Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN— Hvorn telurðu líklegri sig- urvegara í heimsmeist- araeinvíginu í skák, Kasparov eða Karpov? FRETTIR Ríkisstórnin Hverjar em efndimar? Samkvœmt stjórnarsáttmálanum á að efla menntun og rannsóknirí landbúnaðinum. Allt slíkt skorið burt í lagafrumvarpinu Istjórnarsáttmálanum, sem birtur var í júlíbyrjun, þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð, er lögð áhersla á að menntun, starfsfræðsla og rann- sóknir í landbúnaði verði efldar. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar er hinsvegar hnífnum brugðið harkalega á þennan þátt í iandbúnaðargeiranum. Einsog fram hefur komið í Þjóðviljanum eru fjárveitingar til allra tilraunastöðva utan Sáms- staða skornar burt, og fjárveiting til tilraunastöðvarinnar að Sáms- stöðum fylgir ekki verðlagsþró- uninni. f stjórnarsáttmálanum stendur orðrétt: „Nýjar búgreinar verði efldar og stærri hluti fjárveitinga til landbúnaðar renni til þeirra. Menntun, starfsfræðsla og rann- sóknir í landbúnaði verði efldar. Jafnframt verði unnið skipulega að fjölgun nýrra starfa í sveitum landsins.“ „Við eigum að leggja megin áherslu á að efla rannsóknir út um landið og færa út á land sem mest af þeim verkefnum sem eru Eðlisfrœðingar Fagna fiystingu á Keldnaholti," sagði Egill Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, en hann situr í nefnd ásamt þeim Páli Péturssyni, Framsókn og Eiði Guðnasyni, Alþýðuflokki, sem á að endur- skoða þennan þátt í fjárlagafrum- varpinu. Nefndin hefur ekki enn komið saman og vildi Egill því lítið tjá sig um það hvernig störfum henn- ar yrði háttað. -Sáf *»*w4«**«í>**.., Ráðstefna Vatnið og landið Fyrsta ráðstefnan um íslenska vatnafrœði. Haldin í tilefni 40 ára afmœlis Vatnamælinga og tileinkuð Sigurjóni Rist Jón Óskar Þórhallsson: fjölbrautarnemi: tg veðja á Kasparov. Hann vann síðasta einvígið og þó svo að hann hafi byrjað illa á hann eftir að koma til svo um munar. Magnús Grímsson, kennari: Ég skýt á Kasparov. Hann virðist vera mun ferskari en andstæð- ingurinn sem er aö brenna út. Gunnar Þórðarson, sölumaöur: Ég veðja á Kasparov. Hann er allt í senn yngri, betri og efnilegri skákmaður en Karpov sem má mun sinn fífil fegri. Jón Helgi Þórarinsson, atvinnulaus: Ekki spurning. Ég veðja hiklaust á Karpov að hann vinni einvígið. Hann er mun betri skákmaður en andstæðingurinn og honum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að endurheimta titilinn. Sigfús Sigurðsson, nemi í bifvélavirkjun: Ég veðja á Kasparov. Hann er bæði yngri og betri skákmaður en Karpov sem ekki virðist lík- legur til afreka að þessu sinni. Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá fagna í ályktun yfirlýstum stuðningi utanríkisráðherra við tillögu frá Mexíkó, Svíþjóð og fleiri löndum Skagafjörður Fimmtugt sögufélag Sögufélag Skagfirðinga hálfrar aldar. Hjalti Pálsson formaður: Félagar gera sérglaðan dag í tilefni tímamótanna. Afmœlishóf24. október Sögufélag Skagfirðinga er hálfrar aldar um þessar mundir og er félagið því elst þeirra hér- aðssögufélaga, sem starfað hafa samfellt. I tilefni tímamótanna heldur stjórn félagsins sjálfri sér og óbreyttum félagsmönnum, sem eru á vel á áttunda hund- raðið, gleðskap á laugardagsk- völdið 24. október í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Að sögn Hjalta Pálssonar, for- manns Sögufélagsins, hefur fé- lagið á fimmtíu ára starfsferli, gefið út hátt í 40 rit, sem öll fjalla á einn eða annan máta um hér- aðssögu Skagafjarðar. Síðustu árin hefur félagið gefið árvisst út tvær bækur auk Skagfirðingabók- ar, sem er nokkurskonar mál- gagn félagsins og ytri ásýnd þess. Á afmælisfagnaðinum annan laugardag verður margt til fróð- leiks og skemmtunar. Meðal efn- is lesa leikarar úr Leikfélagi Sauðárkróks upp valda kafla úr útgáfuritum Sögufélagsins, Sig- urjón Björnsson sálfræðiprófess- or flytur tölu og kjörinn verður heiðursfélagi Sögufélagsins. -rk um frystingu kjarnorkuvopna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. í ályktuninni er minnt á að ís- lendingar hafa einir allra Norður- landaþjóða setið hjá við af- greiðslu þessarar tillögu á undan- förnum árum, og hafi samtökin ítrekað hvatt ríkisstjórnina til að endurskoða þá afstöðu. Þá segja eðlisfræðingarnir: „í viðtali við Þorstein Pálsson forsætisráðherra um þessa ákvörðun utanríkisráðherra kom fram að frystingartillögur væru að hans mati orðnar úreltar í ljósi væntanlegs árangurs í afvopnun- arviðræðum stórveldanna. Stór- veldin væru að ræða um raun- verulega afvopnun og þá skipti litlu máli hvort ríki greiddu fryst- ingartillögu atkvæði eða ekki. I þessu sambandi vilja Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá benda á að viðræður stórveldanna snúast á hverjum tíma um ákveðnar tegundir vopna og höfuðmáli skiptir hvort vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram óhindrað í öðrum tegund- um vopna meðan á viðræðum stendur. Afvopnunarviðræður eru eðli málsins samkvæmt flókn- ar og tímafrekar. Hraði vígbún- aðarkapphlaupsins er nú slíkur að lítil von er til þess að verulegur árangur náist með afvopnunar- samningum, ef ekki eru jafn- framt settar skorður við uppsetn- ingu nýrra vopna. Nefna má að ný vopnakerfi, svo sem Trident og Typhoon kafbátar stórveld- anna bæta á hverju ári þúsundum kjarnaodda við vopnabúr þeirra. Til samanburðar mun væntanlegt samkomulag stórveldanna um meðaldrægar eldflaugar taka til 1783 odda og samningar þar um hafa tekið hátt í áratug. Af þessum sökum gera hinar ánægjulegu horfur í afvopnunar- viðræðum stórveldanna frystingu enn brýnni en ella væri. Ekki má til þess koma að sögulegt tækifæri til kjarnorkuafvopnunar fari for- görðum við það að vígbúnaðar- kapphlaupið finni sér aðra far- vegi en samningar ná yfir hverju sinni.“ Dagana 23. og 24. okt. nk. verð- ur fyrsta ráðstefnan um ís- lenska vatnafræði haldin í ráð- stefnusal ríkisstofnana að Borg- artúni 6 í Rcykjavík. Tilefni ráð- stefnunnar er 40 ára afmæli Vatn- amælinga og er hún tileinkuð Sig- urjóni Rist, sem varð 70 ára 28. ágúst sl. og lætur af störfum í árs- lok. Orkustofnun bauð nokkrum stofnunum og fyrirtækjum, sem hafa haft náin tengsl við Vatna- mælingar, samstarf um ráðstefn- una, auk félaga þar sem Sigurjón hefur verið í forystu. Tveir þekktir, norrænir vatna- fræðingar munu flytja afmæliser- indi. Arne Tollan, Noregi, fjallar um vatnafræði á Norðurlöndum og Malin Falkenmark, Svíþjóð, um ný viðhorf í vatnafræði og al- þjóðlegt samstarf. Þá verða og flutt erindi um upphaf, tilurð og þróun vatnamælinga fyrstu ára- tugina og um undirstöðuatriði vatnafræðinnar. Fjölmörg atriði önnur, sem snerta vatnafræði, verða rædd á ráðstefnunni. Sigurjón Rist hefur veitt Vatnamælingum forstöðu allt frá upphafi og mótað starfsemi þeirra manna mest, fyrst á Raf- orkumálaskrifstofunni og síðan á Orkustofnun. Hann hætti að sinna daglegum rekstri Vatna- mælinga fyrir 2 árum. Síðan hefur hann unnið við ritstörf. Árni Snorrason vatnaverkfræðingur tók við starfi Sigurjóns. Ráðstefnan er öllum opin með- an húsrúm leyfir. Ráðstefnugjald er kr. 3700. Henni lýkur með há- tíðarkvöldverði til heiðurs Sigur- jóni Rist. Þeir sem koma þvi ekki við að vera þar geta samt tekið þátt í ráðstefnunni gegn 1700 kr. gjaldi, sem m.a. innifelur kaffi og hádegisverð báða ráðstefnudag- ana. Skráning þátttakenda fer fram í afgreiðslu Orkustofnunar Grensásvegi 9 í síma 83600 alla virka daga frá kl. 9.00 til 16.00. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 21. októbcr 1987 l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.