Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 2
SPURNING VIKUNNAR Hver er uppáhaldsbókin þín? (Spurt á alþingi) Þorsteinn Pálsson fertugur: Á þessu stigi málsins get ég ekk- ert um það sagt. En ég vil nota tækifærið og vara við bók sem ég frétti nýlega af. Atómstöðin heitir hún víst. Jón Baldvin Hannibalsson: Fjárlagafrumvarpið. Það hefur allt sem einn reyfari getur inni- haldið. Albert Guðmundsson: Það eru tvímælalaust bækurnar Hjá vondu fólki og Af hverju ég? Hjörleifur Guttormsson: Ég hef því miður ekkert hjörl aflögu til að spjalla við þig - Gunnlaðar saga bíður. Karvel Pálmason: Uppáhaldsbækurnar mínar? Vitaskuld Læknamafían og Ég lifi... Fundinn formaður Ég, Skaði, hefi lengi haft gaman af að fylgjast með kommunum. Það fylgir þeim einatt þvílík dauðans alvara að þeir verða eins og óvart fyndnir. Eins og þegar þeir taka upp á því að reyna að finna leið íslands til sósíalismans. í hvert skipti sem þeir finna hana færir sósíalisminn sig um set og leitendurnir líka og allt I verður að byrja upp á nýtt. Og hver ný leit. heirntar nýjan ; formann. Nú síðast kusu þeir Ólaf Ragnar til að leiða lýð sinn út úr eyðimörkinni og hann vil ég finna á þessari helgi og spyrja tíðinda. Mér er sagt, Ólafur, að þú svífir mikið um þessa daga, varla að þú tyllir niður tám á jörðina. Iss, jörðina, sagði Formaðurinn. Hvað varðar þá um jörðina sem himininn eiga? Nei hættu nú, Láfi, sagði ég. Ertu að líkja Allaballanum við himininn! Væni minn, sagði Ólafur, þú veist að í pólitík er vilji allt sem þarf. Heimurinn er eins og ég hugsa hann. Og himinninn líka. i Sástu það nokkuð fyrir, Ólafur, að þú yrðir formaður? | Mig hefur grunað það alveg frá því ég fæddist. Það eru fleiri ísfirðingar en Jón Baldvin. En segðu mér, ertu nógu vel hannaður fyrir formennskuna? í Til hvers ertu til dæmis með allt þetta hár á hausnum? Það er tákn um gróskuna í flokknum, sagði Ólafur Ragnar. Þú meinar allar klíkurnar, Flokkseigendafélagið, Trottarana, ! Lambhúshettudeildina, Hvalavinafélagið, Fýlufélagið, Verkó, i Kvennó, Þjóðviljaklíkuna... Veit ég það allt Sveinki, sagði Ólafur Ragnar. Þetta eru hárin á höfði flokksins. Svo er bara að greiða þau snyrtilega aftur með eyrunum. En ef þau nú þrjóskast við? Ég er formaður Allaballans alls. Þú manst hvað Hákon Nor- egskonungur sagði: Ég er líka kóngur kommanna. En hver ertu sjálfur Ólafur? Ertu kommi eða krati, Framsókn- armaður í álögum, léttlyndur vinstrimaður... Ég er sá sem ég er, sagði Ólafur. Ertu viss? Já. Og hvað ætlarðu að gera? Ég er búinn að tilkynna það: Alþýðubandalagið er mætt til leiks. Og hvað þýðir það? ; Það eru mjög skýr skilaboð. Skilaboð um hvað? Þau skilaboð eru skýr sem borin eru fram með skýrum og ótvifæðum hætti. Ég var dálítið farinn að svitna á höndunum en hélt samt I áfram að spyrja Ólaf. Og hver er leikurinn sem þið gangið til? Að ganga inn í ríki leiksins er að ganga inn í ríki frelsisins. Þar sem fram fer samþætting hinna einstöku persónulegu og firrtu viljasviða fyrir tilstilli félagslegra boðskiptaþátta til fókuseringar á hámörkun mannlegrar gæfu og athafnasemi miðað við grunnpólitískar meginforsendur tímabilsins. Nú var ég farinn að svitna á iljum líka og vildi ekki eiga von á meiru af svo góðu. Svo ég ákvað að snúa þessu uppi í kæru- leysi og spurði Ólaf hvort hann hefði ekki heyrt vísuna sem byrjar svona: Uti á hjarni flokkur frýs fána sviptur rauðum. Jú, sagði Ólafur. Og það er búið að botna hana upp á nýtt: Ólafur Ragnar, vitur, vís vekur hann upp frá dauðum. Það er ekki á þig logið, sagði ég. Upp frá dauðum, sagðirðu. Var ekki Guðmundur Jaki að tala um að þú riðir á asna inn í Jerúsalem Alþýðubandalagsins? Einmitt, sagði Ólafur Ragnar. Og má ég þá minna þig á það, að í fornu félagsfræðiriti, Prédikaranum, stendur þetta hér: Ég var mikill og mestur í Jerúsalem og meiri en þeir sem voru á undan mér... Skaði. | „Má ég kíkja núna?“ „Ég vona bara að þetta taki fljótt af þegar röðin „Ég veit ekki hvar pabbi ykkar er niðurkominn... kemur að mér... An þess að ég hoppi hauslaus Sjálfsagt er hann þó einhversstaðar að berja útum allar trissur." hausnum utaní tré."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.