Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR England Sigur hjá Southampton Southampton lyfti sér upp í 11. sæti í 1. deildinni í Englandi með sigri yfir Coventry í gær, 3-2. Southampton var í 17. sæti og sigurinn því mikilvægur. Einnig var leikið í 2. deild og fylgja hér helstu úrslit: Bournemouth-Shrewsbury Huddersfield-Hull ..2-0 .. 0-2 Middlesborough-lpswich Oldham-Leeds .3-1 .. 1-1 Plymouth-Millwall ..1-2 Sheffield United-Birmingham ..0-2 Swindon-Stoke „3-0 Knattspyrna Rúnar og Þorvaldur í hópinn íslendingar mæta Sovétmönnum í síðasta leik liðanna í 3. riðli Evr- ópukeppninnar á miðvikudaginn næsta. Sigfried Held hefur valið tvo nýliða í liðið Rúnar Kristinsson og Þorvald Örlygsson. Þá hafa þeir Ómar Torfason og Arnór Guðjohnsen bæst f hópinn að nýju, en þeir léku ekki með gegn Norðmönnum. Þorglls Óttar Mathlesen fyrirliði landsliðsins skorar hér gegn Austur- Þjóðverjum í Laugardalshöll. islenska landsliðið mætir Júgóslavíu, Suður- Kóreu og Póllandi í Höllinni fyrir jól. Landslið Hópurinn sem mætir Sovét- mönnum er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Brann Friðrik Friðriksson, Fram Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohnsen, Anderlecht Atli Eðvaldsson, Uerdingen Guðni Bergsson, Val Guðmundur Torfason, Winterslag Gunnar Gíslason, Moss Halldór Áskelsson, Þór Ólafur Þórðarson, ÍA Ómar Torfason, Olten Lárus Guðmundsson, Kaiserslautern Rúnar Kristinsson, KR Sævar Jónsson, Val Þorsteinn Þorsteinsson, Fram Þorvaldur Örlygsson, KA -Jbe Afmœli -ingar áttræðir íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR á 80 ára afmæli og á laugardaginn er ætlunin að halda uppá það í Víkingasal Hótel Loftleiða. Miðar verða seldir í Sportmarkaðnum Skipholti 50. 50 landsleikir fram að OL 88 25 landsleikirfram að áramótum. Leikið gegn Póllandi, Júgóslavíu og S-Kóreu áheimavelli. 6. umferðfrestað. Óánœgja í mótanefnd ísienska landsliðið í hand- knattleik leikur líklega tæplega 50 landsleiki áður en haldið verður til Seoul á Olympíuleikana 1988. Liðið er nú á leið til Sviss, en fram að áramótum hafa verið skipu- lagðir 25 leikir, m.a. leikir á heimavelli gegn Pólverjum, Júg- óslövum og Suður-Kóreu. Landsliðið heldur til Sviss í dag og tekur þátt í fjögurra liða móti ásamt Austur-Þjóðverjum, Aust- urríki og Sviss. Þegar heim kemur munu lei kmenn snúa sér að íslandsmótinu að nýju, en um miðjan nóvember verður gert hlé á íslandsmótinu. Þá mun landsliðið æfa af fullum krafti og leika m.a. landsleik gegn Pólverjum í Laugardalshöll. Síðustu vikuna í nóvember verður haldið fjögurra liða mót á Akureyri og Húsavík. Þar leika Pólverjar, Portúgalar, ísraels- menn, auk íslendinga. Skotland Butcher í bann Skoska kanttspyrnusambandið dæmdi í gær Terry Butcher í fjög- urra leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Ran- gers gegn Celtic um síðustu helgi. Butcher, sem leikur með enska landsliðinu, verður enn í banni þegar England mætir Júgóslavíu 11. nóvember. Það hefur verið regla hjá enska knattspyrnusam- bandinu að nota ekki leikmenn sem eru í banni, en líklega mun Butcher þó leika með liðinu. Chris Woods og Frank McAv- ennie fengu einnig rauð spjöld, en sluppu með eins leiks bann. -Ibe/Reuter f upphafi desember verður haldið til Noregs á Polar-Cup. Heimsmeistararnir Júgóslavar taka þátt í mótinu, auk Hollend- inga, Svisslendinga, Norðmanna og íslendinga. Júgóslavneska landsliðið mun svo slást í förina með íslenska landsliðinu og leika tvo lands- leiki, væntanlega fyrir troðfullri Laugardalshöll. Síðustu vikuna fyrir jól koma Suður-Kóreumenn í heimsókn og leika 2-3 landsleiki. Þá hefur verið ákveðið að B- landslið íslands fari í keppnisferð til Belgíu 18.-20. desember, en ekki hefur verið ákveðið hvaða lið það verður. Liðið mun leika gegn Alsír, Belgíu og Frakklandi. Milli jóla og nýárs verður hald- ið til Danmerkur og tekið þátt í fjögurra liða móti, ásamt Sviss, Spáni og Danmörku. Strax eftir áramót er það svo World Cup í Svíðþjóð, þar sem margar af sterkustu þjóðum heims munu mæta íslendingum. Eftirtaldir leikmenn halda til Sviss í dag: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val Guðmundur Hrafnkelsson, Breiða- bliki Gísli Felix Bjarnason, KR Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH Bjarni Guðmundsson, Wanne Eickel Karl Þráinsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Víkingi Alfreð Gíslason, Essen Páll Ólafsson, Dusseldorf Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Kristján Arason, Gummersbach Geir Sveinsson, Val Sigurður Sveinsson, Lemgo Júlíus Jónasson, Val Jakob Sigurðsson, Val Þá hefur Bjarki Sigurðsson, Vík- ingi, verið valinn vegna hugsanlegra forfalla Bjarna Guðmundssonar. U-19 í Þýskalandi Unglingalandsliðið er nú í Þýskalandi og tekur þar þátt í fjögurra liða móti, ásamt Norð- mönnum, Tékkum og V- Þjóðverjum. Liðið leikur sinn fyrsta leik í kvöld og mætir þá Norðmönnum. Hópurinn sem fór utan er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Leifur Dagfinsson, Konráð Olavsson, Guðmundur Pálmason, Páll Ólafs- son, Sigurður Sveinsson og Ingi Guömundsson, allir úr KR. Berg- sveinn Bergsveinsson, Ólafur Krist- jánsson, Héðinn Gilsson og Óskar Helgason, allir úr FH. Sigtryggur Al- bertsson og Halldór Ingólfsson, Gróttu. Árni Friðleifsson Víkingi, Jú- líus Gunnarsson Fram og Sigurpáll Aðalsteinsson Þór. Það er ljóst að þessar ferðir koma til með að hafa mikil áhrif á æfingar liðanna í 1. deild og því var gripið til þess að fresta 6. um- ferð íslandsmótsins sem átti að vera 27.-30. október. Mótanefnd var ekki sátt við að HSÍ skyldi fresta umferðinni, en nefndin lagðist gegn því: „Málin standa ekki vel, en við höfum ekki sagt af okkur,“ sagði Jón H. Guðmundsson, sem á sæti í móta- nefnd, í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við getum ekki starfað undir þessu og ég neita því ekki að hug- myndin um afsögn nefndarinnar hefur komið fram, en það hefur ekkert verið ákveðið enn.“ Þá varð einnig að fresta um- ferðum í 2. flokki og kemur það illa við skipulagningu íslands- mótsins. í gærkvöldi var svo fundur í mótanefnd HSÍ. Nefndarmenn vildu ekki segja hvað gerðist á þessum fundi. Jón H. Guð- mundsson formaður mótanefnd- ar sagðist ekki vilja láta hafa neitt eftir sér, málið væri á of við- kvæmu stig. Sama svar var að fá hjá öðrum meðlimum móta- nefndar og aðalstjórnar HSÍ. Kvennahandbolti 9. vika iiiQl-QXcncoco Arsenal-Derby........................................111111111 Coventry-Newcastle....................................2 x 1 1 1 1 1 x x Everton-Watford......................................1 1 1 1 1 1 1 1 1 Luton-Liverpool................................................ 122222222 Nott.Forest-Tottenham.................................2 1 x x x x 1 x 1 Oxlord-Charlton.......................................1 1 1 1 1 1 1 1 x Q.P.R.-Portsmouth.....................................1 x 1 1 1 1 1 1 1 Sheff.utd.-Norwich....................................1 1x21221 1 Southampton-Chelsea...................................x 2 2 x 1 x x x 2 Birmingham-Middlesbrough..............................x 1 1 1 1 2 1 1 x Reading-Bradford......................................2 1 2 x x 2 2 2 2 Shrewsbury-Oldham.....................................1 111111x2 Það voru 13 með 12 rétta í síðustu og fær hver kr. 77.665, í sinn hlut. Það komu fram 207 raðir með 11 réttum og fær hver 1.110 kr. Maikalaus fyni hálfleikur Yfirburðasigur Fram yfir KR. 13-0 í hálfleik! ! Það er ekki á hverjum degi sem liði tekst ekki að skora mark í fyrri hálfleik í handknattleik. Það var þó svo í gær, þegar Framarar sigurðu KR, 26-10.1 hálfleik var staðan 13- 0, Fram í vil! Það var reyndar ekki fyrr en eftir 34 mínútur að KR-stúlkurnar skoruðu fyrsta mark sitt. Þær náðu svo að bæta níu mörkum við. Framliðið lék vel í fyrri hálfleik, en dalaði heldur íþeim síðari. Guð- ríður Guðjónsdóttir lék mjög vel og skoraði helming marka Fram. Oddný Sigursteinsdóttir átti einnig góðan leik. Hjá KR var Karólína Jónsdóttir sú eina sem stó uppúr. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 13(5v), Oddný Sigsteinsdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Hafdís Guðjónsdóttir 3, Ósk Víðisdóttir 2 og Arna Steinsen 1. Mörk KR: Karólína Jónsdóttir 7(3v), Nellý Pálsdóttir 2 og Elsa Ævarsdóttir 1. Haukar unnu auðveldan yfir Þrótti, 15-22. Leikurinn var nokkuð jafn fram- an af og í hálfleik var staðan 6-8, Haukum í vil. Haukastúlkurnar byrjuðu vel í síðari hálfleik og juku forskotið smám saman og sigurinn öruggur. sigur Hrafnhildur Pálsdóttir átti góðan leik í liði Hauka og Ragnhildur Júl- íusdóttir lék vel í síðari hálfleik. María Ingimundardóttir var sú eina sem stóð uppúr liði Þróttar. Mörk Þróttar: Þórlaug Sveins- dóttir 6(4v), María Ingimundar- dóttir 5, Ágústa Sigurðardóttir 2, Unnur Sæmundsdóttir 1 og Ásta Jónsdóttir 1. Mörk Hauka: Hrafnhildur Pálsdóttir 6, Margrét Theodórsdóttir 6(5v), Ragnhildur Júllusdóttir 4, Halldóra Matthíasdóttir 2, Elva Guðmundsdóttir 2, Björk Hauksdóttir 1 og Brynhildur Magnúsdóttlr 1. -MHM Miðvikudagur 21. október 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.