Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 10
ER GOFUGASTA TILFINNINGIN Ekki alls fyrir löngu benti maður nokkur, Sigurjón Birgir Sigurðsson heitir hann, undirrituðum á býsna alvarlegt mál: Þjóðviljinn hefur aldrei tekið viðtal við ungskáldið Sjón. Við vorum sammála um það, Sigurjón Birgir og ég, að þetta væri hið versta mál: Sjón hefur gefið útátta Ijóðabækur, kvæðasafn og gefið sig bæði að myndlist og tónlist. Og þessi maður, þessi Sig- urjón, sagði mér að nú væri Sjón að gefa út skáldsögu. Við mæltum okkur mót klukk- an tíu að morgni einn úrillan dag nú í vikunni. Skáldið Sjónsetti þó hvorki óguðlega tímasetningu né þunglyndislegt veður fyrir sig, en lék á als oddi eins og endranær. Jú, það væri rétt, skáldsagan Stál- nótt kæmi bráðlega út á vegum Máls og menningar. En hann' hefði nú eiginlega ekki lesið hana ennþá, sagði hann glaðbeittur. „En heldurðu að þetta sé góð bók, spurði undirritaður. „Já,“ sagði Sjón, „ég held að þetta sé ansi góð bók.“ - Þú veist kannski ekkert um hvað hún er? „Jú, ég hef nú svona óljósan grun um það, þér að segja. Ann- ars held ég að það sé frekar al- gengt að menn bíði dálitið með að lesa sín eigin verk eftir að hafa lokið við þau. En þessi bók, svo ég svari nú spurningunni, held ég að sé eitthvert brot af veruleikan- um einsog hann er í þann veginn að verða.“ Sjón þagnar. Ætlar kannski að láta þar við sitja. - Þetta er nú ekki nógu gott svar. „Var þetta dáldið slappt hjá mér? Bókin er eiginlega einn alls- herjar hrærigrautur úr öllu því sem ég hef orðið fyrir áhrifum af. Einkum svokölluðum verri kúlt- úr. Einsog t.d. Bob Moran og hans nótum, lélegum vísinda- skáldsögum og vondum bíó- myndum af öllu tæi...“ - Verður þetta þá ekki afskap- lega sltem bók? Sjón hlær glaðlega. „Nei, það held ég ekki. Þegar þetta er allt komið á einn stað held ég að það sé farið að neista!“ ...fjarskyldur œttingi Mad Max - Ég heyrði þig lesa uppúr bók- inni um daginn. Þú varst að lýsa einhverju neðansjávarferðalagi. „Já, hún byrjar náttúrlega á því að Johnny Triumph, sem er fjar- skyldur ættingi Bobs Moran og Mad Max, að hann er semsagt á leiðinni frá meginlandinu eftir hafsbotninum. Hann er á stórum amerískum; nei ekki amerískum, heldur einhverjum ótilteknum kagga (sem er í raun allir kaggar) og kagginn er með greini einsog allar persónur í bókinni. Til dæm- is Jonninn, Finnurinn, Annan og Dísan...“ - Bíddu nú við. Eru þessi nöfn ekki frá hinum merka rithöfundi Enid Blyton? „Jú, mér skilst það. Skemmti- leg tilviljun, ekki satt? Hún notar þessi nöfn í Ævintýrabókunum. En Johnny er semsagt á þessum kagga - eða kagganum - og fyrri hluti bókarinnar er um þetta ferðalag hans. Inní það fléttast síðan kynningar á þessum börn- um. Þegar Johnny nær landi eru þau að vísu orðin táningar." Sjón hugsar sig um: „Ég veit ekki hvað ég á að segja meira," segir hann ósannfærandi. „En málið er að Johnny er með vesen í farteskinu sem hann kemur fyrir á geisla- virku svæði rétt fyrir ofan út- hverfið. Þar hafði orðið eitthvert ótiltekið kjarnorkuslys. Þaðan dreifist vesenið út í líki fjögurra djöfla.“ - Þú hefur um langt skeið legið undir því ámœli að vera súrrealisti. Er þessi bók í þeim dúr? „Það er margt sem líkist því sem ég hef áður fengist við. Og áhugi minn á öllu þessu lágmenn- ingardóti kviknaði í gegnum súrr- ealismann. Súrrealistarnir sóttu alltaf mjög mikið - og kannski fyrst og fremst til vondrar listar. Það voru þeir sem uppgötvuðu fyrstir sjarmann við pornómyndir og illa gerðar hryllingsmyndir. Súrrealisminn í bókinni er senni- lega sú hlið hans sem fæstir þekkja. Flestir þekkja konfekt- kassasúrrealismann; plagöt eftir Magritte á herbergisveggjum í heimavistum og...“ - ... og innbundin kvœðasöfn eftir Sjón? „Og innbundin kvæðasöfn eftir Sjón, jújú, einhverssstaðar á náttborðum ungra stúlkna," segir Sjón og verður fjarrænn á svip. Óteljandi myndir um vandrœðaunglinga.. - Varstu lengi að vinna að þess- ari bók? „Ég byrjaði fyrir sléttu ári. Mestur tími hefur farið í að afla efnis, ég hef lesið heil ósköp og horft á alveg óteljandi myndir um vandræðaunglinga! Ég hef, með öðrum orðum, ekki setið með sveittan skallann uppá Lands- bókasafni. Sjálfur tíminn sem fór í að skrifa bókina er í raun sáralí- till. Ég vinn svo mikið í hugan- um.“ - Og verður Stálnótt vinscel? „Já,“ segir Sjón og hugsar sig dálítið um. Bætir svo við hógvær. „Ég held að hún ætti að verða það. Þetta er spennandi bók og í bland skrifuð einsog þriller.“ - En víkjum aðeins að þessum súrrealisma þínum aftur. Sumir segja að hann sé réttaðsegja jafn útdauður og risaeðlurnar. „Já, er það,“ segir Sjón og lætur sér fátt um finnast. „Mér finnst hinsvegar að afstaðan til súrrealismans hafi breyst heil- mikið á síðustu sjö átta árum. Þegar við drengirnir í Medúsu vorum að byrja var bara híað á okkur. Súrrealismi, amma þín hvað? En fólk hefur verið að gera sér grein fyrir að þetta er einhver frjósamasta stefna 20. aldarinnar - og hún gengur í gegnum allt. Og með auknum áhuga á 19. öldinni eykst áhuginn einnig á súrreal- ismanum, því þar á hann ekki hvað síst rætur sínar. Það er ein- mitt þessi áhugi á nóttinni og stá- linu og erótíkinni. Jafnframt því sem ég var að góna á Iélegar bíó- myndir var ég að stúdera 19. aldar litteratúr. Sem mér finnst upptil hópa miklu skemmtilegri en það sem hefur verið skrifað á þessari öld.“ Meiraðsegja tvœr ömmur - Einmittþað. Enþú varst hins- vegar kornungur þegar þú byrjaðir að skrifa fyrir alvöru, ekki satt? „Jú, svona fimmtán ára, held ég-“ - En áttu ömmu? „Ha? Ömmu? Já, meiraðsegja tvær ömmur. Öndvegiskonur." - Það hlýtur að hafa verið þér mikils virði. Menn þurfa að eiga 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. nóvember 1987 góðar ömmur til að ná langt... „Já, ég var nú svo lánsamur að búa hjá móðurömmu minni í tæp- lega þrjú ár þegar ég var þetta átta til tíu ára. Amma átti mjög - Það er ekkert annað. „Málið er,“ útskýrir Sjón, „að vörn gegn litteratúr er ekki til. Ég datt niðrá þessi sannindi fyrir nokkrum árum: Það er engin fólki finnst þau óskiljanleg og asnaleg í sumum tilvikum. En ég veit að sá hlær best sem síðast hlær. Því ég er búinn að riðla skjalasafninu í hugum þessa fólks - og það situr bara og hlær!“ - Afhverju fórstu ekki bara útí pólitík? „Mér finnst pólitík ógeðsleg,“ segir skáldið sannfærandi. „Ég hef ríka réttlætiskennd og um tíma hélt ég að hún ætti eitthvað skylt við stjórnmál. Síðan komst ég að því að svo er ekki. Enda tel ég mig hafa valið miklu áhrifarík- ari leið til að breyta heiminum. Það er heimsins mesti anarkismi að skrifa," fullyrðir Sjón og bætir við, einsog til að fyrirbyggja mis- skilning: „Éinsog ég skrifa.“ Viðtal: Hrafn Jökulsson Mynd: Sigurður Mar gott bókasafn sem ég lá í. Eink- um og sérflagi þjóðsögunum. Ég hef aldrei haft neinn áhuga á ís- lendingasögunum. En þjóðsög- urnar eru mér uppspretta. - Það er eitt sem mig hefur alltaf langað til að spyrja þig: Afhverju skrifarðu? „Ég skrifa af valdagræðgi!“ svarar Sjón og hlær. Þagnar. „Ég vinn markvisst að því að breyta boðleiðakerfi heilans! Á þúsund- um manna. Ég mun brjótast til valda í skúmaskotum í þúsund höfðum um allan heim...“ vöm til! Um leið og þú opnar bók og sérð setningu sem þú hefur séð þúsund sinnum áður - þá seturðu hana beint í skjalageymsluna. En þegar þú sérð eitthvað sem þú kannast ekkert við þá brjóta orð- in upp skjalageymsluna. Og það er ekkert sem þú getur gert! Þú ert orðinn önnur manneskja. Og svo skilur fólk ekkert í því,“ held- ur Sjón áfram að útskýra valda- kenningu sína, „að ég læt mér í léttu rúmi liggja þegar einhver flissar að ljóðunum mínum. Þau eru mörg hver dáldið framandi og Sjóníviðtali fyrir hddegi um skdldsöguna Stdlnótt, risaeðlur, konfektkassasúrrealisma, Bob Moran, lélegar bíómyndir, ömmur, boðleiðakerfi heílans, himnaríki,íslenska skdldsagnahöfunda, sjdlfsdlitið og sitthvað fleira ... Ástin er kalda vatnið - Ein spurning í beinu fram- haldi af þessu... „Já?“ - Trúir þú á guð? „Hvur þremillinn! Má spyrja mann svona? Ég trúi ekki á guð... En það vill svo til að bókin kemur einmitt inná þetta. Það kom mér á óvart þegar ég var búinn með hana og var að velta henni fyrir mér. Þá fyrst komst ég eiginlega að því um hvað bókin er. Og síð- an hefur allskonar hlutum verið að skjóta upp. Og það eru beinar trúarlegar tilvitnanir í bókinni. Sem ég veit ekki hvort allir sjá. En þær eru þarna. En það var þessi spurning, já. Ég trúi því að hver maður skapi sér sitt prívat himnaríki og helvíti. Hver maður er alheimur í sjálfum sér. Og þetta er svosem ekki ný kenn- ing.“ - Nei. En hvernig er umhorfs í helvíti og himnaríki Sjons? Sjón hlær við tilhugsunina. „Helvíti er náttúrlega fyrst og fremst leiðindi. Og aftur leiðindi. Ætli mín hugmynd um það sé ekki býsna nærri því sem margir ímynda sér um himnaríki. Eg gæti trúað því. Mitt himnaríki er ríki lostans. Það er nú málið.“ - Við þurfum nú að fara aðeins betur oní saumana á þessu. „Ég trúi því að lostinn sé göfug- asta tilfinningin," segir Sjón eins- og hann sé að fara með trúarjátn- inguna á fermingardaginn. - Og þú ert semsagt lostafullur? „Ég reyni að vera það. Finna fyrir lostanum... Það getur tekið á sig hinar ýmsu myndir. Ég held að maðurinn velji sér alltaf ein- hverja braut: ótta, hungur, græðgi, hatur - eitthvað af þessu fíneríi sem menn láta stjórnast af. En af höfuðsyndunum sjö vel ég lostann. Það er að vísu búið að finna upp eitthvert hryllilegt fyrirbæri sem er kallað ást og er notað til að draga athyglina frá lostanum. En lostinn er hin raun- verulega tilfinning.“ - Ástin er þa bara tilbúningur? „Já. Ég held að ástin sé niður- skrúfaður losti. Ástin er kalda vatnið. Lostinn heita vatnið. Er þetta nóg?“ - Lesenda blaðsins vegna; já. Finnst þér gaman að skrifa? „Nei, mér finnst það erfitt og leiðinlegt. Enda skrifa ég mjög lítið.“ - Hálfþrítugur. Átta Ijóðabœk- ur og ein skáldsaga. Er það lítið? „Uss, það er ekkert. Það eru kannski að meðaltali ellefu ljóð í hverri bók. Mér er sagt að rithö- fundar lendi í mikilli sálarangist þegar þeir geta ekki skrifað. Ég verð alltaf dauðfeginn þegar ég upplifi slíkt tímabil.“ - Viltu þú ekki hœtta alveg? „Nei, þetta er eitthvert ástar-haturssamband. Og ég held að þetta sé komið í jafnvægi núna. Ætli það sé ekki hæfilegt að skrifa svona hundrað síður á ári?“ - Eina síðu á hverjum þremur dögum’ „Úff, það er satt! Það er alveg geðveikislega mikið. En það er kannski í lagi þegar um prósa er að ræða. Þegar ég byrjaði að vinna skáldsöguna fann ég hvað mér þótti prósi ómerkilegur. Ljóðið er afturámóti galdur. En eftir því sem leið á bókina komst ég að því að það er viss nautn að búa svona blekkingaheim til. En ljóðið er einsog kjarnorku- sprengja - prósi getur aldrei orð- ið annað en geislavirkni!" Andstyggileg fylgiskönnun! - En hvaðfinnst nýliða í skáld- sagnabransanum um ástand mála á þeim bœ? „Ég les alveg ægilega lítið af íslenskum skáldsögum," játar Sjón. „Ég veit ekki hvort ég á að gera einhverjar játningar um það. En auðvitað hef ég orðið fyrir áhrifum af þessu liði; Guð- bergi, Thor, Svövu og þeim öllum. En það hefur enginn verið að gera hluti sem ég get notfært mér - og haldið áfram með.“ - En Ijóðið? „Ljóðið já...“ Sjón hugsar sig ótrúlega lengi um. „Mér finnst Þór Eldon rosalega góður,“ segir hann svo. Og sennilega er hann einna mest vanmetinn. Auðvitað er Gyrðir góður og Bragi Ólafs- son er líka góður. Alltílagi með það. En Þór hefur gert mjög góða hluti. En hann er erfiður. Alveg djöfull erfiður stundum einsog hann getur nú verið banal líka..“ - Áfram með Stálnóttina. Það verður býsna hörð samkeppni núna fyrir jólin... „Afhverju segirðu það?“ spyr Sjón undrandi. - Það koma a.m.k. fimmtán nýjar skáldsögur út. „Já. Það er satt. Ogí raun verð- ur þetta einsog kosningar: Það er verið að athuga fylgi einstakra höfunda. Andstyggilegt! En bók- in mín er hinsvegar ólík flestum bókum sem skrifaðar hafa verið á íslensku... En ég er ekkert hræddur við samkeppni, ég held líka í alvöru talað að ég eigi á- kveðinn hóp... - Nú talarðu einsog stjórnmála- maður. „Ohh! Það er satt,“ segir Sjón. „Svona er lífið.. Stjarna - Þú ert ansi öruggur með sjálf- an þig. Hefurðu svona rnikið sjálfsálit? „Já,“ svarar Sjón undrandi á þessari spurningu. „Já, ég hef það. Ég veit hver ég er.“ - Það var og. Hver ertu? „Ég er stjarna,“ ansar Sjón án þess að blikna. „Ég er með það á hreinu. Og hef verið það lengi.“ - Stjarna? Svona einsog Holly- woodstjörnur, meinarðu? „Þær hafa kannski stundum náð þessu,“ hlær skáldið. „Ég er aldrei í vafa um að ég geti ótrú- legustu hluti. Það eina sem ég hef í rauninni áhyggjur af - er hversu auðvelt er að gera það sem á að vera erfitt. Að skrifa til dæmis. Ég veit að ég hljóma eins og for- fallinn egóisti. En nett mikil- mennskubrjálæði er alveg upp- lagt svona rétt fyrir hádegi!“ - Og nú reynir á þekkingu þína á sjálfum þér eftir þessar hógvceru játningar um eigið ágœti. Hverjir eru veikleikar Sjóns? Sjón verður alvarlegur. „Það eru efaköstin. Stundum efast ég um eigin verðleika...“ - Þú gerir það semsagt?! „Já, enégjáta það nú barafyrir þér. Þú ferð ekki með það lengra..." - Auðvitað ekki. Enþunglyndið og einsemdin standa nú skáldum alltaf nœrri. Ekki rétt? „Jú, það er víst.“ Það lifnar yfir Sjón: „En ég er ekki að skrifa útaf einhverri sálarkreppu! Ég er svo mikil félagsvera að ég verð sjaldan þunglyndur og aldrei ein- mana. Mér finnst skemmtilegt að Sunnudagur 15. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.