Þjóðviljinn - 04.11.1987, Síða 10
ERLENDAR FRETTIR
Reagan og Gorbatsjof á tröppum Höfða. „Reykjavíkurfundurinn skóp nýja stjórnmálahugsun."
Sovétríkin
,Perestrojkan ber málstað byltingarinnar^
Við stiklum á stóru ísíðari hluta rœðunnar er Míkael Gorbatsjofflutti í
tilefni sjötíu ára afmœlis októberbyltingarinnar
Gorbatsjof gerði síðari heims-
styrjöld og aðdraganda hennar
að umtalsefni. Hann kveður
ýmsa sagnfræðinga á Vestur-
löndum gera því skóna að grið-
arsáttmáli Sovétmanna og Þjóð-
verja hafi átt stóran þátt í því að
styrjöldin skall á en vísar því á
bug sem helberri firru. Þvert á
móti hafi Sovétmenn lagt sig í
líma við að varðveita frið og
hindra að í odda skærist milli
ríkja.
Vildu sósíalismann
feigan
„En þjóðarleiðtogar og
stjórnmálaforingjar á Vestur-
löndum skelltu skollaeyrum við
varnaðarorðum Sovétmanna. Og
það sem meira var, þeir reru að
því öllum árum að sósíalisminn
yrði brenndur á styrjaldarbáli í
allsherjarátökum við fasism-
ann.“
Gorbatsjof segir Molotof
(utanríkisráðherra Stalíns) ekki
hafa haft ástæðu til að skrifa
undir griðasáttmála með Ribb-
entrop (utanríkisráðherra Hitl-
ers) þann 23. ágúst árið 1939 ef
leiðtogar Bretlands og Frakk-
lands hefðu ekki, með fulltingi
Bandaríkjamanna, gert Mún-
chenarsamninginn við Hitler,
samþykkt innlimun Austurríkis í
Þýskaland, liðið krossfestingu
spænska lýðveldisins og þýskt
hernám Tékkóslóvakíu.
Aðalritarinn fer síðan mörgum
og fögrum orðum um þreklyndi
og hetjudáðir Sovétþjóðanna í
stríðinu við hinn fasíska andstæð-
ing er ekkert vílaði fyrir sér (eins-
og þeir vita gerst er séð hafa kvik-
myndina „Komið og sjáið" er
sýnd var nýlega hér í Reykjavík).
í lok umfjöllunar sinnar um
stríðið segir Gorbatsjof: „Stóran
þátt í sigri Sovétmanna átti Jósef
Stalín er sýndi fádæma viljastyrk,
ákveðni og þrek, mikla skipu-
lagsfæmi og hæfileika til að fylkja
alþýðu manna til baráttu."
Gorbatsjof kveður fórnir og
hetjulund almennings við upp-
bygginguna eftir stríð vera þann
grunn er allir ávinningar síðan
hafi verið byggðir á. En eftir því
sem framfarir hafi aukist hafi bil-
ið milli samfélagsgerðarinnar og
gamalla stjórnhátta breikkað.
Ekki hafi dregið úr misnotkun
valds og sósíalísks réttarkerfis,
almenningi hafi verið misboðið.
Krúsjof og Brésnef
Gorbatsjof hrósar Krúsjof
fyrir hugrekki í uppgjörinu við
skeið persónudýrkunar (það er
að segja valdatíma Stalíns) og við
endurreisn sósíalísks réttarríkis.
Hann segir framfarir hafa orðið
er Krúsjof fór með völd, jafnt í
innanríkis- sem utanríkismálum,
en margar skyssur hafi verið
gerðar er hindrað hafi frekari
framþróun og komið óorði á
ýmsa jákvæða vaxtarbrodda.
Fundur hafi verið haldinn í
miðstjórn kommúnistaflokksins í
októbermánuði árið 1964. Þá hafi
verið ákveðið að skipta um for-
ystu flokks og ríkis. Ennfrecnur
segir Gorbatsjof að félagar
miðstjórnarinnar hafi þá ákveðið
að grípa til aðgerða gegn geðþótt-
avaldi og til að leiðrétta ýms mis-
tök er gerð hafi verið í utanríkis-
málum sem og heima fyrir.
í fyrstu, segir Gorbatsjof,
gerðu nýju leiðtogarnir góða
hluti. Sovétríkin hafi búið og búi
yfir gífurlegum náttúruauð-
lindum sem geri þeim kleift að
komast í fremstu röð iðnríkja. Til
að hagnýta þær í þágu framfara
hafi þurft pólitískan vilja ráða-
manna fyrir ýmsum mikilvægum
breytingum í samfélaginu. En,
bætir hann við, brátt kom á dag-
inn að sá vilji var ekki fyrir hendi.
Vissulega voru góðar ákvarðanir
teknar en við þær var látið sitja,
ekki var skeytt um hvort þeim var
hrint í framkvæmd. Afleiðingin
hafi orðið stöðnun á flestum svið-
um.
Söðlað um
Gorbatsjof segir að fundur
miðtjórnar flokksins árið 1985 og
27. þing hans er haldið var sama
ár hafi af hreinskilni lagt mat á
ástand mála, greint orsakir
stöðnunarinnar og kveðið upp
dóm yfir þeim.
„Það kom fram að á síðari ævi-
og starfsárum Leoníds Brésnefs
hafi allskyns kreddur og venju-
formúlur komið í veg fyrir að
leitað var nýrra og ferskra lausna
á vanda samtímans. Bilið á milli
orða og athafna var orðið að
ginnungagapi.“
„Félagar, við höfðum verið
leiddir í allan sannleik um nauð-
syn perestrojkunnar (nýsköpun-
ar í efnahagslífi og samfélagi) því
hvarvetna blöstu við verkefni
sem enga bið þoldu, vinnu varð
að hefja að lausn þeirra.
Þróun sósíalismans
og perestrojka
Tvö atriði skipta höfuðmáli í
perestrojkunni. Þau eru þróun í
lýðræðisátt á öllum sviðum þjóð-
lífsins og róttækar umbætur í
efnahagslífinu." Gorbatsjof seg-
ist fullviss um að stuðningur al-
mennings við perestrojkuna og
skilningur hans á nauðsyn
breytinga, þrátt fyrir ýms vanda-
mál er óhjákvæmilega komi upp
á umbreytingaskeiðinu, muni
hafa úrslitaáhrif á framgang
hennar.
„En það væru mistök að líta
framhjá því að viss íhaldsöfl, er
sjá perestrojkuna einvörðungu
sem ógn við sérhagsmuni sína og
forréttindi, hafa aukið andstöðu
sína við hana. Þessir aðilar fyrir-
finnast ekki eingöngu í
stjórnkerfinu heldur einnig á
vinnustöðum.
Vitaskuld segist þetta fólk ekki
vera andsnúið perestrojkunni.
Þvert á móti. Það kveðst ein-
göngu vinna gegn ýmsum nei-
kvæðum aukaverkunum ný-
sköpunarinnar, það segist standa
vörð um ýms hugmyndafræðileg
grundvallaratriði sem beðið gætu
skaða af athafnagleði alþýðu
manna.
Við verðum að læra að sjá út,
afhjúpa og gera skaðlausa alla
leiki andstæðinga perestrojkunn-
ar. Manna er reyna að standa í
vegi fyrir framþróuninni, manna
er kjamsa og hlakka yfir erfið-
leikum á vegi okkar, manna er
vilja draga okkur aftur í sama
gamla farið.“
Þegar Gorbatsjof hafði með
þessum hætti helt úr skálum reiði
sinnar yfir afturhaldsöflin vék
hann máli sínu að þeim sem hon-
um finnst fara offari í breytinga-
gleði sinni og ekki hafa næga þol-
inmæði til að bera. Slíkir einstak-
lingar legðu rangt mat á hlutlægar
aðstæður í Sovétríkjunum og
yrðu að taka sig saman í andlit-
inu. Ýmsir fréttaskýrenda telja
leiðtogann hafa sneitt að Boris
Yeltsin, formanni Moskvu-
deildar flokksins, með þessum
orðum. Yeltsin er sagður hafa
lent uppá kant við ýmsa félaga í
miðstjórn flokksins fyrir
skemmstu, er hann sakaði um að
hefta framgang nýsköpunarinn-
ar, og boðist til að segja af sér
embætti.
í lok þessa ræðuhluta sagði
Gorbatsjof: „Perestrojkan ber
málstað byltingarinnar og nú er
það algert grundvallaratriði að
menn tileinki sér sjálfsaga bylt-
ingarmannsins og leggi sig alla
fram.“
Reykjavíkurfundurinn
skipti sköpum
í lokahluta ræðu sinnar gerði
aðalritarinn alþjóðamálum skil
og við grípum niðrí ræðu hans er
hann fjallar um samskipti stór-
veldanna.
„Leiðtogafundurinn í Reykja-
vík er í hópi atburða er verð-
skulda umfjöllun og mun lifa á
spjöldum sögunnar.
Með Reykjavíkurfundinum
fóru menn að tileinka sér nýjan
þankagang í stjórnmálum ólíkra
landa og þjóðfélagsgerða og sam-
skipti ríkja á alþjóðavettvangi
urðu mun frjórri en áður.“
Gorbatsjof kveður rétt vera að
í ljósi þeirra verkefna er
mannkyn verði að ráða fram úr til
að tryggja bjarta framtíð hafi lítið
áunnist. „En við höfum hafist
handa og mjór er mikils vísir."
Hann gerir væntanlegan samn-
ing sinn og Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta um eyðingu
allra skamm- og meðaldrægra
kjarnflauga ríkja sinna að um-
talsefni. „Þessi samningur er
mjög mikilvægur og markar tíma-
mót. í fyrsta skipti í sögunni er
samið urn útrýmingu heillar teg-
undar kjarnvopna. Þetta verður
fyrsta skrefið í átt til algerrar
eyðingar kjarnvopnabúra og
mun færa mönnum heim sanninn
um að það er hægt að ná góðum
árangri í þessum efnum án þess
að bera fyrir borð hagsmuni ann-
arshvors aðilans.
Þessi mikilvægi árangur er
augljóslega sigur nýrrar hugs-
unar, árangur þess að báðir aðilar
höfðu vilja og þor til að ná fram
lausn er hvorugum var á móti
skapi og gættu þess jafnframt að
tefla ekki öryggi sínu í tvísýnu.“
-ks.
Brósnef og Krúsjof. Þeim voru mislagðar hendur að mati Gorbatsjofs.
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. nóvember 1987