Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 3
FRETT1R________________________ Hafskipsmálið Rannsókn án tímamarka Jónatan Þórmundsson sérstakur ríkissaksóknari: Vilji allra aðila að hraða henni eins og kostur er. Viðamikil og tímafrek rannsókn ÖRFRÉTTIR Sendiherra Mexikó á íslandi hefur afhént Háskóla fs- lands að gjöf 200 bækur, flestar á spænsku, sem fjalla um sögu, menningu og stjórnmál í Mexíkó. Gjöfin var afhent í tilefni 75 ára afmælis Háskólans á síðasta ári. Samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um eftirlit með ferðum erlendra og innlendra ferðamanna á íslandi, sérstaklega innflutning á mat- vælum og bifreiðum til aksturs utan þjóðvega og viðurlög við brotum á gildandi reglum og lögum. í nefndinni eiga sæti þau Ragnhildur Hjaltadóttir deildar- stjóri, formaður, Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri og Böðvar Val- geirsson forstjóri. Matvöruverð í Skagafirði Húnavatns- og Strandasýslum er í flestum tilfellum nokkuð hærra en í Reykjavík. Meðalverðið var í 73 tilfellum af 76 hærra fyrir norðan en í stórmörkuðum höf- uðborgarinnar samkvæmt nýrri könnun Verðlagsstofnunar og í 50 tilfellum af 76 hærra en í stór- um hverfaverslunum í Reykjavík. Viltu iæra bridge? Bridgefélag Hafnarfjarðar ætlar að halda námskeið fyrir byrjend- ur og þá sem eru nýbyrjaðir að spila. Kennt verður í Flensborg og byrjað n.k. þriðjudagskvöld. Námskeiðið kostar aðeins 500 kr. og hægt er að tilkynna þátt- töku í símum 52941,51912 eða 51983. Mengun í hafinu verður umfjöllunarefni alþjóð- legrar ráðstefnu sem forsætis- nefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að efna til í Kaupmanna- höfn haustið 1989. Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa yfirlit um orsakir mengunar hafsvæða og skapa samstöðu Evrópuríkja um frekari aðgerðirtil að draga úr slíkri mengun. Aðeins 4400 atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í septembermánuði sl. Svo fáir atvinnuleysisdagar hafa ekki verðir skráðir í sept- ember á yfirstandandi áratug, en meðaltalið sl. 6 ár eru 8200 dag- ar. Atvinnuleysið í september jafngildir því að 200 manns hafi verið atvinnulausir á landinu öllu. að er ógjörningur að segja nokkuð til um það hvað rann- sóknin kemur til með að taka langan tíma og við höfum ekki heldur sett okkur nein tímamörk. En það er mikill vilji fyrir því, bæði hjá okkur sem störfum að rannsókninni og eins hjá lög- mönnum þeirra aðila sem málið varðar, að hraða henni eins og kostur er, segir Jónatan Þór- Alla tíð frá því Hreyfill var stofnaður hefur skákáhuginn hér verið mikill, og hann er jafnvel enn að aukast,sögðu Jón Guðbjörnsson og Pétur Péturs- son, bflstjórar á Hreyfli, er blaða- maður tók hús á þeim á stöðinni við Grensásveginn. - Við teflum soldið í pásum, sögðu þeir félagar; þetta er nú bara tómstundagaman hjá okk- ur, en hér er stór hópur sem sest niður við að tefla. mundsson, prófessor og sérstakur ríkissaksóknari í málum sem tengjast gjaldþroti Hafskips Vr, í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Jónatans er málið mjög viðamikið og erfitt á þessari stundu að segja nokkuð til um það hvenær vænta megi niður- staðna af rannsókninni sem er í þann veginn að hefjast á nýjan leik. En sem kunnugt er var mál- Vel má segja að Karpof, Kasparof, Jóhann, Kortsnoj og þeir afreksmenn allir tefli sér til lofs og frægðar, en aðrir sér til hugarhægðar, svo lítillega sé snú- ið út úr Stephani G. Skákáhugi á íslandi er enda með ólíkindum; varla er til sá kaffiskúr eða mötu- neyti að menn sjáist ekki að tafli í matar- eða kaffitímum. Þessi sjálfsprottna taflmennska er reyndar nokkurt einkenni á ís- lenskum áhugaskákmönnum, inu vísað frá á sínum tíma vegna vanhæfni ríkissaksóknara Hall- varðs Einvarðssonar og sérstakur ríkissaksóknari því skipaður til að taka rannsóknina upp að nýju. „Við erum hér tveir, ég og Tryggvi Gunnarsson lögfræðing- ur sem sinnum þessu máli. En við höfum jafnframt heimild til að ráða okkur til aðstoðar endur- skoðanda ef þess þykir þörf. En þar sem þeir útlendingar sem tefla á annað borð iðka sína íþrótt gjarnan í þartilgerðum klúbbum. - Já, það eru ótrúlega margir sem tefla. Ekki bara hér; ég rak lítið veitingahús vestur í Hólmi í nokkur ár, og þar gátu menn komið inn og teflt. Þetta var mjög mikið notað. Oft voru öll borðin fimm sem voru til reiðu í gangi í einu, sagði Jón. HS bæði hjá Rannsóknarlögreglu og lögmönnum aðila er mikill vilji fyrir því að þetta gangi rösklega fyrir sig, þó óneitanlega sé mikið verk framundan að komast til botns í þeim aragrúa skjala sem » málinu fylgja úr fyrri rannsókn," sagði Jónatan Þórmundsson, sér- stakur ríkissaksóknari í Hafskips- málinu. -grh Rækjukaupendur við Djúp Bjóða 20% lækkun Samtök rækjusjómanna. Stöndum ekki straum af yfirborgunum verk- smiðjanna „Rækjuverksmiðjur hér við Djúp munar ekki um að borga aðkomubátum í sumar 63 krónur fyrir kflóið af rækjunni, en bjóða heimamönnum aðeins lágmarks- verð Verðlagsráðs, 50 krónur fyrir kflóið, sem er um 20% lækk- un miðað við verðið í sumar fyrir komandi vertíð í ísafjarðar- djúpi,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson í Bolungarvík, starfsmað- ur samtaka rækjusjómanna við norðanvert Djúp, í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Kristins er þetta dæmigert fyrir rækjuverksmiðj- urnar að ætla sér að láta heima- menn borga fyrir það að verk- smiðjurnar hafi þurft að yfir- borga hráefnið í sumar, ásamt því að þær hafa í mörgum tilvikum einnig borgað veiðarfæri og út- lagðan kostnað þeirra báta sem landað hafa rækju til rækjuverks- miðjanna. í gær var búið að ákveða samn- ingafund milli sjómanna og verksmiðjanna, en honum var frestað vegna þess að rækju- kaupendum mislíkaði að sjó- menn sendu í gær skeyti til sjávar- útvegsráðherra, þar sem þeir fóru fram á leyfi til að ráðstafa sínum afla að vild, eftir því hvar þeim byðist best verð. En einn talsmanna þeirra hafði látið þau orð falla í fjölmiðlum að ef sjó- menn væru ekki ánægðir með lág- marksverðið væri þeim í lófa lagið að selja rækjuna hvert á land sem væri. -grh Friðarhreyfing kvenna Jón Guðbjörnsson og Pétur Pétursson grípa í tafl á kaffistofu Hreyfils við Grensásveginn: Mikill skákáhugi á Hreyfli frá fyrstu tíð. Mynd: Sig. Skák Víðar teflt en í Sevilla Hreyfilsmenn heimsóttir, en stöðin er eitt afhöfuðvígjum tómstundataflmennskunnar í bœnum Opinberir starfsmenn Til vamar lífeyrisréttindum Samningar, hvað svo? Ólafur Ragnar gestur á landsfundi Ráðstefna um lífeyrismál ríkisstarfsmanna á laugardaginn. Birgir Björn Sigurjónsson: Tillaga 17 manna nefndarinnar felur ísér jöfnun niður á við Samkvæmt tillögum 17 manna nefndarinnar verður ríkis- ábyrgð á lífeyri opinberra starfs- manna felld niður. Þá verða rétt- indi þeirra ekki verðtryggð mið- að við laun eftirmanns cins og nú er, sagði Birgir Björn Sigurjóns- son, hagfræðingur BHMR, í sam- tali við blaðið í gær, en á laugar- daginn gangast Bandalag há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna og Kennarasamband Is- lands fyrir ráðstefnu um líf- eyrismál ríkisstarfsmanna. - Á ráðstefnunni munum við rekja forsögu þessara mála og til- lögur þær til breytinga sem liggja fyrir. Við leggjum kapp á að vekja fólk til umhugsunar um hvað þessar tillögur hafa mikil áhrif á starfskjör okkar ef þær ná fram að ganga, sagði Birgir Björn. Að sögn Birgis Björns er hér vegið að sáttmála þeim um ævi- tekjur sem opinberir starfsmenn hafa jafnan reiknað með. „Margt fólk hefur verið lengi í þjónustu ríkisins og sætt sig við lægri laun en gengur og gerist í von um skárri lífeyri þegar þar að kemur; verðtryggðan lífeyri með ríkis- ábyrgð," sagði hann. Ríkisstarfsmenn greiða nú 4% af föstum launum í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 32 ár að há- marki. Eftir það tekur við greiðslufrítt tímabil, enda hefur verið litið svo á að greiðslur í þennan árafjölda standi undir líf- eyrisgreiðslum. Tillögur 17 manna nefndarinnar miða að því að fella þessa 32ja ára reglu úr gildi. „Þetta er óviðunandi niður- staða og felur í sér mikla kjara- skerðingu," sagði Birgir Björn. „Sama er að segja um þá fyrirætl- un að lífeyristaka hefjist almennt ekki fyrr en við 70 ára aldur, en geti hafist fimm árum fyrr með refsistigum. Eins og er getur líf- eyristaka hafist við 60 ára aldur ef líf- og sjóðaldur er 95 ár saman- Iagt.“ HS a morgun Landsfundur Friðarhreyfingar kvenna verður haldinn í Sóknar- salnum á morgun, á degi Samein- uðu þjóðanna, og hefst klukkan 14. Gestur fundarins verður Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingmannasamtakanna PGA með meiru, og flytur þar crindi sem nefnist: Afvopnunar- samningar stórveldanna, hvað svo? Erindi Ólafs hefst klukkan 17.10, en áður munu sex konur úr friðarhreyfingunni segja frá ráð- stefnum og kynnisferðum um friðar- og varnarmál, og rætt verður um starf hreyfingarinnar. Landsfundurinn er öllum opinn. Föstudagur 23. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.