Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 5
Fiskeldi við Reykjavík 2000 tonn árlega á Sundunum Mikilláhugi ogfjölmenni á ráðstefnu Atvinnumálanefndar borgarinnar um fiskeldi við Reykjavík. Barney Wheelan: Stórkvíarnar hafa opnað nýjar víddir. Össur Skarphéðinsson: Geysileg framleiðsla í flóanum í stórkvíum innan fárra ára Dr. Barney Wheelan t.h. einn helsti sérfræðingur í heiminum varðandi stórkvíaeldi telur allar aðstæður í Faxaflóa hinar bestu til slíks laxaeldis. - Ég er sannfærður um að stór- kvíaeldi á mikla framtíð fyrir sér hér í grennd við Reykjavík, í Faxaflóanum og Kollafirði, sagði dr. Barney Wheelan. Hann var sérstakur gestur á ráðstefnu sem atvinnumálanefnd Reykjavíkur hélt sl. föstudag um fiskeldi í ná- grenni borgarinnar. Dr. Barney er yfirmaður 6 fiskeldisstöðva á írlandi og hefur manna mesta reynslu af rekstri stórkvía. Hann tók fyrstu stórkvína í notkun í Evrópu og í einni af stöðvum hans er stærsta kvíin í veröldinni, 14 þús. rúmm. Góöar aðstæður í hvívetna - íslendingar eiga við svipað vandamál að glíma og írar, þá skortir var. Eftir að stórkvíarnar komu til sögunnar, má segja að nýj ar víddir hafi opnast fyrir sj áv- areldi í frlandi og ég er sannfærður um að það sama muni gerast hér á íslandi. Barney tók jafnframt fram, eftir að hafa skoðað aðstæður í Faxaflóa, að hann væri sannfærður um að sjókvíaeldi ætti mikla framtíð fyrir sér í Faxaflóa og Kollafirði. Ráðstefnan sem var sótt af yfir 200 manns var haldin að tillögu Össurar Skarphéðinssonar full- trúa Alþýðubandalagsins í At- vinnumálanefnd. - Ég tel að innan fárra ára verði geysileg framleiðsla á laxi í stór- kvíum í Faxaflóa. Mér kæmi ekki á óvart þó að innan 5-8 ára yrðu framleidd hátt í 2 þúsund tonn á þessu svæði. Eftir áratug verður framleiðslan örugglega komin yfir 2 þúsund tonn, sagði Össur Skarphéðinsson. Ekki hætta á megnun - Niðurstöður sérfræðinga á ráðstefnunni voru þær að svæðið er einstaklega vel fallið til stór- kvíaeldis. Bæði er dýpið nægilegt og úti í flóanum virðist ekki hætta á undirkælingu, straumar sjá um góða hreinsun og samkvæmt mjög merkum athugunum Snorra Páls Kjarans verkfræð- ings, virðist ekici hætta á neinni bakteríumengun frá borginni. Ég tel því að ráðstefnan hafi verið einstaklega jákvæð og allt bendir til þess að fiskeldi í stórkvíum eigi mikla framtíð fyrir sér fyrir utan Reykjavík og raunar víðar við höfuðborgarsvæðið, sagði Össur. Stórseiðaeldi arðbærara Á síðustu tveimur árum hafa 5 fyrirtæki hafið fiskeldi fyrir utan Reykjavík, flest í Eiðsvíkinni. Þar er nú bæði ræktaður lax, regnbogasilungur, bleikja og sjó- birtingur. í erindi Hallgríms Ing- ólfssonar framkstj. Haflax, kom fram að vöxturinn hefur verið einstaklega góður og hraðari en búist var við. Þá komu einnig fram mjög at- hyglisverðar upplýsingar í erindi Sigurðar St. Helgasonar lífeðlis- fræðings. Hann bar saman hefð- bundið eldi þar sem sjógöngu- seiði af venjulegri stærð, 40-50 gr, eru notuð við stórseiðaeldi þar sem seiðin eru amk. 200 gr þegar sjávareldi hefst. Niður- staða hans var sú, að mun arð- vænlegra væri að nota stórseiðin til sjávareldis. Slík seiði væri hægt að ala upp á ódýran máta á þeim stöðum á landinu þar sem gnótt er af 10-14 stiga heitu vatni og með því að flytja seiðin í kvíar úti fyrir Reykjavík mætti nota sumarhitann til að ná upp sláturf- iski á 6-8 mánuðum, sem er miklu skemmri tími en samkvæmt hefð- ubundnu eldi. Ráðstefnugestir voru sammála um að slík ráðstefna hefði verið tímabær eins og mikill fjöldi gesta sýndi. -Ig- Skúli Pálsson á Laxalóni, sem kominn er á níræðisaldur, einn af frumkvöðlum laxeldis hérlendis var að sjálfsögðu mættur á ráðstefnuna og miðlaði þar fróðleik til þeirra yngri. Myndir Sig. Góð þátttaka var á ráðstefnunni víðs vegar af landinu. M.a. mættu yfir 20 nemendur af fiskeldisbrautinni á Kirkjubæjarklaustri ogt fylgdust af áhuga með umræðum. Myndir Sig. Miðvikudagur 21. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.