Þjóðviljinn - 04.11.1987, Síða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Miðvikudagur 4. nóvember 1987 246. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Bankasalan
Enn eitt vindhöggiö
Kratar: Látum viðskiptaráðherra afskiptalausan. Hugmyndin um að selja SÍS Búnaðarbanka
ogEimskip Útvegsbanka nýturlítils fylgis áþingi. Kjartan Jóhannsson: Vilekkitjámig
Við erum ekkert að æsa okkur
yfír þessum hugmyndum við-
skiptaráðherra og látum hann af-
skiptalausan í leit sinni að ein-
hverjum fleti á þessu bankasölu-
máli, sagði einn þingmaður Al-
þýðufíokksins við Þjóðviljann i
gær.
Nýjustu hugmyndir viðskipta-
ráðherra ganga út á það að sam-
eina annarsvegar Búnaðarbank-
ann og Samvinnubankann og
hinsvegar að sameina Útvegs-
bankann Verslunarbanka og Iðn-
aðarbanka. Vonast Jón Sigurðs-
son til þess að Sambandið kaupi
um 40% í Búnaðarbankanum og
hópurinn kringum Eimskip 40% í
Útvegsbanka. Þá hefur hann
áhuga á að fá erlenda aðila inn í
myndina með 25% eignaraðild í
hvorum bankanum fyrir sig.
„Ég býst nú ekki við að Sam-
bandið sé sérstaklega áfjátt í að
eignast stóran hlut í Búnaðar-
bankanum, þeir hafa sín áhrif þar
inni og eru ekkert spenntir að
taka við skuldum bænda í bank-
anum,“ sagði þingmaður Alþýð-
uflokksins.
Ljóst er að hugmynd Jóns um
að selja Búnaðarbankann mun
mæta mótspyrnu í öllu flokkum
og eru ýmsir orðnir þreyttir á
þessum tilraunum viðskiptaráð-
herra og segja ljóst að ekkert
muni gerast í málinu þrátt fyrir
stórar yfirlýsingar ráðherrans um
að hann ætli að finna framtíðar-
lausn á bankamálum landsins.
Kjartan Jóhannsson hefur ver-
ið orðaður við bankastjórastöðu í
Búnaðarbankanum, sem sárabót
fyrir að fá ekki ráðherrastól. Fari
svo ólíklega að hugmynd við-
skiptaráðherra nái fram að ganga
er sú staða úr sögunni.
„Ég vil ekkert tjá mig um mál-
ið,“ sagði Kjartan þegar hann var
inntur álits á þessum hugmynd-
um hins nýja þingmanns og ráð-
herra Alþýðuflokksins. -Sáf
Norðurlandaráð
Fulltrúar
íslands
í gær var gengið frá kjöri full-
trúa íslands á þing Norðurland-
aráðs. Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn eiga tvo fulltrúa en Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur og
Borgaraflokkur hver sinn fulltrú-
ann.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru
þeir Ólafur G. Einarsson og
Sverrir Hermannsson, fulltrúar
Framsöknarflokks Páll Pétursson
og Valgerður Sverrisdóttir, full-
trúi Alþýðubandalags Guðrún
Helgadóttir, fulltrúi Alþýðu-
flokks Eiður Guðnason og full-
trúi Borgaraflokks ÓIi Þ. Guð-
bjartsson. -Sáf
Matarskatturinn
Byrjað á
öfugum
enda
Ef menn meina eitthvað með
því að vilja draga úr skattsvik-
um, þá þarf að draga úr undan-
þáguákvæðunum - það er Ijóst.
Hins vegar lögðum við höfundar
skattsvikaskýrslunnar aldrei til
að það yrði byrjað á þessum
enda, sagði Þröstur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar,
en Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra hefur jafnan
vísað í skattsvikaskýrsluna til
réttlætingar á matarskattinum
illræmda og nefnt nafn Þrastar
Ólafssonar í sömu andrá.
- Samræming er góðra gjalda
verð en við búum við mun hærra
verð á landbúnaðarvörum frá
framleiðendum heldur en í
nokkru landi í Evrópu. Ég tel að
það sé að byrja á öfugum enda að
hefja samræminguna á þessum
stað. Annars hef ég ekkert á móti
því að vera með söluskatt á þess-
um matvörum, ef hann er látinn
renna til þess að borga þær niður
að sama skapi. Það er hægt að
finna ýmsar leiðir án þess að
íþyngja buddu fólks, sagði
Þröstur. -rk
Hafnarfjörður
Stórhýsi
kaþólskra
Kaþólski söfnuðurinn í Hafn-
arfírði hefur sótt um að fá byggja
stórhýsi á Jófríðarstöðum í Hafn-
arflrði. Húsið á að hýsa systra-
heimili, kapellu, safnaðarheimili
og aðstöðu fyrir prest safnaðarins
í Hafnarfírði.
Að sögn Erlends Hjálmars-
sonar, byggingafulltrúa í Hafnar-
firði, er hér um mikla byggingu
að ræða. Húsið er á tveimur hæð-
um að hluta og með kjallara.
Fyrir framan húsið verður aflok-
aður garður.
Erlendur sagðist búast við því
að framkvæmdir yrðu keyrðar
áfram því ætlunin er að húsið
verði klárt fyrir væntanlega heim-
sókn páfa til Skandinavíu árið
1990. -Sáf
Smygl á ódýmm vindlingum
íslendingar kaupa grimmt úr vindlingasjálfsölum og hafa með sér
heim. Rúmlega helmingi ódýrari en utan vallar
Smygl á vindlingum hefur stór-
aukist frá herstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli á síðustu misser-
um. Ein aðalástæðan fyrir þess-
ari aukningu er sú að handaríska
verslunarfyrirtækið á vellinum
hefur stórfjölgað vindlingasjálf-
sölum á vinnustöðum þar sem
bæði íslenskir og bandarískir her-
menn eru við störf.
Hver vindlingapakki í sjálfsala
á Vellinum kostar í dag 1.50$
pakkinn eða tæpar 60 krónur,
helmingi minna og rúmlega það
en vindlingar kosta utan Vallar.
Starfsmenn á Vellinum sem
Þjóðviljinn hefur rætt við full-
yrða að vindlingakaup íslendinga
hafi stóraukist á síðustu mánuð-
um eftir að vindlingasjálfsölum
var fjölgað á vinnustöðum og ís-
lenskum starfsmönnum þannig
gert léttara að nálgast þetta ódýra
tóbak. Segja viðmælendur blaðs-
ins að ekki sé óalgengt að menn
fari með fulla vasa af vindlingum
heim úr vinnunni á degi hverjum.
Yfir 2 þúsund íslendingar eru
við störf á Keflavíkurflugvelli,
þar af um 1200 sem starfa á veg-
um bandaríska hersins.
Að sögn Þorgeirs Þorsteins-
sonar lögreglustjóra á Keflavík-
urflugvelli er með öllu óheimilt
fyrir íslendinga að kaupa sér
vindlinga í þessum sjálfsölum og
ekki hvað síst að taka þá með sér
út af svæðinu. En þar sem vind-
lingasjálfsalar séu á vinnustöðum
þar sem íslendingar vinni með
Bandaríkjamönnum sé það hugs-
anlegt að þeir verði sér úti um
vindlinga á þennan máta.
Að sögn Gústafs Níelssonar
skrifstofustjóra hjá Á.T.V.R. er
ógjörningur að segja nokkuð til
um þetta mál og hefur það ekki
komið upp á borð hjá fyrirtæk-
inu.
-grh
Slysadeild
Fullyrðing Stefáns út í hött
Friðrik Sigurbergsson lœknir á lyfjadeild: Hann fékk alla þá meðferð
sem völ var á
Við starfsfólk á slysadeild Borg-
arspítalans viljum mótmæla
harðlega þeirri fullyrðingu Stef-
áns Axelssonar, félaga í Hjálpar-
sveit skáta í Hafnarfírði, sem
höfð er eftir honum í Þjóðviljan-
um í gær að hann hefði
,,steindrepist“ af völdum þeirrar
meðferðar sem hann fékk á slysa-
dcildinni, ef hann hefði raunveru-
lega verið sjúkur, þegar hann
gerði sér upp köfunarveiki síð-
astliðinn laugardag, segir Friðrik
Sigurbergsson læknir á lyfjadeild
Borgarspítalans í viðtali við Þjóð-
vifjann.
Friðrik var vakthafandi læknir
þennan umrædda dag þegar
björgunarsveitarmenn komu
þangað með Stefán leikandi al-
varlega veikan kafara með köf-
unarveiki, sem hann átti að hafa
fengið eftir köfun í Hvalfirði.
Að sögn Friðriks virtist Stefán
með mjög alvarleg einkenni
köfunarveiki og því í lífshættu.
„Á meðan hann dvaldi á slysa-
deildinni í 30-40 mínútur, áður en
leikaraskapurinn komst upp, var
allt kapp lagt á að gera þær ráð-
stafanir sem völ var. Meðal ann-
ars var reynt með öllum tiltækum
ráðum að ná í mann sem kann á
meðferð þrýstihylkis sem notað
er í tilfellum sem þessum. Á með-
an fékk „sjúklingurinn" hefð-
bundna meðferð, sem á engan
hátt hefði getað drepið hann.
Heldur þvert á móti aukið lífslík-
ur hans.“
Friðrik sagði að brýn nauðsyn
væri á að koma í veg fyrir að
svona uppákomur endurtækju sig
í framtíðinni. í þessu tilfelli hefðu
afleiðingarnar getað orðið mjög
alvarlegar þar sem meðferð ann-
arra raunverulegra sjúklinga
tafðist vegna þessa. -grh