Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 5
Spurt um... ...nýtt álver í Straumsvík Kristín Einarsdóttir spyr iön- aðarráðherra um hvaða áform séu uppi um byggingu nýs álvers eða stækkun álversins í Straumsvík. Hún spyr einnig hversu stóra verksmiðju er um að ræða, hverskonar eignaraðild er fyrirhuguð og við hvaða aðila hef- ur verið rætt um byggingu henn- ar. Þá spyr hún um áætlaða orku- þörf verksmiðjunnar og hvenær stjórnvöld telji æskilegt að hún taki til starfa, hvaða áætlanir hafi verið gerðar um byggingu raf- orkuvera í tengslum við nýtt ál- ver, hvaða aðilar hafi unnið að málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar og hvar ráðgjafar hefur verið leitað. Hún spyr einnig hvað þessar athuganir hafi kostað og hvernig kostnaðurinn skiptist. ...leiðbeinendur og stundakennara Danfríður Skarphéðinsdóttir spyr menntamálaráðherra um hlutfall milli grunnskólakennara og leiðbeinenda miðað við fullt stöðugildi annarsvegar og fjölda kennara hinsvegar. Hún spyr einnig um hlutfall framhalds- skólakennara og leiðbeinenda. Þá spyr hún hversu margir stundakennarar á báðum skóla- stigum séu án kennsluréttinda og hversu margir hinna réttinda- lausu stundakennara nái lægsta launaþrepi kennara. Að lokum spyr hún hvort umsóknum fyrir leiðbeinendur hafi verið synjað og ef svo er, hversu mörgum. ...aðgang að náms- og kennslugögnum Pétur Bjarnason spyr menntamálaráðherra hvað könnun á því hvernig hagkvæm- ast verði að auðvelda skólum að- gang að námsgögnum, kennslu- tækjum og hjálpargögnum líði. Hann spyr einnig hvort fyrirhug- aðar séu sérstakar fjárveitingar til þessara mála á næstunni og hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að kennslugagnamið- stöðvar verði settar á stofn í fræösluumdæmunum. ...kostnað við Flugstöð Ólafur Ragnar Grímsson spyr utanríkisráðherra um áhrif hins háa byggingarkostnaðar við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli á rekstrarútgjöld, fyrirtækja, sem eru leigutakar og á viðbótargjald- heimtu af farþegum. Hann spyr hver leigan sé sem einstök fyrir- tæki borga, hvenær ákvörðun var tekin um leigugjaldið og hver hafi tekið þá ákvörðun. Hvaða forsendur liggi til grundvallar leigunni og hve miklu lægri hún væri ef upþhafleg áætlun um byggingarkostnað hefði staðist. Þá spyr hann hvaða fyrirtæki hafi ákveðið að nota minna rými í flugstöðinni vegna hinnar háu leigu. Ólafur spyr einnig hvaða viðbótargjöld hafi verið lögð á farþega sem fara um flugstöðina og hversu lengi sú gjaldtaka muni standa, einnig hvort farþeg- um verði gert að greiða enn hærri gjöld á næstu árum vegna bygg- ingarkostnaðarins. Hann vill einnig fá svör við því hvernig rekstrarkostnaðurinn skiptist milli fyrirtækja og farþega. Þá spyr hann hverjar verða árlegar greiðslu á næstu 10 árum vegna afborgana og vaxta af erlendum lánum sem (slendingar tóku til að fjármagna bygginguna. Að lok- um spyr Ólafur hvort hætta sé á að byggingarkostnaður eigi eftir aö hækka enn frekar. ...kynferðisfræðslu Kristín Halldórsdóttir spyr heilbrigðisráðherra um fram- kvæmd þingsályktunar um fræðslu meðal almennings um kynferðismál og hvað þeirri fram- kvæmd líði. Kjarnorkuendurvinnslustöð Umsión SigurðurÁ. Friðþjófsson — Mótmæli gegn Dounreay Fulltrúar allraflokka nema Sjálfstæðisflokks leggjafram tillögu tilþingsályktunar um að Alþingi mótmœli stœkkun endurvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay Hjörleifur Guttormsson lagði í gær fram þingsályktunartil- lögu um mótmæli gegn kjarn- orkuendurvinnslustöðinni i Dounreay. í tillögunni er Alþingi ætlað að fela ríkisstjórninni að bera fram formleg mótmæli vegna stækkunar endurvinnslust- öðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi. í greinargerð með tillögunni segir að fimm ríki áformi að standa sameiginlega að stór- felldri stækkun á endurvinnslu- stöð fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay nyrst í Skotlandi. Segir að ef af þessum áformum verði þá stóraukist mengunarhætta af völdum geislavirks úrgangs í Norður-Atlantshafi vegna slysa eða óhappa í stöðinni, auk þess sem geislavirk efni gætu borist með vindum hingað til lands, en fjarlægðin hingað er mun minni en frá Tsjernóbíl til þeirra svæða í Svíþjóð, sem verst urðu úti eftir slysið 1986. Þá segir að geislamengun norð- lægra hafsvæða geti ógnað lífríki sjávar, þar á meðai íslenskum fiskimiðum, auk þess sem umtal um mengun geti haft slæm áhrif á sölu sjávarafurða. í greinargerðinni er vakin sér- stök athygli á því að ríkin sem standa að stækkuninni eigi sjálf lítið sem ekkert á hættu vegna mengunar sjávar frá stöðinni, en það eru Bretland, Frakkland, Vestur Þýskaland, Ítalía og Belg- ía. f lok greinargerðarinnar segir orðrétt: „Allt leiðir þetta til þeirrar niðurstöðu að bygging endurvinnslustöðvarinnar í Do- unreay stofni í hættu íslensku um- hverfi og lífríki á norrænum slóð- um. Því er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld taki nú þegar skorin- ort á þessum málum og mótmæli formlega og ákveðið ölium á- formum um stækkun endur- vinnslustöðvarinnar í Dounreay einsog tillagan gerir ráð fyrir.“ Meðflutningsmenn Hjörleifs eru Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson og Guðrún Helgadótt- ir. -Sáf Margrét Frímannsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjárveitinganefnd, ræðir við Svavar Gestsson en Jón Helgason hallar undir flatt, enda með þungar áhyggjur af því hvernig Bíldudalsdeilan hefur þróast. Mynd E.ÓI. Framhaldsskólar Ríkisstjómarfrum- varp væntanlegt Frumvarp Ragnars Arnalds, ogannarraþingmanna Alþýðubandalags í neðri deild, fœrgóðan hljómgrunn hjá menntamálaráðherra sem og öðrum Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra til- kynnti í neðri deild sl. miðviku- dag, að væntanlegt væri ríkis- stjórnarfrumvarp um framhalds- skólana. Þetta gerðist í fyrstu um- ræðu um frumvarp Ragnars Arn- alds og annarra þingmanna Al- þýðubandalagsins í neðri deild. Töluverðar umræður spunnust um framhaldsskólafrumvarp Al- þýðubandalagsins og tók núver- andi menntamálaráðherra undir með flutningsmanni að þörf væri á heildarlöggjöf um framhalds- skólana. Sagði Birgir að Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, hefði skip- að nefnd til að vinna að frum- varpi um framhaldsskólana og hefði í lok síðasta þings verið lagt fram frumvarp til kynningar. Áður en langt um líður mun Birg- ir ísleifur svo leggja sjálfur fram nýtt framhaldsskólafrumvarp. Óli Þ. Guðbjartsson sagðist fagna frumvarpi Alþýðubanda- lagsins og viðbrögðum mennta- málaráðherra. Ragnhildur Helgadóttir taldi of mikla samræmingu framhalds- skólanna ekki rétta og benti á að alvarlegasta vandamál skólanna úti á landi væri skortur á kennur- um með verulega þekkingu á ákveðnum sviðum. Sagðist hún annars ánægð með margt af því sem kæmi fram í frumvarpinu. Ragnar Arnalds þakkaði góðar viðtökur og benti á að þó frum- varpið gerði ráð fyrir heildarsam- ræmingu, sem væri nauðsynleg, væri ætlunin að tryggja frelsi skólanna þannig að mismunandi skólar gætu þrifist hlið við hlið. Því væri í frumvarpinu gert ráð fyrir að dreifa valdinu til fræðslu- umdæmanna. -Sáf Söluskattur Undanþágur afnumdar Fjármálaráðherra geti ekki lengur ákveðið undanþágurfrá lögunum Guðmundur G. Þórarinsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á söluskattslögum sem gengur út á það að afnema þá heimild til fjármálaráðherra í nú- gildandi lögum að geta ákveðið að undanþiggja ákveðnar vörur, vinnu eða þjónustu söluskatti. I greinargerð með frumvarp- inu segir að samkvæmt lögum geti fjármálaráðherra gert þetta ef „sérstakar ástæður" eru fyrir hendi, en þar sem hugtakið „sér- stakar ástæður" sé mjög teygjan- legt geti túlkun þess orðið nokk- uð persónubundin. Telur flutn- ingsmaður að heimildin hafi ver- ið frjálslega notuð og það sé óvið- unandi fyrir Alþingi að ráðherra geti á þennan hátt skipað sköttum án samráðs við þing- heim. -Sáf Föstudagur 23. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.