Þjóðviljinn - 15.11.1987, Blaðsíða 7
Þessi tilþrif Guðmundar Guðmundssonar dugðu ekki Víkingum til sigurs gegn FH og meistararnir eru úr leik í toppbarátt-
unni eftir fjóra tapleiki.
Handboltinn
blómstrar
Ánægjuleg þróun í íslenskum
handknattleik kemur sífellt
betur í Ijós. Síöustu árin hefur
landsliöið veriö númer eitt og
íslandsmótið fallið í skuggann
- í vetur hafa félagsliðin verið í
sviðsljósinu og 1. deildark-
eppnin blómstrar. Það hefur
ekki gerst í áraraðir að
Laugardalshöllin hafi verið
nánast þéttsetin á 1. deildar-
leik, eins og raunin varð á
þegar Víkingur og FH léku á
miðvikudagskvöldið, síðustu
misserin hefur aðeins lands-
liðið haft slíkt aðdráttarafl á
áhugamenn um handknatt-
leik.
Víkingar náðu glæsilegum úr-
slitum gegn dönsku meisturunum
Kolding í Danmörku um síðustu
helgi. Það fer ekki á milli mála að
reynslan fleytti þeim langt því
þriggja marka sigur á heimavelli í
fyrri leik í Evrópukeppni þykir
ekki mikið veganesti - sjö til tíu
marka sveiflur eru algengar á
þeim vettvangi. Útlitið var held-
ur ekki gott hjá Víkingum fram-
anaf sfðari hálfleik í Kolding, en
lokasprettur liðsins var glæsi-
legur og fjögurra marka útisigur á
meisturum Danmerkur var stað-
reynd. Þar var kyrfilega troðið
uppí dönsku kokhreystina en
heima fyrir hafði Kolding verið
spáð auðveldri leið í 8-liða úrslit-
in eftir að hafa dregist gegn ís-
lensku Víkingunum.
Hætt er við að reynsluminna
lið hefði ekki þolað þessa pressu
en Víkingar ráða yfir mönnum á
borð við Guðmund Guðmunds-
son, Kristján Sigmundsson og
Sigurð Gunnarsson sem saman-
lagt hafa leikið um fjögurhund-
ruð landsleiki. Aðrir í liðinu eru
engir nýliðar, og með frammi-
stöðu sinni sýndu Víkingar að ís-
lensku félagsliðin eru í mikilli
sókn á ný, þau eiga aftur erindi
gegn þeim bestu í Evrópumótun-
um.
Stjarnan féll hinsvegar á
reynsluleysinu gegn norska liðinu
Urædd í Evrópukeppni bikar-
hafa. í heimaleiknum fengu
Garðbæingarnir á sig tvö dýr-
keypt mörk á lokamínútunum og
unnu því með aðeins einu marki,
og í Noregi skoruðu heimamenn
sigurmark sitt fjórum sekúndum
fyrir leikslok. Hið unga lið
in ár og oft beðið lægri hlut fyrir
t.d. Spánverjum, Vestur-
Þjóðverjum og jafnvel Svisslend-
ingum. Eftir það mótlæti sem
Víkingar hafa mátt þola á
heimaslóðum er viðbúið að þeir
leggi allt í sölurnar gegn CSKA -
þeirra markmið úr þessu í vetur
hljóta að vera að standa sig vel í
Evrópukeppninni og bikar-
keppninni.
Hér heima fyrir eru Víkingarn-
ir nefnilega nánast búnir að missa
íslandsbikarinn úr höndum sér
þrátt fyrir að fyrri umferðinni sé
ekki lokið. Þeir eru um miðja
deild og hafa tapað fjórum
leikjum af átta, sem er of mikið
fyrir þá til að vinna upp. Tapið
gegn FH á miðvikudagskvöldið
gerði sennilega útslagið fyrir þá
og það undirstrikaði endanlega
að það verða FH og Valur sem
heyja einvígi um meistaratitilinn í
vetur.
Það er eiginlega synd að FH
skuli ekki hafa leikið í Evrópu-
keppni í vetur. Enn ein gullöldin
virðist vera að ganga í garð í
handboltabænum Hafnarfirði -
nöfn á erlendum vettvangi, það
má sérstaklega búast við því að
vestur-þýsku liðin haldi áfram að
bera víurnar í Héðin, sem ótví-
rætt er með efnilegri handknatt-
leiksmönnum í Vestur-Evrópu í
dag. En ef sú þróun sem komin er
af stað hér á landi heldur áfram
verður ekki eins eftirsóknarvert
og áður fyrir okkar bestu menn
að leita fyrir sér erlendis.
Valsmenn eru vafalítið undir
niðri ánægðir með þá athygli sem
beinist að stórskyttunum úr
Hafnarfirði. Þeir eru sjálfir
komnir með lið sem er til alls lík-
legt og það besta sem félagið hef-
ur teflt fram í tæpan áratug. Sterk
vörn og markvarsla Einars Þor-
varðarsonar eru traustur grunnur
hjá Hlíðarendaliðinu og það
verður gaman að sjá hvernig FH-
ingum gengur að brjótast í gegn-
um þann múr. Já, það bendir allt
til þess að viðureign FH og Vals í
Firðinum ráði miklu um hvar ís-
landsbikarinn hafnar í vor, og
vafalítið komast færri að en vilja
til að sjá þann slag, ef að líkum
lætur.
Stjörnunnar hefur þrátt fyrir tap-
ið fengið góða reynslu útúr þess-
um leikjum við Norðmennina og
það skiptir ekki svo litlu máli.
Víkingarnir voru síðan flestir
slegnir yfir þeim fregnum að and-
stæðingar þeirra í 8-liða úrslitun-
um yrðu sovésku meistararnir
CSKA frá Moskvu. Langt og dýrt
ferðalag og litlir möguleikar á að
komast áfram, nema báðir
leikirnir fáist hér á landi sem telja
verður ólíklegt að þeir sovésku
séu ginnkeyptir fyrir. Hinsvegar
verður það að segjast að virðing-
in og óttinn við að mæta sovésk-
um félagsliðum ganga stundum
útí öfgar. Víkingar eiga svipaða
möguleika gegn CSKA og þeir
hefðu átt gegn Steaua frá Rúm-
eníu, Metaloplastica frá Júgósla-
víu eða Essen frá Vestur-
Þýskalandi. Sovésku liðin hafa
alls ekki borið ægishjálm yfir
önnur í Evrópukeppni undanfar-
FH hefur efniviðinn til þess að
verða stórveldi í íslenskum hand-
bolta næstu árin. Flest allir leik-
nienn liðsins eru um tvítugt og
eru á stöðugri uppleið, og það
hefði verið fróðlegt að fylgjast
með þeim í keppni gegn sterkum
erlendum liðum. Takist FH-
ingum að halda vel á sínum mál-
um gætu þeir skipað sér í hóp
bestu liða Evrópu áður en langt
um líður. Enn verða þeir þó að-
eins að teljast efnilegir og það
kemur kannski fyrst í ljós í topp-
slagnum við Val nú um helgina
hvort þeir standast álagið og
pressuna sem því fylgir að vera í
fremstu röð.
Framtíðin hjá FH byggist síðan
að sjálfsögðu mikið á hvort fé-
laginu tekst að halda sínum bestu
mönnum. Þorgils Óttar Mathie-
sen og Héðinn Gilsson eru þekkt
ÍÞRÓTTASPEGILL SIGURÐSSON
Tilkynning frá
Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1988 og endurnýjun
eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóöi
íslands á árinu 1988 hefur eftirfarandi verið
ákveðið:
1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði:
Sjóðsstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu
í hefðbundnum vinnslugreinum og metur um-
sóknir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn
sjóðsins hrekkur til verður lánað til bygginga,
véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með
sér bætt gæði og aukna framleiðni.
2. Vegna endurbóta á fiskiskipum:
Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa
og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hag-
kvæmt.
3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskip-
um:
Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiski-
skipum verða eingöngu veitt ef skip sambæri-
legrar stærðar eru úrelt, seld úr landi eða strik-
uð út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Há-
markslán er 65% vegna nýsmíði innanlands,
en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutn-
ings. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða
innflutnings báta undir 10 rúmlestum.
4. Endurnýjun umsókna:
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að
endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir
hvernig þær framkvæmdir standa sem lánslof-
orð hefur verið veitt til.
5. Hækkun lánsloforða:
Mikilvægt ér að lánsumsóknir séu nákvæmar
og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin
á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna
viðbótarframkvæmda, nema Ijóst sé að um-
sækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir
og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum
áður en viðbótarframkvæmdir hófust.
6. Umsóknarfrestur:
Umsóknarfrestur er til 31. desember 1987.
7. Almennt:
Framkvæmdirskulu ekki hafnarfyrren lánslof-
orð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök athygli
er vakin á því, að sjóðurinn getur synjað láns-
umsókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Um-
sóknum um lán skal skila á þar til gerðum
eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýs-
ingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður
umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á
skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti
19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og
sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er
berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki
teknar til greina við lánveitingar á árinu 1988
nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 10. nóvember 1987
Fiskveiðasjóður íslands
REYKJkMIKURBORG
Aau&zn, Stödun
Félags- og þjónustu-
miðstöð aldraðra,
Bólstaðarhlíð 43
Óskar eftir að ráða.
1. Starfsfólk til starfa í þjónustumiðstöð og
heimilishjálp.
2. Fótasérfræðing.
3. Kennara með myndlista- og handíðamenntun.
4. Sjúkraliða í 80% starf.
Ef þú hefur áhuga, hefur gaman af að vinna með
öðrum, þroskast í starfi og takast á við verkefni,
þá eru nánari upplýsingar í síma og á staðnum.
Forstöðumenn sími 685052.
Sunnudagur 15. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7