Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. október 1987 236. tölublað 52. örgangur ASI-BSRB Hvatt til samruna Hrafnkell A. Jónsson hvetur tilsamruna ASÍog BSRB. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Nýlunda að heyra þettafrá þessum armi verkalýðshreyfingarinnar. BSRB hefur ekki staðið í vegifyrir samstarfi við ASI Eg hef lengi verið þeirrar skoð- unar að margskipt og klofin verkalýðshreyfing gerði ekki öðr- um gagn en atvinnurekendum. Eg teldi heppilegra að ASI og BSRB hefðu samstarf um mótun samræmdrar launastefnu og stefnt verði að uppbyggingu heildarsamtaka launafólks, sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. Hrafnkell viðrar sömu skoðan- ir í greinargerð með tillögu til þings Verkamannasambandsins um að skorað verði á miðstjórn ASÍ að lagðar verði fram á næsta ASÍ-þingi mótaðar tillögur til breytinga á uppbyggingu og starfsháttum verkalýðshreyfing- arinnar. - Núverandi skipulag verka- lýðshreyfingarinnar hefur leitt til algerrar ringulreiðar í baráttu launþega fyrir bættum kjörum. í staðinn fyrir einhuga hreyfingu með skýr markmið og öflugan stuðning tugþúsunda félaga á bak við sig, megum við horfa uppá sundraða hópa sem att hefur ver- ið saman í slagsmál um skýrt af- Ríkisstjórnin 3 minni- hlutastjórnir Eru stjórnarfrumvörp frumvörp ríkisstjórnarinnar eða einstakra ráðherra? „Er það svo að hér á landi sitji þrjár minnihlutastjórnir en ekki venjuleg ríkisstjórn?“ spurði Stcigrímur J. Sigfússon á Alþingi í gær. Steigrímur kvaddi sér hljóðs um þingsköp í upphafi fundar sameinaðs þings í gær og spurði hvort þingmenn gætu átt von á því að öll svokölluð ríkisstjórn- arfrumvörp verði lögð fram án stuðnings ríkisstjórnarflokkanna einsog nú hefur gerst í tvígang, eða hvort þessi nýskipan mála eigi bara við um fjárlagafrum- varpið og húsnæðisfrumvarpið. Töluverðar umræður spunnust um þetta mál og lýsti Þorsteinn Pálsson því yfir að þessi frumvörp væru ríkisstjórnarfrumvörp. Svavar Gestsson benti á að það væri ágreiningur í öllum stjórn- arflokkunum vegna þessara frumvarpa. Ýmsir fleiri tóku til máls en í lok umræðunnar sagði Steingrím- ur J. Sigfússon að það væri mikil- vægt að fá þessi mál á hreint því um 4000 manns biðu eftir lánslof- orði frá húsnæðisstofnun en þau verða ekki veitt fyrr en frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur verður afgreitt. -Sáf markaðan hluta þjóðarkökunn- ar, segir Hrafnkell í greinargerð- Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði er hann var inntur eftir áliti sínu á þessari hugmynd Hrafnkels, að það hefði ekki staðið á BSRB að efla samstarf samtakanna. - Ég fagna því að þessi sjón- armið hafi verið sett fram af hálfu aðila innan ASÍ. Óeining launa- fólks hefur löngum verið ógæfu- efni íslenskrar verkalýðshreyf- ingar. Aukið samstarf milli BSRB og ASÍ gæti hæglega orðið grundvöllur síðar að stofnun einna heildarsamtaka verkalýðs- hreyfingarinnar. Allt samstarf þessara samtaka um kjaramál tel ég vera til heilla, sagði Kristján. -rk Nóbelsverðlaun Brodskí hreppir hnoss Það verður rússnesk/banda- ríska Ijóðskáldið Jósef Brodskí sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Þessar fréttir lét sæn- ska bókmenntaakademían berast út um víða veröld í gær. Brodskí fæddist í Leníngrað árið 1940 og er því 47 ára gamall. Hann komst snemma uppá kant við ráðamenn eystra sökum yrk- inga sinna og var vistaður í þræla- kistu um átján mánaða skeið á árunum 1963 og 1964. Árið 1972 var hann rekinn í útlegð og nú býr hann í Bandaríkjunum. Brodskí yrkir á rússnesku. Sjá nánar á bls.8 Albert Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Útvegsbankans, gaf viðskiptaráðherra holl ráð áður en ráðherrann kvað upp úr með að hvorki SÍS né KR-ingar fengju meirihlutaeign í Utvegsbankanum. Mynd E.ÓI. SÍS/KR Hvorugur feer bankann Utandagskrárumrœður um Útvegsbankasöluna. Viðskiptaráðherra lýsirþvíyfirað hvorugur tilboðsgjafinnfái meirihluta íbankanum. Svavar Gestsson: Mikið íhúfi að tekið sé á bankamálum af myndarskap, en það hefur ráðherra ekki gert Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði á Alþingi í gær, að hann hefði ekki hug á að afhenda annaðhvort SÍS eða KR-ingum meirihlutaeign í Útvegsbankan- um. Sagði hann að tilboð beggja tilboðsgjafa væru enn í athugun og að hann ætti enn í viðræðum við þá um leið sem stuðlaði að dreiHngu eignaraðildar í bankan- um, en stefndi jafnframt að sam- einingu banka. Það var Svavar Gestsson sem hóf umræðu um bankasöluna utandagskrár á Alþingi. Spurði hann viðskiptaráðherra hvernig hann hygðist leysa úr því klúðri sem Útvegsbankamálið væri nú komið í, en þjóðin ætti heimtingu á skýrum svörum. Sagði Svavar að sú leið sem valin hefði verið við söluna væri versta leiðin af fjórum sem verið hefðu til um- ræðu, en auk þess hefði viðskipt- aráðherra tekið málið vetlinga- tökum. Sagði Svavar mjög mikil- vægt að tekið væri á bankamálun- um af myndarskap. Viðskiptaráðherra neitaði því að hann hefði klúðrað málinu. Sagðist hann vera að vinna að lausn málsins, en eftilvill væri skynsamlegt að bíða eftir niður- stöðu matsnefndar á eignum og skuldum bankans, en sú niður- staða er væntanleg um áramót og verður birt þingheimi strax. Það vakti athygli við um- ræðuna að enginn framsóknar- maður tjáði sig, hinsvegar tóku þrír þingmenn Borgaraflokksins til máls, þeir Ingi Björn Alberts- son, Hreggviður Jónsson og Guðmundur Ágústsson. Voru þeir á því að SÍS ætti bankann þar sem það hefði verið fyrra til. -Sáf Miklilax h/f í Fljótum Laxahrogn til Chile Við höfum gengið frá sölu á 1.5 milljón laxahrognum til Sant- iago í Chile fyrir mjög hátt verð. Þau verða flutt í þartilgerðum plasteiningum með flugi í des- emberbyrjun, fyrst til Bandaríkj- anna og þaðan suður á bóginn, en þau þola ekki nema tveggja sólar- hringa geymslu, segir Reynir Pálsson, framkvæmdastjóri lax- eldisstöðvarinnar Miklalax Vf í Fljótum í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Reynis er áformuð sala á 400 þúsund laxaseiðum annaðhvort til írlands eða Nor- egs á næsta ári. Þau seiði verða um 40-70 grömm að þyngd. Laxeldisstöðin Miklilax h/f í Fljótum var stofnað síðsumars í fyrra. Eigendur þess eru heima- menn í Fljótum og einstaklingar á Siglufirði, en heimamenn eiga um 70% í fyrirtækinu. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.