Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 8
Stefán Jón Hafstein SUNNUDAGSPISTIIl Góð lii veðurs í flölmiðlaheiminum Um bók Stefóns Jóns Hafsteins, Sagnaþulir samtímans Fyrir tveim árum deildu menn grimmt um fjölmiðlapólitík hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn gekk hart fram fyrir skjöldu og vildi skera sem mest niður áhrif al- mannavaldsins (það hét að af- nema einokun ríkisins á Mogga- máli). í Reykjavíkurbréfi íjanúar 1985 var höfð uppi mikil bjartsýni. Þar var hvatt til þess að ef la stórlega íslenska fjölmiðla meðíslensku efni. „Þettaverður ekki gert,“ sagði blaðið, „nema með því að veita einstaklingum frelsi til að athafna sig á vettvangi sjónvarps- og útvarpsrekstrar. Stóraukin fjölbreytni á því sviði með þátttöku einkaaðila veldur því að fólk notar þá frekar ís- lenska fjölmiðla en þá erlendu." Eins og menn vita hefur spáin um fjölbreytnina og dagskrárnar ís- lensku, sem aukin samkeppni einkaaðila átti að tryggja, ekki ræst. Öðru nær. Og það hefðu menn reyndar átt að vita hefðu þeir haft nennu á að skoða fróð- leik sem þann er Stefán Jón Haf- stein reiðirfram í myndarlegu riti sem Mál og menning hefurgefið út og heitir „Sagnaþulir samtím- ans- Fjölmiðlar á öld upplýs- inga“. í góðar þarfir í fyrsta hluta þessarar bókar ei fjallað um fjölmiðlun sem „iðn- vædd boðskipti". f þeim næsta segir frá fjölmiðlum á markaði, frá valdi auglýsinganna, fjölmiðl- asamsteypum og fleiru. í þriðja hlutanum er fjallað um opinbera fjölmiðlastefnu -ríkisvald og fjöl- miðla. í síðasta hlutanum er það skoðað, hvað ný boðskiptatækni á „öld upplýsinga" hefur í för með sér. Þetta stóra rit (á fjórða hundr- að síður) kemur í góðar þarfir. Það flytur miklar upplýsingar um líf og tilveruskilyrði fjölmiðla, um þann ramma sem þeim er settur af peningavaldi eða ríkis- valdi, um fjölmiðlastefnu sem kenna mætti við markaðshyggju eða ríkisforsjá og svo tillbrigði þar sem reynt er að setja saman einskonar blandað fjölmiðlahag- kerfi. Og Stefán Jón hefur ekki látið við það sitja að sanka að sér miklu efni, hann skoðar það vandlega og með gagnrýnu hug- flestra með sitt erindi og sinn fróðleik. En framsetning hans tekur of oft, of mikið mið af þeirri golfrönsku sem tíðkast í heimi fjölmiðlafræða, auk þess sem full mikið verður um ítrekanir og málalengingar. Bókin hefði grætt láta til sín heyra í fjölmiðlaheimi heldur þjappað valdi saman á æ færri hendur (blaðadauði, fjöl- miðlasamstey pur). Áhugi auglýsenda á efnuðum lesendum ræður meiru um líf og dauða blaða en vinsældir og út- á samþjöppun og einbeittri við- leitni til að halda hugtakaflóðinu í skefjum. En semsagt: Við snúum ekki aftur með það, að þetta er hið nytsamlegasta rit. Það er blátt áfram fróðlegt, sem fyrr segir, og það kemur ekki síst að haldi við að slátra allskonar ranghug- myndum um fjölmiðla, til dæmis þeim sem fyrst var á minnt - að fleiri fjölmiðlar tryggi aukna fjöl- breytni - og svo við það að berja á sjálfumgleði fjölmiðla, sem er að verða einna mest lýjandi ein- kenni samfélagsins. Ekki frjólsir, ekki óhóðir Til dæmis: Fjölmiðkar eru hvorki frjálsir né óháðir valdakerfi hvers þjóðfélags (sem þarf þó alls ekki að þýða að þeir hvorki æmti né skræmti þegar á heildina er litið). Fólkið fær ekki „það sem fólk- ið vill“ heldur það sem auglýs- endur vilja kaupa. Þetta á ekki síst við um sjónvarpsefni - rakin eru dæmi af því hvernig hætt er við gerð sjónvarpsþátta, ekki vegna þess að mögulegir áhorf- endur hafi eitthvað um þá að segja, heldur vegna þess að auglýsendum líst ekki á blikuna. Meðal annars sakir þess að þeir vilja forðast það að vara þeirra tengist umdeildum hlutum. Ahrif fjölmiðla eru illmælanleg en virðast fyrst og fremst ganga í þá átt að staðfesta ríkjandi hug- myndir og viðhorf. Þeir eru - og þá ekki síst sjónvarpið - íhalds- samir, þeir vanrækja minnihluta- hópa (ekki af illvilja heldur skv. eðli sínu og fjármálaramma), þeir hvetja ekki til endurmats á einu né neinu. Þróun tækninnar hefur ekki eflt möguleika fleiri aðila til að breiðsla. (Fróðlegt dæmi er tekið af breska vinstriblaðinu Daily Heraid sem fór á hausinn 1964 og hafði þó helmingi meiri út- breiðslu en blöð eins og Times og Financial Times samanlögð.) Fjölgun fjölmiðla og sam- keppni þeirra í milli leiðir ekki til meiri fjölbreytni heldur til þess að meira er á boðstólum af því sama. Staðreynd sem menn hafa verið að reyna á eigin skinni hér á íslandi eftir að útvarpslögum var breytt í hitteðfyrra. Hvert skal halda? Svo mæti lengi áfram telja. Höfundur er ekki sérlega trúaður á forsjárhyggju eða blessun ríkis- afskipta - en hann vill að opin- berir fjölmiðlar og þeirra stefna séu viðleitni til að bæta upp van- kanta einkafjölmiðla á markaði. Hann rekur dæmi úr austri og vestri og af íslandi um erfiðleika á að koma upp þeirri opinberri stefnu í fjölmiðlamálum sem dug- ar, sem hjálpi upp á málfrelsi sem er meira en orðið tómt og tryggi skilvirka menningarstefnu án þess að „Stóri bróðir“ geri sig of breiðan með sinni pólitísku tilætl- unarsemi. Stundum er engu lík- ara en þessir erfiðleikar vaxi höf- undi svo mjög í augum að hann sé að því kominn að leggja árar í bát. Kannski ekki nema von - svo mörgum þversögnum er líf fjöl- miðla bundið og svo ört breytast forsendur í þeirri tæknibyltingu sem nú stendur. En hitt er ljóst, að með riti þessu er mjög brýnt fyrir mönnum að eftir er enn þeirra hlutur. Það verður að finna svör við þeirri þróun sem hefur verið að auka vald auglýs- enda yfir fjölmiðlum (málið er ekki það endilega að einstaka auglýsendur reyni að kúga til- tekna fjölmiðla, þótt það komi oft fyrir. Heldur skiptir það 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. nóvember 1987 Meiri samþjöppun Þetta rit hefur sína galla. Höf- undur vill vafalaust ná til sem arfari. Hann veltir einnig fyrir sér möguleikum á að móta fjölmiðl- astefnu sem losi okkur undan valdi því sem einkaaðilar kaupa sér og svo undan opinberri rit- skoðunaráráttu, opnar nokkrar dyr sem þangað vísa - en hikar heldur ekki við að viðurkenna hve erfitt er að móta fjölmiðla- stefnu sem stenst lýðræðislega kröfugerð. mestu, hvernig auglýsingakerfið í heild mótar fjölmiðlaheiminn). Það verður að finna svör við þeirri þróun sem afhendir fjöl- miðlarisum (fyrst og fremst bandarískum) í auknum mæli forræði yfir heimsbyggðinni og jyðileggur möguleika þjóðríkja á að fylgja fjölmiðlastefnu sem þau móti á eigin forsendum. Áhrif fjölmiðla Stefán Jón Hafstein lætur þess getið á einum stað að áhrif fjöl- miðla og fjölmiðlaefnis á skoðan- ir og hegðun samfélagsins liggi „utan við meginvettvang þessar- ar bókar“. Hann hefur það m.a. sér til afsökunar að þessi áhrif séu svo margþætt og erfitt að klófesta þau, einangra þau frá öðrum áhrifsvöldum. Engu að síður hefði verið gaman að nota þetta rit, sem er stórt orðið hvort sem er, til að greina frá ýmsum hug- myndum og kenningum sem uppi eru um þessa hluti. Og þá ekki bara allþekktum deilum um áhrif ofbeldis í sjónvarpi og því um líku. Það hefði verið býsna gam- an og ómaksins vert að segja les- endum frá hugmyndum sem uppi eru um hin sérstæðu og um margt einstæðu áhrif sjónvarps til lang- frama. Um sjónvarp sem vitund- arbreyti, tæki sem breytir sjálfum móttökuskilyrðum persónu- leikans svo mjög, að spurningar um góða eða vonda dagskrá verða lítilvægar, eða skipta a.m.k. miklu minna máli en menn hafa haldið. En það er víst ókurteisi að fjalla um það sem ekki er í bók. Svo sannarlega er hægt að segja meira en nóg um það sem í henni er. ÁB ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.