Þjóðviljinn - 21.10.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Qupperneq 7
Umsjón: Elísabet Kristín Jökuisdóttir Kvikmyndaleikstjóri hyggst kvikmyndafjölskyldulíf. Um- fram allt venjulegtfjölskyldulíf til að gefa sanna mynd af veruleikanum. Þrjár kynslóðir koma við sögu, þrjú pörog „brúðarmyndin" ervendi- punktur í lífi þeirra; daginn sem allt breyttist. Endaði og hófst. Þegarfjölskyldaner búin að fara hamförum á svið- inu: Elskast, slást, þykjast, sættast, reyna veikum mætti að gera upp fortíðina, bjóða framtíðinni heim - og deyja, þá fer maður að efast um að það sé nokkur kvikmyndaleik- stjóri á sviðinu. Hvort þetta sé ekki bara veruleikinn sjálfur, sem útrýmir allri fantasíu, með heljargreipum sínum; stöðluðu lífsviðhorfi og vænti- ngum. Hver býr til veruleikann? Hvernig förum við með veru- leikann? Húsbóndinn stendur ráðvilltur fyrir framan vélbrynj- aðan kvikmyndaleikstjórann og öskrar framan í persónugerving veruleikans: Hver ertu? Og myrkrið svaraði engu. Spegillinn brestur og gefur engin svör. Þú verður bara að treysta á sjálfan þig á ferðalaginu, en það getur verið erfitt því vegurinn er holótt- ur af væntingum og meðfram ferðalaginu standa háir múrar og þú kemst ekki út af veginum og þegar bílljósin nálgast í myrkr- inu, áttu enga undankomuleið: Þú ert keyrður í klessu. Lista- maðurinn með sína sérstöku lífs- sýn hefur komið sér fyrir uppi á múrnum með hugsjónina í bak- pokanum og ætlar væntanlega að lýsa slysinu, orsök og afleiðingu - og blóðinu... Það er langt síðan spurt hefur verið beint um hlutverk listarinn- ar - og ábyrgð listamannsins. Er hann skyldugur að taka á sig meiri ábyrgð en aðrir? Þegar listamaðurinn hefur orðið vitni að mörgum slysum, er alveg eins víst að þrengjast taki um hug- sjónina í bakpokanum og að hann komi ekki lengur auga á dauðann sem skiptir lífið mestu. Ábyrgð listamannsins segir Gudmundur Steinsson vera kveikjuna að nýjasta leikriti sínu, „Brúðarmyndinni," sem frum- sýnd verður í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Á síðstliðnu hausti var „Brúðarmyndin*' leiklesin á miklu leikskáldaþingi í Eugene O’Neill-miðstöðinni á austurströnd Bandaríkjanna og vakti þar óskipta hrifningu. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son og leikmyndahönnuður Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir. Gunnar Reynir Sveinsson semur tónlistina. Ásmundur Karlsson er á ljósunum. Þau stóðu öll að frumflutningi á Stundarfriði í Þjóðleikhúsinu, fyrir nærfellt áratug, en síðan hefur sá friður verið á fjölum leikhúsa víða um heim. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason fara með hlutverk hjón- anna sem eru miðdepill verksins. Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson leika foreldra frúar- innar, Guðný Ragnarsdóttir leikur dóttur þeirra, nýútskrifað- ur Ieikari, Halldór Björnsson leikur vin hennar. Guðrún Gísla- dóttirleikm kvikmyndaleikstjór- ann, Arnór Benónýsson aðstoð- armann hennar og Sigurður Skúlason leikur prest. Leikritið Brúðarmyndin kem- ur út á bók á frumsýningardag- inn. Það er Svart á hvítu sem stendur að útgáfunni. -ekj. Guðný Ragnarsdóttir ( hlutverki dótturinnar. Allar myndirnar eru teknar á æfingu. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 Fjölskylda undir smásjá Stefán Baldursson leikstjóri: Þetta hefur allt sprottið út úr samvinnu Stefán Baldursson, einn okk- ar reyndasti leikstjóri og fyrrum leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, setur upp Brúðarmyndina. - Hvaða leið valdir þú sem leik- stjóri? „Það var náttúrlega um margar leiðir að velja eins og oft er. Þessi fjölskylda er undir smásjá. Mér fannst skipta máli að sýna, hvern- ig fjölskyldan virkar venjulega og hins vegar hver viðbrögð hennar verða undir smásjá kvikmynda- augans og hvernig allt breytist. Nú er gert ráð fyrir því í leikrit- inu, að heilu kaflamir séu endur- sýndir í vídeótæki þar sem fjöl- skyldan horfir á sjálfa sig. En við töldum mikilvægara að sýna áhorfendum viðbrögð fjölskyld- unnar við þessum upptökum en að sýna salnum upptökurnar. Þá er leitast við að draga sýninguna, skýrum sterkum dráttum, sjón- rænt séð og þannig hefur verið um nána samvinnu við leik- myndateiknara að ræða. Þetta sprettur allt út úr samvinnu." - Er þetta venjuleg íslensk fjöl- skylda? „Að mörgu leyti já. En hún er náttúrlega ýkt eins og gjarna ger- ist í leikhúsi. Þannig reynir höf- undur að sýna okkur hegðunar- mynstur, sem staðnar oft í mann- legum samskiptum. Fólk hættir að horfa hvert á annað og áttar sig ekki á því, nema undir ákveðnum kringumstæðum. Guðmundur hefur áður sent fólk á sólarströnd. Nú notar hann kvikmyndavél, sem er nærgöngul og þrúgandi nærvera, inni á heimilinu." - Er leikritið frábrugðið öðrum verkum Guðmundar? „Efnislega já. Þetta er annar rammi sem hann notar, en það eru viss höfundareinkenni sem ganga aftur. Hann er þarna að fjalla um ábyrgð listamannsins, hve langt hann getur gengið í list sinni, gagnvart öðru fólki og þá jafnframt um fómir hans, sem bitna gjarna á þeim sem næst honum standa. Og hvað verður þá um alheimsástina, sem lista- maðurinn lagði upp nteð?“ -ekj. Hver býr tíl veruleikann ? Arnór Benónýsson, sem aðstoðarmaður kvikmyndaleikstjórans, Guðrún Gísladóttir í hlutverki kvikmyndaleikstjórans og Kristbjörg Kjeld í hlutverki eiginkonunnar. Ábyrgð listamannsins kveikjan að nýjasta leikriti Guðmundar Steinssonar, Brúðarmyndinni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.