Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 15
Good to be back in
HRÚTAFJÖRÐUR
Stundum sit ég einn við
gluggann minn og stari út í
amerískan raunveruleika sem
rennurviðstöðulaustniður
breiðgötuna framhjá íbúðinni
okkar. Og stundum ber það
við að hann rigni ofan í þessa
mynd og einnig stundum
bregður því við að í stökum
dropa opnist mér aðrir
heimar. í þetta sinn er það
Hrútafjörður, sá gamli gráni,
sem birtist mér að óvörum í
frekar litlum dropa sem fellur
síðan á gult leigubílshúdd og
brunar burt, eitthvað niður í
bæ. Hrútafjörður, ég endur-
tek, Hrútafjörðuropnast mér
ofan af hálfnaðri Holtavörðu-
heiði, liggurþarmarflaturen
þó ekki sléttbakur því að sögn
fróðra manna hefur öldur ekki
lægt í þessum firði nú í
hartnær hundrað ár, eða frá
því hann lagði endilangan
snemmsumars 1883. Hrútafj-
örður setur einatt að mönnum
einkennilegan hroll þá er þeir
dýfaframljósum bifreiða
sinna niður í áhrifasvæði
hans, í dimmu eða björtu.
Skýringar á þessu fyrirbæri
eru því miðurfáar endatelst
þessi landshluti ekki með
neinum fáanlegum veður-
spám þar sem hann tilheyrir
hvorki Norður- né Suðurlandi,
hvað þá Vesturlandi og eng-
um ætla ég þá bíræfni að telja
Hrútafjörð meðal Austfjarða.
Nei, hann má bíta í það veður-
farslega kalda epli að vera
einstakur og sér á meðal
nafna sinna íslenskra og dúsa
dulúðugur í innsta horni
Húnaflóa, annálaðurfyrir
strjálbýli sittog atburðaleysi,
fræguraðeins sem „áningar-
staðuríalfaraleið."
Inn eftir hrollköldum Hrúta-
firði eltir pólkaldur hafsynningur
hvítflygsandi öldur og veltir þeim
fram yfir sig, hverri á fætur ann-
arri þannig að hið svo til lárétta
sjávarborð verður skáröndótt,
grænslagsgrátt og hvítt, í fullu
samræmi við hinar lágværu hlíðar
sem sín hvoru megin lulla upp frá
því og inn í landið, röndóttar af
hreytingssköflum sem hannaðir
voru af sama höfundi nokkrum
nóttum áður. í gegnum snjórend-
urnar silast svitablautur þjóðveg-
urinn frá mótum sínum í botni og
annarsvegar út Strandir vestan
megin, en hinsvegar norður í
Skagafjörð austan megin. Engir
bflar eru hinsvegar sjáanlegir,
umferð ekki teljandi og annað
vélrænt lífsmark ekki merkjan-
legt, utan tveggja ókennilegra
fugla sem láta berast fyrir áður-
nefndum norðanvindi inn fjörð-
inn og eru senn á móts við „Borð-
eyrarfeysknu bryggjupolla”. Við
sjáum brátt að hér er um tvo
hrafna að ræða.
Eins og menn vita flýgur tím-
inn hratt en hrafninn mun hægar.
Fyrir svörtum fjöðrum bifast
hann þungum vængjatökum um
hinar hraðfleygu stundir og endar
jafnan á því að dragast aftur úr
þessum mikla og framskreiða
gangi tímans. Einmitt þetta gerir
þá svo biksvarta á litinn, þegar
við nútímamennirnir erum að
búa okkur undir aldamótin
næstkomandi flögra hrafnarnir
enn í svartri fomeskju. Að þessu
sinni eru þessir tveir Hrútafjarð-
arhrafnar staddir á árinu 1919.
Þá ber hægt inn að hinni lág-
reistu eyri þar sem menn forðum
fundu þau borð og annan rekinn
við sem nægði þeim í þann húsa-
kost sem þá nægði Borðeyring-
um. Og krumma tvo ber enn
krúnklaust niður að einu þessara
fyrrastríðs-húsa þar sem þeir tylla
sér þreyttir á bárujárnsmæni fyrir
miðju þaki. Það heyrist niður í
kvistherbergið undir þeim þegar
þeir læsa beittum klóm sínum um
járnið og það heyrir einmitt vel sá
er þar situr á volgum rúmstokki
en hallar sér þó brátt upp að hinu
sjórekna þili og dæsir létt á þann
hátt er tíðkaðist á fyrstu árum
aldarinnar. Hér er enginn annar
en Þórbergur Þórðarson sem
tekið hefur hús hjá þorpsbúum
eina nótt á hinni frægu ferð sinni
um Strandir og suður heiðar. Hár
hans er úfið af andríki og flækist
rautt upp þilið en svipur hans er
svipur ástar-aulans sem nývakn-
aður er eftir fyrstu nóttina eftir
framhjáhaldið mikla. Framhjá-
hald margra andans höfðingja og
djúpra listamanna sem er allt
annað en hið venjulega og borg-
aralega framhjáhald dauðlegra
manna, nefnilega það þegar þeir
ganga framhjá sinni stóru ást af
einhvers konar óskiljanlegu
blandi af fórn og aumingjaskap.
Sérhvert listaverk sem er annað
og meira en olía á striga er í raun
dæmi um þess háttar andlegt
framhjáhald. En það er skiljan-
lega langt frá því að ungur og
morgunfölur Þórbergur átti sig á
þessu síðari tíma samhengi þar
sem hann teygir sig eftir rakhníf
sínum og dýfir honum í heitt vatn
þvottaskálarinnar sem stelpan
kom með upp til hans áðan, allt
önnur stelpa. Hann lítur í spegil-
inn og mundar hnífinn að hálsi
sínum. En við skulum ekki dvelja
of lengi í hinum flókna huga Þór-
bergs Þórðarsonar, til þess erum
við of léttmæt, en hverfum þess í
stað í fylgd hrafnaflókanna sem
nú blaka sér af mæni gamla gisti-
hússins á Borðeyri og í áttina að
öðrum og sósulitari skála innar í
firðinum.
Og einmitt þar kuðlast nú fyrir
köldum vindum ársins 1987,
blautir Shellfánarnir, beingulir
og moldrauðir Shellfánarnir við
Staðarskála. Það hriktir í stöng-
um þeirra og stögum, en enginn
heyrir það því enginn er hér úti
við, nema jú, þarna kemur mað-
ur út, enginn annar en Þórbergur
Þórarinsson, sem er allt annar
Þórbergur, og ekur Siglufjarðar-
leið með búslóðir og ávexti. Full-
ur af innanvolgri hamborgara-
þembu gengur hann fýrir suður-
gafl Staðarskála þar sem er að
finna eina skjólið í öllum Hrúta-
firði. Og þó furðulegt megi virð-
ast stansar hann augnablik og
finnur á sér fjarlæg skilaboð.
Hann leggur vinstri vanga sinn
þétt upp að veggnum og finnur í
gegnum hann heitan ylinn frá
sænskum hitavatnslögnunum.
Við því brosir hann létt og túlkar
þannig tilfinningu mína, manns
sem situr við kaldan glugga í New
York og hugsar heim til lands
síns, íslands. í volgum vanga
vörubflstjórans þéttum að suður-
gafli Staðarskála í Hrútafirði.
Eins og áður segir fellur hinn
smái dropi á gult leigubflshúddið
og brunar síðan eitthvað niður í
bæ.
28. okt. ’87
New York City
Hallgrímur Helgason
Sunnudagur 8. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15