Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 9
MENNING Málverk af skúlptúr MargrétJónsdóttir með sýningu í FÍM-salnum: Þjóðfélagið krefst þess að maður sýni einn með sjálfum sér. Ég veit Þegar kom í ljós að þetta kostaði „Það má líkja málverkum mín- um við höggmyndir. Þettaeru sterkform. Ég hugsamyndir mínar í formum. Ég reyni að ná fram sérstakri stemmningu með því að tefla saman and- stæðumformum. Ég hef alltaf notað grjót mjög mikið. Mér finnst vænt um grjót og auðn þess er heillandi. Hvernig náttúran mótar það eftir duttl- ungum sínum. Eg á samt ekki von á því að næsta sýning mín verði höggmyndasýning." - Fígúrar þínar eru eins og úr grjóti. Finnst þér fólk vera þann- ‘g? „Já, oft á tíðum. Það er steinrunnið. Mér eru líka hug- leiknar skessurnar sem urðu að steini við sólarupprás. En steingervingar og allt sem er grafið finnst mér töfrandi.“ Hér kemur Lilli Bemdsen stormandi inn af götunni. Lítur í kringum sig og segir hárri raustu: „Helvíti er þetta tröllslegt hjá þér, stelpa! Af hverju ferðu ekki út í skúlptúr?“ Kemur kynlífi ekkert við -Svo spretta blóm út úr sumum fígúrunum? „Já. Þetta er lífið.“ - Hvaðan sprettur það? „Ég veit það ekki. Er það ekki það sem við erum alltaf að leita að? Eins og uppi á öræfum, þar sem allt er kolsvart, þá finnur maður á einum stað pínulítið blóm. Kannski getur líf kviknað við þær aðstæður þegar að manni er þrengt, og tengist sjálfsbjarg- arviðleitni.“ -Svo stendur eins og spýja út úr þessum þarna. Er hann að œla? „Þetta er þreyta. Hann er bú- inn að fá nóg. Þreytan stendur eins og spýja út úr honum. Hann er búinn að fá nóg af boðum og bönnum. Ef maður fer út af hlið- arsporinu er maður dæmdur. Mörg lögmál um hvernig maður eigi að haga sér eru þrúgandi.“ - Svo erufígúrur þar sem sœðið kemur í skrautlegri fantasíu upp í himininn. Eru þessar myndir óður til kynlífsins? „Nei. Þetta kemur kynlífi ekk- ert við. Þetta er bara lífi. Kynlíf er alltaf dregið í dilka. En menn nota líka kynlíf til að eigna sér annan aðila, sem þeir reyna þá að gera hluta af sjálfum sér.“ - Hvernig vinnurðu? „Ég vinn fulla vinnu á auglýs- ingastofu, en ég tók auglýsinga- deildina líka á sínum tíma íMHI. Ég safna myndum í skissubók, svona til að safna í sarpinn. Svo tek ég frí í þrjá mánuði og vinn úr hugmyndum. Það sparar mikinn tíma að skissa, annars tæki mán- uð að koma sér að verki. Þá fæ ég líka hugmyndir þegar ég vinn við verkin mín. í framtíðinni ætla ég mér að vinna sjálfstætt og taka að mér verkefni. Það er ekki hægt að vera alltaf að sníkja sér frí eða vera bundinn frá 9-5.“ Verð geðstirð - Og af hverju málarðu? „Ég hef málað frá því ég var smástelpa. Ég hef fengist við olíu, vatnsliti og krít og á tímabili gerði ég bara litlar smámyndir. Ljósmyndin hefur hins vegar aldrei höfðað til mín. Ég tók Ijós- myndir fyrir aðra, en fannst ég aldrei komast í nógu nána snert- ingu við efnið. En af hverju eyðir maður 6-8 árum í að nema mynd- list? Þetta er innri þörf.“ - Og hvaðan sprettur hún? „Af tjáningu. Ég verð geðstirð ef ég get ekki málað. Maður er ekki hvort maður þroskast til- finningalega. Öll lífsreynsla þroskar mann. Sumir reyna að tj á hana. Sumir virðast hafa sterkari þörf en aðrir. Maður nær kannski betra sambandi við sjálfan sig á þennan hátt. Þeir sem leiðast út á villigötur virðast ekki fá frið.“ - En hverju breytti það að fara erlendis? „Ég kynntist nýjum stefnum. Þá voru performansar og videó í fullum gangi en ekkert að gerast í þeirri deild hér ennþá. Það voru árin 74-76. Á þeim tíma fékk ég t.d. hugmynd að útiskúlptúr, sem ég vildi gera, e.k. sambland af málverki og skúlptúr, sem átti að vera 3ja metra hár. Ég hugsaði mér að spila með íslenska rokið. þrenn mánaðarlaun, hætti ég við allt saman.“ - En hverju breytir að sýna? „Engu. Það er þjóðfélagið sem krefst þess. Skiptir mig engu og ég fæ ekkert út úr því. Tjáningin er númer eitt. Ég hef engan áhuga á framabrölti.“ - Þú ert þá ekki að gefa gjafir með sýningum þínum? „Ég lít ekki á það þannig. Nema þá til fólks sem lítur á það þannig og er ánægt. Ég fæ enga nýja afstöðu til verkanna. Því ég veit alveg nákvæmlega hvert ég er að fara og hvert ég stefni." - En er ekki gaman ef fólk er óánœgt? „Jú. Það skapar vissa spennu.“ -ekj. Margrét Jónsdóttir á sýningu sinni í FlM-salnum. Margrét Jónsdóttir stundaði nám við MHl í grafíkdeild (Frjáls myndlist) árin 1970-74. Fór síðan utan til náms við St. Martin School of Art í London, og bætti við sig. Auglýsingadeild MHl, 82-84. HúnvareinnafstofnendumGallerísSuðurgötu7,semvarrekiðáárunum 1977-81. Mynd Sig. Sinfóníuhljómsveitin Tónleikarí Kefíavík og á Selfossi Sinfóníuhljómsveitin verður heldur betur á róli nú á næst- unni, ásamt kór Fjölbrauta- skólaSuðurlands. Fyrst halda þessiraðilartónleika í íþrótta- húsinu í Njarðvík, fimmtudaginn 22. okt. (á morgun), kl. 20.30. Eru þeir haldnir í tilefni af 30 ára af- mæli Tónlistarfélags Keflavík- ur og nágrennis og verður að- gangurókeypis. Föstudaginn 23. okt. verða svo tónleikarnir endurteknir í íþróttahúsi Gagnfræðaskóla Selfoss kl. 20.30. Á efnisskránni verður forspil að 3. þætti „Lohengrin“ eftir Wagner, Concertino fyrir klarin- ett og hljómsveit eftir Busoni, tveir óperukórar, Nabucco og II Trovatore og Sinfónía nr. 9 „Frá nýja heiminum“ eftir Dovrak. Einleikari verður Óskar Ingólfs- son en stjórnandi Páll P. Pálsson. Kórstjóri er Jón Ingi Sigur- mundsson. En það er meira í pokahorn- inu. Laugardaginn 24. okt. - á degi tónlistarinnar - kemur Sin- fóníuhljómsveitin fram í Kringl- unni kl. 12.30 og leikur fyrir við- skiptavini Kringlunnar í eina klst. ýmsa vinsæla kafla úr þekktum tónverkum. Þessum tónleikum verður útvarpað á Bylgjunni. -mhg Háskóla tónleikar Miðvikudaginn 21. október hefst röð háskólatónleika að nýju en þeir eru orðinn fastur hluti af menningarh'finu hér yfir vetrar- tímann. Tónieikarnir verða viku- lega og eru fyrirhugaðir níu tón- leikará haustmisseri. Verkin sem verða flutt eru frá ýmsum tímum og flytjendur bæði innlendir og erlendir. Tilkynningar um tón- leikana munu birtast í þriðju- dagsblöðum í vetur og þar verður nánar sagt frá efnisskránni. Á fyrstu tónleikunum leikur Marti- al Nardeau á þverflautu, Sex fantasíur eftir Telemann. Tón- leikamir eru í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Þeir standa u.þ.b. hálftíma og er öllum opnir og er tilvalið að fá sér hádeg- issnarl í kaffistofu hússins í leiðinni. Tónleikanefnd Háskólans Kammermúsíkhópur að hefja sitt starf Erlend og íslensk verk flutt í vetur Kammermúsíkhópurinn er að hefja31. starfsársittog verð- urtónleikahald meðsvipuðu sniði og áður. Ráðgert erað halda ferna tónleika á kom- andi vetri. Á fyrstu tónleikunum sem haldnir verða 25. október, munu þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Har- aldsson flytja þrjú tríó fyrir fiðlu, selló og píanó, þ.e. tríó í D-moll op. 49 eftir Mendelsohn, tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur og „Erki- hertoga-tríóið“ eftir Beethoven. Aðrir tónleikar vetrarins verða haldnir 29. desember og munu japanskir listamenn þá flytja strengjakvartett í G-dúr op. 76 nr. 1 eftir Haydn, píanókvintett Schumanns op. 44, píanókvintett eftir Mozart, K-478 og eitt jap- anskt verk. Þriðju tónleikarnir eru ráð- gerðir í febrúar. Þá munu Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran ásamt banda- riskum píanóleikara m.a. flytja tríó Mozarts í Es-dúr K- 498 fyrir klarinettu, lágfiðlu og píanó og klarinettutríó Brahms op. 114. Síðustu tónleikar vetrarins em ráðgerðir í apríl og verður nánar skýrt frá því síðar hvað þá fer fram. -ekj. ... v Miðvikudagur 21. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.