Þjóðviljinn - 04.11.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Qupperneq 5
LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBAND Tillögur Vaimalandsnefndar ________í. ♦ — 1... 1 X 11 ral to u íMCitrtluKinrlmmi loi 3 Svokölluð Varmalandsnefnd leggur fyrir landsfund Alþýðu- bandalagsins nú í vikulok tillögur að ályktunum um fimm mála- flokka auk einnar um starfshætti flokksins og hefur beðið Þjóðvilj- ann birtingar á þessum tillögum. Að auki ætlar nefndin að skila skýrslu um flokksstarfið undan- farin misseri og ástæður kosning- aófaranna í vor, en hefur ákveðið að bíða með dreifinguþess plaggs þar til á landsfundi. í dag verða birtar tillögur nefndarinnar um starfshætti flokksins, um verka- lýðsmál og um byggðamál, en á morgun koma tillögur nefndar- innar að ályktunum um umhverf- ismál, um jafnrétti kynjanna og um utanríkismál. Tillaga að ályktun um starfshætti AB 1. Ályktun starfsháttanefndar sem landsfundur 1985 gerði að sinni er enn í fullu gildi, hvað varðar meginlínur. Þar var bent á ýmsar æskilegar leiðir fyrir flokk- inn til þess að virkja félaga betur og gera baráttu og vinnubrögð öll skilvirkari. Ljóst er að fæst af því, sem þar er í beinu tillöguformi eða sem ákveðnar ábendingar hefur kom- ist í framkvæmd. Gildir þar einu til hvaða sviðs er litið, hvaða flokksstofnun á í hlut eða þrátt fyrir að ábyrgðarsvið einstakra forystumanna hafi verið mjög af- mörkuð og skýr. Varmalandsnefnd telur rétt að álit starfsháttanefndar 1985 fylgi hér með sem vegvísir fyrir nýja forystu flokksins og stofnanir hans. Jafnframt vill nefndin draga saman nokkur áhersluatriði, sem sérstaklega ber að huga að. 2. Af einstökum þáttum úr áliti starfsháttanefndar 1985 leggur Varmalandsnefnd höfuðáherslu á eftirfarandi: a) Starfið í grunneiningum - flokksfélögunum þarf að stór- aukast. Lifandi tengsl þurfa að vera út í félögin frá forystu flokksins - frá skrifstofu flokks- ins. Ef þurfa þykir sé sinnt ákveðnum erindrekstri út í fé- lögin í samvinnu við kjördæmis- ráð og þingmenn. Inn í þetta þarf Þjóðviljinn að koma með lifandi og ferskar fréttir af flokksstarfi. Án styrkra grunneininga verð- ur allt fallvaltara í forystu. b) Málefnahópar innan AB eru nauðsyn. Flokksmenn og stuðn- ingsmenn fá þar verðugan vett- vang til umræðna og ef vel er að staðið á þaðan að geta komið pól- itísk stefnumótun, sem bæði for- ysta flokks og þingflokkur getur og á að taka mið af. Aldrei hefur verið meira af knýjandi málefnum en einmitt nú og virkni flokks og tengsl við þjóðfélagið ráðast mjög af því hvernig hér tekst til. c) AB þarf að efla skrifstofu sína og gera hana að skilvirkum heimildabanka og lifandi vett- vangi um leið. Sérstök áhersla er lögð á útgáfu vandaðs fréttabréfs um allt hið helsta sem á döfinni er hverju sinni. Þar lætur forystan í sér heyra, þingflokkurinn gerir skil og starfsfólk annað færir flokksfólki það nýjasta og merk- asta af vettvangi flokksstarfsins. Gjarnan mega fréttabréfin einnig vera vettvangur kjördæm- isráða til vakningar og upplýsing- ar. d) Ásýnd í fjölmiðlum. Höfuð- áhersla á að nýta fjölmiðla sem best í flokksþágu, koma þar á framfæri stefnumiðum og áhersl- um, knýja á um að fá þar réttlátt rúm. Jafnhliða þarf flokksfólk sem fram kemur eða setur fram skoðanir sínar að gæta fyllsta til- lits til sjónarmiða annarra og á- kveðins þegnskapar í garð ann- arra félaga og þá flokksins sem heildar um leið. Einleik skyldi alltaf varast. e) Ábendingar um leiðir til að gera störf markvissari. Að kynnt verði helstu þingmál í upphafi þings og aukin áhersla lögð á flutning mála sem draga fram grundvallarhugsjón Alþýðu- bandalagsins. f) Nefndin vill með sérstöku til- liti til ástands undanfarandi tveggja ára gera þessi lokaorð starfsháttanefndar að sínum: Innan flokksins þarf ákveðna hugarfarsbreytingu til að því markmiði verði náð að laða nýja liðsmenn að flokknum og gera hann að vettvangi ferskra hug- mynda. AB á að vera vettvangur heiðarlegrar gagnrýni og hreinskilinnar umræðu um störf og stefnu. AB á að viðurkenna í verki að sjálfsagt sé að innan flokksins séu skiptar skoðanir um einstök stefnuatriði og að menn takist á um þau svo fremi menn gæti „félagslegra vinnubragða og sýni æðstu markmiðum flokksins fulla hollustu“ (2. gr. flokkslag- anna). Tillaga aö ályktun um verkalýðsmál a. Samband flokks og hreyfingar Alþýðubandalagið lítur á sig sem verkalýðsflokk og pólitískan málsvara launamanna á fslandi. Flokkurinn er grein af sama meiði og samtök launafólks og á samleið með þeim í baráttunni fyrir bættu samfélagi og auknum jöfnuði andlegra og veraldlegra hfsgæða. Á Islandi eru engin formleg tengsl milli samtaka launafólks og hinna pólitísku flokka, en flokkar sósíalista á ís- landi hafa frá öndverðu lagt áherslu á náið samband og sam- stöðu með hreyfingu launa- manna. Það er skoðun 8. lands- fundar Alþýðubandalagsins að flokknum beri að leggja áherslu á gott samstarf og samvinnu við samtök launafólks. í starfi sínu og stefnumótun ber flokknum að leggja áherslu á það sem samein- ar þessar hreyfingar launamanna fremur en það sem sundrar. Hin „óvígða sambúð“ flokks og hreyfingar hlýtur þó að byggjast á gagnkvæmri tillitssemi og gagnk- væmu sjálfstæði. Þannig getur Alþýðubandalagið - flokkur sós- íalista á íslandi - aldrei gert nið- urstöður þverpólitískar verka- lýðshreyfingar að sínum. Á sama hátt getur flokkurinn ekki krafist þess að verkalýðshreyfingin hegði sér eftir forskriftum frá flokknum. Samstarf og samvinna flokks og verkalýðshreyfingar á að taka mið af heildarhagsmunum og langtímasjónarmiðum, um launajöfnuð, alþýðuvöld ogstétt- laust samfélag. Álþýðubandalag- ið lítur á það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að tryggja fé- lagslega verkalýðshreyfingu á ís- landi. Verkalýðshreyfingu sem leitar félagslegra lausna á vand- amálum samfélagsins og beinir kröftum sínum að bættum hag þeirra sem standa höllum fæti í stéttskiptu markaðssamfélagi kapítalismans. Verkalýðshrey- fingu sem berst fyrir frelsi og jafnrétti á öllum sviðum - fyrir sósíalískri verkalýðshreyfingu. 8. landsfundur Alþýðubandalagsins hvetur til samfylkingar vinstri aflanna innan allra samtaka launafólks í landinu. Slík sam- fylking er forsenda þess að takast megi að byggja upp róttæka, Á lyktunartillögur Varmalandsnefndar um starfshœtti Al- þýðubandalagsins, um verkalýðsmál og byggðamál meðvitaða og launafólks. sterka hreyfingu b. Verkalýðsmálaráð Starfsemi verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins hefur verið slitrótt undanfarin ár. Ráðið hef- ur endurspeglað óeiningu sem verið hefur innan flokksins og samtaka launafólks. Það er skoðun 8. landsfundar Alþýðu- bandalagsins að verkalýðsmála- ráð sé mikilvægur þáttur í starfi flokksins og nauðsynlegur vett- vangur fyrir stefnumótun og sam- vinnu. Tryggja verður að „full- trúar“ frá öllum helstu samtökum launafólks eigi sæti í stjórn verka- lýðsmálaráðs ásamt forustu flokksins og að stjórnin haldi reglulegafundi. Verkalýðsmálar- áð á að vera mótandi aðili hvað varðar stefnu flokksins í kjara- málum og á jafnframt að tryggja að nauðsynlegt samráð sé milli flokks og samtaka launafólks. Með virku verkalýðsmálaráði má tryggja þá samstöðu sem nauðsynleg er milli flokks og hreyfingar og milli sósíalista, sem virkir eru á vettvangi hinna ýmsu samtaka launafólks. c. Skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar 8. landsfundur Alþýðubanda- lagsins telur brýnt að taka skipu- lag samtaka launafólks til gagngerðrar endurskoðunar. Markmið slíkrar endurskoðunar eiga að vera að auka samstöðu og lýðræði í samtökum launafólks. Það er skoðun Alþýðubandalags- ins að þessum markmiðum verði best náð með því að skipuleggja verkalýðshreyfinguna á grund- velli atvinnugreina í stað starfs- stétta eins og nú er, þannig að allir almennir launamenn á sama vinnustað séu í sama stéttarfé- lagi. Með því móti má draga úr þeirri sífelldu togstreitu sem í nú- verandi skipulagi myndast milli einstakra hópa á sama vinnustað sem semja á mismunandi tímum og taka laun eftir mismunandi launakerfum. Slíkt skipulag er einnig líklegt til að draga úr þeirri togstreitu og tortryggni sem ein- att ríkir á milli „menntamanna" og almenns launafólks, en styrk- ur sósíalista hefur löngum byggst á góðri og gefandi samvinnu milli þessara hópa. Það er skoðun Al- þýðubandalagsins að leggja beri áherslu á stærri og sterkari skipu- lagslegar einingar innan samtaka launafólks. Á þéttbýlisstöðunum verði hreyfingin byggð upp á sterkum atvinnugreinafélögum en á strjálbýlli stöðum á stærri svæðafélögum, sem verði deildaskipt eftir atvinnugreinum. Alþýðubandalagið leggur áherslu á stóraukið lýðræði á vettvangi verkalýðshreyfingar- innar, bæði í stefnumótun og á- kvarðanatöku. Tryggja verður almenna þátttöku félagsmanna í afgreiðslu samninga og í öllu starfi hreyfingarinnar. Slík lýðr- æðisleg endurvakning mun styr- kja verkalýðshreyfinguna og er ein af forsendum þess að takast megi að gera hreyfinguna að því þjóðfélagslega afli sem nauðsyn- legt er. Stórefla verður alla fræðslu- og kynningarstarfsemi á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar, með námskeiðahald, launuð- um námsfríum, uppbyggingu skólahalds og fullorðinsfræðslu. Veita verður opinberu fé til þess- ara verkefna líkt og gert er á hin- um Norðurlandanna. Alþýðubandalagið leggur áherslu á aukið samstarf og sam- vinnu milli samtaka opinberra starfsmanna og hinnar almennu verkalýðshreyfingar. Nauðsyn- legt eT- að þessir aðilar komi sér sem fyrst upp samstarfsvettvangi og stilli saman krafta sína. Með slíkri samstillingu má koma í veg fyrir að „hörmungarsaga" síðustu ára, þegar þessi samtök hafa á stundum farið skildar leiðir í kjarabaráttunni, endurtaki sig. Á undanförnum árum hafa samtök atvinnurekenda styrkt sig mjög í sessi hér á landi, ekki síst fyrir tilstuðlan hægrisinnaðs ríkis- valds. Þannig hefur atvinnurek- endum og ríkisvaldi einatt tekist að mynda „órofaheild" gegn sundurþykkri og ósamstæðri hreyfingu launamanna. Svar launamanna hlýtur að vera aukin samvinna og hugsanleg samein- ing samtaka launafólks án tillits til þess hver viðsemjandi þeirra er. Aðeins með slíkri samvinnu er hægt að brjóta á bak aftur það frumkvæði og þau þjóðfélagslegu yfirráð sem samtök atvinnurek- enda og eignastéttarinnar á ís- landi hafa náð að skapa sér. d. Kjaramálastefna og söguleg tímamót í kjaramálum leggur Alþýðu- bandalagið áherslu á aukinn launajöfnuð, aukna hlutdeild launafólks í afrakstri þjóðarbús- ins og ákvarðanatöku í atvinnu- lífinu. Alþýðubandalagið lítur á sig sem málsvara þeirra sem lak- ast eru settir í samfélaginu og berst af alefli fyrir bættum hlut þerra. í því sambandi er ný- sköpun og endurskipulagning á almannatryggingakerfi lands- manna knýjandi forgangsverk- efni. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að kvarðar jafnréttis, frelsis og félagshyggju séu jafnan lagðir á allar aðgerðir á kjaramál- um. Hér sem annars staðar verð- ur að hafa heildarhagsmuni launamanna að leiðarljósi. Flokkurinn lítur ekki á það sem hlutverk sitt að móta kjaramál- astefnu í smáatriðum. Slík stefnumótum á heima á vettvangi samtaka launafólks. Stefna flokksins hlýtur að byggjast á al- mennum markmiðum, sem líta til lengri tíma og gildir þá einu hvort flokkurinn er í stjórn eða stjórn- arandstöðu. Á undanförnum árum hafa samtök launafólks átt undir högg að sækja vegna fjandsamlegs ríkisvalds, sterkrar stöðu at- vinnurekenda og þeirrar bylgju nýfrjálshyggju og sérhyggju sem hellst hefur yfir íslenskt samfé- lag. Verkalýðshreyfingin var sökuð um ábyrgðarlausa kröf- upólitík sem kynnti undir óða- verðbólgu, með því að ríghalda í „úrelta" vísitölubindingu launa. Verðbólguþreytan gaf ríkisvaldi og atvinnurekendum kærkomið tækifæri til að greiða verkalýðs- hreyfingunni þungt högg. Al- menn laun voru stórlega skert og jafnframt var hinni „þjóðfélags- legu ábyrgð" á verðbólgunni þröngvað upp á verkalýðshreyf- inguna. Allir aðrir voru stikkfrí. Verkalýðshreyfingin hefur reynt að svara þessu með gerð „hó- flegra“ kjarasamninga með það að markmiði að auka kaupmátt launa samhliða lækkandi verð- bólgu. Þessi aðferð hefur fallið í misjafnan jarðveg í verkalýðs- hreyfingunni og á vinstri væng stjórnmálanna. Aftur og aftur hefur verkalýðshreyfingin gengið til samninga á þessum grundvelli og aftur og aftur hafa atvinnurek- endur og ríkisvald svikið sinn hluta samningsins og hleypt verð- bólgunni úr böndunum. Það hef- ur því verið rækilega sannað á undanförnum árum að hvorki verkalýðshreyfingin né launin eru aðalverðbólguvaldurinn í ís- lensku hagkerfi. Framundan er nú enn ein samningalotan. Verkalýðshreyfingin stendur nú á tímamótum. Hún hefur sýnt vilja til að ná jafnvægi í efna- hagsmálum, á meðan aðrir hafa ekki staðið við sitt. Verkalýðs- hreyfingin hlýtur því að varpa af sér því hlutverki að bera ábyrgð á verðlagsmálum þessarar þjóðar. Nú er komið að öðrum þjóðfél- agshópum að axla þessa ábyrgð. Launamenn munu ekki taka hana á sig eina ferðina enn. Því má búast við harðri kjarabaráttu í þeirri samningalotu sem fra- mundan er. í þeirri baráttu er nauðsynlegt að hreyfingin stilli saman strengi sína og komi sam- hent til leiks. Nú er lag til sóknar. Lag til að knýja stjórnvöld og at- vinnurekendur til að axla ábyrgð. Lag til að rétta hlut launamanna í þessu landi og endurheimta styrk verkalýðshreyfingarinnar. Al- þýðubandalagið heitir á alla launamenn til að standa saman um þetta verkefni og sýna þann styrk sem sameinuð hreyfing launamanna býr yfir. Tillaga að ályktun um byggðamái Landsfundur Alþýðubanda- lagsins 1987 samþykkir að fela formanni sínum að tryggja að gert verði eftirfarandi átak í um- ræðu og stefnumótun Alþýðu- bandalagsins í byggðamálum. a) Stjórn Alþýðubandalagsins, í samvinnu við framkvæmda- stjórn, þingflokk og Byggða- menn AB, efni til funda um byggðamál í öllum kjördæmum landsins fyrir lok febrúar 1988. b) Áðurnefndir aðilar gangist fyrir landsráðstefnu um byggð- amál fyrir lok mars 1988, þar sem mótuð verði ítarleg byggðamál- astefna Alþýðubandaíagsins til lengri og skemmri tíma. Landsfundurinn leggur áherslu á að fjallað verði um byggða- vandann í sem víðfeðmustum skilningi og í ljósi þeirrar grund- vallarstefnu flokksins að: „Sporna þarf við því að byggðir eyðist frekar en orðið er þar sem því fylgir efnahagsleg sóun og margháttuð félagsleg röskun. Þar sem byggð stendur höllum fæti þarf að koma til víðtæk þróunar- aðstoð þannig að enginn landsins þegn sé vegna búsetu sinnar dæmdur til að búa við vansæm- andi lifnaðarhætti. Sennilegt er að í framtíðinni þurfi þjóðin að nýta með einhverjum hætti öll byggileg svæði landsins og er augljóst að byggðastefna rís því aðeins undir nafni að tillit sé tekið til þessa. Miðvikudagur 4. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.