Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 14
vera Soqblettir Niðurstöður fyrstu yfirheyrslu Ari, Jón, Arnar og Gunnar. Hvað gera þeir? Keyri þau niður/ á næsta horni/með flösku í klofinu/og bensín í botni. Árásar- gjarnir ofbeldisseggir? Alls ekki. Við erum reyndar í banni í M.H. Þeir segja að við æsum liðið alltof mikið upp. En við hverju búast mennirnir, með blindfullt menntaskólagengi útum allt? Auðvitað verða slagsmál. En að kenna okkur um það er útí hött. Leynivínsala í húsinu, allir fullir, öskrandi og deyjandi. Það dettur einhver inná sviðið og auðvitað sparka ég í hann. Hvað heldurðu maður? Það er ekki hægt að leyfa fólki að komast upp með að detta inná svið hjá okkur. En að við séum að æsa til uppþota eða slagsmála - gleymdu því. Annars viljum við koma á framfæri kæru þakklæti til Þórðar Árnasonar. Hann kenndi okkur þetta. Bara að sparka í punginn á þessum andskotum sagði hann. Vanur maður. Búinn að vera lengi í bransanum. Og við náttúrlega förum að ráðum jafn gamal- reynds manns og Þórðar. Fínn náungi hann Þórður. Bjargaði lífi okkar á Akureyri. Gaf okkur í glas. Við vorum að spila með þessari hundleiðinlegu millistétt- argrúbbu Shark Taboo, sem var búið að segja okkur að væri al- mennilegt band. Þetta var von- laust lið. Það var gott að það kom enginn að hlusta. Þetta var ónýt helgi, við ætluðum að spila á Rykkrokki. Hefðum getað grátið þegar við heyrðum hvað sándið var gott. Heyrðum það í útvarp- inu á leiðinni heim. Það voru Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera afdankaður rokkari. Það hafa drengirnir í Status Quo fengið að reyna síðustu daga. Þessir vesalingar, sem helst geta fengið að halda tónleika á íslandi eða öðrum útskerjum þóttust himin hafa höndum tekið er þeim bauðst að spila á öllu hlýrri og stærri stað en Kaplakrikavellin- um nú um daginn. En viti menn, það fóru bara allir í fýlu útí þá. Skammskamm sögðu hinir rokk- ararnir, og vér Þjóðviljamenn tökum heilshugar undir það. Og hvað gerðu þeir svo af sér? Jú, greinilega allir í góðum fíling, saddir og allt. Annars erum við allir á aldrinum tólf til fjórtán. Og erum alltaf blindfullir, nema á tónleikum. Þá erum við útúrdóp- aðir. Og svo erum við aíltaf með nokkrar vel þroskaðar stúlkur með okkur. Þær bíða hérna fyrir utan. Eða þetta er það sem við heyruni. Við erum reyndar ekki alveg vissir um að þetta sé rétt, þeir héldu nokkra tónleika í Suður-Afríku. Og ekki nóg með það, heldur voru tónleikarnir haldnir á þeim illræmda stað er Sun City heitir, en við þann stað voru einmitt anti-apartheid tón- leikarnir kenndir fyrir tveimur árum (þessir tónleikar eru til á plötu sem einmitt heitir Sun City). Á meðal þeirra sem fárast hafa útaf þessu uppátæki þeirra Status Quo pilta eru Terence Trent D’Arby, Housemartins, The Bhundu Boys og Then Jeric- ho. Fyrir þá sem ekki vita, skal höfum ekki skoðað nafnskírt- einin nýlega. Og líklega eru þeir ekki fullir í kvöld. Sýnist mér. Ætli þeir beri þetta svona vel? Og séu svona svakalega ellilegir mið- að við aldur? Blaðamanni hættir að lítast á blikuna. Eru Sogblett- irnir bara blekking? Eru þeir kannski bara ekki til? En þeir voru á Snarlinu? Já, og við erum búnir að taka upp. Og mixa. En þess getið hér, að Sun City er mikil miðstöð fjárhættuspils, vændis og annars skemmtanalífs í einu af hinum s.k. heimalöndum svartra í S-Afríku. Stjórnvöld settu þessa svörtu Sódómu á lagg- irnar til að telja saklausum túrist- um trú um að líf svartra í heima- löndunum væri í fyllsta máta eðli- legt og ánægulegt... En Status Quo spilaði semsagt þarna og hefur fengið rokkheiminn á móti sér fyrir vikið. Þeir hafa reynt að krafsa í bakkann með yfirlýsing- um ýmiss konar einsog tildæmis að þeir trúi ekki á neins konar hömlur, hvorki viðskiptalegs né listalegs eðlis (er Magga T. nokk- uð frænka þeirra?). Þá segjast þeir einnig hafa varið öllum ágóða af plötusölu í ferðinni til styrktar þroskaheftum og keypt litla rútu handa barnaheimili. ,Ekki fer neinum sögum af því, hvað gert var við ágóðann af tón- leikunum sjálfum, né heldur hef- ur verið greint frá því hve mikill hann var. En þessar yfirlýsingar strákanna koma ekki í veg fyrir það að ýmsir aðilar munu banna þá í sínum húsum héreftir og áttu þeir þó ekki í of mörg hús að venda. Ég vona bara að öll áform um að fá þá hingað (því enn eru slík áform uppi) verði lögð niður, og að íslenskir áheyrendur láti sig alténd vanta ef af slíkri heimsókn verður. það bara „týndist“ bandið með mixinu. Skilaðu hjartans þökk til Jóns Aðalsteinssonar frá okkur fyrir að týna teipinu. Fallega gert af honum. Fjögurlög. Við höfum semsagt verið í stúdíói. Bara að koma því á framfæri. Og verðum á Snarli 2 líka. Við erum til. Þú getur hengt þig uppá það. Ég á- kveð að sleppa hengingum í bili og vona að þeir taki ekki uppá því að framkvæma hana fyrir mig. Er samt ekkert voðalega hræddur. Sýnist þetta vera meinlausir ungir menn á besta aldri. Eru Sogblett- irnir annars að spila mikið núna? Nei. Ekki núna. Erum að leita að æfingahúsnæði. Bílskúr með að- liggjandi íbúð. Rikshaw vill klós- ett og rennandi vatn. Við viljum sauna, fjögur hjónarúm, sturtu og svona ýmislegt smálegt. Heyrðu, eigum við ekki að sleppa viðtalinu og fá húsnæðisauglýs- ingu í staðinn? Ókeypis, því við erum bara fátækir pönkarar. Ég er enginn pönkari. Segir Gunni. Hann er líka svo vel greiddur. Okkur vantar bílskúr. Eða íbúð. Eða einbýlishús. Gegn vægu gjaldi. Við erum nefnilega ekkert dýrir. Við tökum að okkur að passa hús fyrir fólk á leið til út- landa gegn vægu gjaldi. Er það ekki gott? Komdu því á framfæri fyrir okkur... En mixið er týnt. Við áttum að vera á safnplötu í eskimóalandinu. Með Svart/ Hvítum Draumi. Phantom Rec- ords í Alaska ætluðu að hafa okk- ur með á plastinu. En nú er það ekki hægt. Þeir þakka Jóni Aðal- steinssyni aftur fyrir. Keyrum hann niður á næsta horni, með flösku í klofinu og bensín í botni... Ég vona bara að ég verði ekki á horninu... / upphafi Daginn sem ég heyrði að hún Eva væri kommúnisti fór ég í bíó. Ekki man ég hvaða mynd ég sá, enda var ég ekki með hugann við hana, heldur við hana. Ekki við myndina heldur við Evu, vildi ég sagt hafa. Það var mér algjörlega óskiljanlegt hvað svona góð og falleg stúlka var að meina með því að vera kommúnisti. Og þar sem ég er ógjarn á að trúa ein- hverju sem ég skil ekki, og ennþá tregari að trúa neikvæðum og niðrandi slúðursögum um gott fólk, ákvað ég að komast til botns í þessu máli hið fyrsta. Ég gekk hreint til verks, fór beint í símann að lokinni sýningu bíómyndarinn- ar og hringdi í Evu. Halló? Já, blessuð Eva mín, þetta er hann Sigfinnur hérna megin... Já, hæ! Heyrðu, hérna, Eva mín, það er eitt sem mig fýsir mjög að vita um þig góða mín... Ef það er um kvöldið í kvöld, þá er ég ekki að gera neitt sérstakt... Nei, það var nú ekki það, en hérna, Eva... Já? Ertu, hérna, Eva mín, ég veit að þetta er heimskulega spurt og þú mátt ekki vera reið, sjáðu til, ég trúi þessu nú ekki sjálfur, en mig langar svo bara að vera viss, bara að heyra það frá þér... Já? Hérna Eva - þú lofar að verða ekki reið? Jájá, ég lofa að verða ekki reið, svona koddu þessu útúr þér maður... Já, sko, ég var að heyra að þú værir-værir hérna, skal ég segja þér, að þú væri kommúnisti? Æ, láttu ekki svona Simmi, ég er í Alþýðubandalaginu. Mikiö var það gott, hugsaði ég og kvaddi, glaður í bragði. Hún var þá enginn kommi eftir allt- saman... I dag verður ekkert fjallað um hljómsveitina Starship. 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. nóvember 1987 Status Quo í skammarkrókinn... Reknir af velli með skömm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.