Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vopnaskak magnast á Persaflóa Herstjórar halda því jafnan fram aö öflugur vígbúnaður sé besta trygging friöar. Söguleg reynsla minnir hinsvegar á þaö.aö mikil upp- söfnun vopna nálægt þeim skurðpunktum hagsmuna sem gjarna kallast púðurtunnur endar oftast á því að vopnin tala. Þetta er nú staðfest í fregnum frá Persaflóa. Bandaríkjamenn hafa stefnt þangað flota svo miklum að annar eins hefur ekki sést síðan innrásin var gerð í Normandie 1944. Þar eru nú 45 bandarísk herskip, um 30 herskip annarra Natóríkja, sem eru þarað beiðni Bandaríkjanna, og um tylft sovéskra herskipa. Öll eru þessi herskip náttúrlega að gæta friðarins og tryggja öryggi á siglingaleiðum. En eftir því sem her- skipum fjölgar á þessum slóðum þeim mun harðari verða átökin. Á undanförnum vikum hefur mjög fjölgað dæmum um árásir á olíu- flutningaskip. í september leið var ráðist á 31 þeirra skipa sem leið áttu um Persaflóa. En áður en Bandaríkin ákváðu í lok júlí að senda herskip til að fylgja olíuflutningaskipum til og frá Kuwait, höfðu íranir og írakar að meðaltali ráð- ist á sjö skip á mánuði. Og nú er ekkert líklegra en að Bandaríkin séu „milliliðalaust" komin í stríð við íran - með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á föstudag var íranskri eldflaug skotið að olíuskipi frá Kuwait sem siglir undir bandarískum fána. Reagan for- seti sór strax að hefna þessa og lét verða af því í fyrradag: bandarískir sjóliðar hafa eyðilagt olíupall fyrir írönum. Og klerkastjórnin í Teheran hótar grimmilegum hefndum. Rétt eina ferðina enn virðast bandarískir ráðamenn fara flatt á trú sinni á sannfæringar- mátt vopnanna og á þörf fyrir að sýna og sanna að Bandaríkin geti skakkað hvern þann leik sem þau kæra sig um. í Persaflóa reyna Bandaríkin að stunda hefðbundna fallbyssubátapólitík sem gengur út frá þessu hér: einhver ólga ógnar okkar hagsmunum og við sendum herskip á vettvang. En í þessu dæmi verður uppi undar- leg tímaskekkja sem blandast saman við van- þekkingu á andstæðingnum. Sjaldgæfir eru þeir sem hafa sérstaka samúð með klerkaveldinu íranska, svo illræmt sem það er fyrir mannréttindabrot heimafyrir og ævin- týramennsku út á við. En viðbrögð Bandaríkja- manna við tíðindum á Persaflóa verða ekki gáfulegri fyrir það. Sem fyrr segir duga hefð- bundnar aðferðir heimsveldis lítt til að berja þá til hlýðni sem telja sig í beinu herstjórnarsam- bandi við sjálfan Allan. Við þessar aðstæður hafa allar ákvarðanir aðrar afleiðingar en til stóð. Opinber stefna Bandaríkjamanna var eitthvað í þá veru, að flpti þeirra ætti ekki síst að halda stríði írans og íraks svo í skefjum að það flæddi ekki yfir landamærin og til annarra landa. Sadd- am Hussein, forseti íraks, vill náttúrlega ekki sætta sig við slíka pattstöðu undir alþjóðlegri herskipavernd. Helst hefur hann viljað að Bandaríkjamenn yrðu fangar sinnar flotanær- veru og gengju beinlínis til styrjaldarþáttöku - við hans hlið náttúrlega. Engu er líkara en þetta sé að gerast þessa dagana. Með ófyrirsjáanlegum keðjuverkunum sem gætu gert blossana við Persaflóa að feiknarlegu báli. Og það má líka vera, að hér sé um meira að ræða en að tregðulögmál skyndi- legs vígbúnaðarkapphlaups á afmörkuðu svæði taki um stjórntauma. Margir áhrifaaðilar í Bandaríkjunum hafa lengi hugsað klerkaveld- inu í Teheran þegjandi þörfina og eru meira en fúsir til styrjaldar við það - eins þótt Reagan hafi ekki alls fyrir löngu ruglað landa sína mjög í ríminu þegar hann seldi þeim, sem niðurlægðu Bandaríkin með illræmdri gíslatöku á sínum tíma, á laun vopn, sem mjög hafa styrkt víg- stöðu írans í Persaflóastríðinu. áb. KLIPPT OG SKORID Getur nokkuð gott komið f rá Húsavík? Að undanförnu hefur staða landsbyggðarinnar verið mikið til umræðu, aðallega þó hjá lands- byggðarmönnum sjálfum sem þykir oft sem andlegur sjónhring- ur hjá íbúum við innanverðan Faxaflóa nái ekki nema upp á Kjalarnes og suður að Straumi. Það er svo sem ekki nýtt að íbúar landsbyggðarinnar bendi á að þeirra hlutur sé vanmetinn, eink- um ef tillit er tekið til hversu hátt hlutfall manna þar vinnur að gjaldeyrisskapandi störfum. Vfkurblaðið á Húsavík fjallaði nýlega um stöðu Iandsbyggðar- innar einkum frá því sjónarhorni, sem því miður ber helsti mikið á í fjölmiðlum, að fátt gerist þar frá- sagnarvert. Fjölmiðlungar eru oftar en ekki fyrirfram ákveðnir í að ekkert gott geti komið frá út- kjálkaþorpi á borð við Nasaret. Grein Víkurblaðsins er merkt stöfum ritstjórans Jóhannesar Sigurjónssonar og við leyfum okkur að klippa úr henni nokkra búta. Þegar stórt er spurt... „Þegar nafntogaðir erlendir gestir sækja ísland heim, fá þeir fyrsta smjörþefinn af landi og þjóð yfirleitt á þann hátt að fjöl- miðlamenn, stautfærir á ensku, steypa sér yfir þá, er þeir stíga út úr flugvélinni, og spyrja: „How do you iike Iceland?" Hefðbund- ið svar og höfligt við þessari undarlegu fyrirspurn er venju- lega eitthvað í þessum dúr: „Landið er fagurt og frítt og fólk- ið er fallega hvítt.“ Undatekning- in frá þessu er auðvitað strákur- inn ósvífni frá Liverpool, Ringó Starr, sem varð hálf hvumsa við en sagði síðan efnislega: Ertu eitthvað bilaður manngarmur, ég er rétt stiginn út úr flugvélinni.“ „Næsta spurning fréttamanna, sem lögð er fyrir erlenda gesti, snýst gjarnan um hvað þeir hafi nú vitað um land og þjóð áður en þeir komu hingað. Svörin eru margvísleg, en flestir minnast á leiðtogafundinn, þorsk, snjóhús, Vigdísi, Jón Pál, Hófí og jafnvel íslendingasögurnar, Geysi og atvinnumenn í fótbolta. Hinn almenni utanbæjarmaður Erlendir gestir vita flestir næsta fátt um land og þjóð og þykir oss súrt í broti en berum harm vorn í hljóði þótt hneykslaðir séum.“ „Og auðvitað þurfum við ekki að hneykslast þótt þekking út- lendinga á þessu litla eyríki norður í Ballarhafi risti harla grunnt. Eða hvað vitum við ís- lendingar um lönd á borð við Nýja Sjáland, annað en það að þeir rækta sauðfé? Og við skulum athuga annað. Hvað veit „hinn almenni utan- bæjarmaður“ á íslandi um önnur sveitarfélög en það sem hann er búsettur í? Hvað vita Reykvík- ingar almennt um Raufarhöfn eða Reykjadal og hvað vita Reykdælir og Raufarhafnarbúar um Grundarfjörð og Búðardal? f mörgum tilfellum minna en út- lendingar vita um ísland.“ „Hverju svara gestkomandi til Húsavíkur spurningunni: Hvað vissir þú um Húsavík áður en þú komst hingað fyrst? Svörin velta gjarnan á aldri viðkomandi. Þeir elstu nefna gjaman K-in þrjú, Kirkjuna, Kaupfélagið, og Kol- beinsey. Þeir yngri nefna fremur Greifana, Völsunga í 1. deild og e.t.v. Landsmótið.“ Yfirgripsmikil vanþekking „Með öðrum orðum, þekking hins „almenna utanbæjarmanns" á Húsavík er yfirleitt jafnyfir- borðskennd og þekking hins „al- menna útlendings" á íslandi. Og þetta á auðvitað við um flest sveitarfélög á landinu, eða hvað vita Húsvíkingar almennt um staði á borð við Grundarfjörð og Hvammstanga? Sennilega minna en Grundfirðingar og Hvamms- tenglar um Húsavík?" „Vanþekking margra lands- manna er býsna yfirgripsmikil og nær vítt og breitt um landið. Menn þekkja sitt nánasta um- hverfi en eru býsna fáfróðir þegar fjær dregur heimahögum, eink- um innanlands. Því raunar er það svo að ýmsir eru orðnir kunnugri staðháttum í t.a.m. New York og Miami en t.d. á Grundarfirði eða Bakkafirði. Ef t.d. unglingar í grunnskóla ættu að nefna ein- hverjar götur eða torg og helsta atvinnuveg á Húsavík og Bakka- firði, yrði fátt um svör. En örugg- lega ekki ef spurt væri um götur og torg í London eða New York. “ Hin óþekktu byggðu ból „Og hvað sjónvarpið varðar. Það fjallar töluvert um afskekkt byggðarlög utan alfaraleiðar, sbr. hina frábæru Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar. En það er e.t.v. ekki síður þörf á að stikla um hin „óþekktu“ byggðu ból landsins og gera kynningarþætti um hin ýmsu sveitarfélög, þar sem fjallað er um sögu, staðhætti og mannlíf á viðkomandi stöð- um. Það mætti að sjálfsögðu sleppa umfjöllun um Reykjavík í þeirri yfirreið, sjónvarpsmenn eru hvort eð er að þvæla í borginni á hverju kvöldi og Reykjavík er auðvitað eina sveitarfélagið sem allir landsmenn eru gjörkunnugir og ekkert nema gott um það að segja. En það væri ósköp mikil til- breyting í því að fá að kynnast staðháttum og viðhorfum fólks t.a.m. á Bakkafirði, Siglufirði eða Grundarfirði í gegnum sjón- varpið sem upplýst hefur lands- lýð um allt milli himins og jarðar í Reykjavík suður. Óg það yrði e.t.v. til þess að við yrðum eitthvað fróðari um landið okkar en þeir erlendu höfðingjar sem stinga hér niður fæti annað veifið.“ ÓP þfónmiwN ■sæ •Málgagn sósí og verkalýöshreyflngar ÚttlUMkmrar: Sasvar Guðbjömsson, Qarðar SigvaWason. MamrtHlíagrtúsdónir . mmm,,. Puwrtmranftdail|óri:Guörún Guðmundsdóttir. BMamarm: Garðar Guðjónsson, Guðmurtdur Rúnar Heiðarsson. SkllWofuatjóri: Jðhannes Harðareon. HrafnJókulsson.HjðrieifurSumnbjömsson, IngunnÁsdisardónír,. 9krMatefa:GuðainGuðvarðardðttir,KristinPólur»dóttir. Knslin ÓtafsdóRv, KneWíar^vavarsson.Uogi BorgmannEiðasot: .Auglyaingaatjórl: Sinrióur Hanna SiguFtitornsdóttir. (ipróttirj.Maflnús H. Gisiasóp.Mórður Arnason, ÓlafurGisjason, , /n<l»l*>ar: Unnuríflúsfsdðttir.Olga Ctautan, GuðmuadeKnsl- Sagnar Karfsson, Sigurðut A.Pnðl^ðfaaon, Stefan AaoamaaoriÁúr iniaöfur borgOaviðadótttr, VngviKiarianseen (AHureyri) Handrita- Ofl prðfarkalaifur: Elíau Mar, Hildur Finnsdóttir. BimvaraU: HannaÓtafsdótttr, Sigrföur Kriatjínadðttir. Mðamyndarar: Einar Ölaaon. Sigurður MarHaltdórsson •ilatjðrl: Jóna Sigurdðrsdótfir 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.