Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 2
Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Mér finnst hún vera fáránleg. Heilbrigðisyfirvöld með yfirdýra- lækni í broddi fylkingar eiga að ráða þessum málum um leyfis- veitingar, eins og lög gera ráð fyrir. Theodór Söebech, verkamaöur Þetta lyktar allt af kjördæmapoti. Málið heyrir undir landbúnaðar- ráðuneytið og þar á að taka ákvörðun um sláturleyfið en ekki á þingi. Örn Hauksson, tækjamaður Ég er fylgjandi afstöðu yfirdýra- læknis í málinu. Þingmenn eru aðeins að hugsa um sitt fólk í kjördæminu og ekkert annað. Tómas Tómasson, matreiðslumaður Mér finnst að öll sláturhús eigi að fá vissan aðlögunartíma til að fullnægja heilbrigðiskröfum, en ekki að ganga að sláturhúsum með offorsi. Sigrún Jóhannsdóttir, húsmóðir Mér finnst hún fáránleg. Það var rétt að taka af þeim sláturleyfið því þeir voru búnir að fá nógu langa undanþágu. hSPURNINGIN— Hvað finnst þér um sláturhúsdeiluna í Arnar- firði? ____________________FRÉniP__________________ Iðnaðarráðherra Stóriðjunefnd lögð af Áherslubreyting. Einnig horft til smœrrifyrirtœkja. Jóhannes Nordal ekki í nýrri nefnd sem sér um samninga erlendis Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra hefur ákveðið að leggja niður stóriðjunefnd, samn- inganefnd um stóriðju og frum- kvæðisnefnd. I stað þessara nefnda hefur hann skipað nýja nefnd sem á að kanna hvernig ráðuneytið geti best stuðlað að samstarfi erlendra og innlendra fyrirtækja og hvernig ráðuneytið geti stuðlað að aukinni erlendri fjárfestingu hér á landi. Með þessu ætlar ráðuneytið að beina athygli sinni að almennri þátttöku erlendra aðila í atvinnu- lífinu með áhættufjármagni í stað lánsfjár, segir í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. í tilkynningunni segir að nú séu sérstaklega kannaðir möguleikar á frekari uppbyggingu áliðnaðar í Straumsvík, en að kanna þurfi möguleika á samstarfi við er- lenda aðila bæði í stærri og minni fyrirtækium. Sú stefnubreyting virðist því hafa átt sér stað að of- uráherslan sem lögð hefur verið á stóriðjustefnuna virðist ekki lengur við lýði heldur er farið að horfa til smærri fyrirtækja einnig. Það vekur athygli að Jóhannes Nordal á ekki sæti í nefndinni, en hann hefur verið einn helsti bankastjóri Iðnaðarbankans, er Gunnlaugsson, Guðmundur G. samningamaður íslenska ríkisins formaður. Aðrir nefndarmenn Þórarinsson og Vilhjálmur Egils- á erlendri grund. Valur Valsson, eru Geir H. Haarde, Geir A. son. -Sáf Er að slokkna á stóriðjudraumnum í herbúðum íhaldsins? Friðrik Sophusson er búinn að leggja stóriðjunefndirnar niður. Skólahjúkrun Skólalæknar halda í horfinu SkúliJohnsen borgarlœknir: Kappkostum að tryggja nemendum lögboðna skólaheilsuvernd. Ekki við borgina eina að sakast. Skólahjúkrunarfræðingar urðu eftir ísíðustu samningum Við höfum gert áætlun um að ekki þurfi til þess að koma að skólabörnin verði af lögboðinni heilsuvernd, þó skólahjúkrunar- fræðinga vanti til starfa. Skóla- læknar eru í öllum skólum og grunnskólabörn fá því læknis- skoðun og ónæmisaðgerðir verða framkvæmdar sem áður. En meðan hjúkrunarfræðinga vant- ar til starfa, gerum við ekki meira en að halda í horfinu, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir vegna fréttar Þjóðviljans í gær um að ófremdarástand ríkti í skóla- heilsuvernd í Reykjavík, sökum skorts á skólahjúkrunarfræðing- um. - Vissulega er rót vandans fólgin í launum skólahjúkrunar- fræðinga. En það er ekki einungis við borgina að sakast í þeim efn- um. í síðustu samningum hjúkr- unarfræðinga voru skólahjúkrun- arfræðingar skildir eftir þegar aðrir hjúkrunarfræðingar lyftust upp í launastiganum, sagði Skúli. Skúli sagði að í gegnum árin hefði þessum þætti heilbrigðis- þjónustunnar verið betur fyrir komið en víðast hvar annarsstað- ar á landinu. - í flestum skólum er aðstaða góð, ef undan eru skildir þeir skólar sem reknir eru af einkaað- ilum. Þannig að skólahjúkrunar- fræðingar hafa almennt ekki þurft að hrökklast frá vegna að- stöðuleysis, sagði Skúli. -rk Náttúrufræðingar Þjóðgarðsstöðu mútmælt Stjórn félags náttúrufræðinga harmar að ekki hafi verið tekið tillit til menntunar og fag- legrar þekkingar í náttúrufræð- um þegar Náttúruverndarráð réð Stefán Benediktsson sem þjóð- garðsvörð í Skaftafelli. í ályktun frá stjórninni er vakin athygli á að við auglýsingu á starf- inu er gerð krafa um haldgóða þekkingu á náttúrufræði, enda sé þjóðgarðurinn friðaður vegna sérstæðrar náttúru. Einn þeirra sem um stöðuna sóttu, Sigrún Helgadóttir, hefur ákveðið að biðja Jafnréttisráð að kanna forsendur þessarar stöðu- veitingar. _m Síldin Frjálst í bræðslu Verðlagsráð hefur samþykkt að gefa verðlagningu á sfld og sfldarúrgangi til bræðslu frjálsaá þessari haustvertíð. Síðustu daga hafa sfldveiðibát- ar orðið að landa töluverðu af sfld í bræðsiu en áta hefur verið í síld- inni sem veiðst hefur í Reyðar- firði og suður með Austfjörðum. Söltun er nú að stöðvast á Austfjörðum þar sem menn eru að klára að salta upp í gerða samninga við Finna og Svía og enn er ósamið við Sovétmenn. -lg Visitalan UPP Reiknaðar hafa verið láns- kjaravísitala og byggingarvísitala sem taka gildi 1. nóv. n.k. Bygg- ingarvísitalan verður 106,5 stig en lánskjaravísitaian 1841 stig. Öll verðtryggð lán hækka í takt við vísitöluhækkanir. Sá sem tók miljón króna lánskjaravísitölulán í janúar síðastliðnum skuldar nú um 1.176 þúsund fyrir utan vexti. Ef mánaðarlaun viðkomandi hafa verið 50 þúsund í janúar þyrftu þau að vera orðin 59 þús- und nú til að halda í við lánskjara- vísitöluna. ÓP Ég hef lagt fram þetta frumvarp J Formenp hjnna stjórnar sem stjórnarfrumvarp og treysti f|okkanna verða bara að því að það hafi stuðning \ nassa UDDá sína menn. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.