Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími’ 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Föstudagur 23. október 1987 236. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Utanríkismál Nýstefna erfædd Utanríkisráðherra gegn stjörnustríði, gegn túlkun Bandaríkjanna á ABM- samningnum, með frystingu, tekur undir tillögu um að íslendingar sýni frumkvœði í afvopnunarmálum meðþvíað halda ráðstefnu hér um afvopnun á norðurhöfum Matarskatturinn Enga verslun, takk Verkakvennafélögin Snót og Sókn mótmœla harðlega matarskattinum Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðhcrra lýsti því yfír á Alþingi í gær að hann væri and- vígur stjörnustríðsáformum Re- agans og að hann teldi túikun Bandaríkjastjórnar á ABM- samningnum mjög vafasama. Þá staðfesti hann að ísiendingar myndu styðja tillögu um fryst- ingu hjá Sameinuðu þjóðunum og tók undir tillögu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hér á landi yrði haldin alþjóðleg ráðstefna um afvopnun í norðurhöfum. Með þessum yfirlýsingum sín- um sló utanríkisráðherra á nýjan streng í utanríkisstefnu íslensku ríkisstjórnarinnar, sem hingað til hefur verið mjög hliðholl Banda- ríkjamönnum. Var auðheyrt á Steingrími að hann ætlar að móta sjálfstæðari stefnu en forveri hans í embættinu. Steingrímur lýsti yfir stuðningi Fiskvinnslan h/f á Bíldudal Ekki verra en annað vatn Jóna Maja J ónsdóttir verkstjóri: Alltofseint þótt þeirfái leyfið „Ég er nú búin að vera verk- stjóri hér í Fiskvinnslunni h/r á Bfldudai í þrjú og hálft ár og hef ekki orðið vör við að Ríkismat sjávarafurða hafí gert athuga- semdir við vatnið sem við notum hér í fiskvinnslunni. Þegar eftir- litsmenn frá matinu koma hingað athuga þeir alltaf klórblöndunina og mæla styrkleikann. En að vatnið hér sé eitthvað verra en gengur og gerist annarsstaðar vísa ég alfarið til föðurhúsanna,“ segir Jóna Maja Jónsdóttir, verk- stjóri hjá Fiskvinnslunni Vr á Bfldudal í samtali við Þjóðvilj- ann. Að sögn Guðrúnar Hallgríms- dóttur, forstöðumanns hjá Ríkis- mati sjávarafurða, gerir matið sömu kröfur til vatns í fiskvinnslu og gert er til neysluvatns. Þar sem um yfirborðsvatn er að ræða eru gerðar stífar kröfur um klór- blöndun þess, samkvæmt ákveðnum reglum þar að lútandi. Aðspurð um deilurnar um sláturleyfið handa heima- mönnum sagði Jóna að þetta mál væri orðið ein allsherjar enda- leysa og persónulega væri hún búin að fá ofnæmi fyrir öllu þessu brambolti í körlunum. „Þótt þeir fái leyfið eru þeir alltof seint á ferðinni til að slátra vegna skorts á fólki,“ sagði Jóna Maja Jóns- dóttir, verkstjóri í Fiskvinnslunni Vf á Bíldudal. -grh við tillögu Hjörleifs Guttorms- sonar um að Alþingi beiti sér fyrir og styðji bann við geimvopnum. „Eg er eindregið andvígur því að geimurinn verði vígvöllur og ef geimvarnaáætlun Bandaríkjanna stendur í vegi fyrir afvopnun í heiminum mun ég beita mér gegn áætluninni." Þá sagðist Steingrímur vera sammála því að túikun Bandaríkjastjórnar á ABM-samkomulaginu væri mjög vafasöm. Næst var rætt um þingsályktun- artillögu Guðrúnar Agnarsdóttur og fleiri þingmanna Kvennalista, um að íslendingar styddu tillögu Svíþjóðar, Mexíkó og fleiri landa um frystingu kjarnorkuvopna. Steingrímur staðfesti að íslend- ingar myndu greiða atkvæði með þeirri tillögu ef hún kæmi aftur fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þriðja tillagan sem var til um- ræðu var tillaga Ólafs Ragnars Grímssonar um að íslensk stjórnvöld boði til alþjóðlegrar ráðstefnu á íslandi um afvopnun á norðurhöfum. Steingrímur tók undir með flutningsmanni tillögunnar að það væri áhyggjuefni ef fækkun á kjarnorkuvopnum í Evrópu leiddi til fjölgunar í höfunum. Sagðist hann taka efnislega undir mikilvægi þessa máls, að hér yrði haldin ráðstefna, en hafði fyrir- vara á ýmsum liðum tillögunnar, t.d. hvort ekki væri nær að ræða beint um málið, heldur en að ræða hvernig bæri að standa að slíkum viðræðum, einsog tillagan gerir ráð fyrir. -Sáf Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum hefur beint þeim tilmælum til fjármálaráð- herra að hann leiti annað eftir tekjulindum í ríkissjóð en í mat- arpeninga heimilanna. I ályktun félagsfundar er því einnig beint til aðila vinnumark- aðarins að ekki verði verslað með skattinn í samningum. Þá hefur stjórn og trúnaðarráð Sóknar einnig harðlega mótmælt fyrir- huguðum matarskatti. Reiknað er með svipaðri jólabókaútgáfu í ár og í fyrra, tæplega 400 titlum. Þessi mynd var tekin í prentsmiðjunni Odda í gær þar sem keppst er við I bókavinnsl- unni. Mynd-Sig. Bókavertíðin Nær fjögurhundruð titlar fyrir jólin Björn Gíslason hjá Félagi íslenskra bókautgefenda: Bjartsýni í upphafibókavertíðar unin væri að flytjast úr landi í ríkara mæli en verið hefur, en hann kvað svo ekki vera. Hann sagði að alltaf hefði verið væru fullnýttar, sem segði sína eitthvað um slíkt utanlandsprent, sögu um þessi mál. en allar prentsmiðjur hérlendis HS Samtök herstöðvaandstœðinga Nýtum okkur byrinn Landsráðstefna samtakanna á laugardaginn. Ingibjörg Haraldsdóttir: Byrjunin á stórefldu starfi Jólatitlarnir svokölluðu voru á bilinu 350 til 375 í fyrra, og okkur sýnist að útgáfan verði svipuð í ár, sagði Björn Gíslason, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bókaútgefenda, er blaða- maður forvitnaðist um stöðu út- gáfumála nú í upphafí jólabóka- vertíðar. „Við höldum að erfiðleikarnir séu að haki,“ sagði Björn, „en þeir komu skýrast í ljós árið 1983 er ákaflega mikil aukning varð í útgáfunni og salan dreifðist á fleiri titla. Með hjálp fjölmiðlanna hefur áhuginn aftur beinst að bókum í miklu ríkara mæli en áður. Al- menningur fylgist mjög vel með nýjum bókum, og það vekur alltaf athygli þegar haustvertíðin byrjar hjá okkur,“ sagði hann. Aðspurður um verð á jólabók- unum í ár sagði Björn að það væri ekki ljóst ennþá, en reikna mætti með að þær hækkuðu um 30% eða svo frá því í fyrra, þar sem framleiðslukostnaðurinn hefði hækkað sem þessari tölu næmi. Björn var spurður hvort prent- Skoðanakannanir sýna að mál- staður herstöðvaandstæðinga er í sókn, og því hvetjum við alla fylgismenn til að fjölmenna á ráð- stefnuna og leggja þannig sitt af mörkum við stefnumótun og skipulagningu baráttunnar á næsta ári, sagði Ingibjörg Har- aldsdóttir, formaður SHA, en samtökin halda landsráðstefnu á laugardaginn. - Við höfum talað við fólk um að taka sæti í miðnefnd og verð- um vör við mikinn áhuga. Það er fullt af fólki sem er boðið og búið til starfa, sagði Ingibjörg. Aðspurð um hlutverk lands- ráðstefnunnar sagði Ingibjörg að markmiðið væri fyrst og fremst að skipuleggja starfið á næsta ári. „Við viljum ná meiri virkni; Virkja fleiri félaga og nýta okkur þann byr sem er fyrir málstaðn- um. Landsráðstefnan verður byrjunin á stórefldu starfi," sagði hún. Dagskráin hefst klukkan tíu á laugardaginn að Hverfisgötu 105 með hefðbundnum aðalfundar- störfum. Að loknu hádegishléi verða flutt fræðsluerindi, um- ræðuhópar starfa, og þvínæst er kosning miðnefndar á dagskrá. Að lokum verða almennar um- ræður og afgreiðsla ályktana. Landsráðstefnugestir halda síðan upp á daginn með opnu húsi í Risinu, Hverfisgötu 105, og er ráðgert að það standi til mið- nættis. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.