Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 6
AFMÆLI ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Aðalfundur veröur haldinn laugardaginn 24. október að Mjölnisholti 14, efstu hæö. Á dagskrá eru venjuleg aöalfundarstörf. Allir velkomnir. Þjóðnefnd AUS Framleiðsluráð land- búnaðarins auglýsir Með tilvísun til 10. greinar reglugerðar nr. 445/ 1986 „um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjáraf- urða, verðlagsárið 1987/1988“ skulu þeir fram- leiðendur sem ætla að geyma framleiðslurétt vegna slátrunar á tímabilinu frá 10. nóvember til maíloka 1988, tilkynna til Framleiðsluráðs fyrir 20. nóvember n.k. fyrirætlanir sínar um það efni. Framleiðsluráð landbúnaðarins ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn miðvikudag- inn 28. október kl. 20.00 í Hlégarði. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Sem sérstakir gestir á fundinn koma þeir: Svavar Gestsson form. Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson alþm., og Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingm. Munu þeir flytja stutt ávörp í tilefni Landsfundar og ræða flokksstarf- ið, einnig munu þeir fjalla um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti á fundinn. stjórnin Alþýðubandalagið á Siglufirði heldur félagsfund þriðjudaginn 27. október, kl. 20.30 í Suðurgötu 10. Dagskrá: 1. Landsfundur Alþýðubandalagsins. 2. Bæjarmál. Stjórnin Alþýðubandalagsfélagar á Vesturlandi Fundað með Sigríði 7 Hittið Sigríði Stefánsdóttur á fundi í Rein, laugardaginn 24. október kl. 14.00. Stjórn kjördæmisráðs Sigríður Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 26. október kl. 20.30 í Rein. Dagskrá: (þrótta- og æskulýðsmál. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kóþavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 24. október kl. 10-12 verður Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi til viðtals á skrifstofu félagsins, Þinghóli, Hamraborg 11. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Stjórnin Heiðrún Alþýðubandalagið á Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Margrét Frímannsdóttir alþm. ræðir um fjárlagafrum- varpið. 3. Almennar umræður. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs ABK verður haldinn í Þinghóli, fimmtudaginn 29. október kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin ✓ Attrœður Sveinn Bergsveinsson Sveinn Lýður Marís Berg- sveinsson er einn fimmtán systkina frá Aratungu í Staðardal í Steingrímsfirði. Eins og margir efnalitlir sveitapiltar fyrr á öld- inni komst hann ekki til fram- haldsnáms fyrr en um tvítugt og varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1932, en lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1936. Þá fór hann sem skiptinemi til náms í hljóðfræði við Berlínarhá- skóla, og árið 1941 varð hann doktor frá háskólanum í Kaup- mannahöfn fyrir ritgerð sína um íslenska setningahljóðfræði (Grundfragen der islandischen Satzphonetik). Það er fyrsta ef ekki eina bók, sem fjallar um hljóðritun íslenskra orða í sam- hengi, enekki orðinein áber- angri. Hún er því hið þartasta brautryðjandaverk. Skrá um 23 ritgerðir hans í erlendum tímarit- um á árunum 1940-1961 er í Ár- bók Landsbókasafns 1959-61. Sveinn starfaði við Deutsches Spracharchiv f Braunschweig 1940-41 og síðan í Berlín 1941-44. Þá veiktist hann af berklum, en komst til Danmerkur þrátt fyrir stríðið og heim til íslands á Víf- ilsstaði ári síðar. Eftir það kenndi hann þýsku við Menntaskólann í Reykjavík og íslensku við Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, gaf út Egils sögu Skallagrímssonar 1950 og ljóðmæli sveitunga síns Stef- áns frá Hvítadal 1952. Auk þess starfaði hann við Orðabók Há- skóla íslands og gaf út 1. hefti Nýyrða 1953. Sama ár varð hann gistiprófessor í norrænum fræð- um við Humboldt-háskólann í A- Berlín og fastur prófessor 1963. Þar átti hann ýmsa fræga menn í germönskum fræðum að forver- um eins og Andreas Heusler, Gustav Neckel og Hans Kuhn. Þar samdi hann þýsk-íslenska orðabók ásamt aðstoðarfólki, sem kom út í Leipzig 1967. Nú er í undirbúningi þar ytra afmælisrit til heiðurs honum áttræðum. Kynni okkar Sveins hófust ekki fyrr en ég gerðist sendikenn- ari við þýska háskóla 1961-65. f hálft þriðja ár vorum við samtím- is við háskóla hvor sínum megin Berlínarmúrs, en þar var munur á, því ég vara bara lektor en hann prófessor. Ég hafði þó lengi kannast við hann í sjón og af orðspori. Kringum 1950 var hann ekki síður þekktur sem skemmti- legur penni en fræðimaður og hefur jafnvel verið líkt við Bene- dikt Gröndal. Það var á margra vitorði að hann skrifaði suma fyndnustu pistlana í gamla Speg- ilinn svo sem „Faraldur" og orti í hann grátbrosleg „Krunk", sem sum komu út í kveri hans „Stutt- ljóð, raunsæ lífspeki“ árið 1982 með teikningum eftir Halldór Pétursson. Hann skrifaði líka leikdóma og ritdóma á þessum árum og mun hafa verið fyrstur til að nota á prenti orðið atómskáld sem samheiti. Nú fyrir jólin er væntanlegt eftir hann safn smá- sagna, sem að stofni til munu flestar frá þessum Reykjavíkur- árum hans. Bókin á að heita „Ey- lönd“. Meðan Sveinn gegndi embætti í Berlín bjó hann lengst í Tré- kirkjustræti í borgarhlutanum Weissensee, sem merkir Ljósa- vatn og mátti þvíkallast Ljós- vetningagoði. Hirðmenn hans voru einkum íslenskir námsmenn og aðrir landar í A-Þýskalandi og V-Berlín, og var oft glatt á hjalla í Kirkjustræti. Þar kynntumst við ýmsum hliðum á Sveini. Meðal annars gat hann orðið harla sjálfhverfur, og í þeim ham komst ég fyrst í námunda við hann á laugardagskvöldi haustið 1961. Nú skulum við heimsækja Prófessorinn, sagði Guðmundur Ágústsson hagfræðistúdent. Haft var símasamband og okkur leyft að koma, þótt hjá honum væri gestur. Það var ungverskur bók- menntafræðingur Istvan Bern- ath, sem síðar hefur þýtt bæði ís- lendingasögur og Halldór Lax- ness á móðurmál sitt. Á þessum árum voru ferðakostir Ungverja ekki jafngreiðir og nú, og Á- Berlín var hið lengsta, sem Istvan komst í vestur til að hitta íslensk- an bókmenntamann. Þegar við Guðmundur komum að dyrum, heyrðist mikið mann- amál fyrir innan. Okkur var vísað til sætis, þar sem Sveinn svarfað- ist um gólfið og lék öll hlutverk í nýjasta leikriti sínu og flutti á milli skýringar á ensku og þýsku, en veslings Ungverjinn sat og horfði á í kurteislegri forviðu. Hann varð ekki margs annars vísari um íslenskar nútímabók- menntir í það sinnið. Eftir góðan fagnað hurfu þeir Stefán og Gág. á brott nálægt miðr.ætti, en Sveinn vildi hafa mig eftir til spjalls, þar sem ég væri „úr faginu". Sátum við nú lengi nætur, uns um mig var búið í sófa. En ekki hafði ég lengi sofið, þegar bústýra Sveins vakti mig með andfælum og sagði Svein hafa fengið hjartakast. Þar gaf á að líta. Sveinn lá með hljóðum og virtist berjast hetju- lega við dauðann, og hef ég raun- ar ekki séð fegurra dauðastríð. Hildegard reyndi að ná í lækni, en þess virtist lítill kostur á sunn- udagsmorgni. Á meðan lét Sveinn móðan mása með særing- um, áköllum og tilvísunum í ýmis rit eins og „Guð minn Guð ég hrópa gegnum myrkrið svarta“, „Ó hversu önd mín þreyrv..Best mun að láta brekum af og bera vel raunir harðarV „Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja“. Þegar leið nær hádegi, tók hann inn á milli að kalla á Hiídigerði og spyrja, hvort ekki kæmi matur, hvort ekki yrði gúllas. „Það er ekki hægt að deyja, ef maður á von á gúllas.“ Óg svo lauk, að Sveinn afsannaði Stein Steinarr og vann sitt dauðastríð. Þannig upphófst góður kunn- ingsskapur, sem síðan hefur enst og sitthvað skondið mætti um segja. Sveinn er hættur störfum vegna aldurs fyrir hálfum öðrum áratug og býr nú við heimahjúkr- un í Krautstrasse 25,1017 Berlín. Því miður hefur enn ekki tekist að koma því í kring, að yfirfæra megi eftirlaun hans í íslenskan gjaldeyri. Óskandi væri, að rétt ráðuneyti íslensk og þýsk gætu • komið því til leiðar, að Sveinn mætti njóta síðasta æviskeiðs hér heima, ef hann kysi það heldur. Árni Björnsson Sveinn vinur minn Bergsveins- son frá Stað í Steingrímsfirði er áttræður í dag. Fyrir þrem ára- tugum hitti ég hann fyrst í Austur-Berlín, umgekkst hann í hálfan áratug og hef varla séð hann síðan. Ég var óvita unglingur með glýju í augum þegar ég hitti Svein, lífsreyndan mann og þroskaðan. Hann hafði þá búið nokkur ár þar í Austur-Berlín, prófessor í norrænum fræðum við Humboldt-háskóla og var það síðan þar starfsævi sína alla. Við vorum fáir íslendingar í þessari borg á þessum árum, stundum vorum við tveir einir, stundum einn tveir- aðrir. Ég sótti mjög til Sveins og hann tók mér hlýlega og höfðinglega og þau Hildigerð- ur bæði. Kynnin við Svein voru ákaflega skemmtileg og reyndust mér dýrmætari en ég gerði mér grein fyrir þá. Þar var vin fyrir í þeim yfirþyrmandi sósíalisma sem ég var skyndilega Ientur í og ætlaði mér að læra af. Þar í var mörg lesningin og margt sagt, en frjórri finnst mér í baksýn hafa verið umræðan undir grátviðnum í Stafkirkjustræti næturnar góðu. Hver var vandi Gissurar Þor- valdssonar og hversu mátti Jón Arason? Hver skóp öðrum kosti og hver örlög sjálfum sér? Þarna kynntist ungur maður íslenskum menningarheimi, íslenskri hugs- un og umræðu, fram borið af þeirri kímni sem vinir Sveins og lesendur þekkja og kunna að meta. Skáldmæltur hefur hann jafnan verið á bundið og óbundið mál, og gaf stundum að heyra. Lifnaði þá Sturlunga þarna bak við járntjaldið og gleymi ég því aldrei þegar Kolla-Bárður stökk inn í stofuna utan af svölum í morgunsárið, löngu stökki fjað- urmögnuðu og tvíkúpplaði í loft- inu og fór atgeirinn fremstur. Segir fátt af þeim er fyrir varð. A þessum heiðursdegi sendi ég Sveini hlýja þökk og hugheila árnaðarósk. Þór Vigfússon WILLIAM HEINESEN , 1 TÖFRALAMPINN Nýjasta bók Heinesens Þýðingarútgáfan og Forlagið hafa í sameiningu sent frá sér nýj- ustu bók sagnameistarans Wil- liams Heinesen. Á dönsku heitir þessi bók Laterna Magica en hef- ur fengið nafnið Töfralampinn á íslensku. í Töfralampanum eru 10 sjálf- stæðar frásagnir sem þó eru margvíslega tengdar innbyrðis þannig að heild bókarinnar verð- ur meiri en tíðkanlegt er í vana- legum smásagnasöfnum. Þýðandi er Þorgeir Þorgeirs- son. 6 S(ÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 23. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.