Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 12
A HLOLLABÁT1 hleypidomaleysisins „Halló vín! Halló vín! Halló fjör og fleygar hendur!" Niður fjölbýlisbergið seytlar safi kvöldlaukanna sem dofa yfir borginni og af honum stafar grímulegri birtu þar sem hann safnast í handsmáa polla á botn- um graskerjanna, útskorinna meðfram gangstéttunum. Þau eru stöðumælar stuðsins. „Eru ekki allir í stuði?“ hljómar um þökin þar sem undir fölsuðu fasi glámgestanna blikar tungl á tjöru, tjörupappinn bráðnar í svita næturinnar og límist við skósólana, það eina sem eftir er af upprunalegu gervi manna, en auðvitað þrífst hún síðar af í sjö- tugum dansi stignum á strætum ergis og mergðar. Nú eru í nótt hin lengri nefin, þetta er nótt hinna löngu nefja. Þau liðast mótlega fyrir púðruðum and- litum líkt og halar yfir mykjum sínum, hnykklast í snúð og rana en eiga síðar eftir að síga lin í svartnætti smokksins. Með þeim í endurholdgun sinni fylgja einnig aðrir sneplar, úr eyrum vaxa föndurhorn og heyrnarjól, um hársverði flykkjast rökkurlýs undir merkjum útþenslu per- sónuleikans, fjólublárri túber- ingu. Hróðugar hrópa þær út yfir sæbrött enni og höfuðmúla: „Halló vín! Halló vín! Halló fjör og fleygar hendur!“ Og fleygar eru þær, út yfir þakskeggin seytl- andi safablaut, það þýtur í fimum fingurvængjum hæða á milli, handarbreidd er húsa á milli, strætin þrengjast horna á milli. Maður svífur og borgin verður hristimynd í hnefa manns og upp þyrlast loftbólur þegar maður hristir. í hverri þeirra er hver maður nýr maður í nýjum bún- ingi. Með nýjan rana og nýjan skráp. Linsurnarseljast sikkódel- ískar, rafmagnslinsurnar létta mönnum flugið og gera kvöldið þolbjart, um blauta veggi liðast loftbólur sem skuggamynd á þili. Svífa í lógaryþma næturinnar, þrettándakvölds þríbytnanna, nýársnætur þeirra nýfátæku. Á stokk-brókinni stíga þeir stífan leyfisdans kauphallarhruns um lunga þjóðfélagsins sem hópast í skógum skreyttum reynitrjám negranna að kröfugöngu hinna kræfu. Fríkin eru friðuð þessa nótt og skúlaðir einhyggjumenn skrópa við bflskjái og stofu- hlemma til að verma velgjuð augu á kröfugöngu hinna kræfu. Hommar og andlegir kommar hoppa fyrir loppu lýðsins sem réttir þeim á móti flass og rúllar út filmum sínum undir kröfu- göngu hinna kræfu. Leggur al- búm sín að veði fyrir kynleg læti þeirra meikuðu fésa og pervisnu pésa. Og þeir hoppa og við hopp- um um safagjár hinnar villtu borgar, hamskiptin heppnast loks í víðara samhengi. Og það seytlar um sogæðaveggina beggja megin „skrúð“-göngunnar, gra- skerin fyllast undir fullu tungli, það flóir út úr þeim holu höfðum og þá fyrst fara frumur á alvarlegt stjá, van-ærðum kerfisgrjónum og gulbindisberum fyllist mæði, úr hverjum hundingja hefðar og bælis skoppar ruglið rjómatómt. Borgin sem hristimynd í vatns- boxi rambar á skjálfhentum barmi brjálæðisins, loftbólurnar blásast út og æðarnar þenjast, vínið brýtur veggi og brátt rennur allt til höfuðsins. Suðan kemur upp í fólki og um strætin byrlast allsherjar flaumur af tendruðum tungum, rúllandi augasteinum, ydduðum tönnum, föllnum nefj- um, nilfisk-sognum kinnum, hárkolluhraukum, húðberum homum, skinnlitum skikkjum, 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN loðfráum hölum, grátbólgnum grímum, heykslunarhnúðum, ljá- fægðum nöglum, tifandi dindlum og útborguðum kreditkortum. Hamur kvöldsins er fallinn. Og þá, þegar brjálæðinu fjarar út á sukkuðum solli strætókerfis- ins, ýtum við úr jónískri vör okk- ar fágæta þjóðernis laumuspilinu ljósa, björgunarbátnum eina og sanna. Við siglum heim um mannhafið á Hlöllabáti Hleypi- dómaleysisins. Og ekkert kemur okkur lengur á óvart. New York City á Halloween '87 Hal Cream Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Frá Flensborgarskóla Umsóknir nýrra nemenda um skólavist á vorönn 1988 þurfa að hafa borist skólanum fyrir 1. des- ember n.k. Nemendur sem gert hafa hlé á námi sínu en ætla að koma aftur í skólann, þurfa einnig að hafa samband við skólann fyrir sama tíma. Innritun í öldungadeild fer fram 4. og 5. janúar og verður nánar auglýst síðar. Skólameistari REYKJKMÍKURBORG JlauMA. Stödwi Heimilisþjónusta fyrir aldraða Starfsfólk óskast störf/hlutastörf. heimilishjálp, heilsdags- Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk. Upplýsingar í síma 18800. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Utideild Útideild Félagsmálastofnunar sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga í Reykjavík. Markmiðið með starfinu er að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við óskum eftir starfsmanni í dag- og kvöldvinnu. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun/ starfsreynslu á sviði félags- og uppeldismála. Umsóknarfrestur er til 1.12.87. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 621611 og 20365 alla virka daga milli kl. 13-17. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Barnaheimili í Vogahverfi Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar eftir fóstrum, uppeldismenntuðu fólki og aðstoð- arfólki til starfa í 100% og 50% stöður. Upplýsingar í síma 36385.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.