Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 8
Bessi Bjarnason (Baddi) og Arnar Jónsson (Pétur) í hlutverkum sínum. Tekið á æfingu. Mynd - einaról. Ástríður fortíðarinnar Þjóðleikhúsið sýnir BÍLA VERKSTÆÐI BADDA Eftir Ólaf Hauk Simonarson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Grétar Reynisson Litla sviö Þjóðleikhússins reyndist heldur óþægilegur salur til að leika í þegar hann var innréttaður upp á gamla móðinn með svið fyrir enda. Hann er nær óþekkjanlegur og hefur öðlast nýtt líf eftir að Grétar Reynisson hefurfarið um hann höndum og sett mik- inn pall á ská eftir honum endilöngum og raðar áhorf- endum sitt hvoru megin við þennan pall. Með hjálpfárra en vel valinna hluta tekst Grétari að skapa sterkt and- rúmsloft bílaverkstæðis á sviðinu og með því að hafa stóran, speglandi útvegg fyrir enda gefur hann sterka tilfinn- ingu fyrir innilokuðu rými. Og þetta nýja leikrit Ólafs Hauks fjallar einmitt um innilokun, einangrun og bælingu tilfinn- inga. Bílaverkstæði Baddaer lokaður heimur, fjarri alfara- leið. Baddi er einnig lokaður heimur, hann hefurbælttil- finningar sínar, barið niður óþægilegar minningar og ein- beitir sér að því að halda friðinn og hafa alla góða. Áður fyrr var bílaverkstæði hans í þjóðbrautog umsvifin mikil, nú er sveitin að fara í eyði. Áður fyrr voru líka sterkar ástríður á ferð á bílaverkstæð- inu, nú eru þær bældar Þar til óhamdar ástríður fortíð- arinnar birtist skyndilega á ný í líki Péturs sem hafði verið allt í senn, elskhugi Badda og eljari, bjargvættur og bölvaldur. Pétur brýtur niður þá múra sem Baddi hefur reist kringum lokaðan heim sinn og hleypir draugum fortíðar- innar inn. Skyndilega er allt kom- ið í bál og brand. Og rétt eins og hömlulausar ástríður ollu voveif- legum hlutum í fortíðinni valda hinar nývöktu ástríður aftur vo- veiflegum endalokum. Og Baddi, sem hafði reynt að flýja fortíðina og veruleikann inn í sinn lokaða heim, hann tekur í lokin afleiðingum sinna gerða, tekur loks á sig ábyrgð og sök. Þess vegna hefur áður verið getið hversu vel leikmynd Grét- ars Reynissonar þjónar þessu verki en áréttað skal að þetta er einhver besta leikmynd sem hér hefur sést. Leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar er einnig gegnum- vandað og heiðarlegt verk. Þór- hallur vinnur af alúð, nærfæmi og nákvæmni og útkoman er eftir því, framúrskarandi leikur og heilsteypt sýning. Þórhallur hef- ur haft gott lið leikara til að vinna með og fengið það besta frá þeim öllum, sannan, einlægan, tilgerð- arlausan en tæknilega nákvæman leik. Gaman er að sjá leikara sem ofnotaðir hafa verið í grófu skopi og ærslum, Bessa Bjarnason og Sigurð Sigurjónsson, sýna hvað þeir geta þegar þeir fá tækifæri til að gera eitthvað annað - þessir tveir hafa reyndar oft sýnt það áður. Bessi átti mjög traustan leik í hlutverki Badda, flóttalegur og bældur, sífellt að streðast við að gera gott úr öllu, en kraumandi pottur undir niðri. Raggi bifvélavirki í höndum Sig- urðar er einhver heilsteyptasta persónulýsing sem ég hef séð, Sigurður lifði persónuna alveg fram í olíublettaða fingurgóm- ana, bifvélavirki frá hvirfli til ilja og auk þess sannlega góð og ein- föld sál. Þetta var falleg persónu- sköpun, full af hlýju og góðri kímni. Hafi leikur þeirra Jóhanns Sig- urðarsonar og Arnars Jónssonar ekki verkað alveg eins sannfær- andi hygg ég það stafi mest af því að persónur þeirra eru ekki eins vel gerðar af hendi höfundar. Haffi, sonur Badda, er ungur maður sem, dreymir um að verða skáld, en umfram allt um annan og betri heim en tilgangslausan, innilokaðan heim bílaverkstæðis- ins. Ólafur Haukur lætur þetta birtast í ljóðrænum texta sem liggur utan við eða til hliðar við dramatíska textann. Þessi stflbrot höfundar þykja mér mishepp- nuð, þau rjúfa gang leiksins og sterk tök hans á áhorfendum og gera leikaranum erfitt fyrir að halda utan um persónu sína. Arn- ar Jónsson á í samskonar erfið- leikum með Pétur, hinn hams- lausa tilfinningamann. En burtséð frá þessu er leikur beggja traustur. Guðlaug María Bjarna- dóttir leikur geðveila dóttur Badda af sterkri innlifun og Árni Tryggvason er fulkomlega réttur og gamansamur á hófstilltan og smekkvísan hátt í hlutverki héraðsskólakennarans. Eins og fram hefur komið er þetta óvenjulega vönduð sýning. Hún sýnir vel hvers kraftar Þjóð- leikhússins eru megnugir sé þeim beint í réttan farveg. Hún sýnir einnig hversu mikilvægt það er að ný íslens verk fái vandaða með- ferð og umfram allt góðan vinnslutíma. Fram hefur komið að höfundur hafi gert umtals- verðar breytingar á verkinu í samráði við leikstjóra. Það er einmitt þess háttar vinnubrögð sem oft hefur skort á í leikhúsun- um hér. Texti Ólafs Hauks er dramatískur og lifandi, dugir vel jafnt til gamansemi og alvöru. Hann er víðast knappur og laus við óþarfa og sýningin er reyndar alveg mátulega löng. Hins vegar finnst mér galli á textanum þeir ljóðrænu útúrdúrar sem áður eru nefndir. Þeir rjúfa gang leiksins, brjóta hrynjandina, brjóta stflinn og eru einfaldlega dálítið asna- legir. En það er full ástæða til að fagna þegar svo vel er að verki staðið sem hér. Og taka undir orð Ólafs Hauks í blaðaviðtali þar sem hann kvartar undan því fargi meðalmennskunnar sem oft virð- ist vera að sliga íslenskt leikhús, en tekst það sem betur fer ekki alltaf. Sverrir Hólmarsson SVERRIR HÓLMARSSON Guðjón Sigvaldason og Stefán Sturla í hlutverkum sínum. Mynd - Sig. Eih-leikhúslð sýnlr SÖGU ÚR DYRAGARÐINUM eftir Edvard Albee Lelkstjórl: Hjálmar Hjálmarsson Þýðing: Thor Vilhjálmsson Ungirmenn, nýútskrifaðirúr skóla, hafa tekið sig til og stofnaðtil leikhúss. Þaðer kannski tímanna tákn að nafn þess er bæði óskiljanlegt og í ósamræmi við íslenska staf- setningu. En framtakiðerlofs- vert og gagnlegt. Ungirmenn þurfa tækifæri til að vaxa og þroskast í list sinni. Þau tæki- færi fá þeir oft seint og sjaldan ístóru leikhúsunum. Þess vegna hafa litlu leikhúsin ver- ið ómetanleg sem uppeldis- stöðvarfyrirleikara. Þetta nýja leikhús hefur fengið inni í Djúpinu. Þetta er ekta kjallaraleikhús, tekur 28 manns í sæti við borð með tígluðum dúk- um. Og ungu mennimir bjóða I Djúpinu sem fyrsta rétt upp á Sögu úr dýr- agarðinum, einþáttunginn sem gerði höfund sinn heimsfrægan. Þetta er afar vel skrifaður texti þar sem margt býr undir ósagt. Tveir menn hittast í garði í New York, algerar andstæður, annar utangarðsmaður lokaður frá samskiptum við fólk, hinn dag- farsprúður meðalborgari með konu, böm, kött og páfagauka. Þama verður árekstur milli stétta og menningarheima, árekstur sem endar með voveiflegum hætti (hafa menn annars tekið eftir því að menn eru stungnir með hnífi í magann á þrem leiksviðum borgarinnar um þess- ar mundir?). Þetta verk gerir miklar kröfur til leikaranna vegna þess hve undirtexti þess er margslunginn. Þess er því tæplega að vænta að óreyndir menn geti skilað því til fulls, enda vantaði töluvert á að svo væri. Utangarðsmaðurinn Jerry er feiknalega erfitt hlut- verk. Guðjón Sigvaldason hafði ýmislegt til brunns að bera til að skila því vel, útlit hans og gervi var ágætt og innibyrgð túlkun hans eflaust aiveg rétt leið. En hann var mjög stífur og átti í erf- iðleikum með framsögn og túlk- un hans skorti dýpt og öryggi. Stefán Sturla Sigurjónsson var mun öruggari í hlutverki Péturs, skilaði því af innlifun og ná- kvæmni. Leikstjórinn Hjálmar Hjálmarsson, er jafn ungur og reynslulítill og hinir. Mér sýndust áherslur hans í uppfærslunni á réttri leið en gat ekki varist þeirri hugsun að betra væri fyrir þetta unga fólk að fá sér reyndari og eldri leikstjóra. Þýðing Thors Vilhjálmssonar var gerð fyrir sýninguna í Iðnó fyrir svo sem aldarfjórðungi. Hún er dálítið misjöfn en þegar Thor kemst á sprett, eins og í sög- unni um Jerry og hundinn, er málsnilld hans með afbrigðum. Sverrir Hólmarsson 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.