Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN Flóttamannahjálpin Meira en helmingur paiest- Insku þjóðarinnar er nú landflótta eða 2,2 af 4 miljónum þjóðarinnar. Flóttamennirnir búa allsstaðar við erfiðar aðstæð- ur og sums staðar við stöðuga stríðsógn og útskúfun. Fyrir utanaðkomandi getur verið erfitt að skilja raunir þeirrar þjóðar, sem lifað hefur án vegabréfs og þjóðfána í 40 ár. Þetta kom meðal annars fram á biaðamannafundi sem Giorgio Giacomelli, yfirmaður UNRWA hélt hér á landi í vikunni, en stofnun sú sem hann veitir for- stöðu er ein elsta stofnun Sam- einuðu þjóðanna og hefur í nærf- ellt 40 ár haft það verkefni með höndum að aðstoða palestínska flóttamenn við það að lifa eðli- legu lífi við óeðlilegar aðstæður. Stofnunin, sem byggir á frjáls- um framlögum aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna hefur að jafnaði um 200 miljónir banda- ríkjadala til ráðstöfunar á ári hverju, sem duga þó skammt til lausnar þess gífurlega vanda, sem þarna er við að etja. 40 ára hjálparstarf UNRWA, Unated Nations Relief and Work Agency, var stofnuð 1948, eftir fyrstu styrjöld ísraelsmanna og Araba, en sú styrjöld gerði 700.000 Palestínu- menn landflótta. Stofnuninni var ætlað að leysa tímabundið verk- efni, en nú 40 árum síðar stönd- um við enn í sömu sporunum með 2,2 miljónir flóttamanna og stærri verkefni en nokkru sinni, sagði Giacomelli, forstöðumaður UNRWA. Upphaflega átti stofn- unin að sjá um neyðarhjálp, en með árunum hafa verkefni henn- ar þróasat yfir í hefðbundna þró- unaraðstoð, þar sem um 60% af framlögum hennar renna til menntamála, um 30% til heilsu- gæslu og um 10% fara í neyðar- hjálp. Úr flóttamannabúðum Palestínumanna í Nablus á vesturbakka Jórdan. Þar hefur andstaðan gegn heranámi ísraels- manna verið mjög sterk. Neyðarástand í Chatilla Aðspurður um aðstæður flóttamannanna sagði Giacomelli að þær væru nokkuð misjafnar, en hvergi góðar. Um 60 flótta- mannabúðir eru starfræktar í Jór- daníu, Sýrlandi, Líbanon, á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu, en einungis þriðjungur eða um 700.000 Palestínumenn búa innan þeirra. Tveir þriðju flótta- mannanna eða um 1,5 miljónir þJÓÐVILJINN ■0 68 13 33 Tímiim 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er |: ] | ■ og borgar sig BLAÐBERAR ÓSKAST í Hlíðar Nýja miðbæ Fellsmúla Bakkahverfi (Breiðholti) Seljahverfi Ártúnsholt Kópavog (vestur) Kópavog (austur) Smáíbúðahverfi Fossvog Vesturbæ Seltjarnarnes Hafðu samband við okkur þJÓÐVILIINN Sfðumúla 6 0 68 13 33 eru dreifðar víðs vegar um Mið- austurlönd. Einna alvarlegast hefur ástandið verið í flótta- mannabúðunum í Beirút, sem eru enn í umsátri shiita-múslima. Þegar þær fréttir bárust loks út I apríl síðastliðnum, að fólkið í flóttamannabúðunum í Chatilla væri að falla úr hungri, tókst starfsmönnum UNRWA að koma lágmarksaðstoð inn í búð- irnar og um leið gátu þeir staðfest að búðirnar voru í rúst og að 90% af byggingum og eignum innan þeirra höfðu verið eyðilagðar. Búðirnar eru ennþá í umsátri og ekki hefur tekist að koma öðru en lágmarksaðstoð í matvælum og lyfjum til íbúanna, og hafa hjálparmenn lagt sig í mikla hættu við það. Hins vegar hefur umsátrið hindrað alla endurupp- byggingu búðanna. 18.000 palestínskir starfsmenn Aðalstöðvar UNRWA voru fluttar frá Líbanon til Vínarborg- ar fyrir 10 árum. Meginþorri starfsmanna stofnunarinnar starfar þó víðsvagar um Miðaust- urlönd, þar sem flóttamennina er að finna. Hefur stofnunin haft þá stefnu að ráða fyrst og fremst pal- estínska flóttamenn til hjálpar- starfsins, og eru um 18.000 flótta- menn starfandi á vegum stofnun- arinnar í Líbanon, Jórdaníu og Sýrlandi og á hernumdu svæðun- um. Starf þeirra er áhættusamt eins og sést best á því að á þessu ári hafa 7 starfsmenn stofnunar- innar verið drepnir, og 30 manns hafa fallið frá 1972 auk þess sem margir hafa horfið og særst í starfi. Giacomelli sagði að starf stofn- unarinnar væri háð góðu sam- starfi við deiluaðila í Miðaustur- löndum og aðildarríki Samein- uðu þjóðanna. Stofnunin gegndi í raun mörgum þeim verkefnum sem ríkisstjórnir annarra þjóða hafa með höndum, og hann sagði það sannfæringu sína að starf- semi stofnunarinnar gegndi mikilvægu hlutverki, meðal ann- ars við það að stemma með óbeinum hætti stigu við örvænt- ingaraðgerðum öfgahópa hryðju- verkamanna. Hins vegar sagði hann fyrirsjáanlegt að lausn feng- ist ekki á þessum vanda fyrr en Palestínumenn hefðu fengið sitt föðurland, ríkisstjórn og þjóð- fána eins og Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hefði á sínum tíma ályktað um rétt þeirra. Sú ályktun væri það haldreipi sem Palestínumenn myndu aldrei sleppa, hvað sem á gengi, sagði Giacomelli og vitnaði til náinna kynna sinna af þjóðinni. 10 þúsupd dollarar frá íslandi Það eru Bandaríkin sem nú veita mestu fé til UNRWA, eða um 67 miljónum dollara á ári. Ríki Evrópubandalagsins veita saman um 40 miljónir, auk þess sem einstök ríki eins og t.d. Ítalía veita sérstaklega tvíhliða fram- lög. Japan leggur til 15 miljónir dollara á ári, en önnur ríki sem sýnt hafa örlæti eru m.a. Sviss, Kanada og Norðurlönd. ísland veitir nú árlega 10.000 dollara til UNRWA, og var erindi Giacom- elli hingað meðal annars að kynna hérlendum yfirvöldum ráðstöfun þess fjármagns og að fara fram á hugsanlega aukningu vegna fyrirsjáanlegra brýnna verkefna á næstunni. Aðspurður um framlag Ara- baríkja til UNRWA sagði Giac- omelli að í fjármunum talið hefði það lækkað hlutfallslega úr 17% fyrir nokkrum árum niður í 3% sem það er nú. Hins vegar bæri ekki að vanmeta það mikla fram- lag Jórdaníu, Sýrlands og Líban- on og annarra Arabaríkja, sem fælist í því að veita flóttamönnun- um landvist. Hins vegar virtist sá ótti einnig vera fyrir hendi meðal margra arabaríkja að vanda þess- um verði smám saman velt yfir á arabaheiminn, og hafa þau sjón- armið einnig heyrst meðal araba- ríkjanna, að Palestínuvandinn eigi að vera á ábyrgð þeirra sem sköpuðu hann. Uppgjöf kallar á aukna ófriðarhættu Giacomelli sagði að flótta- mannaaðstoðin við Palestínu- menn væri jafn mikilvæg nú sem áður, og að það væri siðferðileg skylda Sameinuðu þjóðanna að halda henni áfram þar til réttlát lausn hefði fundist á vanda Pal- estínumanna. Stofnunin þarf nú sérstaka fjárveitingu til endur- reisnar og uppbyggingar hund- ruða skóla og heilsugæslustöðva auk margra annarra brýnna verk- efna. Pá sagði Giacomelli að átökin á Persaflóa torvelduðu lausn Palestínuvandans enn frek- ar og 'því væri ekki séð fyrir endann á nauðsyn hjálparstarfs- ins. Minnkandi aðstoð kallaði einungis á vaxandi ólgu og ör- væntingu meðal flóttamannanna, og þar með aukna ófriðarhættu. Erindi hans til Norðurlanda nú væri því að sýna stjórnvöldum og almenningi fram á nauðsyn aukins og áframhaldandi hjálpar- starfs. -ólg 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. október 1987 Stuðlar að friði segir Giorgio Giacomelli, yfirmað- urflóttamannaaðstoðar Samein- uðu þjóðanna við Palestínumenn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.