Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Unglingalandslið Glæsilegur endasprettur Tryggði unglingalandsliðinu sigur yfir Tékkum Það var frábær endasprettur sem tryggði íslensku unglinga- landsliðinu sigur yfir því tékk- neska í gær, 28-21. Þegar tíu mín- útur voru til leiksloka var staðan 16-16, en þá tóku íslensku strák- arnir við sér, settu á fulla ferð og unnu öruggan sigur. Það byrjaði reyndar ekki vel því Tékkar höfðu yfirhöndina framan af og náðu um tíma þriggja marka forskoti, 2-5. ís- lendingar náðu að jafna um miðj- an fyrri hálfleik, komust svo yfir og í hálfleik var staðan 13-11, ís- lendingum í vil, Tékkar náðu að jafna strax í upphafi síðari hálfleiks og var jafnt á flestum tölum þartil stað- an var 16-16. Þá tóku íslensku strákarnir við sér og skoruðu fimm mörk í röð. Eftir það var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn hafnaði. „Við vissum það fyrir leikinn að þeir myndu taka Héðin mjög stíft og við lögðum því mikla áherslu á að hornamennirnir stæðu sig og það gerðu þeir,“ sagði Friðrik Guðmundsson liðs- stjóri íslenska liðsins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það eina sem við áttum í vandræðum með voru dómararnir. Leikurinn var harð- ur og þeir dæmdu á ýmislegt sem ekki er dæmt á hér heima. Þetta fór svolítið í skapið á strákunum og þeir voru 16-18 mínútur utan vallar. Við vorum því oft fjórir eða fimm inná í einu.“ Liðið lék vel í gær. Konráð Ol- avsson og Sigurður Sveinsson voru sterkir í hornunum og þrátt fyrir að Héðinn Gilsson væri tek- inn úr umferð skoraði hann sex mörk. Bergsveinn Bergsveinsson varði vel þrátt fyrir meiðsli. „Við vorum mjög ánægðir með þennan leik. Strákarnir voru undir mikilli pressu, en stóðu sig mjögvelþegar mestáreyndi. Við mætum V-Þjóðverjum á morgun og ætlum okkur sigur í þeim leik. Þeir sigruðu Norðmenn með fjór- um mörkum og leikurinn er því hreinn úrslitaleikur og við ætlum okkur að vinna þetta mót. Við vitum að Þjóðverjarnir eru með gífurlega sterkt lið, en ég held við eigum ágæta möguleika. Það er komin svolítil þreyta í mannskapinn. Við höfum æft á morgnana og leikið á kvöldin, en þessi ferð hefur gefið strákunum mikla reynslu og kemur til með að verða þeim dýrmæt.“ Mörk Islands: Konráð Olavs- son 9, Sigurður Sveinsson 6, Héðinn Gilsson 6, Júlíus Gunn- arsson 2, Ólafur Kristjánsson 2, Halldór Ingólfsson 2 oe Árni Friðleifsson 1. -Ibe Konráð Olavsson lék mjög vel í gær. Hér á hann í baráttu við Þjóðverja en Islendingar mæta þeim í úrslitaleik. Gubjón Skúlason lék mjög vel í gær og var stigahæstur Keflvíkinga. Körfubolti Ömggt hjá ÍBK Keflvíkingar byrja vel í úrvals- deildinni. Þeir sátu hjá í 1. umferð og í gær unnu þeir öruggan sigur yfir Haukum, 77-65, í Keflavík. Keflvíkingar byr j uðu mj ög vel og komu Haukum í opna skjöldu með mikilli baráttu. Þeir náðu snemma forystunni og héldu henni til leiks- loka. Það voru þó fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik sem réðu úrslitum. Keflvíkingar náðu þá 20 stiga for- Keflavík 22. október ÍBK-Haukar 77-65 (35-25) 14-5, 22-19, 32-24, 35-25, 48-28 50-37, 61-49, 73-58, 77-65. Stig ÍBK: Guöjón Skúlason 19, Sig- urður Ingimundarson 14, Hreinn Þor- kelsson 10, Axel Nikulásson 9, Magn- ús Guðfinnsson 8, Jón Kr. Gíslason 8, Falur Harðarson 7 og Matti Stefáns- son2. Stig Hauka: PálmarSigurðs- son25, Hennina Henningsson 14, Ivar Webster 10, Tvar Ásgrímsson 10, Ólafur Rafnsson 3 og I ngimar Jónsson 3. Dómarar: Sigurður Valur Halldórs- son og Bergur Steingrímsson - góðir. Maður leiksins: Guðjón Skúlason IBK. skoti og þrátt fýrir að Haukar næðu að saxa á það áttu þeir aldrei mögu- leika á að jafna. Keflvíkingar léku vel og liðsheild þeirra mjög sterk. Guðjón Skúla- son átti góðan leik og hitti vel, Jón Kr. Gíslason stjórnaði sóknarleik ÍBK og lék vel og Hreinn Þorkels- son var sterkur í vöminni. Axel Nikulásson og Magnús Guðfinns- son léku vel, en þeir komu báðir frá Bandaríkjunum í vor. Axel varð þó að yfirgefa völlinn í upphafi síðari hálfleiks með fimm villur. Haukar notuðu fáa leikmenn og þeir léku vel, en höfðu ekki nægi- legt úthald til að standa í Keflvíkingum. Pálmar Sigurðsson átti góðan leik og hitti mjög vel, skoraði m.a. fjórar þriggja stiga körfur. Henning Henningsson lék vel, en var á köflum full æstur. Þá var ívar Webster sterkur að venju. Leikurinn var nokkuð harður, en engu að síður skemmtilegur. Stemmningin var þó í daufara lagi þrátt fyrir að fullt væri í húsinu. -SÓM/SufSurnesjum A-landslið Alfreð ekki með Nœr ekki ífyrsta leikinn gegn A-Þjóðverjum Alfreð Gíslason mun ekki teika með íslenska landsliðinu i hand- knattleik gegn A-Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í kvöld á fjög- urra liða móti í Sviss. Alfreð kemur ekki til Sviss fyrr en á morgun, en mun að öllum líkindum leika með liðinu gegn Sviss og Austurríki. Bjarni Guðmundsson mun leika með liðinu, þrátt fyrir þrig- gja mánaða bann. Bannið kemur ekki til með að hafa áhrif á lands- leiki. fsland mætir Austur-Þýska- landi í fyrsta leiknum í dag. Á morgun mæta fslendingar gest- gjöfunum, Svisslendingum og síðasti leikurinn er svo á sunnu- dag, gegn Austurríki. Leikurinn í kvöld verður án efa mjög erfiður. Austur-Þjóðverjar hafa ávallt verið með mjög sterkt landslið og lið þeirra tryggði sér sæti á Olympíuleikunum, en eru ekki í riðli með íslendingum. fslendingar hafa sigrað í flest- um leikjum sínum gegn Sviss og Austurríki, en Svisslendingar hafa gert sér góðar vonir um sigur yfir íslendingum. Þeir hafa raðað leikjum upp þannig að þeir mæta Austur-Þjóðverjum í síðasta leik og vonast til að það verði úrslita- leikur mótsins. Leikur íslands og Austur- Handbolti Litlar breytingar Búið að setja á leiki 6. umferðar. Einum leikflýtt Búið er að ákveða hvenær leika skuli 6. umferðina í 1. deild ís- landsmótsins í handknattleik. Umferðinni var eins og kunnugt cr frestað vegna keppnisferða landsliðanna, en hefur nú verið sett á nokkrum dögum síðar. Stjarnan og ÍR leika 27. októ- ber og hefur ekki orðið nein breyting á því. Leik Breiðabliks og Víkings hefur verið flýtt um einn dag og verður þann 29. októ- ber. Fram og Þór leika 30. október í stað 28. og Valur og KR laugar- daginn 31. október. KA og FH leika svo síðasta leik umferðar- innar, sunnudaginn 1. nóvember. Leikir UBK og Víkings og Fram og Þórs hefjast kl. 20, leikur Stjörnunnar og fR kl. 21.15 og leikir KA og FH og Vals og KR kl. 14. -Ibe Evrópukeppni Stórsigur Marseille Franska liðið Marseille vann í gær yflrburðasigur yflr Hadjuk Split frá Júgóslavíu í Evrópukeppni bikarhafa. Leikmenn Marseille fóru á kostum og sigruðu 4-0. Það var þó jafnt fyrstu 30 mínút- urnar, en þá skoraði Jean Pierre Papin fyrsta markið og braut ísinn. Abdoulaye Diallo bætti öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks og Klaus Allofs og Alain Giresse skoruðu svo tvö mörk í lokin. Þá var einn leikur í UEFA- bikarnum. Victoria Bukarest frá Rúmeníu sigraði Dynamo Tiblisi frá Sovétríkjunum, 2-1. -Ibe/Reuter Föstudagur 23. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Þýskalands er í Olten og hefst kl. 19.30 að íslenskum tíma. -Ibe Blak Hefst um helgina íslandsmótið í blaki hefst um helgina og verður leikið bæði í 1. deild karla og kvenna. Átta lið taka þátt í 1. deild karla, en keppnin verður með öðru sniði en í fyrra. Leikin verð- ur tvöföld umferð og að henni lokinni halda fjögur efstu liðin áfram og leika tvöfalda umferð sín á milli. Þau fjögur lið sem eftir eru leika hugsanlega um sæti, en það hefur ekki verið ákveðið enn. í 1. deild kvenna eru sjö lið, en eitt lið hefur bæst í hópinn síðan í fyrra. Það er Þróttur frá Nes- kaupstað. Fyrirkomulag verður eins hjá konunum. Um miðjan mánuðinn hefst svo bikarkeppnin. -Ibe íþróttir I kvöld í kvöld eru tveir leikir í Úrvals- deildinni í körfuknattleik. Þór og Valur mætast á Akur- eyri og Breiðablik tekur á móti Grindavík í íþróttahúsinu á Digranesi. Þá er einn leikur í 1. deild karla. Skallagrímur tekur á móti Tindastóli. Allir leikirnir hefjast kl. 20. í 2. deild karla í handknattleik eru fjórir leikir. Reynir og Haukar leika í Sandgerði, Fylkir og Njarðvík í Seljaskóla, Aftur- elding og Grótta á Varmá og ÍBV og Selfoss í Vestmannaeyjum. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Þá er landsleikur í handknatt- leik á erlendri grund. íslenska landsliðið mætir Austur- Þjóðverjum í Sviss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.