Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hvers vegna stjómarsamstarf? Ráöherrar leggja nú fram hvert frumvarpið á fætur ööru sem ekki er öruggur meirihluti fyrir á þingi. í sjálfu sér er ekkert athugavert viö aö ráöherrar komi ekki fram vilja sínum á öllum sviöum lagasetningar og reyndar eiga skilin milli framkvæmdavaldsins í ríkisstjórn og lög- gjafarvaldsins á alþingi aö vera einn af horn- steinum íslenskrar stjórnskipunar. En engu aö síður hljóta menn aö undrast þau vinnubrögö stjórnarflokkanna aö koma sér ekki saman um meginlínur áöur en fram eru lögö lagafrumvörp er snerta mikilvæga málaflokka. Fram til þessa hafa menn gert skýran greinarmun á stjórnarfrumvörpum annars veg- ar og hins vegar frumvörpum einstakra þing- manna. Sitji þingmenn í ríkisstjórn, líkt og nú og oftast endranær, geta ráöherrar sem hæg- ast lagt fram lagafrumvörp án þess aö hafa nokkurt samráö viö samráöherra sína. Litið er á slík mál sem venjuleg þingmannafrumvörp og er ekki talið varöa stjórnarslitum þótt þau fái ekki brautargengi í þinginu. En ráöherrafrum- vörp, sem snerta hin stærri mál, svo sem ríkis- fjármál og húsnæðislánakerfið, hafa hingað til veriö talin stjórnarfrumvörp og hefur veriö reiknaö meö að í þeim komi fram málamiðlun milli stjórnarflokkanna og aö sú málamiðlun tryggi frumvörpunum greiða leiö gegnum þing- iö. Það hefur veriö taliö fullvíst aö stjórnarflokkar hafi komiö sér saman um meginlínur í flestum stærstu málum áöur en ríkisstjórn er mynduð. Megintilgangur stjórnarmyndunarviöræöna hlýtur einmitt að snúast um sameiginlega stefnumörkun en ekki þaö eitt hvaöa menn eigi aö vera ráðherrar. Sá flokkur sem tekur upp stjórnarsamstarf viö aöila sem hafa gjörólíka lífssýn og pólitíska stefnu, veröur að geta bent á einhverja þætti í sameiginlegri málamiðlun og taliö þásína. „Þessu komum viöfram,“ segja þá flokksmenn, og finna meö réttlætingu fyrir nánu samstarfi viö pólitíska andstæöinga. Þaö nægir ekki aö flokksmenn geti bent á sína menn í ráðherrastólum. Þyngra vegur hvernig er stjórn- aö en hverjir stjórna. Fjármálaráöherra hefur lagt fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1988. Nú þegar hafa sumir samráöherrar og óbreyttir þingmenn í stjórnar- flokkunum lýst því yfir að þeir samþykki ekki frumvarpið nema aö á því veröi gagngerar breytingar. Þaö er alls ekki fátítt að fjárlagafrum- varp breytist nokkuð í meðförum þingsins en þær breytingar snerta oftast nær minniháttar atriði og breyta ekki meginlínum. Almenningur hlýtur að velta því fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir séu þess ekki umkomnir aö ná samkomulagi um grundvallaratriði á borö viö það hvaöa stefnu skuli fylgt í ríkisfjármálum. Er fjárlagafrumvarpið kannski bara persónulegt mál Jóns Baldvins Hanníbalssonar? Félagsmálaráöherra hefur lagt fram frum- varp um viðamiklar breytingar á húsnæðislán- akerfinu. Fyrir kosningar lagði Alþýðuflokkurinn með Jóhönnu Siguröardóttur á þaö mikla áherslu aö þar þyrfti aö stokka spilin upp á nýtt. Frumvarpið kemur því engum á óvart. Satt aö segja hefur veriö reiknaö meö því að endur- skoðun á þessu sviöi hafi verið ein aöalkrafa Alþýðuflokksins þegar ríkisstjórnin var mynduð. En félagsmálaráöherra er ekki fyrr búin aö kynna frumvarpið en þingmenn í stjórnarflokk- unum reka upp Ramakvein og lýsa því yfir aö þeir séu andvígir grundvallaratriöum frum- varpsins. Ráöherra talar um alvarlega þver- bresti í stjórnarsamstarfinu. Von er að spurt sé hvort húsnæðismálafrumvarpið sé bara per- sónulegt mál Jóhönnu Siguröardóttur. Veröa ráöherrar Alþýöuflokksins aö reiða sig á stuöning frá stjórnarandstöðunni til að geta komið málum sínum fram? Kom Alþýðuflokk- urinn virkilega engu af sínum málum í gegn þegar ríkisstjórnin var mynduö? Var kannski megináherslan á það lögö aö að forystumenn Alþýöuflokksins, þau Jón Baldvin, Jón Sigurös- son og Jóhanna, kæmust í ráöherastólana en ekkert um það hirt aö koma baráttumálum í höfn? ÓP KLIPPT Bíldudalsfár Jamm. Söluskatturá nauðsynj- avöru, niðurskurður í fjárlögum, húsnæðiskerfið í rúst, fiskveiði- stefna í tímahraki, styrjaldar- hætta á Persaflóa, og yfir tuttugu þingmál á fyrstu vikum fyrsta þings. Og lcggjafarsamkoman stendur á öndinni útaf sláturhúsi á Bíldudal! Hér skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem skapast í fámennu byggðarlagi þegar eitt atvinnu- fyrirtækjanna er dæmt úr leik, þeim tekjumissi sem þorpsbúar verða fyrir, eða þeim tilflutningi auðs og valds sem hlotist getur af ákvörðun um það í hvern stað bændur reka fé sitt að hausti. Hinsvegar horfir þjóðin aldeil- is hlessa á fyrirganginn í þinginu útaf sláturmálum vestra. Þing- fundir í tvo heila daga fjalla ekki um annað, hver hæstvirtur eftir annan ryðst í ræðustól og stór orð eru látin falla: mafíur og kerfis- karlar, heiðarleiki og lygar. Þjóðlegur titringur Þegar að er gáð er uppákoman kringum slagteríið á Bíldudal sos- um ekki nema eðlileg og skiljan- leg. Þjóðlífið hefur snúist um sauðkindina seint og snemma, og útaf henni hafa orst flest ljóð ís- lensk í pólitík og atvinnulífi, frá íslendingasögudeilum gegnum útilegumenn ogfjárkláða til land- eyðingarvanda og niðurgreiðslu- styrjaldar. Meiraðsegja sú göfuga skepna saltfiskurinn kemst ekki nema í hálfkvisti við sauðkindina í sam- keppni um æðsta sess í hugum þjóðarinnar. Þessi þjóðlega hefð er sumsé enn við lýði á okkar tím- um tölvu og gervitungla, - mun- urinn á fyrri öld og þessari kann- ski einkum sá að áður höfðu menn af sauðkindinni mestar áhyggjur lífs, en núna valda þær helstu hugarangri dauðar. Vönkun á þingi Það verður hinsvegar að segj- ast einsog er að forystusauðir sláturfrumvarpsins um hraðar hendur á þingi virðast heldur vankaðir, einsog reyndar virðist títt um pólitíska forystusauði nú um stundir. Fimm þingmenn úr ýmsum flokkum og kjördæmum rjúka upp og ætla að láta þingið skjóta fyrsta skotinu á Bildudal með sérstökum lögum, - og ráð- herra landbúnaðarmála skríður undir stól með hljóðum: ef þingið vill þá já, ef þingið ekki vill þá nei. Hver er eiginlega hvað og hvað er hvurs í þessum sirkus? Það getur vel verið að settur yfirdýralæknir og aðrir aðfarar- menn að sláturglöðum Arnfirð- ingum séu hrein illmenni eða skuggalegir kerfiskarlar á snær- um Stéttarsambandsins og mafí- unnar á Patró. Hvernig á þá að bregðast við? Það stendur uppá landbúnaðarráðherra. Hann get- ur notað víðtækt vald sitt til að ógilda gerðir þessara vondu kalla, og jafnvel rekið þá. Hann getur líka staðfest ákvarðanir heiðarlegra embættismanna ef honum líst svo á málavöxtu, - og það er í hans valdi að bæta bænd- um og sláturfólki í Arnarfirði skaðann. Hafi yfirdýralæknir í umboði ráðherra brotið af sér geta Arnfirðingar að auki leitað til dómsvaldsins um réttlæti og bætur. Ráðherra, sem fer með fram- kvæmdavald, er ábyrgur gagn- vart alþingi, sem fer með löggjaf- arvald. Líki alþingismönnum ekki gerðir ráðherrans eða emb- ættismanna hans eiga þeir eitt gott ráð. Þeir geta lýst yfir van- trausti á ráðherrann, sem þá yrði að segja af sér. Bíldótt fyrirgreiðsla Með frumvarpi sínu um að slát- urhúsið á Bfldudal sé undanþegið lögum kringum sláturhús eru flytjendurnir hinsvegar að gera tillögu um að alþingi taki að sér framkvæmdavaldið með því að grípa á afar sérkennilegan hátt frammí gerðir embættismanna, sem ekki verður fundinn á neinn formlegur ljóður, hverjar hvatir sem kunna að stjórna þeirra gerðum. Eitt af opinberu leyndarmál- unum í þessari slátursögu er nefnilega að harkalegur dómur dýralæknis um rolludráp Arn- firðinga stafar ekki síst af nýyfir- lýstum vilja í landbúnaðarráðu- neytinu til að fækka sláturhúsum. Sem landbúnaðarráðherra ætti að standa við fyrir sitt leyti. Annað opinbert leyndarmál er svo að þingmenn Vestfjarða og raunar fleiri kjördæma eru að nota tækifærið til að setja upp leikrit fyrir kjósendur: hér förum við, hetjurnar knáu, sem ykkar vegna vöðum möppueld og klífum kerfisfjöll. Fyrirgreiðslan á fullu, étur alla drullu. Þess má geta að fyrsti flutn- OG SKORIÐ ingsmaður frumvarpsins um taf- arlausa slátrun á Bfldudal á glæsi- legt sumarhús í Trostansfirði. Þess má líka geta að lýsingar- orðið „bíldóttur" hefur tvær merkingar, er annars vegar notað um ákveðinn sauðalit, og þýðir hinsvegar „blendinn, mislyndur, fúll“. Þess má ennfremur geta að orðatiltækið að reka bíldinn ofan á baldinn merkir að lækka rost- ann í einhverjum. Snarorðir snillingar Þingmenn fárast reglulega yfir þeirri þróun að virðing alþingis sé ónóg í augum almennings, - og kenna fjölmiðlunum oftar en ekki um alltsaman. Þessar áhyggjur eru eðlilegar. Minnki virðing þingsins eykst vegur miklu vafasamari apparata í stjórnkerfinu: ráðuneytanna, stofnananna, fjármálabesefanna, klíknanna. En uppákomur einsog Bíldu- dalsfárið eru ekki fjölmiðiunum að kenna heldur þingmönnun- um. Þeim sem Jónas orti einusinni um í bjartsýniskasti: Ríða skulu rekkar ráðum land byggja fólkdjarfir fyrðar til fundar sœkja snarorðir snillingar að stefnu sitja þjóðkjörin prúðmenni þingsteinum á. Nokkru síðar orti Jónas aðra drápu um þingmenn, með við- kvæðinu: „Naha, naha, naha.“ -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöinsson. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: GaröarGuöjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitstoiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. útbreiöslu-og afgreiöslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMaanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símor 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóövlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrlftarverð á mónuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.