Þjóðviljinn - 08.11.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Qupperneq 2
SPURNING VIKUNNAR Hver verður næsti for- maður Alþýðubanda- lagsins? (Spurt í Rúgbrauðsgerðinni). Ólafur Ragnar Grfmsson landsfundarfulltrúi frá Seltjarnar- nesi: Ég hef þá djúpu tilfinningu vítt og breitt um sjálfan mig að hann heiti Ólafur. Sigríður Stefánsdóttir landsfundarfulltrúi frá Akureyri: Ég er sannfærð um það og geri ráð fyrir því og fjölmargir sögðu mér það í síma norður að það yrði einhver kona frá Akureyri. Svavar Gestsson landsfundarfulltrúi frá Reykjavík: Ha? Ég hélt... Er eitthvert rugl? Hef ég misst eitthvað úr? Er ég ekki enn- þá...? Hjörleifur Guttormsson fulltrúi frá Neskaupstað: Mig grunar að einhver sé að reyna að brjótast til valda. Ég fordæmi það ein- dregið og harma. Að hugsa sér ósvífnina! Á undan mér! Guðrún Helgadóttir landsfundarfulltrúi frá Reykjavík: Ha, ha, ha. Ef enginn nennir því ann- ar verð ég bara að gera það sjálf. En það er eins og venjulega með þessa bullukolla í flokknum, koma sér aldrei saman um það sem ég vil. Mikhail Gorbatsjof veðurtepptur í Moskvu: Ef þessir félagsfræðingar frá ísafirði geta ekki komið sér saman, pere- strojka, glasnost, þá skal ég senda Raísu ... Kjósið Frambjóðandann! Ég, Skaði, hef aldrei vanið mig á að skipta mér af vandamál- um annarra. Þannig lít ég svo á að framhjáhald og fyllerí félaga minna í heita pottinum sé mér óviðkomandi og ég skelli mér yfirleitt í 200 metrana a la Denné ef eitthvað slíkt ber á góma. Eins hef ég látið undir höfuð leggjast að bera fram formlegar kvartanir vegna samkvæmis- og stóðlífs sem viðgengst hjá nágrönnum mínum og hef ekki einu sinni látið mér til hugar koma að skrifa lesendabréf um þá óáran. Hver er sjálfum sér næstur, eins og einn fyrrverandi formaður í flokknum mínum orðaði það svo snilldarlega. Lesendur geta foví sjálfir metið alvöru málsins, þegar ég, Skaði, flokksbundinn og flokkshollur sjálfstæðismaður, sting niður penna til að skrifa meðmælabréf með Frambjóðanda í Kommúnistaflokknum. En undrist ekki, lesendur góðir, því þeg- ar grannt er skoðað er það ekki minna mál fyrir okkur sjálfstæð- ismenn hver velst til æðstu metorða í Kommúnistaflokknum, en þá sem enn streða við að halda lífi í þessum volaða flokki. Þannig er, svo ég gerist ögn heimspekilegur, þannig er sem sagt að lífið þrífst alls ekki án andstæðna. Líf og dauði er þar nærtækt dæmi um eins og sóknarpresturinn minn, hann séra Þórir, hefur margoft bent á. Lífið þrífst sem sagt ekki án dauðans, Ijósið ekki án skuggans - og flokkurinn minn ekki án kommúnistanna. Hann Steini minn var nú eitthvað að þusa um það í vor að Sjálfstæðisflokkurinn okkar hefur fundið sér nýja andstæðu, sumsé manninn hennar Bryndísar úr barnatíman- um, en slíkt er vitaskuld hin argasta firra. Það kom sorglega á daginn í kosningunum þegar báðir töpuðu - við og kommarnir. Til þess að koma aftur á þeirri verkaskiptingu sem tíðkast hefur er nauðsynlegt að fyrirbyggja að Kommúnistaflokkurinn liðist í sundur eins og vélarvana skip í ölduróti lífsins ... Þess vegna, góðir lesendur, tilkynni ég, Skaði, að Frambjóð- andinn erfundinn. Og Frambjóðandinn ervitaskuld dándimað- ur vikunnar. Ég vona að þessi orð mín berist í tíma til þeirra sem á laugardagsmorgni hafa framtíð tveggja flokka á sínu valdi. Ég viðurkenni fúslega að ég er vel kunnugur Frambjóðand- anum, en það er þó ekki vinskapur sem ræður því að ég styð hann - heldur miklu framur sú reynsla af honum sem hefur sýnt að Frambjóðandinn er mikil mannkostapersóna, eins og kom raunar strax í Ijós á skólaárum okkar. Og vel á minnst: Fram- bjóðandinn er fæddur á ísafirði eins og fleiri frelsarar þessa flokkakerfis. Lagður í jötu og allt það. Við sem kynntumst Frambjóðandanum í skóla vorum fljót að sjá að þar var mikið efni. Frambjóðandinn var hvers manns hugljúfi, án þess að hafa sig mikið í frammi, var einatt í farar- broddi í félagslífinu en sinnti þó fyrst og fremst náminu af þeirri elju sem hefur einkennt öll störf Frambjóðandans allar götur síðan. Aldrei gleymi ég þeirri stundu þegar ég heyrði Frambjóð- andann fyrst halda ræðu. Gullnir lokkarnir féllu niður á axlirnar og það glampaði fagurlega á lítið eitt uppbrett nefið. Frambjóð- andinn var að bjóða sig fram sem bekkjarformaður, en náði vitaskuld ekki kosningu, enda var Frambjóðandinn þá þegar óhemjuvinsæll og hafði stuðning krakka úr öllum bænum. Síðan skildi leiðir um hríð en á ofanverðum táningsaldri frétti ég, mér til mikillar gleði, að Frambjóðandinn væri genginn í Heimdall og vænti ég mikils, enda hafði Frambjóðandinn enn einu sinni sannað hæfileika sína í Verslunarskólanum. Ég vissi að þar hafði flokknum áskotnast Frambjóðandi til allra emb- ætta, enda fór það svo að Frambjóðandinn náði hvergi kjöri á mjög glæsilegan hátt. Vonbrigðin urðu þess vegna enn meiri þegar ég frétti að Frambjóðandinn hefði yfirgefið flokkinn okkar og væri kominn í Framsókn. Og fljótlega fór ég að heyra góðar sögur af Fram- bjóðandanum úr þeim herbúðum, enda varð frami Frambjóð- andans einkar glæsilegur og endaði með að hann sagði Fram- sóknarflokkinn úr sér genginn. Jafnframt þessu lagði Fram- bjóðandinn stund á nám og kennslu og ereini Frambjóðandinn, trúlega í heiminum öllum, sem hefur náð að kenna sjálfum sér. Frambjóðandinn hefur víða komið og hefur fjölþætta reynslu, bæði í heimsmálum og sveitarstjórnarmálum. Og Kommún- istaflokknum var það sannarleaur kvalreki þegar Frambjóð- andinn gekk til liðs við hann. Eg, Skaði, vissi að þar hafði Frambjóðandinn fundið sinn flokk og öfugt - og að brátt myndu svalir vindar hreinsa út fýluna í kommagenginu. Ég fullyrði að stuðningurinn við Frambjóðandann er breiður, mjög breiður, þó svo gamla forystan vilji ekkert um hann vita og þjóðin hafi aldrei heyrt minnst á Frambjóðandann til þessa. Ég fullyrði að eina lífsvon kommúnista er að kjósa Frambjóð- andann - og marka með því tímamót í sögu íslenskra stjórn- mála! Því aldrei fyrr hefur Frambjóðandi verið kjörinn formaður í íslenskum stjórnmálaflokki! Fram þjáðir og allt það! Kjósið Frambjóðandann!! „Og þarna lá hún... risastór górilla. Og Lúlli sagði sisona: Heldurðu að hún só dauð eða bara sof- andi?“ * „Jæja, krakkar mínir. Nú ætlar hann Steini aö segja okkur hvað hann fann sniðugt í fjöruskoðun- arferðinni síðasta vor...“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.