Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 16
Börnin voru ófeimin við að skemmta okkur.
ATTA DAGAR I MOSKVU
Kristín Jóna Halldórsdóttir skrifar
Seinni hluti
i
i
i
[
!
!
t-
I
I
I
i
Fimmtudagur. VerðurHenry
afi?
Þennan morgun látum við allar
umræðurlönd og leið. Við höfum
séð auglýst að Helen Caldicott,
hinn frægi bandaríski læknir,
flytur ávarp og svarar fyrirspurn-
um á fundi sem bandarískar kon-
ur standa fyrir.
Helen Caldicott er sérlegur
gestur á þinginu vegna sköru-
legrar framkomu sinnar í sam-
tökum lækna gegn kjarnorkuvá
hér áður. Helen segir okkur að
hún sé á engan hátt sérstök kona.
Hún sé eins og við hinar. Hún
hefur beðið sína ósigra í lífinu og
rekur fyrir okkur hvernig hún lét
bola sér úr samtökum lækna gegn
kjarnorkuvá, hvernig hún afhenti
karlmanni stöðu sína þar á silfur-
bakka. Hún segir frá vonbrigðun-
um, erfiðleikunum og þegar sam-
tökin fengu Nóbelsverðlaunin og
henni var ekki einu sinni boðið
sem fyrrverandi formanni.
Helen segir að konur verði að
koma sér í valdastólana í þjóðfé-
laginu. Pæi geti það alveg eins og
karlmenn. Munurinn sé sá að
konur hafi ekki nægilegt sjálfs-
traust.
Hún hefur einstakt vald yfir
áheyrendum. Hún talar og talar-
við hlustum dáleiddar. Hún gefur
konum færi á að spyrja spurninga
og koma með athugasemdir.
Meðal þeirra sem standa upp er
Guðrún okkar Jónsdóttir og segir
hún viðstöddum frá því að konur
á íslandi bjóði fram sérstakan
kvennalista og að hann hafi nú
um 10% atkvæða. Hún bætir því
við að hún hefði viljað að allar
konur á íslandi gætu verið hér í
dag og hlustað á Helen.
Þegar klukkan er langt gengin
tvö er farið að gæta þreytu meðal
kvennanna. ítölsk kona er með
árs gamalt barn sitt með sér.
Snáða er farið að leiðast og hann
leggur af stað f könnunarleiðang-
ur. Helen tekur hann f fangið og
segir að málið sé ósköp einfalt.
Það snúist um Henry litla. Hann
væri það sem við værum búnar að
ræða í allan morgun. Verður
hann fullorðinn? Verður hann
afi? Það sé spurningin sem verður
að svara.
Föstudagur. Töskur. Blóm.
Blœvœngur. Andlitsblœjur.
í dag er ekkert þinghald. Við
skoðum höfuðborgina, gestgjafa-
borg okkar. Dagskráin er þannig
að farið er í heimsókn á vinnu-
staði í borginni og við förum í
heimsókn í sovéska hverfið. Þar
býr um hálf milljón íbúa.
Fyrst á dagskrá er heimsókn í
skinnaverksmiðju. Þar er farið
með okkur í allar deildir og við
fáum að sjá hvernig framleiddar
eru alls kyns töskur, hanskaro.fi.
Það er vel búið að konunum í
félagslegu tilliti, þær geta fengið
alla þjónustu á staðnum. Þar er
að finna matvöruverslun og þá
vaknar sú spurning hvort slík
verslun væri sett á stofn í fyrirtæki
þar sem karlmenn eru aðallega
starfandi. Þarna er hárgreiðslu-
stofa, snyrtistofa, efnalaug, sníð-
aþjónusta, auk þess sem fyrirtæk-
ið rekur barnaheimili, ungherja-
búðir, hvíldarhæli og hressingar-
hæli. Konur eru hér í algerum
meirihluta, líka í stöðu yfir-
manna, en samt finnst okkur oft-
ast tróna einn karl á toppnum.
Næsti viðkomustaður er barna-
heimili. Börnin taka á móti okkur
brosandi og ánægð í fötum sem
eru í líkingu við rússneska þjóð-
búninga. Þau færa okkur brauð
sem tákn friðar, halda okkur
skemmtun sem hefði sómt sér
hvar sem var. Þau syngja, dansa,
lesa kvæði, leika leikrit og það er
ekki að finna hjá þeim feimni eða
óöryggi. Þau virðast hafa yndi af
því að koma fram og sýna okkur
hvað þau geta.
Þriðja og síðasta heimsóknin í
dag er á heilsuverndarstöð barna.
Sú stöð hefur það sér til ágætis að
þar er ungabörnum kennt að
synda og það vekur óskiptan
áhuga okkar.
Yfirmenn stöðvarinnar taka á
móti okkur, stór hópur kvenna
og einn karl. Hann er yfirlæknir-
inn. Þetta er hinn hressasti karl
og við sjáum ekki betur en hann
sé vel látinn meðal kvennanna.
Sundlaugin er ekki stór. Þar
eru nokkur börn að synda og eins
móðir með eins árs gamalt barn
sem stingur sér og syndir á eftir
móður sinni.
Nú er kallað á okkur til að sjá
þriggja mánaða hnátu læra að
synda. Hún er látin busla í bað-
kari og dýft öðru hvoru í kaf.
Ekki virðist hún kippa sér upp við
þetta heldur bara kunna vel við
sig í vatninu. Það er einna helst
að áhorfendaskarinn trufli hana.
Nú liggur leiðin niður á Októ-
bertorg og þaðan ganga konurnar
sem sitja þingið í Gorkigarð. Við
trúum varla okkar eigin augum.
Meðfram strætinu standa Mos-
kvubúar og fagna okkur innilega,
brosandi og veifandi. Við finnum
að við erum velkomnir gestir
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. nóvember 1987
þessa fólks.
Mannfjöldinn í garðinum er
ótrúlega mikill. Moskvubúar
fjölmenna á friðarfund kvenna-
þingsins. Þeir reyna að tala við
okkur og skiptast á póstkortum
og merkjum við fulltrúa kvenna-
þingsins.
Fullorðin kona gengur til mín
og réttir mér lítinn pakka. Hún
hefur tekið með sér litla gjöf til að
rétta einhverri konunni á þing-
inu. Þetta er hreint ótrúlegt.
Hefði fólk gert þetta heima? Mér
finnst það ólíklegt. í pakkanum
er blævængur sem verður mér
dýrmætur um ókomna tíð.
Klukkan er orðin sex og við
förum að hugsa okkur til
hreyfings. Þá sjáum við nokkrar
konur standa undir tré og eru þær
með slæður bundnar fyrir and-
litið. Þetta eru konur frá írak sem
vilja ekki að borin séu kennsl á-
þær, biðja um að ekki séu teknar
af þeim myndir vegna þess að þær
vilja ekki láta fréttast heima fyrir
að þær hafi setið þingið. Ástæð-
urnar eru ýmsar. Sumar hafa far-
ið ólöglega úr landi og komið
eftir krókaleiðum á þingið. Aðr-
ar eru landflótta en eiga ættingj a í
haldi heima og vilja ekki láta
skoðanir sínar bitna á þeim. Og
við fáum að vita að svo er um,
konur frá fleiri löndum. Við
dáumst að hugrekki þessara
kvenna.
Þegar ég kem inn á herbergið
skömmu fyrir miðnættið finnst
mér sem liðið hafi margir dagar
frá því ég gekk héðan út um
morguninn. Svo margt hefur
gerst, ég er búin að hitta svo
marga, tala við svo marga, upp-
lifa svo ótal margt, dásamlegt og
hræðilegt. Vandamálin heima
eru svo víðs fjarri. Það sem þar er
virðist svo óralangt í burtu og ó-
raunverulegt, en hér er ég stödd í
einhverjum ævintýraheimi, en þó
svo raunverulegum, stórfeng-
legum.
Laugardagur. Börn á sviði.
Handskrifuð boðskort í ríkis-
stjórnarveislu.
Síðasti dagur kvennaþingsins
er runninn upp. Ósköp hefur
þessi tími veríð fljótur að líða en
samt er svo langt síðan að við fór-
um að heiman. Um það erum við
allar sammála. Enn er risið
snemma úr rekkju, snæddur
morgunverður og farið í rútu nið-
ur í þinghöllina í Kreml þar sem
lokaathöfnin fer fram.
Klukkan tfu hefst athöfnin
með því að Zoja Pukhova forseti
Sovésku kvennasamtakanna
þakkar konunum komuna og
óskar þeim alls hins besta í áfram-
haldandi baráttu fyrir friði og
jafnrétti.
Robert Gabriel Mugabe er
fulltrúi hins kynsins hjá okkur í
dag. Hann byrjar ræðu sína á því
að segja frá því að hann hafi verið
spurður áður en hann lagði upp,
hvort hann væri ekki „óþarfur“ á
kvennaþingi. „Nei, það er ég
ekki. Ég hef alltaf talið að ég til-
heyrði konum. Ég er borinn og
alinn upp af konu. Það er kona
sem þvær bleyjurnar af
Nú stendur fyrir dyrum þing
Alþjóðasambands lýðræðissinn-
aðra kvenna, sambands sem var
stofnað árið 1945 af konum sem
lifðu af fangabúðir nasista í Ra-
vensbrúck og höfðu heitið því að
lifðu þær af stríðslok skyldu þær
leggja sitt af mörkum til friðar í
heiminum. MFÍK var stofnað
1951 og starfar í anda ALK.
Sumar okkar sitja þingið, aðrar
fara heim. Enn heldur ævintýrið
áfram. Við sjáum Bolshoj-
ballettinn dansa, verðum vitni að
gestrisni heimamanna og fáum að
heyra lýsingar kvenna á ástand-
Þriggja mánaöa (sundtíma.
mannkyninu. Það eru einmitt
konurnar, mæðurnar, sem láta
sér annt um framtíð mannkyns-
ins.“ Freda Brown slítur þinginu
og aftur er sungið „We shall
overcome".
Síðan er hátíðarkonsert. Það
eru söng- og danshópar barna og
unglinga sem eru meginuppistað-
an í þessari skemmtun. Þetta er
ólýsanleg stund, ógleymanleg.
En áfram er haldið. Við förum
upp á efstu hæð Þinghallarinnar
þar sem borð svigna undan „pipr-
uðum páfuglum og söltuðum
sjófulgum” eins og í ævintýrun-
um. Hið eina sem er af skornum
skammti eru áfengir drykkir. Að-
eins er boðið upp á rauðvín og
hvítvín og ekki bætt á borðin þeg-
ar búið er úr flöskunum. Það er
ekki þörf á því heldur. Við erum
allar ölvaðar af áhrifum þingsins,
ávörpum merks fólks,
skemmtiatriðum barnanna, gest-
risni sovésku þjóðarinnar og hlý-
hug hennar í okkar garð.
inu f löndum þeirra, baráttu
þeirra, finnum til samstöðu með
þeim, grátum með þeim, hlæjum
með þeim.
Enn er margt ósagt, bæði af
þinginu og borginni sem við
dvöldum í. Við gerðum okkur
grein fyrir því að borgarbúar
lögðu sig auðvitað fram um að
sýna okkur sínar góðu hliðar og
kappkostuðu til þess að allur að-
búnaður væri hinn besti. En er
þetta ekki eðlilegt? Gerum við
ekki hið sama við okkar gesti?
Og nú mætti spyrja: Hvað hef-
ur þetta þing gefið mér? Enn hef
ég ekkert endanlegt svar, en ég
og við allar komum heim enn
staðfastari í baráttunni fyrir betri
heimi mannkyninu til handa,
vopnlausum heimi, þar sem allir
hafa nóg að bíta og brenna, þar
sem fólk vinnur að uppbyggingu
og framförum, þar sem fjármun-
irnir eru notaðir handa fólkinu en
ekki til að smíða drápstól til að
útrýma því.