Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 13
UOBVIUINN c/o Skúmaskotið Síðumúla 6 108 Reykjavík Umsjón: Nanna Dröfn SigurdórscJ. Nú skuluð þið semja sögu við myndirnar og senda okkur. Við veljum síðan bestu sögunaog veitum verðlaun. Verðlaunahafinn fær þau send heim til sín, en þá verðið þið að muna að skrifa fullt nafn og heimilis- fang. Hérna kemur framhaldið á sögunni frá því í síðasta blaði, um Afa káta og töfrastafinn hans: Afi káti og töfra- stafurinn hans toguðu af öllum kröftum, allir þrír, eu það fór allt á einn veg - jómfrú Geðgóð var svo vel í skinn komið að þeir fengu henni ekki haggað, þaðan af síður að þeir gætu reist hana á fætur. „Þetta dugar ekki,“ sagði Jón bóndi. „Eg verð að komast á markaðstorgið með næpurnar mínar - en ég kemst bara ekki...“ „Og það er beðið eftir mér á lögreglustöðinni,“ varð lögreglu- þjóninum að orði. „En ég kemst bara ekki heldur..." „Og ég verð að komast upp úr forarpollinum,“ kjökraði jómfrú Geðgóð. „En ég kemst það ekki...“ Afi káti horfði á þau og velti vöngum vandræðalega. En allt í einu kom brosglampinn bjarti í augun honum, því að nú hafði honum komið í hug snjallræði. sem hann var ekki í neinum vafa um að mundi duga. Hann hljóp við fót upp garð- stíginn og inn í litla húsið sitt að sækja göngustafinn sinn - töfra- stafinn - og svo hljóp hann við fót niður garðstíginn og út að forar- pollinum. „Sjáum nú til jómfrú Geð- góð,“ mælti Afi káti heldur en ekki hróðugur. „Taktu nú báðum höndum hérna í krókinn á stafn- um mínum, og svo toga ég í hinn endann. Nú skulum við sjá hvort það gengur ekki...“ Jómfrú Geðgóð tók báðum höndum um krókinn á töfrastafn- um. Afi káti togaði í hinn endann, en Jón bóndi og lö- gregluþjónninn horfðu á. Og nú skipti það engum togum - Afi káti kippti jómfrú Geðgóð, fyrst upp úr forarpollinum og síðan á fætur. Hún var ómeidd, blessuð jómfrúin, en gegnblaut og forug, eins og við var að búast. Og nú gat Jón bóndi haldið áfram ferðinni og komið næpun- um sínum til sölu á markaðstorg- ið. Og lögregluþjónninn steig aft- ur á bak reiðhjólinu sínu og ók eins og byssubrenndur á brott, því að það var beðið eftir honum á lögreglustöðinni. En jómfrú Geðgóð þáði gott boð Afa káta og fylgdist með honum heim í litla húsið hans. Þar settist hún við arineldinn, og sat þar þangað til hún var orðin skraufþurr aftur, en Afi káti hit- aði handa henni kaffisopa, svo henni hlýnaði aftur fyrir brjóst- inu, blessuninni. Og Afi káti var kátari en nokkru sinn fyrr, því að enn einu sinni hafði töfrastafur- inn komið í góðar þarfir, en jóm- frú Geðgóð varð svo geðgóð aft- ur, að hún lék við hvern sinn fing- ur og hló dátt að öllu saman. Já, það getur komið sér vel að eiga töfrastaf... Það skiptast á skin og skúrir á myndinni hennar Þórdísar sem hún sendi okkur. Þórdís er 8 ára og hún fær í verðlaun bókina Sólarblíðan, Sesselía og mamman í krukkunni, eftir Véstein Lúðvíksson. Mál og menning gefur bókina út. TUR Verslunarstjórinn kemur aö máli viö forstjórann: Ég hef veitt því athygli að ungfrú Jóna, sem vinnur í sælgætis- deildinni, étur af vörunum. - Nú, einmitt. Þá skulum við flytja hana yfir í járnvörudeild- ina. - Hænan mín erfársjúk, sagði bóndinn við dýralækninn. Hún er með svo háan hita að hún verpir harðsoðnum eggj- um. SKRY Rögnvaldur réttir hárkolluna sína inn um dyrnar á hár- greiðslustofunni og segir: Gerðu svo vel að greiða mér, ég kem aftur eftir tuttugu mín- útur. UTLA BLÖMtP Hún Unnur Helga Jónsdóttir sendi Skúmaskotinu þessar skemmtilegu sögur. Unnur Helga er 8 ára og á heima í Mýrartungu II í Reykhóla- hreppi. Skúmaskotið þakkar henni kærlega fyrir og hún fær senda bókina: Ég vil líka fara í skóla, eftir Astrid Lindgren, en Mál og menning gefur út. Einu sinni var lítið blóm sem var svo einmana. Það virti enginn litla blómið fyrir sér, en allir virtu öll hin blómin. Einn dag kom lítil stúlka hún stoppaði rétt hjá mér og var að horfa á annað blóm, þá sneri hún sér aðeins við og sá mig og henni fannst ég vera svo mikið krútt, hún sleit mig varlega upp með rótum. Hún flýtti sér heim til sín og lét mig í blómapott og út ásvalir- cjv&e

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.