Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 9
 • ■■ ■ ' ^•■■■■- •■. • Siiiliiíi - v ■ c ■ -J .................................... v ■■■■■ ;■• .■■ •••■■. öiSSsaspi r\ V \'J .«■!* 1.1. ***Wrt» ■ ■ ’ ■■■■ •■■•■ Föstudagur 23. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 We UTeN ons A-50CIAAL ^ELE'D KRUI5EN HEIMURINN ___■_______•£ Kjörþeirra verst settu eru skert. Fjárfestingar- peningarnir leka til Ameríku segir einn ráðherrann: „Við sætt- um okkur ekki við að nokkur maður andæfi okkar andfélags- legu stefnu“. Ný stettaskipting Fátækt er staðreynd í Hol- landi, en hún er betur falin og minna um hana talað en í ýmsum þeim ríkjum öðrum sem kennd hafa verið við velferð. í Hollandi eiga menn að vera „keurig“ og „aardig", láta sem ekkert sé og kvarta ekki. Hinir fátæku er tvíst- raðir og vanmáttugir - það er eitt einkenni fjöldaatvinnuleysis nú- tímans að það hefur ekki þau áhrif sem atvinnuleysi hafði á fjórða áratug aldarinnar: að efla fólk til róttækni. Ekki enn að minnsta kosti. Holland er athyglisvert dæmi um þá nýju stéttaskiptingu sem hefur verið að þróast í mörgum grónum iðnríkjum. Ofan á hefð- bundna skiptingu í atvinnurek- endur og launamenn kemur skipting í það launafólk sem hef- ur tiltölulega trygga atvinnu og tekjur og svo þá (10-20%) sem búa einatt við langvarandi atvinnuleysi eða mikið öryggis- leysi um afkomu sína. Og ver- klýðsflokkar hafa til þess ekki kunnað svör sem duga við þessari þróun - þvert á móti hefur hún heldur grafið undan því sem eftir var af samstöðu um kjarastefnu innan þeirra. Sú athygli sem menn beina að fátækt í því ríka Hollandi minnir og á það, að hægrisveiflan og sá árangur sem hægristjórnir sýna í hagskýrslum, hafa ekki leyst nein vandamál til frambúðar. Þvert á móti: það dregur sundur með ein- stökum hópum og stéttum, þeir ríku leyfa sér meiri munað, þeir snauðari velta lengur fyrir sér hverjum eyri. Það er því ekki nema von, að lífsreyndir vinstri- menn eins og Michael Harring- ton (höfundur þekktrar bókar um fátækt í Bandaríkjunum) spái því, að innan skamms muni hrifn- ing kjósenda af foringjum eins og Reagan, Thatcher (og Lubbers) víkja fyrir nýrri eftirspurn eftir vinstrihugmyndum vinstrilausn- um. Og þá skiptir miklu að vinstriföflin séu tilbúin með sín svör nýtileg - ekki aðeins um fé- lagsmálastefnu heldur og um efnahagspólitík. AB tók saman. Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111 Við látum engan komast upp með að andæfa andfélagslegri stefnu okkar, segir einn af ráðherrum stjórnar Lubbers við borgarstjórnir helstu borga Hollands á skopmynd þessari. Holland: íhaldsstjóm Sjálft lýðræðið er í hættu þegar engu eru líkara en stjórnmála- menn beinlínis vinni að framsókn fátæktar. Þegar mcira en tíundi hver Hollendingur er dæmdur úr leik, vegna þess að þetta fólk hef- ur blátt áfram ekki efni á að vera áskrifandi að blaði, eiga sjónvarp eða nota síma, þá er þetta tilræði við undirstöður lýðræðis í Hol- landi. Svo mælti R. van Kessel frá Háskólanum í Utrecht á ráð- stefnu um fátækt í því ríka landi Hollandi sem haldin var nýlega á vegum kirkna landsins. Aðrir tóku í sama streng. Til dæmis séra Ab Harrewijn, sem sagði að líf þeirra sem nytu félagslegrar að- stoðar sé að verða æ dapurlegra og fábreytilegra, þeir hafi ekki nema fyrir brýnustu nauðþurft- um í mat og drykk og félagsleg einangrun þeirra verði æ ramm- ari. Tæpar tvær miljónir manna Fyrir nokkru lagði hin borgara- lega stjórn sem nú situr (CDA. Kristilegir demókratar og WD, Frjálslyndir) fram fjáríagafrum- varp sem hefur sætt harðri gagnrýni í fjölmiðlum og svo náttúrlega af hálfu stjórnarand- stöðunnar, en kjarni hennar er Verkamannaflokkurinn, PvdA. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessu á að skera niður ýmsa liði opinberra útgjalda um tvö - tíu prósent. Þetta hefur ekki síst það í för með sér, að þeir sem njóta félagslegrar aðstoðar af ýmsu tagi, munu nú hafa úr minnu að spila. Að sjálfsögðu deila menn svo um það hve mikil sú skerðing er og til hve margra hún muni ná. Hve margir eru þeir sem fá- tækir kallast í því ríka Hollandi? Hagstofan segir að þeir sem nefndir eru „ekta lágmarkstekju- hópar“ séu alls 1,8 miljónir, ein- stæðingar, einstæðir foreldrar, fátækar fjölskyldur, alls um 800 þúsund heimili. Þess er að geta að íbúar Hollands eru nú um fimmtán miljónir. Enn mun það versna Van der Zee, ritari hollenska kirkjuráðsins, lét svo ummælt á þeirri ráðstefnu sem fyrr var nefnd, að sú ríkisstjórn undir for- ystu Ruud Luibbers sem nú situr, beri þunga ábyrgð á vaxandi fá- tækt í Hollandi. Hann og margir aðrir fjölyrða mjög um að bilið milli ríkra og fátækra fari ört breikkandi og ef að stjórnin haldi áfram með þá stefnu sína sem markaðshyggjumenn kalia einatt „enga vitleysu“ þá hljóti ástandið að halda áfram að versna. En þótt kirkjur og líknarfélög og hagsmunasamtök komi saman á ráðstefnu til að vekja athygli á dapurlegu hlutskipti 10-15 % þjóðarinnar, er næsta ólfklegt að stjórn Lubbers hviki hið minnsta frá þeirri stefnu sem hún hefur tekið. Hjá henni er sem fyrr efst á baugi að styrkja „atvinnulífið“ og skera niður útgjöld ríkisins. Fyrir nokkrum dögum mátti lesa í öllum helstu blöðum lands- ins auglýsingu frá mörg hundruð sérskólum, stofnana á vegum ein- stakra bæjarfélaga og hjálpar- stofnana í héruðum sem nú eiga það yfir höfði að verða lagðar niður. Hvað sem líður fyrri lof- orðum ríkisstjórnarinnar lítur allt út fyrir það að fjárveitingar til sérkennslu, kennslu fatlaðra og annarra „minnihlutahópa" sem svo eru kallaðir verði skornar niður í algjört lágmark ef ekki afnumdar með öllu. Um leið heldur áfram niður- skurðarstefna sem bitnaði fyrst á háskólum og öðrum æðri menntastofnunum og hefur nú verið að seilast til flestra geira menntakerfisins Viðreisnin sem hvarf Andstæðingar stjórnar Lubb- ers tala einnig um þá „menning- arlegu fátækt“ sem niðurskurðar- Amsterdam - séð frá lakari hliðinni. stefnan dregur á eftir sér. Það eru ekki aðeins atvinnuleysingjar og „sveitarlimir" sem verða fyrir barðinu á henni (þeir fá nú um 1000 gyllini á mánuði eða tæplega 20 þús. krónur), heldur einnig aðrir „minnihlutar“. Stjórnin hafði svo, eins og hægri stjórnum er títt, boðað það fagnaðarerindi, að það þyrfti að losa um veru- legar fjárhæðir til þess að auðvelda fyrirtækjum að fjár- festa og þar með draga úr atvinnuleysi. En þetta hefur ekki gengið eftir. Miljónirnar sem „sparast“ hafa í samneyslunni virðast ekki hafa farið til að hressa við hollenskt efnahagslíf og skapa ný störf, heldur hafa þær að dómi gagnrýnenda farið í fjárfestingar í Bandaríkjunum og annarsstaðar erlendis. Og munu þeir peningar seint koma að gagni fyrir hollenska alþýðu. Borgarstjórnir gegn stjórninni Á þeirri fátæktarráðstefnu kirknanna sem haldin var í Am- sterdam og fyrr var nefnd var borin fram krafan um það að „nú verða stjórnmálamenn að taka fátæktina alvarlega.“ Reyndar hafði það gerst áður en ráðstefn- an hófst að borgarráð í Amster- dam, Haag, Utrecht og Rotter- dam höfðu haft frumkvæði fyrir ýmsum öðrum borgarstjórnum í stærri bæjum um að lýsa sig reiðubúna til að bæta það upp af eigin rammleik sem ríkisstjórnin hafði skorið niður af kaupgetu þeirra sem verst eru settir. Lagt var til að borgarsjóðir tækju þessar byrðar á sig - en þess er að geta að hvergi eru at- vinnuleysingjar fleiri en í þeim fjórum borgum sem áðan voru nefndar. Ríkisstjórnin var ekki sein til svars: þetta, sagði hún, kemur ekki til mála. Staðbundin pólitfk má ekki trufla þá stefnu sem á að gilda fyrir allt ríkið. Blaðið De Volkskrant birti skopmynd sem lýsir þessum ágreiningi vel, þar Fátækt fer vaxandi undir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.