Þjóðviljinn - 08.11.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Page 5
Það eru svo fáir sem ennþá dvelja í sjálfum sér. Allur þessi hraði í nútímaþjóðfélagi gerir okkur það nánast ókleift. “ Myndir Sig. komst ekki undan spumingunni, þá sagði hann: Þér ráðið því sjálf- ur hvað þér gerið við Amald í Ameríku. - Eg tek undir þessi orð Laxness en samt sem áður lifa allar persónumar áfram í mér á einhvem hátt. - En hvernig tíður þér þegor þú ert að skrifa? - Ég er mjög erfið í umgengni. Ég hef vinnuherbergi úti í bæ og hef vit á því að koma mér í burtu. Ég er það heppin að geta það, því það er mikil samheldni heima fyrir. Svo hef ég aðgang að klaustri í Danmörku. En eftir að ég hafði skrifað fyrstu opnu ást- arlífslýsinguna í bókinni - stund- um er einsog ég skrifi ósjálfrátt - þá varð ég skelfingu lostin á eftir. Las þetta yfir og hugsaði með mér: Hvað hef ég gert. Ég fór heim og hellti mér yfir einn af sonum mínum, sem flúði niður í herbergi til sín, en ég varð auðvit- að að elta hann þangað og hélt áfram að skammast. Svo þegar maðurinn minn kom heim, reifst ég í honum, sagði þetta væri nú meiri lognmollan á þessu heimili; manni væri ekki einusinni boðið í bíó. - Og af því að ég á mjög elskulegan mann, þá flýtti hann sér að bjóða mér í bíó. Við kom- um svo fyrst uppi í vinnuherbergi og ég las þetta fyrir hann - og hann varð mjög hrifinn... - Gagnrýni...? Hvað um gagnrýni? - Við verðum að hafa aðgang að góðri gagnrýni. Ef gagnrýnandi er menntaður og skilningsríkur og hefur sköpunar- glóð, getur hann gert góða hluti. Gagnrýni getur verið listaverk, einsog Hermann Hesse lýsir í grein sem hann skrifaði. Dæmi um vel unna krítik sem ég hef fengið var frá Helgu Kress, þar sem hún bæði hældi og setti útá. Þetta var greinilega mjög vel unnið hjá henni. Ég var líka svo heppin að kynnast Jóhannesi úr Kötlum og Sigurði Nordal. Það var mikil reynsla; þeir voru svo miklir brunnar. Sigurður Nordal sló alltaf taktinn þegar hann fór yfir hjá mér. Eins og hann væri að hlusta á tónlist. Ef hann hætti að slá, vissi ég að einhversstaðar var fölsk nóta í ljóðinu. - Hvað erþað sem helst inspírar þig? - Það er voða margt. Ég get þess vegna fengið hugmyndir þegar ég skræli kartöflur, og líka í sundi. Mér finnst mjög gott að fara í leikhús til að fá hugmyndir. Þær geta þá verið alls óskyldar því sem leikritið gefur til kynna. Og í messum öðlast ég ró og ein- beitingu sem er gott fyrir hug- myndir. Svo eru líka vissir höf- undar sem inspíra mig, Halldór Laxness og Guðbergur Bergsson. Þeir eru svo miklir orðsins menn. Og William Heinesen. - En skóldsagan þín. Ertu að fóst við svipaða hluti og í leikritum þínum og Ijóðum? - Skáldsagan er skyldari leikritunum mínum, ljóðin eru svo mörg og ólík. En ég er, held ég, að fjalla um misskiptingu milli fólks. Og ástina. Það að vera ástfanginn. Að þora að fórna sér og tíma því. Okkur hættir svo til að vera eigingjörn og nísk. Sem sprettur auðvitað af hræðsiu og óöryggi, vegna þess hvernig heimurinn er orðinn. Þar sem allt snýst um kapphlaup um eignir og peninga. - Ein ,Jreudísk“ að lokum. Er öðruvísi Jyrir listakonur að vera mœður? - Ég get bara svarað fyrir sjálfa mig. En ég held að listamenn, t.d. leikarar sem æfa frá 10-2 hafi meiri tíma fyrir böm sín, en þeir sem vinna frá 9-5. Ef manni tekst að koma því þannig fýrir að mað- ur getur unnið sjálfstætt, þá getur maður betur skipulagt tímann með bömum sínum. Börn gefa manni svo mikið. En á okkar tím- um, þá er það nánast óþekkt að móðir fómi sér fyrir barn sitt og það er skammarlegt að foreldrum skuli ekki vera gert kleift að vera meira með bömum sínum. Það hefur enginn tíma. Við eigum ekki tíma okkar lengur. Það em svo fáir sem dvelja í sjálfum sér. En bamið er sköpunarverk guðs - eins og listaverkið. Manneskjur em bara miðlar. _ekj Kafli úr bókinni Móðir Kona Meyja Næsta kvöld fór ég í bíó. Ég fór í sama bíóið og við Villý höfðum farið í en það var önnur mynd og ég skildi hana ekki og ég sá hana varla - fólkið bara leið um tjaldið og mér fannst fólkið í bíóinu allt rekast á mig í hléinu og ég hafði mig ekki í að fara að sælgætisborðinu og kaupa mér eitthvað að drekka þó ég væri þyrst. Ég fór á kósettið og mér fannst erfitt að komast þangað - mér fannst allir ýta mér og ganga á mig og ég gekk út í hléinu. Og þegar ég kom út á götuna gekk ég að pylsuskúrnum og fann lyktina af pylsunum og langaði að fara inn en það vom svo margir þar inni að ég hætti við og þegar ég stóð þar og horfði inn um gler- hurðina heyrðist mikill mót- orhjólagnýr og allt í einu var komið upp að mér og tekið laust í öxl mér. Það var strákurinn sem hafði beðið eftir Villý þegar við höfðum komið út úr bíóinu áður - sá sem hafði sent Villý tóninn. - Sestu aftan á, sagði hann og þeir voru fjórir saman á mótor- hjólum og einn var á mótorhjó- linu sem Villý hafði haft um kvöldið. - Nei, sagði ég, - alls ekki, og mér fannst tröllkonan reka höfuð sitt út úr klettinum og tala fyrir mig. - Alls ekki, sagði ég aftur reiðilega og hélt af stað fyrir hornið og þeir eltu mig og ég herti gönguna og þeir biðu og hjóluðu svo með miklum gný upp að mér og það var ekki langt heim til mín, bara tvær beinar, breiðar götur og ég var ekki hrædd en flýtti mér þó og einn sagði: - Og indíáninn kominn bak við lás og slá - þú ættir að setjast upp á hjá strákum sem eiga sínar nöðrur sjálfir, litla mín. - Látið þið mig í friði, asnarnir ykkar, sagði ég. - Bara með frekjulæti, svona lítil og góð seitastelpa, sagði hann og ég gekk áfram og þeir eltu og þeir biðu alltaf á milli og létu mig ganga spöl og spýttu svo í og stoppuðu hjá mér og tröllkonan æddi um inni í klettinum og kreppti hnefana. Og þeir stönsuðu og einn þeirra sagði: - Fórstu svo með indíánanum heim í kanamellu- bælið - plataði hann litlu sveita- stelpuna inn í subbustíuna sína? Nú liggur hann á brekáni í stein- inum, greyið Villý, og enginn hann svæfir, hvorki subbuker- lingar í bragganum né litlar seitastelpur með sakleysi í augum. Og ég stóð grafkyrr og sneri baki í hann og mér fannst ég stækka og stækka og tröllkonan vera ég og ég sneri mér hægt við og gekk að honum og barði krepptum hnefanum fjórum sinnum í andlit hans og öskraði að honum: - Hafðu þetta, svíð- ingur, og komið ykkur burt á ykkar helvítis nöðrum og kúrið þið bara í ykkar mjúku fletum, aumingjar, - og ég sá blóðið spýt- ast úr nösum hans og ég öskraði hátt: - Burt með ykkur eða ég lem ykkur alla, og svo hló ég heiftarlega og þeir störðu á mig allir og ég starði heiftúðug á móti og við vorum fjórum húsum frá húsinu þar sem ég bjó og sá sem ég hafði barið þurrkaði sér með handarbakinu en blóðið rann og rann og ég sneri mér hægt við og gekk löngum skrefum áfram og þeir biðu stund og sneru svo við á hjólunum og keyrðu burt og ég var alveg róleg og ég var ánægð og það hvarflaði ekki að mér á meðan ég gekk heim að húsinu að þeir gætu gert mér neitt - ég var sterk og stór og þeir fóru og ég heyrði þá renna niður götuna á skellinöðrunum og nú hafði tröllkonan komið út úr klettin- um. En hún átti eftir að taka klettinn og bera hann burt - taka hann út úr brjósti mínu og bera hann til fjalls. Það gerði hún þeg- ar Sína hafði sagt mér sögu sína. Þá nótt tók hún klettinn úr brjósti mér og bar hann burt - bar hann til fjalls og þá nótt grét ég og ísinn bráðnaði en eftir varð sárið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.