Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.10.1987, Blaðsíða 8
HEIMURINN Osip Mandelstam, Marína Tsvetaéva og Anna Akhmatova. Að sögn kunnugra sver skáldskapur Brodskís sig í ætt við Ijóð þessara snillinga. Jósef Brodskí býr í New York en yrkir á rússnesku. Nóbelsverðlaun í bókmenntum Jósef Brodskí hroppti hnossið Rússneskt Ijóðskáld en bandarískurþegn hlýtur Nóbelsverðlaun í ár Sænska bókmenntaakademían tilkynnti í gær að sovésk/ bandaríska Ijóðskáldið Jósef Bro- dskí hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1987.1 greinagerð út- hlutunarnefndarinnar er kveðið svo að orði að prísinn falli Bro- dskí í skaut vegna „víðfeðmrar ritsnilli hans er einkennist af skýrri hugsun og máttugri ljóð- rænu.“ Brodskí hafði verið lítt þekktur Leníngraðbúi er nafn hans komst á hvers manns varir eystra árið 1963 en þá var hann aðeins 23 ára gamail. Pá var hann handtekinn og dæmdur til vinnubúðadvalar fyrir hinar verstu sakir, ljóða- gerð! Samtímis var hinum stima- mjúku rógtungum kerfisins út- hlutað drjúgu rými í sovéskum dagblöðum fyrir níðgreinar um hann og saksóknarinn í máli hans var víst miður sín af bræði vegna þeirrar fáheyrðu ósvífni Brodskís að standa í yrkingum án tilskil- inna leyfa. Þetta „samfélagssníkjudýr" var dæmt til fimm ára þrælkunar í hinu jökulkalda Arkhangelsk- héraði í norðri. Örlög Brodskís vöktu athygli umheimsins og svo fór að mótmæli landa hans og þrýstingur að utan neyddu ráða- menn til að leysa hann úr haldi eftir 18 mánaða vist í þrælakist- unni. Hróður Brodskís óx skjótt. Ljóð hans bárust frá manni til manns eystra í uppskriftum og munnlegum flutningi og vöktu at- hygli erlendis. Bandarískur fræðimaður og sérfræðingur í rússneskum bók- menntum, Duffield White að nafni, segir kvæði Brodskís skera sig úr öðrum rússneskum samtímaskáldskap. Menn á borð við Évgení Évtushenko og And- rei Voznesenskí yrki gjarna mælsk og „opin“ hetju- og bar- áttuljóð en Brodskí sé innhverf- ari og hnitmiðaðri. White þessi segir engan vafa leika á því að Brodskí sverji sig í'ætt við stór- skáld módernismans í gerskum bókmenntum, Önnu Akhmato- vu, Osip Mandelstam og Marínu Tsvetaévu. Áhrifamáttur ljóða Brodskís kvað liggja í því á hve snjallan hátt hann fléttar það besta úr rússnesk/sovéskri ljóðhefð sinni eigin heimssýn. „Ljóð Brodskís heltaka mann oft á tíðum því hann megnar að gæða ýms ömur- leg fyrirbæri mannlífsins sérstök- um töfrum með orðsnilld sinni,“ segir fyrrnefndur White. Þótt ljóð Brodskís hafi verið þýdd á fjölmargar tungur njóta þau sín vitaskuld best á móð- urmálinu. Kunnugir segja nánast ógerning að skila ýmsu því er ein- kenna þau yfir á erlend tungumál og nefna í því sambandi knappa hrynjandi, flókið rímmynstur og sérstæða leiki með margræðni orða. Mandelstam reit eitt sinn um hlutverk skáldskapar í Sovétríkj- unum: „Þetta er eina landið þar sem tilhlýðileg virðing er borin fyrir Ijóðum. Vegna þeirra er fólk drepið.“ Alkunna er að hann lést sjálfur í fangabúðum Stalíns. Yfirvöld eystra töldu sér stafa ógn af ljóðum Brodskís. Árið 1972 neyddu þau hann til að sækja um brottflutningsleyfi og síðan var honum flogið nauðug- um til Vínarborgar. Hann var fyrstur í röð nokkurra sovéskra rithöfunda er reknir voru í útlegð um þetta leyti. Jósef Brodskí fæddist í Lenín- grað þann 24. dag maímánaðar árið 1940. Hann er af gyðingaætt- um. Fimmtán ára gamall hrökkl- aðist hann úr skóla og lagði þá og síðar stund á hin margvíslegustu verkamannastörf. Hann komst snemma uppá kant við kerfið. Uppreisnin í Ungverjalandi árið 1956 og sú harka er sovésku hersveitirnar sýndu við að bæla hana niður færðu honum heim sanninn um að hann átti ekki samleið með ráðamönnum í Moskvu. Enn- fremur hefur hann alltaf haft sterka tilhneigingu til þess að fara ótroðnar slóðir og hlýða aðeins sinni eigin samvisku. Slíkt og því- líkt þótti ekki par góð latína eystra fyrir daga „glasnost" og „perestrojku." Eftir að Brodskí var neyddur til að flytjast búferlum frá Sovét- ríkjunum settist hann að í Banda- ríkjunum. Nú er hann þarlendur ríkisborgari. Heimili hans er í New York. Tíma sínum ver hann til yrkinga, fyrirlestra og upp- lestraferða vítt og breitt um byggð ból og baráttu fyrir afnámi ritskoðunar í ættlandi sínu og annars staðar í Austur-Evrópu. Árið 1973 kom út fyrri bók ljóða Brodskís í enskri þýðingu. Sú síðari, „Brot úr ræðu,“ kom út sjö árum síðar og spannar úrval kvæða er ort voru á árunum frá 1965 til 1978. Valdi Brodskí sjálf- ur ljóðaþýðingar til birtingar í henni. í fyrra var gefið út safn greina og ritgerða um bók- menntir eftir hann, „Færri en einn,“ og hafa gagnrýnendur al- mennt lokið miklu lofsorði á þá bók. -ks. Er tómahljóð í buddunni? Vantar þig þægilega kvöid- og/eða helgarvinnu? Það er hœgt að bœta að safna óskrifendum. hjá þér eða hjá okkur. GÓD LAUN! úr þvf. Okkur vantar Hvort heldur þú gerir Pví ekki að fólk til þess það heima prófa? Hafðu samband við Margréti í síma 681333 iMÓÐVILIINNl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.