Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 11
UM HELGINA i MYNDLISTIN Gailerí Grjót. Skólavörðustíg 4. Ásgeir Lárusson sýnir vatnslita- myndir og verk, unnin með olíu- litum og lakki, og nokkra skúlp- túra. Opið virka daga frá 12- 18.Um helgarfrá 14-18. Síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir. Kristján Steingrímur sýnir olíumálverk og grafíkverk. Opið frá 14-22, til 2.nóv. Gallerí Svart á hvítu. Við Oðins- torg. Georg Guðni með aðra einkasýningu sína. Hann sýnir ol- íumálverk og teikningar. Opið alla daga frá 14-18 nema mánudaga. Norræna húsið. Outi Hei- skannen sýnir verk í anddyri Nor- rænahússins. Húnereinnaf þekktustu listamönnum Finn- lands. Opið daglega frá 9-17, til 1 .nóv. Kjarvalsstaðir. 36 gullsmiðir sýna og leitast við að gefa innsýn inní hugarheim gullsmiða. Um er að ræða skartgripi, korpus, skúl- ptúra og lágmyndir. Opið alla dagafrá14-22,til l.nóv. Slunkaríki. ísafjörður. Kristinn Guðbrandur Harðarson sýnir olíupastelmálverk. Opið fimmtudagatil sunnudaga, frá 16-18, til 1 .nóv. Gallerí Hallgerður. Guðný Magnúsdóttir sýnir verk unnin úr leir. Opið daglega frá 14-18 til 25. okt. FÍM-salurinn. Garðastræti 6. Margrét Jónsdóttir með sýningu áolíumálverkum. Opið 14-19 til 25. okt., Gallerí íslensk list. Vesturgata 17. Hafsteinn Austmann sýnir vatnslitamyndir. Síðasta sýning- arhelgi. Gallerí Borg. Kjartan Guðjóns- son sýnir teikningar, olíu- og vatnslitamyndir. Opið virka daga frá 10-18 og um helgar 14- 18.Síðasta sýningarhelgi. Gallerí Gangskör. Amtmanns- stíg 1. Hanna BjartmarÁrnadóttir sýnir. Opið frá 12-6 og 2-6 um helgar. LEIKLISTIN Þjóðleikhúsið. Brúðarmyndin, nýtt leikrit eftir Guðmund Steins- son, frumsýnt í kvöld. Sögusviðið er íslenskt núttmaheimili, þar sem er verið að kvikmynda fjölskyldul- íf. 2. sýning er á sunnudagskvöld. Bílaverkstæði Badda er búið að sýna 4 sinnum fyrir fullu húsi og flestar helgarsýningar uppseldar fram að 5.des.Sýnt í kvöld og á sunnudagskvöld. SýningaráLitla sviðinu hefjast kl. 20.30. Rómú- lus mikli. Síðasta sýning annað kvöld. Leikfélag Reykjavíkur. Faðirinn eftirÁgúst Strindberg sýnttvisvar í Iðnó um helgina, í kvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30. Fáar sýningareftir. Djöflaeyjan, sýnd í Leikskemmu LR við Meistara- velli, föstudags-, laugardags,- og sunnudagskvöld kl. 20.00. Dagur vonar í Iðnó, laugardagskvöld kl. 20.00 Leikhús í kirkju. í Hallgríms- kirkju standa yfir sýningar á leikritinu um dansta prestinn og skáldið Kaj Munk, sem var myrtur afnasistum4.jan. 1944. Fjöldi leikara kemur fram í sýningunni. Sýnt sunnudag kl. 16 og mánu- dagskvöld kl.20.30. Sýningum feraðfækka. Alþýðuleikhúsið. Tígrisdýr í Kongó, í Kvosinni. Sýnt á laugar- dagogsunnudagkl. 13. Innifaliðí miðaverði er hádegisverður og kaffi. Miðapantanirallan sólar- hringinn í símsvara Alþýðul- eikhússins, 15185. OgíKvosinni. Sýningum fer fækkandi. eih-leikhúsið.! Djúpinu Saga úr Dýragarðinum. Sýntá neðri hæð á Horninu við Hafnarstræti. Á sunnudag kl.20.30 og á miðviku- dag og fimmtudag á sama tíma. Veitingahúsið Hornið býður sýn- ingargestum uppáveitingarfyrir ogeftirsýningar. Upplýsingarí síma 13340. TÓNLISTIN Laugarneskirkja. Kór Langholt- skirkju flytur ásamt kammersveit kantötuna Jesús heill míns hjarta eftir D. Buxtehude, og Gloria eftir Vivaldi. Einsöngvarar, Sigrún Gestsdóttir, sópran, Guðný Árna- dóttir alt, og Halldór Vilhelmsson, bassi. Stjórnandi Þröstur Eiríks- son. AnnToril Lindstad leikurein- leik á orgel. Aðgöngumiðar við innganginn. Gerðuberg. Samband ísl lúðra- sveita mun halda Árna Björns- syni kaffisamsæti á sunnudag kl. 14. Kammermúsíkhópurinn. Fyrstu tónleikar á starfsárinu á sunnudag kl. 20:30, í Bústaða- kirkju. Mendelsohn, Eiríksdóttir og Ludvig van á dagskrá. Heiti potturinn. Jazztónleikar í Duus-húsi, sunnudagskvöld kl.21.30. RúnarGeorgsblæsí saxófón ásamt tríó Egils B. Hreinssonar. HITT OG ÞETTA Fyrirlestur um kvikmynda- greiningu. Sýnd verður hin sí- gilda my nd John Houstons The African Queen. Martin Daniel, sem heldur hér námskeið á veg- um Háskólans í gerð kvikmynda- handrita, flytur opinberan fyrir- lestur, laugardag, kl. 14-17. MIR-bíó. Kvikmyndasýning nk. sunnudag kl.16, MÍR-salnum við Vatnsstíg. Sýndarstuttar fræðslu- og fréttamyndir. Að- ganguröllumheimill. Hjallaprestakall. Stofnað hefur verið nýtt prestakall í Kópavogi. Til sölu minningarkort Bygginga- sjóðs Hjallaprestakalls í Vedu, bóka- og ritfangaverslun, Hamra- borgö, Kóp. Hana-nú. Vikuleg laugar- dagsganga Frístundahópsins Hana-nú í Kópavogi verður á morgun. Lagtaf staðfrá Digra- nesvegi 12, kl. 10. Markmið: Samvera, súrefni, molakaffi og pönnukökur. Allir velkomnir. Húnvetningafélagið. Vetrar- fagnaður. Haldinn á morgun kl.21.30 í Domus Medica. Hin vin- sæla hljómsveit Upplyfting leikur. Esk- og Reyðf irðingar í Rvk. Síðdegiskaffi fyrir eldri sveitunga, sunnudag kl. 15 í Sóknarsal, Skipholti 50a. Skák. Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skákfélag í sömu sveit efna til flölteflis, sunnudag kl. 19 í íþrótta- húsinu við Strandgötu. Þar teflir HelgiÁssGrétarsson, 10ára, við 40 unglinga á aldrinum 5-15 ára. Þá er mót á laugardag. T efldar 13 umferðir, 15 mínútnaskákireftir Monrad-kerfi, vegleg peninga- verðlaun. Flestir stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar búnir að kynna þátttöku sína. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að mæta með töfl. Mætið stundvíslega kl. 10. Friöarhreyfing íslenskra kvenna. Landsfundur í Sóknars- al, Skipholti 50a, á morgun kl. 14.Ölaf ur Ragnar Grímsson mun flytja fyrirlestur: Afvopnunar- viðræðurstórveldanna, hvað svo? Erindi hans hefst kl. 17.10. Áður munu sex konur úr friðar- hreyfingunni segjafrá ráðstefn- um og kynnisferðum erlendis um friðar- og varnarmál.Rætt um starf hreyf ingarinnar. Þá munu (sl. konurtaka þátt í norrænni ráð- stefnu í Osló á næsta sumri, sem haldin er undir kjörorðunum: jafnrétti, framþróun, friður. Landsfundurinn eða hluti hans er öllumopinn. Konursemstarfað hafa að friðarmálum eru sérstak- lega hvattartil að mæta. Útivist. Sunnudagsferð kl. 13. Gönguferð á Kjalarnes. Létt ganga. Fyrst gengið í Presthús- tanga á stórstraumsfjöru og síð- an um Kjalarnestanga, Músarnes og Brautarholtsborg. Verð kr. 700. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Haustblót í Skaftár- tungu, helgina 6.-8.nóv. Gist í nýja félagsheimilinu T unguseli. Fjölbreyttar gönguleiðir meðfram Skaftá. Afmælisveisla á laugar- dagskvöld. Pantið tímanlega. Uppl. og farmiðar á skrifst. Gróf- inni 1, s: 14606 og 23732. Kvæðamannafélagið löunn minnir á fyrsta fund félagsins að Hallveigarstöðum, 24. okt. kl. 20. Fjölbreytt dagskrá og góðar veitingar. Allirvelkomnir. Átthagasamtök Héraðsmanna halda aðalfund (Veitingahöllinni, húsi Verslunarinnar, 27. okt. kl. 20.30. Félag eidri borgara í Rvk. og nágrenni. Goðheimum, Sigtúni 3. Húsið opnað sunnudag 25. þ.m. kl. 14.00. Dagskrá kl. 17.00. 1. Sr. Emil Björnsson les úr vænt- anlegri bók sinni. 2. Iris Erlings- dóttir syngur við píanóleik. Veitingar- dans fram eftir kvöldi. Herstödvaandstæðingar hópa sig Það dylst víst engum að haust- ið er komið. Hin margvíslegu ár- vissu teikn haustkomunnar hefur borið fyrir augu að undanförnu. Sum þeirra fara ekki framhjá nokkurri sálu, amk. hljóta allirsjá- andi að hafa séð fósturjörðina sveipa sig sínum fegurstu lit- klæðum og farfuglana hópa sig og leggja á ráðin um langferðir til suðlægari landa. En það eru fleiri fuglar en farfuglar sem hópa sig á þessum árstíma og bera saman ráð sín. Mér er hins vegar til efs að öllum þorra fólks sé það Ijóst að jafnárvisst og náttúran skartar sínu fegursta og farfuglar safnast saman hópur staðfugla, sem sumir nefna furðufugla að mér skilst í niðrandi merkingu, til að leggja á ráðin um það hvernig best verði stuggað burtu hræ- gömmum með járnklær og málmgogga, sem eru kenndir við stjörnumerki eða bera ókenni- lega einkennisstafi og þruma ým- ist á jörðu niðri eða menga heiðloftin yfir landi okkar með gný og svælu. Þessar línur eru til þess festar á blað, að minna á að furðufuglar þessir, sem bera fram kröfu um hlutlaust og vopnlaust land, sem mun sennilega einsdæmi á þessari plánetu, ætla að hópa sig næstkomandi laugardag og leggja á ráðin hvernig baráttunni skuli hagað næstu ár og hverjir skuli veita henni forystu. Árleg landsráðstefna samtaka þessara furðufugla sem kenna sig við herstöðvaandstöðu er að þessu sinni haldin, er nýverið hafa borist þau ánægjulegutíð- indi að samkvæmt nýjustu taln- ingu færustu vísindamanna fé- lagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands hafi þessum furðufuglum fjölgað allverulega, þannig að vandséð er hvort hugtök eins og „fámenn sértrúarsamtök", sem vinir stálsins hafa valið þeim, væntanlega til niðrunar þó mér finnist fremur falið í því lof, eiga lengur við. Menn greinir á hvaða vist- fræðilegu skilyrði hafi breyst sem leitt hafi til þessarar fjölgunar. Þó erfitt sé um vísindalega sönnun vegna skorts á samanburði þá Guðmundur Georgsson skrifar: velkist ég ekki í neinum vafa um það, að sífellt andófskvak her- stöðvaandstæðinga hefur skipt sköpum við að halda stofnstærð- inni lítið eitt breyttri í þá áratugi sem liðnir eru frá því hrægömm- um vígs og stáls var stefnt til okk- ar, eða finnst þér, sem lest þessar línur, líklegt að svo öflug and- staða væri að jafnaði gegn er- lendri hersetu hérlendis eftir hátt í fjórða áratug ef engar andófs- raddir hefðu heyrst. Ég er jafn- framt þeirrar skoðunar að bar- átta herstöðvaandstæðinga hafi undirbúið þann frjóa jarðveg sem afvopnunar- og friðarumræða margvíslegra nýrri friðarhreyf- inga hefur fallið í. Sú umræða hefur á hinn bóginn örugglega bætt andrúmsloftið fyrir barátt- unni fyrir friðlýstu landi. Á því leikur heldur enginn vafi að framkoma leiðtoga stórveld- anna tveggja, þar sem fulltrúi „ógnarinnar“ úr austri deildi með okkur, sem störðum tímum sam- an í ofvæni á dyrnar í Höfða í væntingu góðra tíðinda, von- brigðum með að áþreifanlegur árangur náðist ekki á meðan „hrægammurinn“ úr vestri setti upp trúðsfjaðrir á „vellinum", hefur orðið til þess að slæva bit kaldastríðsáróðursins. Vafalítið hafa afskipti „verndaranna" af hvalveiðum okkar vakið ýmsa til umhugsunar um hlutverk þeirra hérlendis og er ekkert við það að athuga, heldur rennir stoðum undir þá skoðun okkar her- stöðvaandstæðinga að öll um- ræða um samskipti þjóðanna sé málstað okkar til þurftar. En okkur herstöðvaandstæð- ingum er sá sífelldi vandi á hönd- um að leita sem árangursríkastra leiða til að ná takmarki okkar, friðlýstu landi, og velja fólk til að leiða þá baráttu næsta árið. í því augnmiði hópum við okkur á laugardaginn. Viðfögnum nýjum liðsmönnum og nýjum ferskum hugmyndum. Það skal minnt á að þar er sérhver Iiðsmaður jafnrétthár og enginn spurður um afstöðu til annarra þjóðmála. Við sem erum orðin allþaulsetin í for- ystunni tækjum harðvítugri kosn- ingabaráttu vel og yndum því vel að falla fyrir yngra fólki með ferskar hugmyndir. Fyllum loftið og flæmum hræ- gammana burt. Guðmundur Georgsson Föstudagur 23. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.