Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 2
FRETTIP
Bremerhaven
■SPURNINGIIT-1
Kvartað yfir vigtinni
Ari Halldórsson íBremerhaven: Kerfið óskaplega tregt til breytinga. Sveinn
Hjartarson hjá LIU: Stöðugt umrœðuefni meðal útvegsmanna
Finnst þér að eigi að
heimila hermönnum á
Keflavíkurflugvelli að
búa utan vallar?
Ægir Jónsson
sjómaður:
Nei, það er af og frá. Þeir eru
búnir að eigna sér svæði á Vellin-
um og þar eiga þeir afdráttarlaust
að vera á meðan þeir eru á
landinu.
að hefur verið taiað við stjórn
Fiskmarkaðarins í Bremerha-
ven um að setja upp tvöfaldar
tölvuvogir til að vigta fiskinn sem
á markaðinn kemur í stað þeirra
tveggja gömlu lóðavoga sem nú
eru og menn hafa kvartað yfir að
sýni ekki rétta vigt. Enn sem kom-
ið er hefur ekkert gerst í málinu
en kerfið hér er því miður óskap-
lega tregt, sagði Ari Halldórsson,
starfsmaður Lubbert í Bremer-
haven, í samtali við Þjóðviljann.
Síðustu daga hafa borist fregn-
ir til landsins um megna óánægju
íslenskra skipstjórnarmanna sem
selt hafa í Bremerhaven yfir því
að vigtin á markaðnum sýni ekki
rétta vigt. Meðal þeirra sem
gagnrýnt hafa vigtina er Ásgeir
Guðbjartsson, skipstjóri á Guð-
björgu ÍS 46, en togarinn seldi í
vikunni 228 tonn, mest karfa,
fyrir 11.1 milljón króna, þar sem
meðalverðið var tæpar 49 krónur
fyrir kílóið.
í fjölmiðlum hefur verið haft
eftir Ásgeiri að munað hefði allt
að 20 tonnum úr skipinu miðað
við það sem hann hefði haldið
vera í því, en jafn reyndur skip-
stjóri og hann ætti að vita hvað
skip hans hefur af fiski um borð.
Ennfremur hafa skipstjórnar-
menn gagnrýnt hækkanir sem
orðið hafa í kostnaði við löndun-
ina og skiptir þar engu hvort fisk-
urinn er í körum í lestinni og þurfi
þessvegna helmingi færri við
löndunina, eða þegar landað er
lausum fiski. Hefur kostnaðar-
hækkunin numið allt að 10%.
Telja menn að ekki borgi sig
lengur að sigla út til Þýskalands
nema meðalverðið sé um 50
krónur eða hærra.
Að sögn Sveins Hjartarsonar,
hjá Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna eru þessi vandamál
með vigt og háan löndunarkostn-
að stöðugt umræðuefni útvegs-
manna sem vert er að halda vak-
andi, sagði Sveinn.
grh
Halldór Björnsson
pylsusali:
Nei. Þeir geta bara verið þarna
upp frá og hvergi annars staðar,
þó helst heima hjá sér.
Neskaupstaður
Björgunar-
sveitin þjálfar
sjómenn
Gerpir, björgunarsveit SVFI í
Neskaupstað, hefur að und-
anförnu efnt til björgunaræfinga
með áhöfnum togara og loðnu-
báta í Neskaupstað. Ein slík æfing
var haldin með áhöfn Magnúsar
NK fyrir skömmu og fóru björg-
unarsveitarmenn fyrst yfir eld-
varnamálin með sjómönnunum
og æfðu þá m.a. í því að slökkva
olíueld. Þá æfðu menn sig í því að
yfirgefa skipi og komast í gúmmí-
bát og í þeirri æfingu var m.a.
ítrekað réttur við gúmmíbátur
sem hvolft hafði verið.
Við æfingarnar klæðast sjó-
mennirnir flotbjörgunarbúning-
um en þeir björgunarsveitar-
menn hafa m.a. tekið að sér sölu-
umboð fyrir eina gerð slíkra bún-
inga og ætla sér að útbreiða þá
meðal norðfirskra sjómanna og
þar hafa þeir sérstaklega trillu-
karlana í huga en smábátaútgerð
í Neskaupstað er líklega ein sú
mesta á landinu, enda er aðstaða
fyrir smábáta óvíða betri.
Fernando Sabido
símamaöur:
Já, ef þeir vilja. Annað hvort
rekum við þá heim eða heimilum
þeim að búa þar sem þeir vilja.
Björn Bjarnason
atvinnulaus:
Nei, af og frá. Þeir eiga að halda
sig innan girðingar, þar sem þeir
eiga heima.
Kristján Finnsson
trésmiður:
Nei, innan vallar að sjálfsögðu.
Þeir hafa ekkert út af honum að
gera. Heima er best.
Vesturland
Kosið um lífdaga Alþýðusambands
Allsherjaratkvœðagreiðsla um framtíð ASV
Viltu að Alþýðusamband Vest-
urlands starfi áfram? Þessari
spurningu svara félagar sam-
bandsins í allsherjaratkvæða-
greiðslu, dagana 19. til 20. þessa
mánaðar.
Allsherjaratkvæðagreiðsla um
framtíð Álþýðusambands Vest-
urlands er í samræmi við meiri-
hlutasamþykkt síðasta þings sam-
bandsins, sem haldið var fyrr á
þessu ári, en þar kom fram meiri-
hlutavilji fyri því að sambandið
skyldi aflagt.
Úrslit allsherjaratkvæða-
greiðslunnar verða kynnt á auka-
þingi Alþýðusambandsins, sem
haldið verður í Borgarnesi síðar í
mánuðinum og mun þingið taka
endanlega ákvörðun um framtíð
sambandsins.
Alþýðusamband Vesturlands
var stofnað 1977 og eru aðildarfé-
lög þess 12 að tölu. Formaður
Kvennalistinn heldur landsfund
í Menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi um þarnæstu helgi.
Helstu viðfangsefni fundarins
verða staða Kvennalistans,
„Hvernig getum við markað okk-
ur enn meiri sérstöðu innan þings
sambandsins er Jón Agnar Egg-
ertsson.
og utan?“ og viðhorf kvenna til
þróunar atvinnu- og byggðamála.
Fundurinn verður settur föstu-
dagskvöldið 13. nóvember en þá
mun Anna Guðrún Jónasdóttir
lektor í stjórnmálafræðum í Sví-
þjóð flytja erindi um konur og
vald.
-rk
Kvennalistinn
Landsfundur
í Gerðubergi
Búseti
Meint vilyrði
Reynir Ingibjartsson, fram-
kvæmdastjóri Búseta hefur
beðið um að eftirfarandi athuga-
semd verði komið á framfæri:
Vegna fréttar í Þjóðviljanum
laugardaginn 31. október sl. þar
sem m.a. var vitnað til meints vil-
yrðis félagsmálaráðherra fyrir
rýmkun lánsréttar til Búseta, skal
tekið fram að hér var átt við vænt-
anleg lög um kaupleiguíbúðir
sem Búseti gæti fallið undir sam-
anber bréf frá Félagsmálaráðu-
neytinu 29. júlí sl. til Búseta.
Það er svo rétt að árétta það,
að meðan beðið er eftir lögum
um búseturétt, hefur Búseti ein-
dregið mælst til þess að félagið
þurfi ekki að lúta öðrum skilmál-
um en t.d. þeim sem gilda um
verkamannabústaði.
Ekkert sérstakt,
ég er bara blaðamaður.
Blaðamaður! Er það?
Mig hefur alltaf
langað til að spyrja
Af hverju þarf maður
alltaf að verða skítugur
á höndunum við að lesa
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. nóvember 1987