Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 7
Moskva Shultz Utanríkisráðherrar risaveld- anna, George Shultz og Edvard Shevardnadze, funduðu stíft í Moskvu í gær um lokadrög að samningi um útrýmingu meðal og skammdrægra kjarnflauga sinna og fleiri mál. Að sögn tals- manna beggja komust þeir vel áleiðis með að leysa ýms á- greiningsmál sem ekki vannst tími til að ganga frá áður en bráð- abirgðasamningurinn var undir- ritaður í Washington fyrir skemmstu. Talsmennirnir, þeir Charles Redman og Gennadí Gerasímof, tjáðu fréttamönnum að hús- bændur sínir hefðu tvívegis stungið saman nefjum í gær og hygðust efna til þriðja fundarins að kvöldverði snæddum. Redman kvað þá kollega hafa Persaflói Hefnt í hefndarskyni fyrir hefnd r Iranir skutu í gær silkimaðks- skeyti á olíuvinnslustöð Kuw- aitmanna skammt undan strönd- um smáríkisins og oili hún mikl- um skaða. Stjórnvöld í Washing- ton sögðust ekki ætla að hefna þessa þar eð skuldbindingar þeirra við Kuwaitstjórn um her- vernd tækju aðeins til olíuflutn- ingaskipa er sigldu undir banda- rískum fána. Meðan þessu fór fram sendu líbanskir íransvinir frá sér yfirlýs- ingu í tilefni af því að fjögur ár eru liðin frá því þeir sprengdu banda- rískar og franskar herbækistöðv- ar í loft upp í Beirút. Þar var því hótað að skipulagðar yrðu sjálfs- morðsárásir á bandarísk og vest- urevrópsk skotmörk ef ekki yrði lát á fjandskap Vesturveldanna í garð Irana. Olívinnslustöðin er varð fyrir silkimaðksspjöllunum í gær kvað framleiða um þriðjung allrar þeirrar olíu er Kuwaitbúar flytja út. Þeir sögðu hinsvegar í gær að árásin myndi ekki hafa áhrif á olíuútflutning þeirra og viðgerðir væru þegar hafnar. Silkimaðkurinn skæði mun vera framleiddur í Kína og hyggj- ast Bandaríkjamenn refsa stjórnvöldum í Peking fyrir þá ósvinnu að selja klerkastjórninni í Teheran vopn. Kínverjar myndu ekki fá ýmsan hátækni- búnað er þeir hefðu pantað að vestan fyrr en þeir lofuðu því að láta af vígtólasölu til íran. Ráða- menn í Washington hafa vita- skuld efni á því að tala digur- barkalega um slíka hluti því þeir eru sjálfir, einsog alkunna er, ný- hættir að selja Persum fullkomin vopn. -ks. og Shevardnadze funda Menn eru vongóðir um að kollegarnir nái að leggja lokahönd á undirbúning samnings um eyðingu meðaldrœgra kjarnflauga náð umtalsverðum árangri við lokafrágang samningsins um flaugaeyðingu en ýms ljón væru enn í vegi, ágreiningur væri um eftirlit með framkvæmd samn- ingsins og dagsetningar. Gerasímof sagðist vera mjög bjartsýnn á að öll ágreiningsmál yrðu leyst. Hann vitnaði í Shevar- dnadze er kvað hafa sagt milli súpu og steikar í hádegisverðar- hléi: „Það benda allar líkur til þess að við göngum frá samningi um eyðingu kjarnflauganna með- aldrægu ef sérfræðingarnir bregðast okkur ekki.“ A morgun mun Shultz koma að máli við Míkael Gorbatsjof aðal- ritara. Gerasímof vísaði til þess fundar er hann sagði: „Menn gera sér miklar vonir...en mikið mun velta á fundi Shultz og Gor- batsjofs.“ Enn stinga þeir saman nefjum, kollegarnir Shevardnadze og Shultz. Að þessu sinni í Moskvu. Sri Lanka Hjakka í sama fari Indverskar hcrsveitir ráða nú um þriðjungi Jaffnaborgar á samnefndum skaga nyrst á Sri Lanka eftir látlausa bardaga í 13 daga. Tveir þriðju hlutar borgar- innar eru enn á valdi Tamíltígra. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í indverska sendiráðinu í höfuðborginni Kólombó í gær. Ennfremur fullyrti talsmaður þess að indversk herfley hefðu siglt strandhöggssveitum til Gur- unagar hafnargarðsins við vestur- bæ Jaffna en hann lét þess ógetið hvort þær hefðu haft erindi sem erfiði. Talsmaðurinn sagði að enn hefðu engin svör borist frá Tíg- rum við áskorunum Indverja um að þeir legðu niður vopn. „Við búumst ekki við skjótu svari. Þeir þurfa án efa að bera saman bækur sínar.“ Srilenskur fréttamaður sem nýkominn er frá bardagasvæðun- um fullyrðir að það sé af og frá að Tfgrar hyggist gefast upp. Hann segir að næstæðsti leiðtogi skæru- liðanna, Mahattaya nokkur, hefði tjáð sér að 500 liðsmenn sínir hefðu boðist til að mynda sjálfsmorðshersveitir er gera Dönum Pólland frelsi Tveir Danir sem fundnir höfðu verið sekir um njósnir í Pól- landi af þarlendum herdómsstóli voru látnir lausir og flugu heim til átthaganna í gær eftir að dönsk stjórnvöld höfðu pungað út með tryggingarfé að upphæð 500 þús- und bandaríkjadalir. Þeir Jens Ellekjer kaupsýslu- maður og Niels Hemmingsen námsmaður kváðu hafa verið hálf þreytulegir eftir sex mánaða vist í pólskri dýflissu. „Miðað við að- stæður erum við hraustir," sagði Ellekjer. Félagarnir ferðuðust með ferju frá Danmörku til Póllands þann 19.apríl síðastliðinn. Fáeinum dögum síðar voru þeir gripnir glóðvolgir við ljósmyndun hern- aðarmannvirkja á Eystrasalts- ströndinni að sögn pólskra yfir- valda. Þeir voru sem fyrr segir dregnir fyrir herdómstóla og báð- ir dæmdir til langrar fangelsisvist- ar, Ellekjer í níu ár en Hemming- sen í sjö. Báðum var gert að afp- lána dóminn í betrunarhúsi Kosz- alinbæjar. Fyrr í vikunni ýjuðu pólskir ráðamenn að því að hugsanlega kæmi til greina að láta þá lausa gegn greiðslu tryggingafjár. Talið er líklegt að þessi undanlátssemi stjórnarinnar í Varsjá sé tilkomin af því að í næsta mánuði er utan- ríkisráðherra Dana, Uffe Ellemann-Jensen, væntanlegur í Suður-Kórea Ovinsæll frambjóðandi Roh Tae-Woo, forsetafram- bjóðandi valdhafa í oh bjóðandi valdhafa í Suður- Kóreu, hefur frestað kosninga- fundi í borginni Iri í suðvestri um óákveðinn tíma þar eð miklar óeirðir hafa átt sér stað þar vegna væntanlegrar komu hans. Roh virðist ekki njóta mikilla vinsælda í þessum landshluta því hvarvetna hafa átök lögreglu og mótmælenda verið undanfari komu hans til stærri borga. Þegar hann kom til Kwangju í fyrradag var eggjum og táragassprengjum varpað að honum og sú saga Redman tjáði fréttamönnum að utanríkisráðherrarnir hefðu rætt um mannréttindamál í morg- unsárið en eftir hádegi hefðu þeir tekið til við atriði viðvíkjandi meðal og langdrægum kjarn- flaugum. Um kvöldið hygðust þeir síðan bera saman bækur sínar um ýms svæðisbundin vandamál í heiminum. Viðsemjendurnir í Moskvu settu á laggirnar átta vinnu- nefndir sérfræðinga í gær. Hlut- verk þeirra er að fjalla um með- aldrægar og langdrægar kjarnf- laugarnar, hefðbundinn vígbún- að, efnavopn, vandamál í sam- skiptum stórveldanna, svæðis- bundinn heimsvanda, mannréttindamál og tilraunir með kjarnsprengjur. -ks. myndu indverskum dátum skrá- veifur meðan meginhluti skærul- iðanna kæmi sér á brott úr hinni umsetnu borg. í Kólombó leggur stjórnarand- staðan nú hart að Hæstarétti Sri Lanka að fella úr gildi ákvæði í friðarsamningi ríkisstjórnarinnar og Indverja er kveða á um sjálf- stjórn Tamíla í norðri. Andstæð- ingar Jayewardenes forseta segja slíkt jafngilda landsafsali en það brýtur í bága við ákvæði stjórnar- skrárinnar. -ks. heimsókn til Póllands. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því starfsmenn danska sendiráðsins í Varsjá uppgötvuðu í fyrra að sendiráðsbyggingin var öll mor- andi í hlerunartækjum. -ks. endurtók sig snemma í gær þegar leið hans lá um Jongju. -ks. Bonn/RAF Sáttaboð Vesturþýska leyniþjónustan hyggst grípa til séstakra ráSstaf- ana í því augnamiði að fá borg- arskæruliða til að gefa sig fram við yfirvöld, hugsanlega með því að gefa þeim upp sakir. Innan- ríkisráðuneytið og yfirstjórn gagnnjósnamála í landinu kváðu hafa átt frumkvæðið að ákvörð- unum þessum og eru þær liður í áætlun um að uppræta leifar Rauðu herdeildarinnar (RAF). Yfirmaður í gagnnjósnadeild- inni ræddi nýverið við blaðamenn vinstrisinnaðs tímarits í Frank- furt og sagðist ekki kæra sig um að „leggja óyfirstíganlegar hindr- anir í götu fólks er segja vildi skilið við hryðjuverkasamtök.“ Hann var spurður að því hvort félagar í RAF gætu vænst annars en að verða umsvifalaust dæmdir til langrar fangelsisvistar ef þeir gæfu sig fram við yfirvöld. Kvað hann slíkt ekki jafn óhjákvæmi- legt og margir teldu þar eð dóms- yfirvöld hefðu visst olnbogarými og myndu vega og meta hvert mál fyrir sig. En vitaskuld kæmi upp- gjöf saka ellegar vægari dómur ekki til greina ef hlutaðeigandi væri morðingi. Nú eru tíu ár liðin frá því of- beldisverk Rauðu herdeildarinn- ar náðu hámarki í Vestur- Þýskalandi með morðinu á fyrir- liða þarlendra atvinnurekenda, Hans-Martin Schleyer. Samtökin hafa ekkert látið til sín taka frá því þau vógu embættismann í utanríkisráðuneytinu í fyrra en stjórnvöld eru fullviss um að þau séu enn skipuð um 20 mönnum er þá og þegar geti lagt til atlögu. -ks. Föstudagur 23. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Beriín Borgarstjórar hittast B orgarstjórar austur og vest- urhluta Berlínarborgar hitt- ust í gær f fyrsta sinni frá því henni var skipt í tvo hluta fyrir 42 árum. Eberhard Diepgen, borgar- stjóri Vestur-Berlínar, brá sér yfir í austurhlutann til að vera viðstaddur athöfn í Maríukirkj- unni í tilefni 750 ára afmælis borgarinnar. Þar var kollegi hans, Erhard Krack, á fleti fyrir. Heilsuðust þeir innvirðulega og spjölluðu saman drykklanga stund. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.