Þjóðviljinn - 04.11.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Side 8
MENNING Alliance Francaise Hlátur fyrir tilfðnningar Gestaleikur eftir Margaret Duras Sýning í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld Nicollet-leikhópurinn frá Frakklandi er hingað kominn á vegum Alliance Francaise, og mun sýna leikrit eftir Marg- aret Duras í Þjóðleikhúsinu, næsta sunnudagskvöld, 8. nóvemberkl.20:30. „Le Shaga“, leikritið varð til þegar höfundur leikstýrði verk- inu í Gramont-leikhúsinu í París, þ. 5.janúar árið 1968. Einn góðan veðurdag tekur kona nokkur að tala tungumál, sem er henni og öllum öðrum ókunnugt. Kona og maður hittast, sennilega í húsa- garði geðveikrahælis, geta engu að síður spjallað við hana...Þrjár hlægilegar og hjartnæmar per- sónur sem eru í engum tengslum við raunveruleikann eru saman- komnar á óákveðnum stað í óá- kveðinn tíma. Jafnvel þó lögð sé áhersla á neyð þessara persóna sem ganga hlið við hlið, án þess nokkurn tíma að ná hvor til annarar, er leikrtið fyndið og gætt léttleika. Lögð er áhersla á hláturinn til að tilfinningarnar brjótist enn betur fram. Margaret Duras er ágætlega kunn hér landi, bæði fyrir kvik- myndir sem sýndar hafa verið á Listahátíðum, og nú síðast fyrir skáldsöguna „Elskhuginn", sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu. Duras er fædd í Indókína árið 1914 og ólst þar upp að mestu til 18 ára aldurs. f París lagði hún stund á stærðfræði og lögfræði. Árið 1943 kom út fyrsta bók hennar. „Les Impudnets". Fleiri bækur fylgdu í kjölfarið en engin þeirra vakti verulega athygli fyrren „Moderato Cantabile" kom út árið 1958. Handritið að kvikmyndinni „Hirosima mon amour“ skrifaði Duras árið 1960. Hún skrifaði fjölda greina í Le Nouvel Observateur á árunum 1960-65. Verk hennar virðast yfirleitt vera í jafnvægi og í þeim reyna persónurnar að komast undan einmanaleikanum til þess að gefa lífi sínu meira gildi. Þetta gera þær með óendanlegri ást „Dix he- ures et demie du soir en été“(60) eða með glæpum og vitfirringu, „Moderato Cantabile“(58) og „L‘amante anglaise“(67)- Síð- ustu ár hefur Duras verið iðin við að skrifa ieikrit, kvikmynda- handrit o.fl. Árið 1984 kom út eftir hana skáldsagan „L‘amant“, sem byggir á unglingsárum henn- ar í Indókína. Nicollet leikhópurinn er styrktur af franska menntamála- ráðuneytinu og Heute-Normand- ie héraðinu. ekj Sinfóníuhljómsveitin Tón- leikar- í grunn- skólum Leikið í sex skólum í þessari viku Þessa viku heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands tónleika í nokkrum grunnskólum Reykja- víkur með þátttöku ungra tón- listarmanna, sem leika einleik með hljómsveitinni, og barna- kóra úr Austurbæjarskóla og Breiðagerðisskóla. Fyrstu tónleikarnir voru í gær í Réttarholtsskóla og Fossvogs- skóla. í dag leikur hljómsveitin í Breiðagerðisskóla kl. 10.00 og Laugarnesskóla kl. 11.30. A fimmtudag verða tvennir tón- leikar í Austurbæjarskóla og á föstudaginn lýkur heimsóknun- um með tvennum tónleikum í Hlíðaskóla. Stjórnandi á öllum þessum tónleikum verður Páll P. Pálsson. Á efnisskránni eru: Ungversk- ur dans nr. 5 eftir Brahms, Ave verum, Menúett úr sinfóníu nr. 39 og Tumi fer á fætur eftir Moz- art, Leikfangasinfónían eftir föður Mozarts, Leopold Mozart, Ritvélin eftir Leroy Andersson og Á veiðum eftir Strauss. Nemendur skólanna, sem hljómsveitin heimsækir, hafa undanfarnar vikur hlustað á upp- tökur af þessum verkum í tón- menntatímum, þar sem tækifæri hefur gefist til'að fjalla um þau. Þeir eru því vél undirbúnir þegar / hljómsveitin kemur í heimsókn. -mhg 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Tónleikar kammermúsikklúbbsins Tíminn hefur leikið Mendel- sohn grátt. Meðan hann lifði var litið á hann sem arftaka Mozarts. Ekkert tónskáld naut viðlíka hylli á Bretlandi. Tónlist hans túlkaði ágætlega fágaðan lífssttl Vikt- oríutímans. Þegar kom fram á tuttugustu öldina lækkaði stjarna Mendelshons mjög á lofti. Var hann þá talinn lítill karl og lé- legur. Nú á dögum reyna menn að meta hann að verðleikum. Hann er ekki einn af mestu snill- ingum tónlistarinnar. Enginn Mozart, Beethoven eða Schu- bert. Ekki einu sinni Schumann. Samt var hann snillingur innan sinna takmarka. Kunnátta hans og tækni var fullkomin, Hand- bragðið lýtalaust. List hans er ávallt fáguð, fínleg og sjarmer- andi. En hann ristir ekki djúpt. Þó er hann ekki beinlínis yfir- borðslegur. Það eru engin átök í Mendelsohn, engin spenna, eng- ar ástríður, enginn sálarháski, enginn demón. Hann er postul- ínshundur á æðra plani. Eitthvert frægasta kammer- verk Mendelsohns var flutt á fyrstu tónleikum Kammermúsik- klúbbsins á sunnudaginn í Bú- staðakirkju. Halldór Haralds- son, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran léku tríó op. 49. Síðasti kafli þessa verks er sú músik sem undirritaður þekkir er mest fer í taugarnar á honum, hverju sem það sætir. En þetta var vel spilað og mjög mendel- sohnlega. Og þá kemur í ljós að ekki er alltof hátt á honum risið, þó hann verði að vísu aldrei banal og bjánalegur. Beethoven bregst hins vegar sjaldan bogalistin. Erkihertoga- tríóið er vafalaust merkasta tónsmíð sinnar tegundar í heiminum. En ekki var ég alveg sáttur við flutninginn. Hann var reyndar tæknilega ágætur og er það varla tiltökumál. En fyrsti kaflinn var of hratt leikinn. Upp- hafsstefið tignarlega verður að fá tíma og rými til að njóta sín. Hægri kaflinn fannst mér sömu- leiðis of hraður. Skersóið og lok- akaflinn aftur á móti eins og ég vil hafa þá. En hér er auðvitað um smekksatriði að ræða. Á þessum tónleikum var frum- flutt tríó eftir Karolínu Eiríks- dóttur. Það nær að sjálfsögðu engri átt að fella dóm um nýja tónsmíð við fyrstu heyrn. En mér fannst það skemmtilegt. Allt í einu varð það æsandi og dular- fullt og svo búið. Það þótti mér verst. I fljótu bragði heyrðist mér því mesti galli verksins vera sá hve stutt það er. Fanny Mendelssohn, systir Felixar, hafði hæfileika á borð við bróður sinn. En þeir fengu aldrei að njóta sín. Þá var ekki talið viðeigandi að konur væru tónskáld. Þær áttu að vera fórn- fúsar mæður og undirliggjandi eiginkonur sinna herra. En nú semja konur músik og gera allar kúnstir. Svona breytist heimur- inn og segja sumir að hann versni með ári hverju. Að semja tónlist í æsku minni var talað um að semja tónlist. Beethoven samdi Tunglskinssónötuna. Og hún er eitthver frægasta tónverk sem samið hefur verið. Þetta orðalag var viðtekin venja. En fyrir nokkrum árum fór að bera á notkun sagnarinnar að skrifa í merkingunni að semja tónlist, búa hana til. Ég tók fyrst eftir þessu á sýningu Þjóðleikhússins á Amademus. Mozart var sífellt að klifa á því að hann væri að skrifa þetta og þetta tónverk, þegar hann átti við að hann væri að semja. Og nú er svo komið að orðalagið að skrifa tónlist er að útrýma orðalaginu að semja tón- list. Allir sem vilja tolla í tískunni keppast nú við að skrifa tónlist. Beethoven skrifaði Tunglskins- sónötuna. Og hún er eitthvert frægasta tónverk sem skrifað hef- ur verið. Þetta er óskýrt og klúðurslegt. Vegna þess að samkvæmt ís- lenskri málvenju hefur orðalagið að skrifa ekki verið notað um tónlist heldur ritlist fyrst og fremst. Það gerir einnig málfar og stíl fátæklegan og staglsaman að nota ávallt sömu sögnina um það fyrirbæri að búa til þær listir sem varðveittar eru með þvf að letra þær með táknum. Hvenær verður farið að segja: Matthías skrifaði þjóðsöng fslendinga þegar átt er við að hann orti þjóðsönginn? Skáldin yrkja ljóð, tónskáldin semja lög, rithöfundar semja skáldsögur, rita eða skrifa þær og leikskáldin geta ort, samið eða skrifað leikrit sín. Og svo er hægt að skálda, búa til, setja saman eða einfaldlega gera allt þetta. Yfirleitt fer best á því, að mínum dómi, að nota sögnina að semja tónlist. En frá því má víkja þegar sérstaklega stendur á, svo sem til að auka fjölbreytni í máli og stfl. Þá má grípa til annarra sagna sömu eða svipaðrar merkingar. Orðalagið að skrifa tónlist er óþarfi að bannfæra, en því ætti að beita mjög í hófi og af mikilli smekkvísi. Það þarf varla að taka það fram að hér er um áhrif frá ensku að ræða. Á því máli skrifa menn alla skapaða hluti. En það eru fyrst og fremst tónlistarmenn sjálfir er bera ábyrgð á allri þessari skrif- uðu tónlist á íslandi. Þeir éta þetta hver upp eftir öðrum. Þeir eru sí og æ að skrifa meistara- verk. Og þeir hafa skrifað mörg meistaraverk. Er nú ekki nóg komið? Ætla þessir snillingar aldrei að hætta þessum bölvuðu skriftum? Væri ekki nær að þeir sæju sóma sinn í að semja nokkur meistaraverk í tónlist? En leyfi skáldum og rithöfundum að skrifa sögur, leikrit og aðrar bækur í friði? Sigurður Þór Guðjónsson i l

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.