjumst hrinda í framkvæmd nú eru byggðar á sömu meginforsend- um,“ segir talsmaður ríkisstjórn- arinnar, Frantisek nokkur Kour- il. „Munurinn er liggur hinsvegar í því að allt fór úr böndunum árið 1968, undir lokin misstu bæði kommúnistaflokkurinn og ríkis- stjórnin tök á þróun mála.“ Samkvæmt nýmælunum munu einstök fyrirtæki og markaðs- lögmál fá aukna hlutdeild í efna- hagslífinu en skrifræði flokks og ríkis engu að síður hafa yfirum- Reiðir, ungir menn mótmæla innrás herja Sovétmanna og annarra Varsjárbandalagsríkja árið 1968. „Gorbatsjof kynslóðin var rekin úr flokknum." sjón með öllu. „Hlutverk miðstýringarstofn- ana verður að fást við margvísleg verkefni sem aðeins er hægt að leysa á æðstu stöðum, til að mynda langtímaþróun í efna- hagsmálum eða endurskipulagn- ingu efnahagslífsins." Þannig mælir Milos nokkur Werner, að- stoðarforstjóri stjórnstofnunar efnahagslífsins. „Framvegis munu fyrirtæki ekki einvörðungu taka á móti og framfylgja skipun- um að ofan heldur verður þeim gert kleift, og þær raunar skyld- aðar til, að taka frumkvæðið en innan ákveðins ramma sem miðstjórnarvaldið setur.“ Wern- er var spurður að því hvort ekki væri óframkvæmanlegt að sam- ræma tvö gagnólík efnahagskerfi þannig að einhver árangur næð- ist. „Við erum fullvissir um að það er hægt en það væri einfeldni ef við segðum allt liggja í augum uppi. Við verðum að þreifa okk- ur áfram og gera tilraunir." Verið er að gera tilraunir með ýms þessara nýmæla í 22 fyrir- tækjum vítt og breytt um landið. Til dæmis hafa fulltrúaráð verka- manna í þrem verksmiðjum kjör- ið sér framkvæmdastjóra en sá háttur verður hafður á í framtíð- inni. Fram til þessa hafa þeir ver- ið skipaðir af ríkisstjórninni. Mörgum erlendum og ýmsum innlendum hagfræðingum er mjög til efs að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri ef ekki verður hróflað við verðmyndunarkerf- inu þannig að vöruverð verði í beinu samræmi við framleiðslu- kostnað. Dæmin sanna að verðlagning er mjög eldfimt mál í Austur- Evrópu. Oft gerist það að til óeirða kemur ef vöruverð, eink- um á lífsnauðsynjum, hækkar að ráði. Atburðirnir í Póllandi á öndverðum þessum áratug eru skýrt dæmi um þetta. En megin þrándurinn í götu umbótanna er, að mati tékkn- eskra andófsmanna og fleiri, sú staðreynd að þeim er hrint í fram- kvæmd af sömu íhaldsfauskunum og höfðu forgöngu um að kveða niður umbæturnar árið 1968. „Meginvandi kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu er sá að þar er engin „Gorbatsjof kynslóð“ því flestir gáfuðustu einstakling- anna á hans aldri voru reknir úr flokknum í kjölfar innrásar herja Varsjárbandalagsins," var nýlega haft eftir ónefndum andófs- manni. Ota Sik var einn af leiðtogum umbótastjórnar Alexanders Du- bceks á ofanverðum sjöunda ár- atugnum og helsti höfundur efna- hagsstefnu hennar. Hann býr nú í Sviss. Nýlega var komið að máli við hann um breytingabrölt Husaks og félaga. Honum fórust orð meðal annars á þessa lund: „Gorbatsjof getur stigið fram á sjónarsviðið sem einstaklingur er enga ábyrgð ber á axarsköftum forvera sinna. En allir tékknesku leiðtogarnir tóku þátt í lífláti „vorsins í Prag.““ -ks. Mengun hafsins Barngóð kona óskast til að gæta 11 mánaða stráks á heimili hans á Flókagötunni frá kl. 12-18 fimm daga vikunnar. Upplýsingar í síma 28412 eftir kl. 18 á daginn. Fóstrur athugið Ein heil staða og ein hálf staða lausar hjá okkur í Steinahlíð. Komdu og kynntu þér staðinn og starfið. Upplýsingar í síma 33280. 18.30 UTVARP Mjolmsholti 14 Brautarholti 3 Simi 62 36 10 (tvær linur) Danskir sjómenn stöðvuðu eiturskipið í Norðursjónum Asunnudag vannst sá sigur - ef til vill tímabundinn - í barátt- unni við úrgangsskipið Vulcanus annan í Norðursjó, að dönskum sjómönnum tókst að flækja skrúfu skipsins í trolli og var þá slökkt á öllum þrem brennsluofn- um skipsins Greenpeacemenn og danskir sjómenn hafa í sameiningu reynt að koma í veg fyrir að Vulcanus brenndi um 3000 tonn af eit- ruðum úrgangsefnum á Norður- sjó, og hófst sá slagur í síðustu viku með miklum vatnsslag í Rotterdam áður en Vulcanus lagði þar úr höfn. Greenpeacemenn sögðust á sunnudag ánægðir með að ofnar skipsins voru stöðvaðir en ekki voru þeir eins glaðir yfir aðferð- inni - töldu jafnvel að sjómenn- irnir dönsku hefðu ekki beitt nógu friðsamlegum aðferðum við að skipuleggja „ óhapp “ þetta. í leiðara um málið segir danska blaðið Information á þessa leið: Enda þótt fiskiskip og skip náttúruverndarmanna geti ekki haldið uppi samfleytt siglinga- Þegar slagurinn hófst: Greenpeacemenn reyna að komast um borð í eitur- skipið Vulcanus II. banni á eiturskipin, þá getur ver- ið að mótmælaaðgerðir af því tagi sem nú eru stundaðar verði virk- ari en fundahöld sérfræðinga og stjórnmálamanna. Á þeim fund- um hefur því verið slegið föstu fyrir löngu að eiturbrennsla á hafi úti sé forkastanleg og að það verði fyrir árið 1990 að ná samkomulagi um það hvenær eigi að hætta þessum ósóma. En smám saman hafa menn verið að fresta ákvörðunum um þetta mál, og margt bendir til þess að ýmis ríki vilji reyna að lögleiða brenns- lu þessa með einhverjum ráðum. áb. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.