Þjóðviljinn - 08.11.1987, Side 19

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Side 19
Punktar af plasti Bjami Tryggvason: Önnur veiöld Bjarni á bömmer - en þarf hann endilega að hafa svona hátt um það...? Ooooooohhhhhhhhhh, Áááá- ááááá. Æi. Óó. Ái. Aaaaaaaa- aaahhhhh. Gvuuuuuuuð. Hjálpi mér. Á ááá áæóæáóíáó. Ohhhhh. Þrautir kvalir pína myrkur stormur öskur og óp. Mikið hræðilega hlýtur að vera erfitt að vera Bjarni Tryggvason. Ekki öfunda ég drenginn. Eldur- inn brenndi, ísinn þig kól. Stend ég einn og stari/stormur hylur byggð. Grenjar bylur, sofnar sól/ syrtir yfir dalsins mynni. Dökk er hugsun dimmar nætur/dæmd er sálin hengd í grein./Trylltur vind- ur í trjánum grætur/tanna gnístur dauðans vein. í dimmum sundum eymdin að þeim skreið,/sem eíding ópið myrkrið sundur sneið./Stormurinn bítur, blóðug er hans slóð,/brostnar raddirnar reyna að mynda hljóð. O.s.frv. Þetta eru nokkur dæmi úr nokkr- um textum plötunnar Önnur ver- öld. Ég vona að þetta sé sem allra flestum önnur veröld en sú, sem þeir hrærast í svona dags daglega. Flestir eru textarnir með ein- dæmum klúðurslega ortir. Inni- haldið er ekki allt, eins og ég hef áður leyft mér að halda fram. Frekar skemmtilega og vel saman settan texta um ekki neitt en ambögur um mikilvæga hluti. T.d. er sverðsegg kvenkynsorð. Ég hélt í fyrstu að um prentvillu á textablaði væri að ræða þegar ég rak augun í eftirfarandi: „... sverðsins eggið nístir beinið." En svo söng hann það svona líka helvítis beinið. Það ætti að taka hann á beinið fyrir þetta. Því þetta nísti gegnum merg og bein. Þetta er kannski mest sláandi dæmið. Um vit- leysur þ.e.a.s. Kveðskapurinn sem slíkur er svo einfaldlega bara afleitur. Pað sést kannski ekki vel á þeim dæmum, sem ég birti hér að ofan. En í heild er hann afar slakur. Lagasmíðar rétt hanga í meðallagi. Hljóðfæraleikur ágæt- ur. Söngur kraftlaus og lítt sannfærandi. Það sem ég á svo erfiðast með að sætta mig við, varðandi þessa plötu, er að hún skuli hafa komið út. Tilgangurinn er ekki augljós. Helst dettur mér í hug að hún sé ætluð til að valda óupplýstum unglingsstúlkum martröðum. Svo svört er myndin, sem dregin er upp af heiminum á þessari plötu, og svo illa er teiknað/skrifað, að ég bara fatta ekki bofs. Menn eiga að halda svona löguðu fyrir sjálfa sig. Víst er margt vont í heimi hér, en öllu má nú ofgera... Og ef menn vilja endilega ofgera, þá er lágmark að menn geri það á sæmilega góðu máli. Nú finnst kannski einhverj- um að ég sé búinn að endurtaka mig nokkuð oft síðustu tuttugu línumar eða svo, en það er bara í samræmi við gripinn sem fjallað er um. Nístandi öskur og myrkur sem rifnar, kaldur stormur og svartasta sorg í öðru hvoru og hverju lagi. Og þar sem örlar á vonameista, er hann kæfður í fæðingu. Heiminum er sumsé ekki við bjargandi. Og ekki mér heldur, svei mér þá, því ég held áfram að skrifa og skrifa um þetta afkvæmi myrkursins, plötuna Önnur ver- öld, get ekki hætt að fárast yfir þessari svartsýni og orðaklambri, held bara áfram að skrifa í þeirri von að ég finni eitthvað jákvætt til að segja um þetta allt saman. En það bara kemur ekki. Ég skil þetta ekki ennþá. Af hverju? Af hverju? Já, það hlýtur að vera erfitt að vera Bjami Tryggvason... en hann er nú ábyggilega ágætis strákur.... upphafí Rennsveittur órakaður illa gyrtur óþveginn og illa lyktandi hljóp hann um döggvotan skógarstíginn undir fullu tungli vaðandi í öskugráum skýjaflók- um, sem vom rétt um það bil að hefja för sína niður til hans. Hann hirti ekki um mig þig þá þær þau hann hana Jón Stínu Stebba Árna Gunnu eða ungtemplara í rjóðr- inu. Þau dmkku af stút og elskuð- ust heitt í guðsgrænni. Svitnandi bölvandi ragnandi grátandi hlæj- andi talandi syngjandi öskrandi hljóp hann áfram eftir skógar- stígnum uns hann gat ekki annað en hætt að hlaupa, uns allt hlaupið var horfið úr líkama hans um miðnættið einmitt um leið og fyrsti uppleysti skýjaflókinn nam land. Regndropar, tærir súrir glitrandi votir kaldir svalandi skvampandi dillandi rennandi regndropar blönduðust söltum svita á enni hans, enni sem bólgn- aði tútnaði roðnaði blánaði af ólgandi bóði í ótal æðum útum allt, hjartað hamaðist hamaðist, barðist og hamaðist eins og ung- lingsstúlka í frystibónus, hjartað hans hamaðist. Hann lá í blautu grænu grasinu, stóð upp, labbaði af stað, rólega, rólega varlega hægt og hljóðlega og hjartað hans hægði ferðina og ennið varð aftur hvítt. Hendur hans urðu líka hvít- ar, andlitið fætumir rassinn bakið maginn tippið tungan tárin allt varð hvítt. Hann hægði enn á sér og hjartað hans hægði líka á sér, hann fór hægar hægar hægar hæg- ar hægar og nam loks alveg staðar um leið og hjartað hans sló sitt síðasta högg. Dúfumar kurruðu vinalega á höfði hans um leið og þær drituðu í sjöunda skiptið þann daginn á vinstra eyra hans. Róninn meig utaní hann ældi og skyrpti á hann og stelpan klíndi tyggjói á hann. Loks vom allir farnir og hann steig af stalli sínum enn á ný, hljóp, hljóp hljóp og svitnaði, hljóp alla leið í tjörnina og baðaði sig, hljóp, hljóp hljóp alla leið til baka öskrandi hlæjandi grátandi syngjandi hljóp hann til baka uns hjarta hans hætti að slá og hann stóð alveg kyrr... P u n k Grafík: Ég hef mikið fárast yfir textum í plötudómum mínum, sbr. hinn dóminn hér á síðunni. Og nú kann einhver að halda að ég ætli líka að skamma Grafík fyrir sína texta. En ég ætla ekki að gera það. Þess gerist ekki þörf. Alveg hreint ágætir textar hjá þeim. Hér hanga orðin nefnilega vel saman. Ekki verið að eltast við endarímið endalaust á kostnað orðaraðar. Þeir renna áreynslu- laust úr barka Andreu í fullkomnu jafnvægi við laglín- una. Ekki verið að troða 67 at- kvæðum á 3 tónbil. Og í poppi/ rokki em textar ekki jafn mikið metnaðarmál og þeir ættu að vera í trúbadorsöng. Áð sönnu er ekki verið að flytja neinn siðaboðskap eða varpa fram einhverjum stóra- sannleik á þessari plötu, en það er heldur ekki verið að reyna það. Hvergi er boginn spenntur of hátt. Samt er ekki hægt að segja að um innihaldslausa sí- bylju sé að ræða, tilfinningar og misduldar meiningar skína í gegn. Hljóðfæraleikur er allur með hinum mestu ágætum svo sem verið hefur á fyrri plötum sveitarinnar og virðist hinn nýi bassaleikari falla inn í bandið eins og mý á mykjuskán. Hmm. Þetta var kannski ekki alveg það besta sem ég gat sagt. En þið vitið hvað ég meina. Er það ekki? Trommur og gítar í stjörnuflokki og Hjört- ur á stórgóða spretti, sérstaklega tar o f plasti Leyndarmál • bvHct \ viclrn þegar synþinn tekur uppá því að hljóma eins og Hammond gamli, eða jafnvel Farfisa frændi, í titil- laginu; Leyndarmál. Og svo hún Andrea. Ég leyfi mér hér með að varpa fram þeirri fullyrðingu að við höfum eignast þriðju rokk- söngkonuna. Ég skil vel að pilt- arnir hafi hoppað upp úr skónum þegar hún hóf upp raust sína fyrir þá fyrsta sinni. Hún syngur eins- og engill, mér er sama hvað stór- ibróðir minn segir. Ég held hann hljóti bara að hafa eitthvað á móti henni persónulega. Já, hún syngur vel, þeir spila.vel, textarn- ir ágætir til síns brúks, útsetning- ar eru góðar o.s.frv. Og þá er kominn tími til að snúa sér á hina hliðina. Því einhverja vankanta hlýt ég að geta fundið á gripnum. Það er ekkert gaman að skrifa um plötur ef maður fær ekki útrás fyrir nöldursegginn í sér. Og hvað er svo að? Lögin. Hmmm. Sko, þetta eru kannski ekki slæm lög. Alveg ágæt sum hver meira að segja. En einhvernveginn finnst mér vanta einhvern neista í laga- smíðarnar. Áður voru Grafíkur- menn svolítið sér á parti á því sviði. Lögin þeirra skáru sig úr, það lék enginn vafi á því hverjir voru á ferðinni, þegar þeirra tón- list glumdi í viðtækjum lands- manna. Núna finnst mér eins og þessi sérstaða sér að nokkru leyti horfin. Þykist ég í visku minni óhverfulli greina aukin erlend áhrif í hinum grafíska tónskálda- skara. Og það jafnvel svo að mér verður ekki rótt á köflum. Tökum sem dæmi lagið Stund- um. Þar eru drengirnir í Simple Minds lifandi komnir, enda skilst mér að lagið hafi verið samið á hápunkti vinsælda þeirrar ágætu sveitar hérlendis. En það eru fleiri góðir menn sem vitja Graf- íkur í þessu lagi. Joy Division er með puttana í strengjunum á nokkrum mjög svo áberandi stöðum. Það sem bjargar laginu er söngur Andreu og svo stórgóð- ur rífandi gítarkafli í seinnihlut- anum. Og svo næsta lagi; Á steinsteyptum skóm. Gítarstefið úr You did cut me (China Crisis) er bara mætt á svæðið nokkurn veginn ómengað. En það er bara stutt. í öðrum lögum er ekki svona auðvelt, og eiginlega ekki hægt, að benda á ákveðnar fyrir- myndir, en einhvernveginn finnst mér hin sérgrafíska stemmning hafa farið halloka. Þetta er þó ekki svo slæmt að ég fari að fara að slá þau af. Síður en svo. Þessi plata stendur flestum, ekki öllum, en flestum íslenskum skífum framar, á flestum sviðum. Nú er ég auðvitað aðeins að tala um uppskeru þessa árs. Þetta er semsagt hin ágætasta skífa og býð ég hana hjartanlega velkomna í mitt fátæklega safn... Gott leyndarmál hjá Grafik - óþarfi að halda því ieyndu lengur... Gleðihomið Ég er svo aldeilis yfir mig glað- ur og kátur og ánægður að ég kem ekki upp einu orði. Það kemur sem betur fer ekki að sök þegar um dagblöð er að ræða, maður skrifar bara í staðinn. Þetta orð- leysi hefði verið verra í útvarpi. En ég er semsagt voðalega glaður og ánægður. Ég var nefnilega að lesa um það í svona útlensku blaði að uppáhaldshljómsveitin mín - eða ein af uppáhalds hljóm- sveitum mínum - ætli að fara að gefa út sína þriðju plötu í janúar n.k. Kominn tími til. Ekki er komin nafn á skífuna enn sem komið er, en á henni verða heil tíu lög eftir Paddy vin minn MaA- loon. Öll önnur lög, sem ég hef heyrt eftir þann dreng, hafa verið eins góð og hægt er að hugsa sér, og jafnvel betri. Á Swoon var sveitin góð. Á Steve McQueen var hún betri og hvað gerist nú? Ég get ekki beðið - ef hún verður ekki jafngóð eða betri en sú síð- asta neyðist ég til að draga mig í hlé frá heimsins glaumi og hefja innhverfa íhugun til að komast yfir áfallið. Ég meina, þessi sveit á að gera bestu plötu ársins. Ann- ars er allt ónýtt. Mér finnst svo neikvætt varðandi persónuleika minn og álit annarra hvað ég er alltaf ánægður - eða oft - með hrátt og böðulslegt rokk - fólk heldur kannski að ég sé einhver niðurrifsseggur og aldrei rómó og góður við konuna mína. Þess vegna set ég allt mitt traust á þessa frábæru fjaðurvigtarrokk- ara, sem strjúka manni um kinn- ina og gæla við hlustirnar með fögrum hörpuslætti - eða þannig - um leið og þeir flytja manni öll sín ljúfustu ljóð um allt sem máli skiptir í heiminum. Alvarleg, yndisleg, kraftmikil og hógvær sveit með allt á hreinu - svona eiga bændur að vera. Og ef þið skylduð ekki hafa áttað ykkur á því ennþá, þá er það Prefab Sprout sem ég er að tala um. Og ef þið vitið ekki hver það eru - þá hjálpi ykkur herrann í himnaríki, því ekki geri ég það... >ívar Örn Jósepsson ALÞJÓÐLEG UNGMENNASK!PTI Vinnuhópur til Nicaragua Alþjóðasamtökin ICYE sem AUS eru aðili að, eru nú að skipuleggja vinnuhóp sem mun halda til Nicaragua næsta sumar. Hópurinn mun aðstoða við byggingu skóla og félagsheimilis í þorpinu La Colonia og verður úti frá 26. júlí til 26. október. AUS getur tilnefnt 3-5 þátttakendur. Þátttökuskilyrði: einhver spænskukunnátta og reynsla í þriðja heims málum. Umsóknarfrestur: til 16. nóvember! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við skrifstofu AUS í síma 24617 eða komdu við hjá okkur á Mjölnisholti 14 (efstu hæð) milli kl. 13 og 16 og fáðu nánari upplýsingar. Frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla Innritun fyrir vorönn 1988 er hafin. Eftirtaldar námsbrautir eru við skólann: Félagsfræðibraut (með sálarfræði eða fjöl- miðlavali). Hagfræðibraut. Heilsugæslubraut. Þjálfunarbraut. íþróttabraut. Náttúrufræðibraut. Nýmálabraut. Uppeldísbraut. Viðskiptabraut. Umsóknum skal fylgja afrit af prófskírteinum. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8-16 virka daga og veitir allar frekari upplýsingar Sími 84066. Skólameistari ALLIR f RÉTTA RÖÐ Alllr f rétta röð. Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð sambandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von bráðar. \ UREVfíLL / 68 55 22 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.