Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. október 1987 234. tölublað 52. árgangur TJtanríkisráðherra Engin kjamorkuvopn Steingrímur Hermannsson lýstiþvíyfir á Alþingi ígærað kjarnorkuvopn yrðu ekki staðsett hér á landi, hvorki áfriðar- né ófriðartímum Nauðgun Tveir í gæslu Tveir bandarískir hermenn úr setuliðinu á Miðnesheiði hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 30. október næstkomandi í kjölfar kæru 19 ára stúlku sem segir þá hafa nauðgað sér í heima- húsi í Keflavík aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Að sögn Óskars Pórmunds- sonar lögreglufulltrúa hjá rann- sóknarlögreglunni í Keflavík líta yfirvöld þar syðra málið mjög al- varlegum augum, en hermenn- irnir höfðu ekki útivistarleyfi frá herstöðinni nema fram til mið- nættis umræddan dag. Eftir hinn meinta atburð kom- ust hermennirnir inn í herstöðina með því að klifra yfir herstöðv- argirðinguna fyrir ofan bæinn, en voru gómaðir af íslensku og bandarísku lögreglunni í bólinu heima hjá sér. -8rh að er margyfirlýst stefna Is- lendinga að hér á landi verða ekki staðsett kjarnorkuvopn, sagði Steingrímur Hermannsson á Alþingi í gær. Hjörleifur Guttormsson hafði beðið Steingrím að staðfesta það að hvorki á friðar- né ófriðartím- um yrðu staðsett kjarnorkuvopn á íslandi. Steingrímur varð við þessu en sagði að íslendingar hefðu ekki séð ástæðu til að gera upp á milli fríðar- og ófriðartíma, þannig að í yfirlýsingu íslendinga er talað um að hér verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn. „ Allt sem frá okkur hefur kom- ið um þetta mál er afdráttarlaust og gerir ekki mun á friðar- og ófriðartímum," sagði Steingrím- ur. Hjörleifur sagði þetta hina merkustu yfirlýsingu hjá ráð- herra, en með henni væri kveðið upp úr með að öllum, og ætti það við bæði hernaðarbandalögin, væri óheimilt að gera áætlanir um flutninga á kjarnorkuvopnum til íslands. Eyjólfur Konráð Jónsson kvaddi sér hljóðs og sagði að með þessari yfirlýsingu væri ekki um neina stefnubreytingu að ræða. Einsog kunnugt er neita bandarísk hernaðaryfirvöld að gefa upp hvort herskip eru með kjarnorkuvopn. Þetta hefur orð- ið tii þess að deilur hafa verið milli Bandaríkjamanna og Ný- Sjálendinga, þar sem ekki er hei- ( milt að flytja kjarnorkuvopn til Nýja-Sjálands. Nú á eftir að reyna á það hér hvort utanríkis- ráðherra krefst þess að herskip sem koma til landsins séu ekki með kjarnorkuvopn innanborðs. -Sáf • ' % ■ 9 1 j ■JmMœFW á s I'1 ln? % mkM 'i Ríkisspítalar Einföld mynd DavíðÁ. Gunnarsson: I auglýsingunni er miðað við meðal- tekjur Þetta eru meðallaunin sem við greiðum, en auðvitað þekkjast bæði hærri og lægri laun á sjúkrahúsunum, sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít- alanna, en að undanförnu hcfur stofnunin auglýst stíft eftir fólki. Eins og fram kom í viðtölum við forystukonur Sóknar og Sjúkra- liðafélagsins í blaðinu í gær finnst þeim einfölduð mynd af launum vera dregin upp i auglýsingum Ríkisspítalanna. Þessir nemendur í Hólabrekkuskóla njóta ekki lögboðinnar skólaheilsuverndar. Hjúkrunarfræðing vantar til starfa við skólann til að fylgjast með heilsufari og velferð rúmlega 1000 nemenda. Mynd Sig. Grunnskólar Skólaheilsuvemd í molum Ófremdarástand ígrunnskólum Reykjavíkur. 4000 börn án lögboðins heilbrigðiseftirlits. Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir: Mikilvœgt forvarnarstarf fer forgörðum Um 4000 börn í grunnskólum borgarinnar pjóta ekki lög- boðinnar heilsuverndar sökum skorts á skólahj úkrunarfræðing- um. Að sögn Sveins Más Gunn- arssonar, skólalæknis í Breið- holtsskóla, hefur ástandið aldrei verið eins slæmt og í haust. - Þess Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasam- bands íslands og þingmaður Al- þýðuflokksins, sagðist í gær styðja hugmyndir fjármálaráð- herra um að leggja 10% söluskatt á matvæli. „í fyrirmyndarríkjum jafnað- armanna einsog Svíþjóð, er sami skattur á matvæli og annað. Á er vart að vænta að ur rætist og hjúkrunarfræðingar fáist til starfa, fyrr en þeim verða tryggð sambærileg kjör og hjúkrunar- fræðingar á sjúkrahúsunum hafa og tryggð dagvistun fyrir börnin, sagði Sveinn. I bréfi sem Sveinn ritaði móti koma svo félagslegar að- gerðir þannig að séð er fyrir þörf- um stórra fjölskyldna og lág- launafólks,“ sagði Karl Steinar við Þjóðviljann í gær. Karl Steinar sagði að hug- myndin að baki þessari skattlagn- ingu væri þáttur í einföldun skattakerfisins til þess að korna í veg fyrir stórfelld söluskattsvik. Heilbrigðisráði borgarinnar 1. þessa mánaðar, segir að neyðar- ástand ríki í skólaheilsuvernd í borginni „vegna þess að hjúkrun- arfræðingar fást ekki til starfa í skólunum og hafa snúið til ann- arra starfa í ríkari mæli nú en nokkurn tíma áður“. „Matarskatturinn er ekkert einangrað fyrirbæri. Ég tel skynsamlegt að hafa sem fæstar undanþágur líkt og á hinum Norðurlöndunum en gæta þess jafnframt með félagslegum að- gerðum að hagur stórra fjöl- skyldna og hinna lægst launuðu sitji í fyrirrúmi. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ -Sáf - Meðan þetta ástand er við- varandi fer mjög mikilvægt for- vamarstarf forgörðum í skóla- kerfinu. Mikilvægi þess starfs sem skólahjúkrunarfræðingar vinna verður seint ofmetið. Ef ekki verður tekið á þessu máli og gerðar ráðstafanir sem duga, er tæplega hægt að skoða það á ann- an veg en sem lftilsvirðingu við skólaheilsugæsluna og skilnings- leysi á mikilvægi þessa starfs, sagði Sveinn. „Lág laun, fagleg einangrun og aðstöðuleysi í skólum,“ telur Hrafn V. Friðriksson skólayfir- læknir í bréfi til Heilbrigðisráðs 24. sept. s.l., vera helstu ástæður fyrir því að skólahjúkrunarfræð- ingar hafi hætt skyndilega í starfi. „Þetta vekur þá spurningu hvort ekki hafi mátt sjá þetta fyrir og beita nauðsynlegum aðgerð- um til varnar,“ segir í bréfi Hrafns. _rk „Það er satt og rétt sem þær segja, Þórunn Sveinbjörnsdóttir í Sókn og Hulda Ólafsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, að dregin er upp mjög einfölduð mynd af launakjörum á sjúkra- húsunum, en f ramh j á því er erfitt að komast í auglýsingatexta,“ sagði Davíð. „Markmiðið hjá okkur er enda að fá fólk til að kynna sér málið og skoða hvað spítalamir hafa upp á að bjóða sem vinnustaðir.“ Davíð sagði að rúmlega hundr- að manns vantaði í vinnu á Ríkis- spítölunum, og væri þá miðað við fullt starf. Erfitt væri að segja til um að áberandi vantaði í eitt starf öðmm fremur, þar sem skortur á starfsfólki dreifðist nokkuð jafnt yfir kerfið. Aðspurður um hvort auglýs- ingarnar hefðu skilað árangri sagði Davíð erfitt að segja til um það að svo komnu máli. „En við finnum að meira hefur verið spurt um störf upp á síðkastið en verið hefur, einkum af hinum al- menna starfsmanni. Það er meiri óvissa með heilbrigðisstéttirnar sjálfar,“ sagði hann. „Það er vilji fyrir því að stóru sjúkrahúsin taki sig saman og auglýsi í sameiningu eftir fólki, og ég býst við að af því verði á næstunni. Við viljum vekja at- hygli á heilbrigðisþjónustunni sem góðum vinnustað,“ sagði Davíð. HS Matarskatturinn Karl Steinar meðmæltur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.